Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SAMKVÆMT gögnum Vinnumálastofnunar voru alls 265 manns á atvinnu-
leysisskrá á Akureyri um mánaðamótin mars-apríl sl., 161 kona og 104 karlar.
Frá árinu 2000 hafa verið um hver mánaðamót að meðaltali 243 á atvinnuleys-
isskrá en hæst hefur talan farið í 353 í desember 2004. Allan
þennan tíma, og mikið lengur, hefur atvinnuleysi í þessum
mæli verið viðvarandi á Akureyri. Enda þótt þessar hlutfalls-
tölur atvinnulausra þættu e.t.v. ekki háar víða úti í hinum stóra
heimi eru þeir með öllu óviðunandi. Því samfélagi er stórlega
ábótavant þar sem svo mörgum vinnufúsum höndum er mein-
að að afla sér og sínum lífsviðurværis með atvinnuþátttöku.
Okkar brýnasta verkefni nú um stundir er að reyna að blása
svo að glóðum atvinnulífsins að hér verði breyting á.
En hvernig verður það best gert? Örugglega ekki með þeim vinnubrögðum
sem tíðkast hafa hingað til. Allir hljóta að geta orðið sammála um það í ljósi
þess árangursleysis sem ofangreindar tölur sýna. Endurskoða verður alla að-
komu bæjaryfirvalda að stuðningi við nýsköpun og þróun atvinnulífsins, svo
gjörsamlega gagnslaust sem það apparat hefur reynst á undanförnum árum.
Hvað mörg störf hafa orðið til og haldist til framtíðar fyrir atorku At-
vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar? Hvaða gagn hefur orðið hér á Akureyri af
fjárfestingarsjóðnum Tækifæri hf., sem bærinn lagði verulegt fjármagn á sín-
um tíma? Hvað svo sem segja má um Atvinnuþróunarfélagið er næsta víst að
hvorutveggja hitt hefur reynst alveg gagnslaust.
Er hugsanlegt að árangursleysið stafi af því að alltaf er einblínt á hinar stóru
skyndilausnir í atvinnumálum? Alltaf er verið að reyna að laða eitthvað eða ein-
hvern að til að reisa einn stóran vinnustað til að bjarga málunum í eitt skipti
fyrir öll. Fáum ætti að vera ljósari fallvaltleiki slíkra risa í atvinnulífinu en ein-
mitt Akureyringum. Mundum við ekki strax ná betri árangri ef við við-
urkenndum þá augljósu staðreynd að margt smátt gerir eitt stórt og hvert nýtt
starf sem skapast er jafn mikilvægt þó ekki sé til þess stofnað með ofboðslegum
hamagangi? Nýtilegustu hugmyndirnar um nýsköpun og þróun atvinnulífsins
eru líklegastar til að kvikna meðal þess eigin frumkvöðla og hjá hugmyndaríku
fólki út um allan bæ. Í stað þess að leggja dauða hönd kerfisins fyrir vit hverrar
nýrrar hugmyndar og kæfa hana í fæðingu með óraunhæfum arðsemiskröfum
og íþyngjandi skilyrðum af ýmsu tagi, ættu bæjaryfirvöld að einbeita sér með
fullu afli að samvinnu við íbúana að þessu leyti en ekki einlægt að láta slíkt
mæta afgangi. Kjaftæði um álver á Dysnesi skilaði okkur engu nýju starfi.
Við Vinstri græn teljum stórkostleg sóknarfæri til aukinnar atvinnusköp-
unar liggja á sviðum ferðaþjónustu, heilbrigðismála, menningar- og skólamála
og hefðbundinna framleiðslugreina í bænum og viljum í bæjarstjórn taka hönd-
um saman við frumkvöðla og sókndjarfa einstaklinga á ýmsum sviðum til fram-
kvæmda.
Sóknarfæri til aukinnar
atvinnusköpunar
Eftir Jón Erlendsson
Höfundur er starfsmaður Vegagerðarinnar og skipar
4. sæti á V-lista Vinstri grænna á Akureyri.
