Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 36

Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Arn-finnsdóttir fæddist á Vestra- Miðfelli á Hvalfjarð- arströnd 20. júní 1922. Hún lést að heimili sínu, Hraunbæ 170, 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Arnfinn- ur Scheving Björns- son skipasmiður og Ragnheiður Jónas- dóttir húsmóðir. Systkini Sigríðar eru níu, Björn Scheving, f. 1918, d. 1990, Guðrún Lára, f. 1919, Guð- rún Aðalheiður, f. 1921, Ásdís, f. 1924, d. 2004, Jónas Scheving, f. 1925, Grétar Scheving, f. 1927, d. 1927, Arnfinnur Scheving, f. 1929, Margrét, f. 1930 og Ragnar Schev- ing, f. 1932, d. 1992. Æskuár sín vann Sigríður á heimili sínu en fór snemma í kaupavinnu og vann síð- ar við ýmiss konar þjónustustörf, m.a.: á Ferstiklu, í Breiðfirðinga- búð og Skíðaskálanum í Hveradöl- um. Hún gerðist ráðskona í Skraut- hólum á Kjalarnesi og kvæntist 1956 bóndanum og ekkjumannin- um Tryggva Stefánssyni, f. 1898, d. 1982. Börn þeirra eru: A) Grét- ar, prófessor og deildarformaður í vélaverkfræði við WPI í Banda- ríkjunum, f. 1956, kvæntur Jónu Elfu Jónsdóttur myndlistarmanni, f. 1956, börn þeirra Unnur Ósk tölvunarfræðingur, f. 1978, og Jón Tómas tölvunarfræðingur, f. 1984. B) Stefán, hótelstjóri og skógar- bóndi að Þórisstöðum á Svalbarðs- strönd, f. 1957, kvæntur Ingu Mar- gréti Árnadóttur kennara, f. 1958, synir þeirra eru Tryggvi Sturla, nemi í lífefnafræði við HÍ, f. 1982, Árni Steinar nemi í ferða- málafræðum við HÍ, f. 1984, Þórir Steinn grunnskólanemi, f. 1992, og Arnaldur Starri grunnskóla- nemi, f. 1996, dóttir Ingu er Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir, f. 1978, í sambúð með Kjartani Vilbergs- syni, f. 1975, þeirra dóttir Álfheið- ur Ida, f. 2004. C) Ragnheiður, leikkona og framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, f. 1958, gift Jóni J. Hjartarsyni, leik- ara og rithöfundi, f. 1942, börn þeirra eru Hjörtur Jóhann Jónsson nemi, f. 1985 og Sigríður Láretta menntaskólanemi, f. 1988. Dætur Jóns eru Helga Braga leikkona, f. 1964, og Ingveldur Ýr óperusöng- kona, f. 1966. Börn Tryggva frá fyrra hjónabandi og stjúpbörn Sig- ríðar eru: Ásta, f. 1923, Gunnar, f. 1924, d. 1984, Láretta, f. 1926, d. 1993, Svanhvít, f. 1927, Jón Leví, f. 1937 og Erla, f. 1945. Sigríður var bóndi og húsmóðir í Skrauthólum á Kjalarnesi en flutti eftir lát Tryggva í Hraunbæ 170 og bjó þar síðustu tuttugu árin. Útför Sigríð- ar verður gerð frá Fella- og Hóla- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Brautarholts- kirkjugarði. Sigríður Arnfinnsdóttir, tengda- móðir mín, andaðist heima hjá sér hinn 18. apríl. Hún hlaut hægt andlát, sofnaði útaf í rúmi sínu, yfir ásjónu hennar var friður og ró. Hún þurfti ekki að líða kvöl og þjáningu. Vissu- lega hafði hún verið veil undanfarið og þurft alloft að leggjast inn á sjúkrahús, en ævinlega reis hún upp aftur og gjarnan fylgdi henni hressi- legur gustur eftir hverja spítalavist þó að hægar færi með aldrinum. Undir það síðasta var hún það spræk að hún hafði lagt drög að veiði- ferð í Hvammsvík og ætlaði að mæta veitandi á svæðið með vinkonum sín- um, Aðalbjörgu og Elínu, í byrjun maí. Veiðiskapur var henni ástríða og ánægjulegasta tómstund sem hún stundaði alla tíð í ám og vötnum vítt og breitt um landið. Að veiðiskapnum slepptum var prjón hennar helsta dægradvöl. Þær eru óteljandi flíkurnar sem hún prjónaði og gaf vinum og vandamönn- um, peysur, sokkar, vettlingar. Allt var það unnið af elju, með glöðu geði og af mikilli væntumþykju. Í samskiptum okkar Sigríðar í vel á þriðja áratug, hljóp aldrei snuðra á þráðinn. Strax og hún vissi að við Ragnheiður, dóttir hennar, ætluðum að eigast, varð ég hluti af hennar reg- istri og ég naut sannarlega vináttu hennar og umhyggju með margvís- legum hætti. Henni þótti ég að vísu skussi í veiðiskap, en