Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 37 MINNINGAR Mér fannst einhvernveginn eins og amma Sigga yrði alltaf sitjandi með prjónana og kaffið við eldhúsglugg- ann í íbúðinni í Hraunbænum þegar ég kæmi í heimsókn, búin að setja flatbrauð og pönnukökur á borðið. En nú er amma búin að prjóna sinn síð- asta lopavettling og baka sínar síð- ustu pönnukökur. Mínar fyrstu minningar af ömmu Siggu eru frá Skrauthólum þegar hún var að passa okkur bræðurna, tína egg uppi í fjalli eða veiða fisk í lækn- um. Eftir að fjölskyldan fluttist norð- ur voru samskiptin mestmegnis sím- leiðis en með reglulegu millibili fengum við sendingar frá henni, ull- arsokka, hafrakex, franskar vöfflur o.fl. og alltaf þegar leiðin lá suður var gist í Hraunbænum. Þegar ég hóf nám í Reykjavík fyrir um þremur árum, leigði ég íbúð vest- ur í bæ með tveimur félögum mínum og áður en þeir höfðu náð að kynna sig fyrir ömmu var hún búin að bjóða okkur í mat, baka handa okkur og bjóðast til að þrífa af okkur skítugar spjarirnar. Hún sótti þvottinn sjálf óumbeðin, fór með hann heim í Hraunbæ og skilaði aftur tandur- hreinum morguninn eftir. Svona var amma Sigga, bæði bráðlát og ör en jafnframt hjálpsöm, einlæg og ein- staklega blátt áfram. Þegar hún hætti að treysta sér til að keyra um í Reykjavík þá kallaði hún mig einfald- lega á fund og gaf okkur bræðrunum bílinn. Það var aldrei hægt að hjálpa ömmu með neitt án þess að hún gerði manni einhvern greiða á móti. Þannig vildi hún hafa það og ég veit að það var henni ómetanlegt að geta gefið eitthvað til baka. Það má segja að ég hafi kynnst ömmu Siggu á nýjan hátt þessa þrjá vetur sem ég hef verið í Reykjavík. Samskiptin urðu alltaf meiri og nán- ari, vikulegu ferðirnar okkar í Bónus og bankann, matarboð, spjall yfir kaffibolla í Hraunbænum og sjúkra- húsheimsóknirnar í Fossvoginn. En þessi samskipti voru okkur þó mik- ilvægust vegna þeirrar einstöku vin- áttu sem með okkur tókst, sú vinátta er mér ómetanleg. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast ömmu Siggu svona náið og að því mun ég búa um ókomna framtíð. Tryggvi Sturla Stefánsson. Sem barn í Reykjavík átti ég sveit- ina mína handan við fjörðinn. Undir Esjunni voru Skrauthólar. Heimili Siggu og afa míns, Tryggva Stefáns- sonar. Hjá þeim átti ég og fleiri úr hópi okkar afabarnanna griðland á uppvaxtarárunum. Fyrir mér voru Skrauthólar sveitin mín og þar fékk ég að kynnast sveitastörfum og nátt- úrunni. Það var sýslað í fjósinu, kálf- unum gefið og aldrei voru hrossin langt undan, og svo voru það hæn- urnar hennar Siggu. Hún var í hópi frumkvöðla í alifuglaræktinni þótt ekki væri umfangið eða tæknin með því sniði sem nú tíðkast í þeirri bú- grein. Ég gleymi því að minnsta kosti seint þegar þurfti að fækka í hænsna- stofninum og Sigga fól stráklingnum það hlutverk að gera hænurnar höfð- inu styttri. Þannig var það í sveitinni í þá daga og í Skrauthólum var það svo að krafturinn í Siggu jafnt við bú- störfin sem önnur smitaði út frá sér og hreif okkur krakkana með. Í Skrauthólum var ég líka í hópi jafnaldra. Börn Siggu og afa voru mér litlu yngri og við vorum sem einn hóp- ur. Það var sama hvort við höfðum farið okkur ógætilega og lent ofan í fjóshaugnum eða það var verið að ferðbúast á hið árlega jólaball á Klé- bergi. Sigga sá til þess að við værum þrifin og ekki yrðu frekari vandræði af