Morgunblaðið - 03.05.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.05.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 31 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í LEIÐARA Morgunblaðsins 19. apr. sl. er rætt um hnignandi stöðu Framsóknarflokksins. Þar er vitn- að í viðtal við Guðna Ágústs- son í Mbl. á skír- dag, þar sem hann talar um að það sé þekkt, að minni flokkurinn fari verr út úr samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Reynt er í leiðaranum að sýna fram á að dæmin sýni annað. Röksemdafærslan er hinsvegar af- skaplega þunn í roðinu. Fylgistap Alþýðuflokksins 1971 er skýrt með því að fyrrv. formað- ur flokksins, Hannibal Valdimars- son, hafi stofnað nýjan flokk. Rétt er það að Hannibal var formaður Alþýðuflokksins 1952–1954, en ekki er minnst á að hann var for- maður Alþýðubandalagsins sem kosningabandalags frá 1956 til 1968. 1971 voru því liðnir hátt í tveir áratugir frá því að Hannibal var formaður Alþýðuflokksins en aðeins 3 ár síðan hann var formað- ur Alþýðubandalagsins. Alþýðu- bandalagið hefði því átt að fara mun verr út úr kosningunum 1971 en Alþýðuflokkurinn ef Hannibals- málin hefðu verið mergur málsins. Niðurstaðan varð hinsvegar sú að Alþýðubandalagið fékk 17,1% atkvæða í kosningunum 1971 en Alþýðuflokkurinn aðeins 10,5%. Sigur Alþýðubandalagsins í um- ræddum kosningum varð svo ein meginforsendan fyrir vinstri stjórninni sem komst þá til valda. Vandamál Alþýðuflokksins 1971 var samstarfið við Sjálfstæð- isflokkinn og vegna þess að flokks- forustan þráaðist við að viðurkenna þá staðreynd fór flokkurinn enn neðar 1974 eða í 9,1% atkvæða. Lá við að hann þurrkaðist af þingi. Eftir það kom Vilmundarupp- sveifla flokksins 1978 og gerbreytti pólitískum forsendum. Framsókn- arflokkurinn er nú í hinum gömlu sporum Alþýðuflokksins vegna þjónkunar sinnar við íhaldið og skyldi engan undra þó margur kjósandinn hugsi honum þegjandi þörfina. Leiðarahöfundur Mbl. þyrfti að hugleiða þessi mál betur, þ.e.a.s. ef það skiptir hann einhverju máli að komast að réttri niðurstöðu. Að lokum vil ég geta þess, að at- hyglisvert er að Guðni Ágústsson talar í viðtali sínu „um langt og far- sælt samstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks“ með svonefnd „viðreisnarár“ í huga. Ekki töluðu framsóknarmenn þannig um stjórnarsamstarf þetta á þeim ár- um, enda annar andi í þeim þá! RÚNAR KRISTJÁNSSON, Skagaströnd. Athugasemdir við leiðaraskrif Frá Rúnari Kristjánssyni: Rúnar Kristjánsson „VILTU SITJA hjá mér aðeins lengur?“ segir brothætta konan í rúminu sínu og mænir á mig stórum augum. „Ég get það bara ekki,“ segi ég og fæ samviskubit um leið og ég geng út úr herberg- inu. Ég er nýbúin að mata hana og á eftir að hjálpa mörgum öðr- um að borða. Síðan þarf ég að hátta níu manns og ég einfaldlega hef engan tíma til að sitja hjá ein- um né neinum þar sem við erum bara tvær á vakt. Þetta er sama gamla tuggan, það er skortur á starfsfólki á hjúkrunar- og elliheimilum lands- ins. Það starfsfólk sem fyrir er tekur aukavaktir og fleiri auka- vaktir til þess að bæði ná endum saman og hjálpa til. Álagið er gríðarlegt og margir hafa því flutt sig til og horfið á braut nýrra starfa. Ástæðan er jú auðvitað launin. Nýgerðir kjarasamningar Efl- ingar stéttarfélags við félagsmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg höfðu það í för með sér að þeir starfsmenn hafa nú 15–20% hærri laun en þeir sem starfa hjá ríkinu í sama stéttarfélagi. Ég er því miður í seinni hópnum og höfum við þurft að sætta okkur við þessa ósanngirni. Launin eru ekki ein- ungis alltof lág heldur er ófag- lærðu starfsfólki mismunað eftir því á hvaða hjúkrunarheimili það vinnur. Það þarf engan vísinda- mann til að segja mér að það séu bein tengsl milli skorts á starfs- fólki og lágra launa. Af hverju hætti ég ekki bara, hugsa örugglega margir. Stað- reyndin er sú að mig langar ekki til þess, þannig að ég þrauka og ég veit að ég tala fyrir hönd margra. Mér þykir orðið vænt um gamla fólkið þó svo að vinnan sé erfið og kannski ekki alltaf vel metin. Þrátt fyrir það er engin til- finning eins og sú að gretta sig og brosa framan í gamla fólkið og fá hlátursrokurnar og brosið beint á móti. En hvers virði eru störfin? Þeg- ar ég hugsa um öll þau störf þar sem hlúð er að mannskepnunni, hvort sem hún er ung eða gömul, blasir við mér sú staðreynd að þetta eru lægst launuðu störfin. Hvernig getur staðið á þessu? Á mannslífið ekki að skipta einna mestu máli í þessum heimi? Hvernig getur það verið að ég geti fengið hærri laun við að vinna í banka, búð eða að reyta gras held- ur en að hlúa að gamla fólkinu? Þar sem þjóðfélagið setur oft gæðastimpil á störf eftir því hversu vel launuð þau eru er virð- ingu fyrir aðhlynningu aldraðra ábótavant. „Ojj, ertu að skeina gamalt fólk?“ eru oft fyrstu við- brögð fólks þegar ég segi því við hvað ég vinn. Það sem gleymist er að ég hjálpa því líka að klæða sig í fötin, greiði því, set varalit á kon- urnar og tala við það um gamla tíma, ef ég sjálf hef tíma til þess þ.e.a.s. Þetta er sú kynslóð sem gleymist einna helst og þau þurfa á okkur að halda til þess að lifa mannsæmandi lífi. Okkur ber skylda til að hlúa að öldruðum og launa þeim fyrir að hafa verið færir þjóðfélagsþegnar í gegnum árin. Ég held ég þekki engan sem vill deyja áður en hann verður gamall og því ætti það að vera öllum fyrir bestu að einfaldlega hækka launin. Ef ég þarf einhvern tíma að fara á hjúkrunarheimili langar mig að minnsta kosti til að starfsfólkið sem sér um mig hafi tíma fyrir mig og geti stytt mér stundir á síðustu árum lífs míns. Þurfum við ekki öll, þegar allt kemur til alls, að hafa einhvern til að sitja hjá okkur? GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Sæviðarsundi 59, 104 Reykjavík. Viltu sitja hjá mér? Frá Guðrúnu Jónsdóttur, stúdent og starfsmanni á Skjóli: Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar Í MORGUNBLAÐINU hafa und- anfarið birst greinar eftir borg- arstjóra og bæjarstjóra Kópavogs sem bæði reyna að mæra sitt sveitar- félag á kostnað annarra án þess að innstæða sé fyrir öllum fullyrðingum þeirra. Gunnar I. Birgisson heldur því fram að „hagkvæmast sé fyrir barnafólk að búa í Kópavogi“ og birtir samantekt í töfluformi því til staðfestingar. Niðurstöður hans byggjast á dæmi um fjögurra manna fjölskyldu sem býr í 150 fermetra íbúðar- húsnæði, með 600.000 króna mánaðartekjur. Annað barnið er í átta klst. vistun á leikskóla og hitt er í grunnskóla og dægradvöl í tvær klst. Þegar „villur“ hafa verið leiðréttar í samanburðartöflu Gunnars lítur dæmið þannig út hvað viðkemur Akureyrarbæ: Gunnar I. Birgisson hefur hampað þeim ágætu kjörorðum: „Það er gott að búa í Kópavogi“ og það eru örugglega orð að sönnu. Með hliðsjón af sam- anburðinum hér að ofan, og ýmsum öðrum lífsins gæðum sem við búum að hér fyrir norðan, gæti ég sagt: „Það er betra að búa á Akureyri!