sætti sig við það hundsbit. Hún var óþreytandi við hvers konar aðstoð, barnapössun, bakstur og annað stúss, hvenær sem þörf var á. Nú er þeirri veislu lokið, lítið eftir annað en þakka fyrir sig. Sigríður var einu sinni minnt á, þegar börnin hennar sköruðu fram úr í námi, hvað hún væri montin af þeim. Og hún svaraði af sínum alkunna hvatleika: – Já ég er stolt af börnun- um mínum og ég má líka vel vera það! Börn hennar þrjú, Grétar, Stefán og Ragnheiður, hlutu mikla hvatn- ingu í æsku til þess að menntast, hafa enda öll farið í framhaldsnám og farn- ast vel í því sem þau hafa tekið sér fyrir hendur. Áhersla hennar á menntun helgaðist í og með af því að hún fór sjálf á mis við skólanám líkt og fleiri af hennar kynslóð, fyrir utan venjulega barnafræðslu. Hún fæddist og ólst upp á Vestra- Miðfelli á Hvalfjarðarströnd. Arn- finnur, faðir hennar, var af Arnardal- sætt, vestra. Hann vann lengstaf sem skipasmiður og hjólaði gjarnan til vinnu sinnar niður á Skaga. Ragn- heiður, móðir hennar, var Borgfirð- ingur í húð og hár. Hennar hlutverk var að annast börn og bú. Sigríður var að loknu barnaskóla- prófi send um tíma til prestsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd til lær- dóms, því hún þótti sérstaklega nám- fús og greind, en sú námsdvöl varð skammvinn. Það var þörf fyrir vinnu- kraft heima fyrir. Upp frá því var hennar skóli starf við margvíslega iðju, einkum framleiðslustörf og sveitastörf. Snemma á sjötta áratugnum gerð- ist hún ráðskona hjá Tryggva Stef- ánssyni bónda í Skrauthólum á Kjal- arnesi. Úr því varð ráðahagur sem varð þeim til mikillar gæfu. Tryggvi var þá ekkjumaður með sex börn, sem flest voru farin að heiman, en tvö þau yngstu, Jón og Erla, voru enn ung að árum. Saman eignuðust þau svo þrjú börn sem áður getur. Eftir að Sigríð- ur flutti á Kjalarnesið og fór að halda þar bú með Tryggva bónda varð hún Sigga í Skrauthólum. Þó að Tryggvi væri miðaldra mað- ur þegar hann kvæntist Siggu, var hann vel á sig kominn, framfarasinn- aður, tileinkaði sér nýungar, byggði upp og bætti jörðina. Sigga sá um ýmsar tæknihliðar búskaparins. Hún var lagin við mjaltavélar og sá um samgöngutækin, keyrði bílana, fyrst Landrover-jeppa, síðan keypti hún sjálf smærri og þurftarminni fara- tæki, eftir því sem vegir urðu greið- færari. Eitt var mjög sérstætt í búskap þeirra hjóna. Það var búið innan bús- ins. Sigga rak sitt sjálfstæða hænsna- bú fyrir eigin reikning. Hún kom upp hagkvæmu og persónulegu sölukerfi í Reykjavík og hafði fullan ráðstöfun- arrétt yfir þeim fjármunum sem þannig öfluðust. Vitaskuld notaði hún það fé sér og sínum til hagsbóta. En þetta fyrirkomulag sýnir vel það sjálf- stæði sem Sigga sýndi í öllu sínu lífi. Hún vildi vera sjálfs sín herra og var það. Tryggvi lét sér þetta vel líka, enda var hann frjálslyndur í hugsun, greindur vel, víðlesinn og jókst víð- sýni fremur en hitt eftir því sem árin liðu. Sigga í Skrauthólum var kraft- mikil kona. Hún var veiðikló, hljóp upp um öll holt og hæðir eftir veiði- bjöllueggjum. Haft var á orði að hún hefði á tímabili útrýmt af Kjalarnes- inu þeim vágesti og vargi í véum sem veiðibjallan þykir. Hún var hraðvirk við hvað sem hún sýslaði, en kastaði þó hvergi til höndum. Eftir að hún eignaðist barnabörnin urðu þau hennar líf og yndi og stoltið var ekki minna af þeim en börnunum. Hún hafði einatt af þeim jöfnum höndum áhyggjur og ánægju, hvar sem þau dvöldu og fóru um heiminn. Hún hafði líka mikil og góð samskipti við systkini sín og þeirra börn. Það samband var hispurslaust og litað af ævilangri tryggð. Þó að Sigga hefði jafnan hugann við fjölskyldu og venslamenn, myndaði hún eigi að síður góð tengsl við fjölda fólks. Hún var ekki alltaf mjúka manneskjan í samskiptum, gat verið hryssingsleg og hrjúf, en þeir sem tengdust henni vinaböndum fundu þá hlýju sem einatt undir bjó. Margir sem henni kynntust héldu við hana tryggð til hinstu stundar og sú vænt- umþykja var gagnkvæm. Okkur aðstandendur hennar lang- ar að geta sérstaklega Sigrúnar, grannkonu hennar og fjölskyldu í Hraunbæ 170. Þau voru einlægir vinir hennar og henni mikil stoð. Dagrún, dóttir Jóns stjúpsonar hennar, var einnig hennar helsta hjálparhella og vinkona síðustu árin. Sigga vann um árabil hjá Gunnillu Skaftason, tann- lækni. Milli þeirra myndaðist vinátta, sem hélst alla tíð og væntumþykja. Tryggð Gunnillu og hennar fjölskyldu var mikils virði fyrir Siggu. Oliver og Sigrún sem voru nágrannar hennar um tíma, sýndu henni einnig mikla tryggð og hún þeim. Öllu þessu fólki þökkum við, aðstandendur Sigríðar, fyrir alla hlýju og gæsku í hennar garð. Nú, þegar þessari vegferð lýkur lýt ég höfði og lofa Guð fyrir velgjörðir allar úr gjöfulli hendi Sigríðar Arn- finnsdóttur. Veri hún kært kvödd. Jón Hjartarson. Kveðja frá stjúpsyni. Hér er þreytt fallin að foldu, forkur til góðra verka. Sofðu í mjúkri moldu með kostina mikla og sterka. Við áttum saman langa leið með ljósi og skugga. Þín að verði gatan greið gamla mun vini hugga Úrræði jafnan mörg þú áttir ef úr þurfti að leysa vanda. Þig kveðja allir ættingar sáttir, eftir þó hnuggnir standa. Því að kvöldi er hvíldin við hæfi kærkominn ró og friður. Liðin er annasöm ævi, ekki hittumst við oftar, því miður. Jón Leví Tryggvason. SIGRÍÐUR ARNFINNSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GUÐBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum laugardaginn 22. apríl. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. maí kl. 13.00. Jórunn Lilja Andrésdóttir, Magnús Ingi Sigmundsson, Jocelyn Barro Jarocan, Eva María Magnúsdóttir, Jóhanna Agnes Magnúsdóttir, Snædís Margrét Magnúsdóttir, Sigmundur Tómas Magnússon. Okkar kæra GUÐBJÖRG HULD MAGNÚSDÓTTIR frá Dölum, Fáskrúðsfirði, síðar Bakka í Kelduhverfi, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 29. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Björg Gunnlaugsdóttir, Sverrir Ólafsson, Erla Óskarsdóttir, Magnús Gunnlaugsson, Ríkey Einarsdóttir, Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir, Stefán Óskarsson, Hulda Gunnlaugsdóttir, Gunnar Einarsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Páll Steinþórsson, Valdís Gunnlaugsdóttir, Vignir Sveinsson og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ÞORGILSSON frá Ólafsvík, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, föstudaginn 28. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Magnús Jóhannsson, Lovísa Guðmundsdóttir, Þorgils Jóhannsson, Brynja Jóhannsdóttir, Þorsteinn Magnússon, Viðar Jóhannsson, Anna Linda Arnardóttir, Bjarni Jóhannsson, Ingibjörg Þ. Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, MARGRÉT VALLÝ JÓHANNSDÓTTIR, Bragagötu 36, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 1. maí. Páll Magnússon, Hlynur Sigursveinsson, Elísabet Sigursveinsdóttir, Bjarki Sigursveinsson, Friðrikka Óskarsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR G.H. INGASON fv. póstrekstrarstjóri, Hvassaleiti 58, andaðist sunnudaginn 30. apríl sl. Erna Jónsdóttir, Skúli Már Sigurðsson, Sigrún Einarsdóttir, Gísli Jón Sigurðsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Örn Sigurðsson, Una Guðlaug Haraldsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu, LÁRU JAKOBSDÓTTUR, Syðri-Reykjum, Biskupstungum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnun- ar Suðurlands. Grímur Þór Gretarsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sigurður Ólafur Gretarsson, Selma Sigrún Gunnarsdóttir, Guðmundur Hrafn Gretarsson, Þórey Svanfríður Þórisdóttir, Ingibjörg Ragnheiður Gretarsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson, Dagný Rut Gretarsdóttir, Einar Guðmundsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.