uppátækjum okkar. Tryggvi afi leit jafnan til með okkur og gætti þess að við hefðum hóf á leikjum okkar og færum okkur varlega. Það var gott að vera hjá afa og Siggu. Þótt húsakynn- in í gamla húsinu í Skrauthólum væru ekki stór í fermetrum var alltaf nóg pláss. Það voru þó vissulega viðbrigði þegar nýja íbúðarhúsið var byggt og flutt var inn í það árið sem afi varð sjötugur. Sigga í Skrauthólum var mikil hús- móðir. Þrátt fyrir að hún tæki jafnan þátt í útiverkunum skorti aldrei á að komið væri að veisluborði í Skraut- hólum. Hvað minnisstæðust eru mér kökurnar og kramarhúsin sem hún reiddi fram, og brauðin hennar Siggu voru ómissandi. Og þetta eru ekki bara minningar frá barnæskunni, því síðar átti ég eftir að koma í ófá skiptin ríðandi í hlað á Skrauthólum, hvort sem það var eftir ferð á hestum úr Reykjavík eða af kappreiðum á Arn- arhamri. Það var til siðs að spretta úr spori upp afleggjarann og ekki þótti afa verra að sjá tilþrif á skeiði. En komumenn þurftu líka að vera snögg- ir að ganga frá hrossunum því Sigga lét óðara þau boð út ganga að gestum væri boðið inn í bæ. Og þar beið veisluborð. Þegar Sigga flutti frá Skrauthólum festi hún kaup á íbúð í Árbænum. Og áfram var það sami krafturinn sem fylgdi henni og lengst af fór hún sinna ferða á eigin bíl. En aldur og heilsa settu undir lokin mark sitt á þann kraft sem jafnan hafði einkennt Siggu. Hún var minna á ferðinni, en ég mun þó lengi minnast heimsóknar hennar í sveitina til mín fyrir þremur árum. Ég kannaðist á ný við hvatn- ingarorðin og kraftinn. Skrauthóla- hrossunum hafði verið fundinn staður en það var helst að hún saknaði þess að við værum ekki með hænur. Við leiðarlok þökkum við sem Sigga í Skrauthólum fóstraði og fjöl- skyldur okkar samfylgdina. Tryggvi Gunnarsson. Amma Sigga, það var nafnið henn- ar og hún var alveg hæstánægð með það. Enda var hún ekki bara amma okkar þessara löggiltu barnabarna heldur varð hún nánast sjálfkrafa amma allra barna sem hún kynntist eða tengdust henni á einhvern hátt. Hún varð amma barna og jafnvel barnabarna nágranna sinna í Hraun- bænum, og líka margra krakka í hverfinu okkar í Litla-Skerjafirði. Jafnt vinir sem nágrannar kölluðu hana ömmu Siggu og það var bara til ein slík. Já og ekki má gleyma dýr- unum, amma Sigga var þvílíkur dýra- vinur að þegar hún talaði um t.d. Putta, Lúlla og nú síðast Kút var stundum erfitt að átta sig á að þarna var um að ræða hund og ketti en ekki einhver barnabarnanna. Þegar pabbi skrifaði barnabókina Snoðhausa 1993 og byggði hana á lífinu í Litla-Skerjó var þar í stóru hlutverki amma Pál- ína, stórskemmtileg persóna sem fékk mikið hrós í bókaumfjöllun. Það var hins vegar ekkert leyndarmál að þessi karakter var algjörlega byggð- ur á ömmu Siggu og það fannst henni ekki leiðinlegt. Þó amma ætti bara átta barnabörn gat hún endalaust ruglað nöfnunum okkar Hjörtur, nei Tryggvi, nei Jón Tómas! Jón Tómas minn … ef hún þá ekki bara kallaði okkur Grétar, Stef- án og Ragnheiði. En Amma Sigga var alveg frábær, það er ekki um að vill- ast. Án efa háværasta og fyrirferð- armesta amma sem sögur fara af, þó að hvorki væri hún stór vexti né mikil á velli. Alltaf hrópaði hún upp og klappaði saman höndum þegar við komum í heimsókn og kleip mann svo, kreisti og knúsaði að verkjaði eftirá. Síðan bauð hún upp á pönnsur eða kökur eða nammi og spurði hvort ekki væri