Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 35

Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 35 MINNINGAR mína leið, fullviss um að ég hefði glutrað þessu atvinnutækifæri fyrir vankunnáttu mína. Daginn eftir var ég þó beðinn að koma til að ganga frá ráðningu og hóf ég störf skömmu síð- ar. Sá ég þá að myndsjáin var komin upp og virkaði vel og hafði reyndar gert lengi. Hann hafði verið að kanna hvernig ég brygðist við því sem ég gat ekki vitað neitt um. Mér hefur æ síðan fundist fyrstu kynni mín af Hauki Eggertssyni vera nokkuð lýsandi fyrir manninn sem hann hafði að geyma. Hann vildi að menn kæmu hreint fram og ef þeir teldu sig hafa eitthvað sérstakt til að bera væri fyrir því innstæða. Samstarf okkar Hauks var náið og bar aldrei skugga á. Unnum við sam- an að framþróun fyrirtækisins og sáum það flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði þar sem staðsetning hvers hlutar og hverrar vélar hafði verið vandlega hugsuð. Margar góðar minningar leita á hugann, sumar tengdar ferðalögum. Eitt sinn vorum við Haukur að taka við pokavél sem hafði verið hönnuð að okkar óskum og smíðuð af belg- ísku fyrirtæki. Forstjóri fyrirtækis- ins vildi gera vel við okkur og bauð í hádegisverð á eitthvert virðulegasta veitingahús sem ég hef nokkru sinni sest inn á. Yfir fordrykk var matseð- illinn skoðaður og létum við gestgjaf- ann ráða ferð við val réttanna, enda bar hann það með sér að hann væri mikill matgæðingur. Gaf hann sér góðan tíma og tók þó steininn úr þeg- ar velja átti vínið sem drukkið skyldi með. Haukur var farinn að ókyrrast, enda ætlunin að gera prófanir á vél- inni í stað þess að sitja lengi að snæð- ingi. Þessi sjö rétta máltíð er mér þó minnisstæðust fyrir atvik sem átti sér stað daginn eftir. Þá fórum við Haukur á veitingahús og minnugur þess hve valið á víninu hafði tekið langan tíma hjá belgíska forstjóran- um, kvaðst Haukur myndu velja rauðvínið, hann væri síst vanhæfari til þess en gestgjafinn deginum áður. Valdi hann nú „gott rauðvín“ en er það kom á borðið reyndist hann hafa pantað rósavín. Haukur hafði mjög gaman af þessu og minntist oft á óskoraða hæfileika sína til að velja vín með mat. Ég vil þakka Hauki samferðina og votta Láru og fjölskyldunni allri mína innilegustu samúð. Garðar Sverrisson. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kallið er komið og nú var það Haukur frændi minn sem lést á ní- tugasta og þriðja aldursári. Haukur var af þeirri kynslóð sem upplifað hefur hvað mestar þjóð- félagsbreytingar sem orðið hafa á einni mannsævi. Haukur var fram- kvæmdasamur og kom mörgu í verk á sinni lífstíð. Hann lærði útvarps- virkjun 1934 og hlaut meistararétt- indi í greininni. Hann var fram- kvæmdastjóri Kötlu h/f. Stofnaði fyrirtækið Plastprent ásamt Oddi Sigurðssyni, og keypti það síðan með fjölskyldu sinni. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur 1970, kom ég oft við í Plastprenti og ræddum við Haukur þá margt saman inni á skrifstofu hans. Meðal annars spurði hann mig að því hvort mig hefði ekki frekar langað til að verða bóndi í sveit en að gerast lögreglumaður í Reykjavík. Sagði hann að það væri miklu skemmtilegra að fljúgast á við hross og kindur í sveitinni heldur en ölvað fólk í miðbæ Reykjavíkur. Ég var honum sammála þar. Leiðir okkar Hauks lágu oft saman, meðal annars hittumst við oft á landsfundum Sjálf- stæðisflokksins, og sagði hann þá stundum: Já, þú ert ekki búinn að skipta um flokk, Sævar minn? Haukur var dulur á innsta mann sinn, en var traustur og heiðarlegur í hvívetna. Já, það er mikil gæfa að vera heiðarlegur. Hann átti stóran hlut í því að reist var vatnsaflstöð á Haukagili 1939, sem var í notkun til ársins 1961. Hann hafði sterkar taugar til æskuheimilis síns og kom á hverju sumri norður ásamt konu sinni Láru Böðvarsdóttur og dvaldi þar nokkra daga. Það var mikil til- hlökkun hjá okkur systkinunum á Haukagili þegar von var á Hauki og Láru norður. Það var Coca Cola kassinn í skottinu á bílnum þeirra sem heillaði okkur krakkana. Við fengum að njóta þeirra veitinga. Við systkinin eigum góðar og ljúfar minningar um frænda okkar Hauk. Hann á þakkir fyrir hversu góður hann var okkur og hlýr. Blessuð sé minning hans. Ég votta þér, Lára mín, og fjöl- skyldu þinni innilega samúð. Sævar Örn Stefánsson. Vorið er komið, sól hækkar á lofti og vorboðarnir koma hver af öðrum. Lóan syngur dýrðin dýrðin, en þá dregur ský fyrir sólu. Hann Haukur föðurbróðir minn hefur kvatt þetta jarðneska líf. Við töluðum saman í síma fáum dögum áður og var mér ljóst að það hafði gengið mjög á krafta hans frá því við hittumst í lok febrúar. En hugsunin var skýr og ár- vekni fyrir hag skyldfólksins söm og áður. Þorsteinn Haukur fæddist og ólst upp á Haukagili í Vatnsdal, hann var einn af sjö systkinum, fæddur á fyrri hluta tuttugustu aldar og kynnt- ist vel þeirri ótrúlegu þróun og breyt- ingum sem áttu sér stað á síðustu öld. Haukur fæddist og ólst upp í torfbæ og kynntist vel öllum almennum sveitastörfum heima á Haukagili fyr- ir tíma vélvæðingar. Hann lagði ekki fyrir sig búskap heldur fór suður til náms í útvarpsvirkjun. Þar fann hann góða konu Láru Böðvarsdóttur sem hefur staðið sem klettur honum við hlið í tæp 70 ár. Haukur og Lára byggðu sér hús í Barmahlíð 54, ásamt Kristínu Þorsteinsdóttur og Guð- laugi Guðmundssyni sem bæði voru Vatnsdælingar. Auk þess voru Hauk- ur og Kristín bræðrabörn. Í Barma- hlíðinni bjuggu þau uns þau fóru á Hrafnistu fyrir fáum árum. Þau eign- uðust þrjú börn, Eggert, Ágústu og Böðvar, sem dó langt um aldur fram og var það Hauki þungbært. Haukur var mjög framsýnn maður og fljótur að tileinka sér nýjungar, fyrir hans tilstuðlan var reist rafstöð við bæj- arlækinn á Haukagili árið 1939 þar sem áður hafði staðið kornmylla og var hún notuð þangað til samveitan kom 1961. Haukur stofnaði fyrirtæk- ið Plastprent 1957 ásamt Oddi Sig- urðssyni og keypti síðar hans hlut. Þegar tölvur komu á markaðinn var hann fljótur að tileinka sér þá nýjung og eftir hann liggur mikill og marg- víslegur fróðleikur fyrir afkomendur og frændgarð. Haukur var einstak- lega hlýr og vandaður maður. Það sannaðist á honum að römm er sú taug er til bernskuslóðanna nær. Heimahagarnir fyrir norðan voru honum ákaflega kærir og eru mínar fyrstu minningar honum tengdar þegar þau hjónin komu í heimsókn á sumrin í Haukagil. Helst þurftu þeir bræður að ganga upp að Haukhólum og upp með Álkugili og fengum við stelpurnar stundum að rölta með. Okkur þótti ekki ónýtt að hlusta á þá bræður rifja upp gamla daga, en allt- af var nú spenningurinn mestur hjá okkur smáfólkinu þegar Haukur opn- aði skottið á