Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EINN stærsti einstaki kostn-
aðarliður í rekstri íþróttahreyfing-
arinnar á Íslandi er ferðakostn-
aður. Með miklu mótahaldi og
samskiptum á íþrótta-
sviðinu eru gerðar
kröfur um ferðalög
landshluta á milli.
Ferðamátinn er
einkabílar, hóp-
ferðabílar og flug. Á
undanförnum árum
hefur þessi kostn-
aðarliður tekið af-
skaplega mikið í
reksturinn, svo mikið
að hann hefur í raun
hamlað þátttöku
íþróttafélaga í mörg-
um íþróttagreinum
víða á landinu.
Fyrir nokkrum árum kom fram
þingsályktunartillaga á Alþingi um
jöfnun ferðakostnaðar og stofnun
sérstaks ferðasjóðs. Íþróttahreyf-
ingin fagnaði þessu máli sér-
staklega og menn bjuggust við að
nú hillti undir stuðning ríkisvalds-
ins við þennan þátt í starfinu
þannig að hægt yrði að létta á
íþróttafélögum hvað þetta varðar.
Þetta mál hefur verið tekið fyrir á
að minnsta kosti tveimur lög-
gjafaþingum en dagað uppi. Það
var því sérstakt ánægju- og gleði-
efni nú í byrjun vikunnar þegar
okkur bárust þær fregnir að
menntamálanefnd Alþingis, undir
stjórn Sigurðar Kára Kristjáns-
sonar, hefði samþykkt að leggja
fram tillögu til þingsályktunar um
ferðasjóð íþróttafélaga á ný. Í til-
lögu menntamálanefndar er gert
ráð fyrir að Alþingi feli rík-
isstjórninni að skipa nefnd, sem í
sitji fulltrúar fjármálaráðherra,
menntamálaráðherra, sveitarfé-
laga, íþróttaforystunnar og
íþróttafélaga úr öllum lands-
hlutum, til að gera úttekt á kostn-
aði við ferðalög íþróttafélaga á
viðurkennd mót. Jafn-
framt setji nefndin
fram tillögur um
hvort, og þá hvernig,
skuli koma á sér-
stökum sjóði til að
taka þátt í þeim
kostnaði, hvernig
fjármögnun hans
skuli háttað og eftir
hvaða reglum skuli
úthlutað úr honum.
Enn fremur gerir
nefndin tillögur um
hvaða íþróttagreinar
gætu fengið framlög
úr sjóðnum, m.a. með tilliti til ein-
stakra landsvæða, aldurshópa og
kynja.
Nú gæti einhver sagt sem svo
að enn væri verið að skipa nefnd
til að drepa málinu á dreif. Ég
held að svo sé ekki og fagna sér-
staklega þingsályktunartillögunni.
Ég tel að í þessu máli geti í raun
orðið þverpólitísk samstaða. Eðli-
legt er, af hálfu ríkisvaldsins, að
málið sé greint og gerð sé úttekt á
kostnaði. Það mun ekki standa á
ÍSÍ og íþróttahreyfingunni að
leggja þessu góða máli lið. Með
miklum vilja allrar íþróttahreyf-
ingarinnar munum við vonandi
koma því áleiðis. Ljóst er að
kostnaðurinn við að senda keppn-
islið og keppendur á viðurkennd
mót um allt land er langmestur
fyrir félögin á landsbyggðinni. ÍSÍ
hefur yfir að ráða öflugu upplýs-
inga- og tölvukerfi sem heldur ut-
an um skráningar allrar íþrótta-
hreyfingarinnar. Ég teldi
eðlilegast að slíkur sjóður væri í
umsjá ÍSÍ og sérsambandanna því
að það eru þeir aðilar sem hafa
raunverulega yfirsýn yfir þátttök-
una. Þetta mál verður eflaust
skoðað þegar nefnd verður skipuð
en aðalatriðið er að íþróttahreyf-
ingin aðstoði við að greina kostnað
og heildarmynd vegna ferðakostn-
aðar íþróttahreyfingarinnar þann-
ig að rökstyðja megi vel þá kröfu
að stofnaður verði sérstakur sjóð-
ur um jöfnun ferðakostnaðar. Þess
má geta að fyrir 68. Íþróttaþingi
ÍSÍ, sem haldið verður nú um
helgina, liggur einmitt tillaga um
að framkvæmdastjórn ÍSÍ verði
falið að eiga viðræður við rík-
isvaldið um stofnun sjóðs sem hafi
það að markmiði að jafna ferða-
kostnað íþróttahreyfingarinnar.
Tímasetningar á útspili mennta-
málanefndar og Íþróttaþings fara
því vel saman. Ég treysti því Sig-
urði Kára Kristjánssyni og fé-
lögum hans í menntamálanefnd
Alþingis til að aðstoða okkur við
að koma þessu máli í góðan farveg
til framtíðar.