SKIPULAGS- og byggingarlög,
um gerð skipulags. Í 1. grein segir að
markmið laganna sé m.a. að stuðla að
skynsamlegri og hag-
kvæmri nýtingu
lands með sjálfbæra
þróun að leiðarljósi,
að tryggja réttarör-
yggi þannig að réttur
einstaklinga og lög-
aðila verði ekki fyrir
borð borinn þótt hag-
ur heildarinnar sé hafður að leið-
arljósi, og tryggja faglegan undirbún-
ing mannvirkjagerðar.
Sveitarfélög vinna og staðfesta
skipulag ásamt umhverfisráðherra.
Einstaklingar hafa rétt þótt hagur
heildarinnar sé hafður að leiðarljósi.
Það er stóra hugmyndin með skipu-
lagi. Þegar við ákveðum til hvers á að
nota takmarkað landrými þarf að
skoða skipulagið í heild, það þarf að
láta hagsmuni heildarinnar ráða. Ef
þetta er gert með réttum hætti skap-
ast ekki hætta á því að brotið sé á ein-
staklingum.
Við Vinstri græn viljum láta heild-
ina ráða, en að sjálfsögðu skapa ein-
staklingum svigrúm til athafna. Hvað
kemur það skipulagsmálum við? Upp-
bygging og þróun byggðar er að öllu
leyti háð því að heildarsýnin ráði.
Ef VG fær til þess liðsinni kjósenda
þá munum við bjóða atvinnulífinu og
íbúum bæjarins nægar lóðir til að
byggja á innan heildarmyndar af
svæðinu.
Sem betur fer er að komast meiri
heildarsýn á aðalskipulag Akureyrar
nú þegar endurskoðun þess stendur
yfir. Þar er deilt um ýmislegt en það
besta er að þar fæst staðfesting á
stefnu sem var til en þurfti að endur-
skoða. Bæjarfulltrúi okkar Vinstri
grænna hefur margoft kallað eftir því
að þétting byggðar yrði skoðuð í
heild.
Að sumu leyti má segja að núver-
andi meirihluti hafi látið einstaklinga
og fyrirtæki ráða í skipulagsmálum.
Opin svæði hafa verið tekin undir í
grónum hverfum vegna óska verk-
taka og klasi fyrirtækja sá um að ýta
af stað umræðu um miðbæ á Ak-
ureyri.
Gott og vel, það er gott að einkaað-
ilar hafa áhuga á skipulagi en horfa
þeir á heildarmyndina? Já, ef hags-
munir þeirra fara saman við þá
mynd. Hvað ef fyrirtæki setur fram
hugmyndir sem stangast á við heild-
armyndina? Vinstrihreyfingin –
grænt framboð mun ekki hlaupa til
eftir því hvaðan vindurinn blæs í
skipulagsmálum og VG mun leitast
við að finna óskum fyrirtækja og ein-
staklinga stað í heildarmyndinni.
Sameiginleg sýn í Eyjafirði.
Við Vinstri græn viljum fá öll sveit-
arfélögin til samstarfs um skipulags-
mál og skipulega uppbyggingu. Það
þarf að fást heildarmynd á byggðina
á Akureyri og nágrenni til að hún
verði sterkari og í samhengi, það
verður best gert í samstarfi og með
sameiginlegri framtíðarsýn.
Skipulag – sveitar-
stjórn og einkaaðilar
Eftir Jóhannes Árnason
Höfundur er framhaldsskóla-
kennari og skipar 7. sæti á V-lista
Vinstri grænna á Akureyri.
KJÓSENDUR á landinu eru um 220.000. Þegar um
80% kjósa 63 þingmenn hefur hver þeirra um 3.000 at-
kvæði bak við sig. Þingmenn Reykvíkinga ættu að vera
30, en eru 22. Reykvíkingar eru minnst
metnu þegnar landsins. Við erum svo
léttvæg að Vilhjálmur gaf Þingeyingum
Laxárvirkjun, sem við Reykvíkingar átt-
um, og bauð sig svo fram sem borg-
arstjóra. Hvar voru þingmenn okkar?