komin þörf á að endurnýja lopa- fatnaðinn. Enginn sem þekkti ömmu Siggu þurfti að láta sér verða kalt, þvílíkt prjónaði hún. Allar skúffur á okkar heimili voru að minnsta kosti stútfullar af húfum, vettlingum og sokkum sem komu sér vel. Ég man sérstaklega eftir vettlingum sem ég fékk frá ömmu hérna um árið. Ég átti að þæfa þá til að gera þá smærri, þétt- ari og hlýrri í frosti en þeir voru risa- stórir þegar ég fékk þá. Ég og mamma eyddum heilu kvöldi með bala af vatni nuddandi og hnoðandi þessa blessuðu vettlinga, minnkandi þá um helming. Þetta var reyndar al- veg þess virði því þeir nýttust mjög vel þegar allt annað var orðið blautt og kalt og ísað í ferð á Hvannadals- hnjúkinn síðar það sumar. Nú síðast hafði hún lokið við að prjóna lopa- peysu handa Elfu tengdadóttur sinni og var búin að biðja mig að skutla sér upp í Álafoss til að kaupa lopa í sam- bærilega afmælisgjöf handa Grétari. Amma var eftirminnilegur per- sónuleiki. Þó að oft væri á henni asi og fyrirgangur var hún hvers manns hugljúfi. Aldrei þreyttist hún á að segja manni hve vænt henni þætti um mann, hve stolt hún væri og hrósaði fyrir hin ýmsu afrek, stór og smá. Og hún meinti hvert orð. Það er sú minn- ing sem mér er kærust, nú þegar hún er fallin frá, þessi óendanlega, sér- staka hlýja sem hún gaf og gaf og gaf öllum í kringum sig. Bestu kveðjur og þakkir færa henni líka Sigga Lára systir mín og Unnur Ósk og Jón Tómas Grétars- börn. Hjörtur Jóhann. Elsku Sigga. Við kveðjum þig með sárum söknuði, en uppfull af minn- ingum um allar þær góðu stundir, sem við áttum saman undanfarin 20 ár. Sigga lést á heimili sínu hinn 18. apríl síðastliðinn. Ég sá, ásamt Ragn- heiði dóttur Siggu, hennar fjölskyldu og Dagrúnu, að Sigga hafði fengið að sofna hinum eilífa svefni; en yfir henni hvíldi ró og friður. Þessi stund mun ávallt vaka með mér. Ég vissi líka að Sigga var sátt við sitt líf, en við höfð- um oft rætt um það. Sigga bjó á Skrauthólum á Kjalar- nesi mest allt sitt líf, ól þar upp börnin sín þrjú, Grétar, Stefán og Ragnheiði, af mikilli festu og einstakri raunsæi. Lífið er tækifæri; njóttu góðs af því. Eitthvað á þessa leið fannst mér Sigga alltaf lifa lífinu. Það að eiga góða að, er eitthvað það besta sem við eigum. Fjölskyldan í Dvergholtinu í Mos- fellsbæ varð fyrir miklu áfalli fyrir 20 árum síðan. Þá kom góður vinur þeirri hugmynd að hjá mér, að Sigga á Skrauthólum mundi kannski getað hjálpað mér með börnin, á meðan ég væri við vinnuna mína. Sigga kom til okkar skömmu seinna eins og storm- sveipur, og hefur verið með okkur all- ar götur síðan. Hún hjálpaði mér með uppeldi barna minna og það á sama hátt og hún hafði gert við sín börn. Hjá okkur þýddi nei „nei“ og já, sem kom miklu oftar, þýddi „já“. Síðan var það að ef eitthvað ekki gekk upp, þá sagði mín bara: þetta er bara si svona, þýðir ekkert að fást um það. Helena var unglingur og þá var oft gott að fara í uppeldiskistuna hennar Siggu. Tómas var með veiðidellu eins og Sigga, og voru það nú ófáar veiði- ferðirnar, sem Sigga fór með Tomma á litla bílnum sínum. Já og Sara mín var nú mest með Siggu, hún sótti hana í leikskólann, Ísaksskóla og var heima, þegar hún kom úr skólanum. Hún var montin af börnum sínum og barnabörnum, hún mátti lika vera það. Hún var líka montin af mínum börnum. Sagði gjarnan: maður má al- veg vera það. Takk fyrir allt, allar pönnsurnar, sem þú bakaðir fyrir okkur og takk fyrir allt sem þú kenndir mér. Ég mun aldrei gleyma þér. Gunilla SK. Elsku Sigga. Dugnaður Siggu fór ekki framhjá íbúum í Hraunbæ 170. Sigga sá um sameignina í mörg ár og verður það ekki af henni tekið að alltaf var allt glansandi fínt, hún lét sér ekki nægja að ryksuga og skúra heldur voru veggir og gluggar pússaðir hátt og lágt. Ekki lét hún sitt eftir liggja þeg- ar unnið var við húsið, alltaf var hún með kaffi og með því tilbúið fyrir allt liðið. Sigga var kjarnakona og aldrei fór það framhjá neinum hver var á ferð þegar Sigga var annars vegar. Krakkarnir voru oftar en ekki svolítið smeykir við fyrstu kynnin sín af Siggu þar sem hún fór yfirleitt um með hvellum og skellum, en hún var ekki lengi að bræða hjörtu þeirra og á hún mikið í öllum þeim börnum sem alist hafa upp í húsinu. Elsku Sigga, þín verður sárt sakn- að af okkur öllum, skarð þitt verður seint og jafnvel aldrei fyllt. Íbúar Hraunbæ 170.  Fleiri minningargreinar um Sigríði Arnfinnsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sigrún, Ása Árnadóttir og fjölskylda, Hulda Kristín og Dagrún Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, RÚNAR JÓN ÓLAFSSON, Vogatungu 105, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. apríl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju laugardaginn 6. maí kl. 13.00. Jarðsett verður í Hvalsneskirkjugarði sama dag. Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Þuríður Ólöf Rúnarsdóttir, Róbert Ingi Guðmundsson, Guðmundur Rúnar Rúnarsson, Kolbrún Fjóla Kristensen, Hjördís Úlla Rúnarsdóttir, Einar Birgisson, Helena Rúnarsdóttir, Kjartan Andrésson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR SIGRÚNAR JÓHANNSDÓTTUR frá Barðastöðum í Staðarsveit, síðast til heimilis á Hlíf 1, Ísafirði. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkurnarfólks á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar og starfsfólks Hlífar. Sigríður Ýr Ham, Lester Ham, Jóhann Adólf Haraldsson, Fjóla Hannibalsdóttir, Pétur Orri Haraldsson, Erla Kristín Hallsdóttir, Magnús Hlynur Haraldsson, Kristín Ósk Þórarinsdóttir, Sýta Rúna Dal Haraldsdóttir, Lárus Erlendsson, Gróa Linddís Dal Haraldsdóttir, Björn Anton Einarsson, Helga Guðrún Dal Haraldsdóttir, Magnús Örnólfur Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, DAGUR HANNESSON járnsmiður, lést sunnudaginn 30. apríl. Sigurður Dagsson, Ragnheiður Lárusdóttir, Bjarki Sigurðsson, Dagur Sigurðsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Lárus Sigurðsson, Heba Brandsdóttir og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR (BÍBÍ), Hjarðartúni 7, Ólafsvík. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Hjartarson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og bróðir okkar, VICTOR SIGURJÓNSSON, Egilsgötu 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 4. maí kl. 13.00. Margrét Sigurjónsdóttir, Anita R. Lukasiewicz, Mariusz G. Latala, Radoslaw Solwaski, Sigurlaug Sigurjónsdóttir, Sigurbjörn Sigurjónsson, Vilborg Elísdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Helgi Jónasson, Haukur Sigurjónsson, Annamari Ámundsen, Sóley Sigurjónsdóttir, Óskar Sigurðsson, Gunnar Sigurjónsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Bergmundur Sigurðsson, Marinó Óskarsson, Gréta Óskarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.