Ferðakostnaður íþróttahreyfing-
arinnar – mikið hagsmunamál
Stefán Konráðsson skrifar
um kostnað í rekstri
íþróttahreyfingarinnar ’Ljóst er að kostnaður-inn við að senda keppnis-
lið og keppendur á við-
urkennd mót um allt land
er langmestur fyrir félög-
in á landsbyggðinni.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri ÍSÍ.
Stefán Konráðsson
ÉG ER nemi í Tónlistarskólanum
í Reykjavík og einn þeirra sem
munu hverfa frá námi vegna ald-
urstakmarks verði þetta ekki end-
urskoðað. Þar sem ég hef atvinnu
af öðru setur þetta ekki endilega
strik í reikning hjá
mér hvað varðar
starfssvið framtíðar,
en mig langar að
styðja þá nemendur
sem þurfa að hætta í
námi en langar að
halda áfram auk þess
að deila skoðun minni
á þessu með öðrum.
Þegar ég var krakki
lærði ég á harm-
ónikku. Þetta var tóm-
stundanám á vegum
grunnskólans fyrir
nemendur, kennara og
foreldra. Ég var þá kannski 10 ára
gömul og það sem mér er eft-
irminnilegast er að við krakkarnir
vorum miklu flinkari að læra á
hljóðfæri en fullorðnu nemendurnir.
Á þessum aldri var þetta mjög góð
tilfinning og hvatti okkur áfram.
Nú stend ég hinum megin, æfi með
yngri strengjasveit Tónlistarskól-
ans í Reykjavík enda byrjandi á
víólu þrátt fyrir aldur og upplifi ná-
kvæmlega það sama, krakkarnir
eru miklu flinkari en ég. Ég tel
þetta vera mjög hollt bæði fyrir
börn og fullorðna að geta lært eitt-
hvað saman og er tónlistin góður
vettvangur fyrir slíkt. Tónlist-
arskóli er miklu meira en hljóð-
færanám sem hægt væri að útvega
sér hjá kennara í einkatímum. Stór
hluti af náminu er bóknám, samspil,
hljómsveitir, félagslíf auk tónleika-
halds og prófa. Í dag er lögð mikil
áhersla á símenntun og endur-
menntun, þess vegna ætti ekki að
útiloka þann möguleika fyrir eldri
nemendur að byrja í tónlistarnámi
eða halda áfram þar sem frá var
horfið. Hvaða fullorðin manneskja
sem hefur stundað tónlistarnám í
æsku en hætt af einhverjum ástæð-
um sér ekki eftir því að hafa lagt
hljóðfærið á hilluna? Marga langar
örugglega að taka þráðinn upp á
nýtt. Einnig hafa ekki allir tækifæri
til að stunda tónlistarnám í æsku af
ýmsum ástæðum. Við
þekkjum líka marga
frábæra tónlistarmenn
sem hófu feril sinn
seint. Hvað væri land-
ið án þeirra? Það þýðir
heldur ekkert að búa
bara til frábæra tón-
listarmenn ef enginn
fer á tónleika sem
kann að hlusta á þá.
Í dag eru nokkrir
tónlistarskólar mjög
sérhæfðir á einhverju
sviði, eins og t.d. FÍH,
Tónlistarskóli Kópa-
vogs og Söngskólinn í Reykjavík.
Það hljómar mjög furðulega að
nemendur þurfi að eiga lögheimili í
ákveðnu sveitarfélagi til að komast
að í sérhæfðu námi. Ég tel það vera
nauðsynlegt í þágu tónlistarinnar
að veita nemendum aðgang að námi
sem þeir hafa áhuga á, óháð búsetu
og aldri.
Eins og ég nefndi áður sé ég mig
ekki sem tónlistarmaður í framtíð-
inni, en mig langar að útskýra af
hverju ég ætla að halda áfram í
tónlistarnámi. Ég lít á mitt tónlist-
arnám sem lífsstíl og lífsgæði auk
tækifæris til að afla mér umfram-
þekkingar á því sem mér þykir
vænt um. Að horfa á fótbolta eða
golf en þekkja ekki leikreglur er lít-
ið spennandi, en þetta batnar strax
eftir að hafa kynnt sér reglur og
enn meira að stunda þessar íþróttir
sjálfur. Sama gildir um tónlist. Að
fara á tónleika og hafa kynnt sér
„leikreglur“, þ.e. tónfræði, hljóm-
fræði, kontrapunkt o.s.frv., er meiri
háttar og að spila tónverk sjálfur
með hljómsveit er alveg ómetanleg
upplifun. Sem unglingur hafði ég
ekki áhuga á tónlist. Ég byrjaði
seint í tónlistarskóla í Þýskalandi,
lærði á klarínett en hætti eftir ein-
hver ár, kláraði verkfræðinám og
flutti til Íslands. Einhvern tíma
langaði mig að læra meira og ákvað
að læra á nýtt hljóðfæri. Ég komst
inn í skóla og hef verið þar í tæp-
lega fjögur ár. Tónlistarnámið gerði
mig að „tónlistarnotanda“ þó svo að
ekki verði alvöru tónlistarmaður úr
mér. Ég spila með Sinfón-
íuhljómsveit áhugamanna og
Lúðrasveitinni Svan, ég á hljóðfæri
sem þarfnast viðhalds, viðgerða og
aukahluta. Ég kaupi námsbækur,
nótnabækur og geisladiska auk
þess að vera áskrifandi hjá Sinfóní-
unni og Kammermúsíkklúbbnum,
og fer á fjölda annarra tónleika.
Þetta er mitt framlag til tónlistar-
innar, og tel ég þetta ekki vera lítið.
Í krónum talið (fyrir þá sem kunna
ekki að meta þetta á annan hátt)
nemur þetta örugglega um hundrað
þúsundum á ári.
Að sjálfsögðu eiga ungir og fram-
úrskarandi nemendur að hafa for-
gang í námi, en allir hinir ættu að
hafa a.m.k. séns á að komast að ef
þeir sýna tónlistarnámi áhuga. Ég
skora því á ábyrgðaraðila að taka
málið til endurskoðunar, það er tón-
listin sem tapar á þessu!
Tónlistin tapar
Susanne Ernst fjallar
um tónlistarnám ’Að sjálfsögðu eiga ungirog framúrskarandi nem-
endur að hafa forgang í
námi, en allir hinir ættu
að hafa a.m.k. séns á að
komast að ef þeir sýna
tónlistarnámi áhuga.‘
Susanne Ernst
Höfundur er efnaverkfræðingur
og tónlistarnemi.
EINKAVÆÐING
banka og síma er
ekki veiðileyfi á allar
sameignir þjóð-
arinnar.
Þrjú prósent fylgi
Framsóknarflokks í
nýrri skoðanakönnun
er ekki brosvandamál
heldur fordæming
þess að undir forystu
flokksins í ríkisstjórn
ríkir nú grímulaus
frjálshyggjukapítal-
ismi ofar hverri kröfu
um stjórn landsmála.
Ævaforn pólitísk
stefnumörkun um
eignarnám sameigna
landsmanna með
lagasetningu til að
koma á markað helst
öllu því sem fyrir
siðaskipti tilheyrði
hvort sem er goð-
orðum og útvöldum
ættarlaukum. Og síð-
ar kónginum og hans
nótum. Markmiðið:
endurreisn gullald-
arára vorra glæstu
fjötra fyrir ráðherra-
dóm og lýðveldi?
Það er óþarfi að
leita langt yfir
skammt. Eignarhaldi
á RUV og ÁTVR á
augljóslega að koma í
hendur einkaaðila.
Eignarhaldi á vatni á augljóslega
að koma í hendur landeigenda,
þótt síðar verði. Eignarhaldi á raf-
magnsframleiðslu, virkjunum og
fallvötnum á augljóslega að koma í
hendur einkaaðila. Einn af öðrum
eru hrifsaðir gullmolarnir úr
eignasafni þjóðarinnar. Án þess
örli á hófsemd.
Né því að stjórnarliðar núver-
andi meirihluta á Alþingi, sem
kjörnir eru ráðsmenn fyrir þjóð-
arbúi almennings og lögbundnir
verndarenglar sameigna þjóð-
arinnar, geri sér ljóst hvert stefnir
um samfélagsþróun undir þessari
fornaldarstefnu.
Meginregla eignarhalds á Ís-
landi síðustu eitthundrað ár er
sameignarhald á auðlindum og inn-
viðum þjóðfélagsins.
Fólk skyldi kynna sér vel þjóð-
félög þar sem flest er í einkaeigu.
Þar þrengir t.d. skotfljótt að at-
hafnafrelsi einstaklinga og fyr-
irtækja. Í Skotlandi veit ég af
rútubílstjóra sem þurfti að röfla
sex vikur eftir leyfi frá einkaaðila/
landeiganda til að mála sitt eigið
einbýlishús í öðrum lit. Nágranni
hans forstjóri iðnfyrirtækis vildi
skipta út glugga á sínu einbýlis-
húsi fyrir annan eins; leyfi til þess
kostaði þriggja vikna streð. Land-
areign, skipulag, útlit þorpsins: allt
saman í einkaeigu einnar fjöl-
skyldu.
Eignarhald á fiskistofnum er
ennþá í okkar höndum.
En stofnast í ársreikningi því
kvótinn, rétturinn til að veiða visst
magn af fiski, er verðlagður, eign-
færður og gengur kaupum og söl-
um. Engum einkaeignarsinna hef-
ur dottið í hug að það sama má
gilda um réttinn til útsendingar,
réttinn yfir tilteknu vatnsmagni,
réttinn til rafmagnsframleiðslu.
Enda umráðaréttur alltaf í öðru
sæti á eftir eignarhaldi á óskalista
sérhagsmunavaldsins.
Margir muna þunga haustdaga
árið 2002 þegar hart var barist um
sparisjóðina. Í stað þess að koma
eignarhaldi á sjóðunum í hendur
sveitarfélaga og þar með arði af
rekstrinum inn í galtóma sveit-
arsjóði, lauk þessu stríði með
handauppréttingu
meirihlutans á Alþingi.
Í desember 2002 voru
sem sagt samþykktar
breytingar á lögum
um fjármálafyrirtæki,
þ.m.t. um útgáfu
stofnfjárbréfa spari-
sjóða á nafn og kenni-
tölu sem hratt af stað
verðmyndun og versl-
un með stofnfjárbréf. Í
einu vetfangi urðu til
gríðarleg fjárhagsleg
verðmæti á nafni
ábyrgðarmanna sem í
fjölmarga áratugi
höfðu í raun enga
ábyrgð borið á skuld-
bindingum sparisjóð-
anna. Fámennur hóp-
ur fólks fékk því án
endurgjalds úthlutað
eignarhaldi á stofn-
fjárbréfum sem eru nú
tuga ef ekki hundruð
milljarða króna virði.
Spurt er: Hve lengi
á að arka þetta öng-
stræti eignarnámsins
burt frá aðalstræti
þess sem nefna má
ævistarf, hugsjónir og
sameignir forfeðra
okkar og formæðra
sem háðu aldalanga
baráttu til þess að öðl-
ast frelsi undan þræl-
soki séreignarsinna
fortíðar? Gott velferðarþjóðfélag
fær ekki lengi þrifist án sameign-
arhagsmuna, bæði þeirra hlut-
bundnu og þeirra óhlutbundnu.
Fölni þeir hlutbundnu, fölna einnig
þeir óhlutbundnu.
Það veldur m.ö.o. þjóðfélags-
legum jarðvegssárum þegar við-
skiptajöfrar með rótgróna sýn
gullleitarmannsins á veruleika sinn
og annarra ráða athöfnum kjör-
inna trúnaðarmanna almennings
um ráðstöfun sameiginlegs eign-
arhalds. Dæmin sanna hversu oft
og mjög stjórnarliðar meiri-
hlutavaldsins um lagasetningu hér-
lendis lúta efnahagsvaldi gráðugra
gullgrafara, bregða trúnaði við
stjórnarskrá og kjósendur, efna til
innanlandsátaka fyrir harðsnúnar
klíkur. Og ólíku saman að jafna
hjá minnihlutastjórnum um önnur
Norðurlönd. Innganga í Evrópu-
bandalag og upptaka evru særa
enn frekar að þessu leyti því þá
má heita dagljóst hvar eignarhald
á hlutabréfum eignarnámsins lend-
ir að lokum.
Það virðist kominn tími á Fram-
sóknarflokk. Og frjálshyggjukapít-
alisma Sjálfstæðisflokks verður
vonandi búið að bjarga fornleifum í
Íslandssöguna löngu áður en
markaðsvæðing þjóðareignanna
bítur of fast til baka þetta barns-
lega auðtrúa fólk sem situr fyrir
okkar hönd á Alþingi og virðist
trúa því í alvöru að markaðs-
væðing eignarhalds sameignanna
sé brýn nauðsyn okkar lífsháttum,
ekki síst frjálsum viðskiptum í
markaðshagkerfi.
Þvert á móti. Einveldi löggilts
eignarhalds auðjöfurs og afleidds
ættarveldis á sameignum í stíl
goðavaldsins gamla sem engu lýtur
og ekkert virðir umfram gullleit og
dagsform eigin geðþótta er hundr-
að sinnum verri fjötur þessum
hagvaxtartækjum og tröllauknu
vinnuvélum samfélags en einveldi
kóngsins. Er ekki kominn tími á að
rétta kúrsinn?
Nýjar
Íslendingasögur:
Einkavæðing í
dimmu öngstræti?
Jónas Gunnar Einarsson
fjallar um einkavæðingu
Jónas Gunnar
Einarsson
’Innganga íEvrópubandalag
og upptaka
evru særa enn
frekar að
þessu leyti
því þá má heita
dagljóst hvar
eignarhald á
hlutabréfum
eignarnámsins
lendir að
lokum.‘
Höfundur er rithöfundur.