Völd okkar á þingi eru í alröngu hlutfalli
við fjölda okkar. Þess vegna setur al-
þingi sömu upphæð í Sundabraut og
Héðinsfjarðargöng. Það er vilji þeirra flokka sem nú
stjórna landinu og vilja líka stjórna Reykjavík.
Margir kenna ráðherrum um hve litla peninga við
Reykvíkingar fáum til vegagerðar og gangagerðar en
það er ekki rétt því valdið er hjá þingmönnum en ekki
ráðherrunum.
Við kjósendur erum hluthafar ríkisins, þingmenn eru
fulltrúar okkar og ráðherrarnir framkvæmdastjórar.
Reykjavíkurþingmennirnir 22 þurfa bara að gera banda-
lag við 10 aðra þingmenn til að ná fram okkar málum,
gera samning.
„Við samþykktum göng handa ykkar kjósendum, nú
samþykkið þið Sundabraut handa Reykvíkingum. Alla
leið, ekki hálfa leið. Engum dettur í hug hálf göng“. Eða
,,Þjónusta við aldraða er flókið verkefni í Reykjavík og
best að færa alla framkvæmdina til borgarinnar. Hjálpið
okkur að samþykkja til þess lög.“ Þingmenn eru miklu
valdameiri en ráðherrar, ef þeir standa saman.
Tuttugu og átta greinar stjórnarskrárinnar fjalla um
þing og þingmenn. Bara ein grein í stjórnarskránni
fjallar um rétt ráðherra, þeir eru ekki eins mikilvægir og
þingmenn. Stjórnarskráin leyfir til dæmis að skipt sé um
ráðherra, að vild, en ekki þingmenn. Þingmenn verða að
beita þessu valdi sínu og hætta að skríða fyrir ráðherr-
um. Það myndi afla þeim þeirrar virðingar sem þeir svo
oft sakna.
Stjórnarskráin minnist hvergi á stjórnmálaflokka eða
flokksstjórnir. Ráðherrar segja of oft: „við vorum kosnir
til að taka ákvarðanir“. Það er ekki rétt. Það var flokks-
stjórnin sem ákvað að tefla þeim fram sem ráðherra.
Flokksstjórn er kosin á mjög fámennum fundum og ráð-
herrarnir gjarnan í forystu. Þeir hafa alls ekki umboð til
ákvarðana um eitt eða neitt annað en það sem þingmenn
ákveða. Þeir voru bara kosnir á þing með 3.000 atkvæð-
um eins og hinir. Þingmenn eru kosnir til að setja lög.
Ráðherrar eiga bara að framfylgja lögum. Völd þing-
manna og ráðherra eiga að vera sýnileg, aðgreind og
skiljanleg. Þingmenn eru óheppilegir ráðherrar. Það er
freistandi að nýta aðstöðu sína og skattpeninga til vin-
sældakaupa og því liggja þeir alltaf undir grun um mis-
gjörðir, sama hvað þeir gera. Ráðherra sem ekki er
þingmaður þarf ekki að kaupa sér kjósendahylli.
Einföld breyting á stjórnarskránni er sú að banna að
þingmenn séu ráðherrar. Þar með eru völdin komin
þangað sem kjósendur vilja og bara eftir að fjölga þing-
mönnum Reykvíkinga í 30 svo hlutskipti okkar sé rétt.
Reykvíkingar eru mikilvægir, þeir eru helmingur hag-
kerfisins. Reykjavík rokkar!
Mannréttindi handa Reykvíkingum
Eftir Stefán Benediktsson
Höfundur er arkitekt.
REYKJAVÍK státar af menningarframboði sem ekki
á sér margar hliðstæður í heiminum miðað við stærð. Á
undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að því
að tryggja menningarstofnunum borg-
arinnar framtíðarhúsnæði. Listasafn
Reykjavíkur er í glæsibyggingunum
Hafnarhúsi, Kjarvalstöðum og Ásmund-
arsafni.