bílnum sínum því þar var næsta víst að glampaði á glansandi flöskur af kóki og appelsíni. Eitthvað sem ekki var á borðum í sveitinni nema á hátíðisdögum og var því vel þegið. Þær voru ófáar ferðirnar sem Haukur átti norður á meðan heilsa og sjón leyfðu, að hitta frændfólk og vini, í réttir eða með Húnvetninga- félaginu. Haukur var einn af stofn- endum þess og sat þar lengi í stjórn. Þegar farið var til Reykjavíkur var alltaf komið við í Barmahlíð og oftar en ekki var gist. Þau hjón Haukur og Lára voru mjög samhent og gestris- in. Til þeirra lá leið margra samtíð- armanna Hauks úr Vatnsdalnum sem leið áttu til Reykjavíkur. Þegar aldurinn færðist yfir og sjón og heyrn dapraðist heyrði maður Hauk aldrei kvarta. Hann sagðist bara vera eðlilegt gamalmenni. Guð gaf honum ríkulega, hann hafði góða nærveru, hélt sinni skýru hugsun æv- ina á enda og æðruleysi fyrir því sem í vændum var. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir góða trausta frænd- semi og hans föðurlegu umhyggju. Elsku Lára, Eggert, Ágústa og fjöl- skyldur, Guð styrki ykkur við fráfall Hauks. Þótt að lífsins mein þig mæði margvíslega hér í heim, angrið svíði, undan blæði öruggt það í hjarta geym: Ef þú trúir og þú biður almáttugan Guð um lið sviði úr öllum sárum hverfur sálin öðlast ró og frið. (Guðrún Jóhannsd.) Ágústína Konráðsdóttir. Kær vinur, Haukur Eggertsson, er látinn í hárri elli, 92 ára. Hann var eftirminnilegur öllum þeim er honum kynntust, traustur, gáfaður, velvilj- aður öðlingsmaður. Vegna hans miklu eðliskosta hlóðust á hann ýmis ábyrgðarstörf í þágu atvinnulífsins, enda var hann atorkusamur, fram- sýnn og fær til allra góðra verka, en hann var ekki síður góður vinur og fjölskyldufaðir. Haukur kvæntist móðursystur minni, Láru Böðvarsdóttur frá Laug- arvatni, árið 1940 og frá því áttum við fjölskyldan alltaf góðan „Hauk í horni“ þar sem hann var. Þegar ég lít til baka undrast ég alla hans þolin- mæði og hjálpsemi sem hann sýndi okkur frændfólki konu sinnar, en Lára frænka var alltaf með útbreidd- an faðminn til að hlú að okkur frænd- fólkinu, svo og öðrum sem þurftu á hennar hjálp að halda. Haukur og Lára bjuggu alla tíð í Reykjavík, lengst af í Barmahlíð 54. Þau voru einstaklega samhent, og mikið ástríki og virðing ríkti milli þeirra. Þau voru alltaf tilbúin að hjálpa ungum sem öldnum, og sérstaklega átti fólkið þeirra utan af landi vísan næturstað á heimili þeirra. Þá var Haukur ætíð boðinn og búinn að keyra vítt og breitt alla þá bíllausu, sem voru æði margir á þessum tíma. Mér er minn- isstætt fyrir 50 árum, er ég fékk út- lenda vinkonu í heimsókn, að Haukur var þá fljótur til að bjóða okkur að aka um nágrennið til að skoða mark- verða og fallega staði. Hann var þá þegar kominn með sitt eigið fyrirtæki og átti mjög annríkt, en umhyggja hans fyrir fjölskyldu og vinum var alltaf í fyrirrúmi. Heimili þeirra hjóna var rómað fyrir gestrisni og höfðingsskap, og mörg voru matarboðin sem þau héldu vinum sínum og frændfólki. Þau voru bæði mjög músíkölsk og listhneigð, sóttu tónleika Sinfóníunnar, leikhús og aðra menningarviðburði. Þau lásu mikið, hann meira um tækni og vís- indi en Lára dáði Laxness og kunni vel að meta húmorinn í bókum hans. Haukur var hins vegar ekki alveg sáttur við pólitíkina hjá Laxness á fyrri árum, enda með sterkar póli- tískar skoðanir og var traustur sjálf- stæðismaður. Starfaði hann töluvert á þeim vettvangi. Hann var góður málamaður en sérstakan áhuga hafði hann á íslenskri tungu og skrifaði oft greinar í Morgunblaðið um það sem honum þótti betur mega fara í mál- fari okkar. Já, það var alltaf gaman að heimsækja þau hjón, hvort sem það var með stórum gestahópi eða ein og sér, og njóta þeirra menning- arstrauma sem ríktu á heimili þeirra. Þau hjón eignuðust þrjú myndar- leg börn sem öll gengu menntaveg- inn, bræðurnir tveir, Eggert og Böðvar, urðu viðskiptafræðingar, en Ágústa fór í tónlistarnám og er pí- anókennari. En sorgin gleymir eng- um og það var mikið áfall er Böðvar, sonur þeirra, lést eftir stutt en hast- arleg veikindi, rúmlega fertugur að aldri. Þá sem alltaf studdu þau hjónin hvort annað í kærleika og umhyggju. Nú horfir Lára á eftir sínum góða manni eftir áratuga farsæla sambúð. Það er erfitt en börnin hennar og fjöl- skyldan öll styðja hana og hvert ann- að við þennan missi. Guð blessi þau öll. Ólöf Pálsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Hauk Eggertsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Leó M. Jóns- son. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRN BERNDSEN málarameistari, Leirubakka 18, Reykjavík, lést laugardaginn 29. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Soffía Sigurjónsdóttir, Þórarinn Björnsson, Reynir Björn Björnsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og vinur, GUÐMUNDUR LÚÐVÍKSSON, Bakkasíðu 10, Akureyri, lést laugardaginn 29. apríl. Jarðsungið verður frá Raufarhafnarkirkju laugar- daginn 6. maí kl. 14.00. Líney Helgadóttir, Alma Guðmundsdóttir, Ása Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Sigurveig Guðmundsdóttir, Önundur Jóhannsson, Helga Þórdís Guðmundsdóttir, Ólafur Magnús Birgisson, Friðmundur Helgi Guðmundsson, Merrizel Inot Perez, Bergur Lúðvík Guðmundsson, Andrea Ásgrímsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Mýrarvegi 115, Akureyri, sem lést föstudaginn 21. apríl, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. maí kl. 13:30. Jónas Kristjánsson, Arnfríður Jónasdóttir, Vilhjálmur Hallgrímsson, Kristján Jónasson, Sigríður Rut Pálsdóttir, Ester Jónasdóttir, Þórður Ármannsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN SIGMARSSON frá Krossavík, Vopnafirði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 25. apríl, verður jarðsunginn frá Vopna- fjarðarkirkju fimmtudaginn 4. maí kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dvalarheimili aldraðra, Sundabúð, Vopnafirði. Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, Garðar Björnsson, Sigurður Björnsson, Hafrún Róbertsdótttir, Eydís Þ. Sigðurðardóttir, Egill Sandholt, Björn Þór Sigurðarson, Bergdís Þrastardóttir, Hjörtur Garðarsson, Ester Hreinsdóttir, Gunnþórunn Guðrúnardóttir, Eva Þórey Sigurðardóttir, Bryndís Una Hjartardóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, fimmtudaginn 13. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á Hrafnistu, Hafnarfirði. Guðveig Árnadóttir, Kristján Ragnarsson, Árni Grétar Árnason, Gunnar Jón Árnason, Jóhanna Sigurðardóttir, Rannveig Árnadóttir, Victor Melsted, Margrét Reynisdóttir, Gylfi Þorsteinsson, barnabörn, langömmu- og langalangömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.