“ Það er betra að búa á Akureyri! Eftir Kristján Þór Júlíusson Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Hlutfalls- Sveitarfélög Íþr./tómst.- Leikskóli Grunnskóli Útsvar Fast.gjöld Samtals munur styrkur Kópavogur -20.000 247.500 79.380 938.160 182.000 1.427.040 0.0% Akureyri -20.000 245.575 40.554 938.160 131.000 1.335.289 -6,4% ÞAÐ ER ýmislegt sem þarf að gera í umhverf- ismálum á Akureyri en þetta er helst: Draga úr svif- ryksmengun svo andrúmsloft á Akureyri standist heil- brigðiskröfur sem gerðar eru í þéttbýli í Evrópu. Helstu leiðir til úrbóta: gjör- breyttar, tíðar almenningssamgöngur, sem kostaðar verða alfarið úr sameig- inlegum sjóðum, notkun loftbóludekkja í stað nagladekkja hér innanbæjar og hreinsun gatna. Einnig þarf að flýta uppbyggingu hjóla- og göngustíga og tengja þá betur saman. Trúlega kæmi sér þó best viðhorfsbreyting til þess að ganga frekar í vinnu og skóla, heldur en aka fyrir þá sem það geta. Það bætti í senn andrúmsloftið og lýðheilsu bæjarbúa. Við þurfum að endurskoða bifreiðanotkun og dag- legan ferðamáta. Setja þarf upp mælistöð sem mælir ástand andrúmsloftsins og gefa bæjarbúum upplýs- ingar þá daga sem svifryk og önnur efnasambönd fara yfir heilsuverndarmörk. Mæla þarf hauggas frá sorphaugum á Glerárdal. Hanna umhverfisvísa, sem nýtist til að meta ástand, árangur og viðhorf. Ráða þarf innkaupastjóra aftur til bæjarins. Þar má benda á að Akureyrarbær ætti að skoða vandlega hverju sinni hvort ekki sé hægt að kaupa vöru fram- leidda úr endurunnu hráefni nærri heimamarkaði, áð- ur en til útboða kæmi og keypt yrði vara lengra frá. Heimavara mætti þar með vera talsvert dýrari, miðað við að förgun sparast í leiðinni. Hér má nefna sem dæmi vörur frá Gúmmívinnslunni. Akureyringar eiga að vera til fyrirmyndar í endur- vinnslu, svo sem moltugerð. Þeir þurfa að draga úr úrgangi, flokka mikið meira en gert er og útbúa jarð- gerðarstöð á láglendi í stað þess að láta berjast við jarðgerð í 250 m hæð yfir sjávarmáli. Jarðgerðarstöð sem væri með upphituð plön og nýtti jarðhita til að flýta jarðgerðinni hluta ársins. Þannig yrði jarðgerð- arstöð þrifalegt, lyktarlaust svæði engum þyrnir í augum, heldur þrifalegur 6–10 manna vinnustaður. Yfirbyggðir skálar ásamt tromlum og tækjum sem til þyrfti, yrði forsenda fyrir rekstri og öllum skilyrðum til reksturs slíks staðar yrði fullnægt. Þegar sorp sem þarf að urða/brenna verður orðið 10–15% af því sem nú er urðað og nágrannasveitungar sjá að við göng- um vel um okkar eigið sorp tekst okkur að semja við þá um urðunarstað, eða um brennslu. Það þarf að gera stórátak í frágangi og umhirðu opinna svæða og nýta þau enn betur en gert hefur verið. Umhverfisþáttum má gera skarpari skil í allri stefnumótun og skipulagsvinnu líkt og þegar Árni Steinar var umhverfisstjóri bæjarins. Ný vistvæn at- vinnutækifæri tengjast vel skipulögðum svæðum. Fyr- irtæki sem sýna frumkvæði í umhverfisvænum hátt- um eiga að njóta hvatningar og styrkja frá ákveðnum umhverfissjóði. Akureyringar eiga skilið að fá fólk í bæjarstjórn sem vill og getur gert talsvert betur í umhverfis- og atvinnumálum en fráfarandi bæj- arstjórn. Hreinar línur – Velferð – Umhverfi – Atvinna Eftir Kristínu Sigfúsdóttur Höfundur er er líffræðikennari við Menntaskólann á Akureyri, umhverfisfræðingur og skipar 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Akureyri. ÉG vil hér ræða hið umdeilda deiliskipulag miðsvæð- isins á Álftanesi, en þó áður nefna megináherslur Álfta- neslistans í skipulagsmálum sem eru að: Vernda frekar viðkvæma náttúru, svo sem strandsvæði og tjarnir, en þetta umhverfi er rammi um einstök búsetu- skilyrði.  Taka upp viðræður við þá landeig- endur sem eiga núverandi eða fyr- irhuguð græn og opin svæði, þar sem óskað verði eftir kaupum eða kaupleigu.  Skipuleggja að undangenginni arkitekta- samkeppni vandaða íbúðar- og þjónustubyggð á miðsvæðinu sem falli að landkostum á Álftanesi.  Skipulag taki mið af hugmyndafræði um aðgengi fyrir alla.  Stuðla að byggingu menningar- og nátt- úrufræðiseturs eins og SÁUM hefur kynnt.  Vinna að samningi um framtíðarnýtingu Bessa- staðanessins til almennrar útivistar og að framtíð- argolfvöllur verði byggður þar. Samið verði um að golfvöllur við Haukshús verði þar áfram.  Óska eftir viðræðum við Garðabæ um breytt stjórnsýslumörk milli sveitarfélaganna, þannig að þau verði færð austur á Garðaholt. Víkjum þá að deilunni um miðsvæðið sem fer fyrir dóm kjósenda 27. maí. Strax þegar Batteríið kynnti umdeilda þematillögu sína óskuðum við eftir að leitað yrði eftir fleiri hugmyndum. Þessu var neitað. Ekki mátti tefja skipulagsvinnuna! Hverjum lá svona mikið á? Af hverju mátti ekki leita eftir fleiri tillögum? Bæj- arfulltrúar D-listans hafa aldrei svarað þessu. Er nema von að ýmsir Álftnesingar telji að meirihlutinn hafi misst tökin á þróun byggðarinnar til aðila sem hafi annarra hagsmuna að gæta. Málið tók svo nýja stefnu þegar íbúarnir stóðu fyrir undirskriftum til að andmæla meirihlutanum, bæði í júní 2005, þar sem 500 kjósendur mótmæltu, og seinna 700 kjósendur í desember þegar tillaga meirihlutans var auglýst. Meirihlutinn lét þó öll þessi mótmæli sem vind um eyru þjóta. En undirskriftirnar voru ekki til einskis. D-meirihlutinn, sem hafði boðað framkvæmdir á miðsvæðinu strax í vetur, hikaði vegna þunga mótmæl- anna og frestaði framkvæmdum fram yfir kosningar. Hann lét hins vegar halda áfram að undirbúa fram- kvæmdir sem munu hefjast strax í júní ef D-listinn heldur meirihluta. Nú hafa íbúarnir neitunarvald í kjörklefunum 27. maí. Almannafé notað í flokksáróður Það er mikið undir á kjördag. Enda seilist D-listinn nú í bæjarsjóð eftir milljón króna til að gefa út áróðursefni um hið umdeilda skipulag. Hann notar almannafé í eig- in kosningabaráttu og beitir aflsmunum að þessu leyti. Hið umdeilda skipulag þarf að leggja til hliðar og vinna nýtt í sátt við íbúana. Það er ekki gefið að hin hraða uppbygging sem D-listinn boðar muni bæta þjónustu. Líklegra er að hún komi niður á þjónustu og skóla- starfi. Álftaneshreyfingin vill heildstæð og skýr mark- mið þegar unnið er með skipulagsmál og það sem varð- ar búsetu okkar. Að misbeita valdi sínu og nota fjármuni bæjarsjóðs í sinn flokksáróður gæti reynst hinum einangraða D-lista dýrkeypt. Kjósum X-Á í maí. Byggð á miðsvæðinu sem fellur að landkostum Eftir Sigurð Magnússon Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 1. sæti á Álftaneslistanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.