Menningarráð veitir styrki til reyk-
vískra listamanna og gerir samstarfs-
samninga við einstaklinga og hópa sem
vinna að listviðburðum í borginni. Einn-
ig hefur ráðið komið á ferða- og dvalarstyrkjum sem
hafa stóraukið möguleika íslenskra listamanna til að
taka þátt í listastarfsemi erlendis. Það verkefni var
unnið í samvinnu við Flugleiðir og fagfélög listamanna.
Korpúlfsstaðir verða sjónlistamiðstöð með verkstæðum
fyrir myndlistamenn og hönnuði, vinnustofum og íbúð-
um fyrir erlenda gesti. Þar verður einnig boðið upp á
námskeið og fræðslu fyrir alla borgarbúa. Þetta eru
dæmi um nýnæmi sem hafa heppnast einstaklega vel,
en af mörgu er að taka.
Í heimi örra breytinga þarf að vera vakandi fyrir öll-
um blæbrigðum sem lita hvunndaginn. Það er hlutverk
stjórnvalda á hverjum tíma að móta hagstætt umhverfi
fyrir alla hina fjölbreytilegu þætti mannlífsins að vaxa
í. Stundum sofna menn á verðinum á afmörkuðum svið-
um og þegar það uppgötvast þarf að bregðast fljótt við.
Þrátt fyrir að margt sé vel gert í reykvísku menningar-
lífi hefur eitt svið orðið verulega útundan.
Fjármunir til kaupa á myndlist íslenskra samtíma-
listamanna hafa um margra ára skeið verið í hálfgerðu
skötulíki. Þau fáu verk sem hægt hefur verið að kaupa
á ári hverju eru iðulega prúttuð niður og oft ekki hægt
að kaupa nema hluta af stórum verkum.
Það er höfuðskylda stórra opinberra safna að eiga
góð eintök af samtímalist. Ekki er þarna einungis verið
að skrá listasöguna heldur skipta innkaup stóru safn-
anna víða um lönd sköpum fyrir afkomu listamann-
anna. Erlendis eru víða stór einkasöfn sem sinna sam-
tímalist og fjárfesta í henni, en hér á landi er engu slíku
til að dreifa. Ef íslensk listasöfn fá ekki fé til þess að
standa undir þessum meginþætti í starfsemi sinni verð-
ur gat í menningararfleiðinni. Það er alvarlegt mál.
B-listinn vill stórauka kaup á samtímamyndlist og
stuðla að því að til viðbótar 13,5 milljónum sem nú er
varið til listaverkakaupa hjá Reykjavíkurborg verði
bætt við 50 milljónum króna, eða 63,5 milljónir árlega.
B-listinn í Reykjavík hefur kynnt tillögur sínar fyrir
listafólki í borginni og hefur þetta hvarvetna mælst vel
fyrir þeirra á meðal, meðan fulltrúar annarra fram-
boða hafa rekið upp stór augu og telja að hér sé um yf-
irboð að ræða. Stóraukið framlag til listaverkakaupa
er, fyrir utan það sem áður er talið upp, verðmæta-
skapandi og hefur í för með sér að verslun með listir
gæti orðið eins og hjá þeim þjóðum sem við berum okk-
ur saman við, með þeim margfeldisáhrifum sem það
hefur, öllum til hagsbóta. Ef B-listinn kemst til áhrifa í
borgarstjórn er þetta eitt af því sem hann mun leggja
mikla áherslu á, enda eðlilegt forgangsmál þegar
heildarmyndin er skoðuð.
Kaupum meiri myndlist
Eftir Ásrúnu Kristjánsdóttur
Höfundur er hönnuður og skipar
4. sæti B-listans í Reykjavík.
UNDANFARIN ár hefur mikil bylting orðið í samein-
ingarmálum sveitarfélaga. Má segja að í mörgum til-
fellum hafi það verið hrein og klár nauðsyn vegna
smæðar eða jafnvel legu. Margt gott
vannst við þessar sameiningar og má
þar til dæmis nefna einföldun í stjórn-
sýslu, sparnað í yfirstjórn o.fl. sem hægt
væri að telja upp í þeim dúr. Eðlilega
kom síðan í framhaldinu umræðan um
hvar annars staðar mætti spara og þar
sem grunnskólinn er víða einn allra
stærsti útgjaldaliðurinn beindust spjót-
in fyrst að honum.
Í síðustu sveitarstjórnarkosningum var það loforð
beggja lista í Bláskógabyggð að láta skólann að mestu
vera fyrsta kjörtímabilið. Einbeita sér frekar að öðrum
málum en skoða í rólegheitum hvort og þá hvernig
mætti hagræða í grunnskólanum. Heldur fór lítið fyrir
þeim rólegheitum þegar til kom og strax farið í að
finna leiðir til niðurskurðar og heyrðust jafnvel raddir
um að leggja annan alveg niður en það stóð nú stutt
sem betur fer. Á endanum var sú ágæta leið valin að
styrkja og styðja við bæði skólann í Reykholti og á
Laugarvatni. Þeir voru þó sameinaðir undir eina stjórn
og teljast ein og sama stofnunin þar sem kenndar eru
sömu greinar og jafnt skal yfir alla ganga. Byggt var
við þá báða og einnig byggður nýr leikskóli á Laug-
arvatni og eiga þeir hrós skilið fyrir það sem að því
stóðu.
Enginn getur réttlætt það að keyra krakka marga
tugi kílómetra hvora leið hvort sem við erum að tala
um Reykholt eða Laugarvatn. Þar að auki eru staðirnir
í eðli sínu ákaflega ólíkir og verður einnig að líta á það
í þessu samhengi. Reykholt er landbúnaðarhverfi þar
sem milli 80 og 90% nemenda koma í skólann með
skólabíl en hlutfallið er öfugt á Laugarvatni. Þar er
verið að byggja upp skólaþorp þar sem geysilega mik-
ilvægt er að grunnskóli sé á staðnum sem liður í ferlinu
frá leikskóla upp í háskóla. Ef við eigum að vera sam-
keppnisfær um að laða fjölskyldufólk að Laugarvatni
til starfa og náms við skólana er þetta eitt hið fyrsta
sem fólk spyr um. T-listi Tímamóta hefur það á stefnu-
skrá sinni að styðja enn frekar við skólana í Reykholti
og á Laugarvatni og að þeir hafi það að leiðarljósi að
bjóða upp á kennslu frá 1.–10. bekk á báðum stöðum.
Þó verður að skoða það hverju sinni ef mjög fámennir
árgangar koma upp á öðrum hvorum staðnum hvort
samkennsla kæmi sér jafnvel betur bæði félagslega og
faglega með því að keyra nemendur á annan hvorn
staðinn.
Talsvert hefur verið byggt í Reykholti undanfarin ár
en minna á Laugarvatni þar sem lítið hefur verið um
eftirsóknarverðar lóðir. Á þessu kann að verða breyt-
ing á næstu árum eftir makaskipti á landi milli ríkis og
sveitarfélagsins. Má því búast við að hingað komi fjöl-
skyldufólk í auknum mæli og þá þurfum við að standa
klár að því með öflugum skóla. Það er því mjög mik-
ilvægt fyrir Menntaskólann og Kennaraháskólann að
grunnskólinn festist í sessi á staðnum.
Styrkjum báða grunn-
skólana í Bláskógabyggð
Eftir Pálma Hilmarsson
Höfundur er húsbóndi á heimavist ML
og 10. á T-lista í Bláskógabyggð.
Þorsteinn Gestsson fjallar um
vímuefni.
KOSNINGAR 2006
Guðvarður Jónsson: „Kosn-
ingaloforð.“
Kári Páll Óskarsson: „Enginn
vill búa við mengun.“
Toshiki Toma: „Þátttaka og við-
horf í borgarstjórn.“
Magnús Helgi Björgvinsson:
„Kópavogsbúar, við látum ekki
plata okkur.“
Halldór Jónsson verkfræðing-
ur: „Beitum blýantinum.“
Hjörtur Hjartarson kynningar-
stjóri: „exbé = leifar Framsókn-
arflokksins í Reykjavík.“
Hlynur Sæmundsson: „Kom-
andi borgarstjórnarkosningar.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar