Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 41

Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 41 MINNINGAR ✝ Elín Guðmunds-dóttir fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 19. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarney G. Elíseus- dóttir og Guðmund- ur Guðmundsson, sem byrjuðu búskap árið 1901 á Skógum við Arnarfjörð en fluttu síðan til Reykjavíkur. Elín var næstyngst fimm systkina, hin eru: Lára Guðmundsdóttir, maki Þorsteinn Daníelsson; Margrét Guðmundsdóttir, maki Ófeigur Ófeigsson, þau skildu; Kristín Guðmundsdóttir Nielsen, maki Hans Nielsen; og Gunnar Guð- mundsson, kona hans var Sigur- laug Oddsdóttir. Einn eftirlifandi er hálfbróðir þeirra, Kristján Arnfjörð Guðmundsson, f. 1921. Elín giftist Kristjáni Kristjáns- syni frá Bíldudal, f. 10. mars 1911, d. 13. apríl 1989. Þau byrj- þrjú börn, þau eru: a) Kristján Már, f. 1966, kona hans er Guðbjörg Magnúsdóttir, f. 1974. Dætur þeirra eru Birta Ósk, f. 2001, og Sigrún Lilja, f. 2006. Sonur Krist- jáns er Haukur Jarl, f. 1987, og son- ur Guðbjargar er Magnús Óli, f. 1996. b) Hallgerður, f. 1968. c) Gunnhildur, f. 1972, sonur hennar er Matthías Tryggvi Haraldsson, f. 1994. Sambýlismaður Gunnhildar er Ásmundur Ásmundsson, f. 1971. 3) Kristján Guðmundur Kristjáns- son, f. 1946, kona hans er Guðrún Kristinsdóttir , f. 1950. Synir þeirra eru Kristján, f. 1978, og Valur Þór, f. 1980. Elín ólst upp í foreldrahúsum við Laugaveginn í Reykjavík. Hún gékk í Miðbæjarbarnaskólann og fór ung að vinna fyrir sér eins og þá tíðkaðist, fyrst sem vinnustúlka og síðar við framreiðslustörf á Hót- el Íslandi og í Hressingarskálanum. Árið 1938 flutti Elín til Kaup- mannahafnar þar sem hún vann við hin ýmsu störf og stofnaði síðan heimili þar. Elín og Kristján maður hennar bjuggu lengst af í Mávahlíð 1 og þar bjó Elín eftir andlát Krist- jáns til ársins 1999 þegar hún flutti á Hjúkrunarheimilið Grund þar sem hún andaðist. Elín verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. uðu sinn búskap í Kaupmannahöfn þar sem þau höfðu dvalið um árabil við nám og störf. Til Íslands fluttu þau með tvö elstu börnin í júlí 1945 með Esjunni. Þau Elín og Kristján eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Erlingur, f. 1941, kona hans er Anna Sigurðardótt- ir, f. 1943. Þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Elín Margrét, f. 1963, maður hennar er Björn Thoroddsen, f. 1958, börn þeirra eru Erlingur Óttar, f. 1984, Stef- án Atli, f. 1987 og Steinunn Erla, f. 1991. b) Steindór Jóhann, f. 1966, kona hans er Sigríður Klara Böðvarsdóttir, f. 1971, börn þeirra eru Ófeigur Atli, f. 1995, og Anna Eva, f. 1990. c) Sigurður Ingi, f. 1972, sambýliskona Ragn- hildur Guðmundsdóttir, f. 1975. 2) Sigrún Kristjánsdóttir, f. 1944, maður hennar var Haukur Hall- dórsson. Þau skildu. Þau eiga Sorgin finnur ekki til í híbýlum sínum vefur hún angurværð úr litfögru bandi og veit að enginn klæði finnast fegurri (Hallgerður Hauksdóttir.) Elsku mamma mín, loks fékkstu að fara, fara yfir í annan heim, til pabba sem þú saknaðir svo sárt í öll þessi ár; til mannsins sem þú elsk- aðir svo heitt og þráðir að hitta aft- ur. Þetta síðasta ár var þér erfitt í veikindum þínum og þú varst svo tilbúin til að fá að fara. Þú varst búin að skila þínu dagsverki, og gott bet- ur en það. Iðnari manneskju en þig hef ég ekki hitt um ævina. Þú bjóst pabba og okkur systkinum fallegt heimili, barst mikla umhyggju fyrir okkur alla tíð og sýndir okkur mikla natni. Svo þegar barnabörnin komu og þú hafðir enn heilsu til að taka á móti okkur öllum, var fjör; kaffi og kökur flóðu um allt heimilið. En nú er þessi tími liðinn, þú farin og mig langar mamma mín til að kveðja þig og þakka þér fyrir líf mitt, því án þín væri ég ekki hér. Sigrún. Ég kemst ekki í jarðaförina henn- ar ömmu til þess að kveðja hana. Ég er of langt í burtu. Ási hringdi í mig til Xiamen í Kína 19. apríl og sagði mér að hún hefði dáið um nóttina. Fjarlægðin á milli Kína og Íslands er mikil en á þeirri stundu varð hún feikileg. Það var erfitt að vera svona langt í burtu frá fjölskyldunni minni og minningarnar um ömmu sóttu að mér. Amma passaði mig þegar ég var lítil, hún kenndi mér að lesa. Ég man vel þegar hún fór með mig í Skóla- vörubúðina á Suðurlandsbrautinni þegar ég var rétt fimm að verða sex ára til að kaupa skriftar- og lestr- arbækur. Svo sat ég í eldhúsinu hjá henni í Mávahlíðinni og æfði skrift og ég man að mér þótti það svo há- tíðlegt. Eins og ég væri svolítið stór. Maður með mönnum. Ég að vinna mitt og hún sitt. Hún eldaði og sýsl- aði og leiðrétti mig ef ég gerði speg- ilskrift eða skrifaði ekki nógu fal- lega. Ég man líka vel íslensku ljóðin sem hún söng fyrir mig, „Við skulum róa sjóinn á“ og allar þessar gömlu ferskeytlur. Ég man vel fingravís- una hennar sem mér þykir mjög vænt um: Þessi datt í sjóinn. Þessi dró hann upp. Þessi bar hann heim. Þessi horfði á og Lilliputti Spillemann, hann kjaftaði öllu frá! Ég var einmitt að rifja þessa fingravísu upp í rútuferðalagi sem ég var í hér í Kína rétt fyrir andlát ömmu, telja hana á fingrum mér og segja við kunningja minn í rútunni að amma mín hefði kennt mér þessa skrýtnu vísu. Að mér hefði alltaf þótt, þegar ég var barn, að ég væri sjálf þessi Lilliputti Spillemann sem gerði allt svo leyndardómsfullt bara með því að kjafta frá. Við fórum að hugsa með okkur að íslenskar ömmur væru svo sérstakar og að við ættum sennilega öll á ein- hvern hátt sömu ömmuna því hans amma kenndi honum líka þessa vísu og hún hafði líka verið innilokuð í Kaupmannahöfn í stríðinu og komist til Íslands með Gullfossi. Merkileg tilviljun það og ég var ákveðin í að spyrja ömmu út í þetta næst þegar við hittumst. En mér finnst þessi vísa tilheyra okkur, mér og ömmu, mömmu og fjölskyldunni minni. Amma sagði mér sögur úr stríð- inu, hvar hún var stödd þegar stríðið braust út og hvernig minning það var. Hvernig hún lokaðist inni í Kaupmannahöfn og hvernig hún og afi komust heim til Íslands aftur með fyrstu ferð. Mér þótti gaman og spennandi að fá hana til að segja mér sögurnar sínar og spurði hana spjörunum úr. Þetta eru svo dýr- mætar stundir með henni ömmu. Ég hef alltaf verið þakklát fyrir þessar stundir en einhvern veginn aldrei eins og nú. Ég er líka þakklát fyrir allar stundirnar sem ég átti með henni eftir að hún flutti á Grund, þegar ég var stödd á Íslandi og leit við hjá henni á Frúargangi og sagði henni fréttir af mér og mínum. Hún spurði svo mikið um Matthías, hvernig hon- um gengi með tungumálin sín, í skól- anum og um Ása og lífið í Berlín. Hún var svo skýr og minnug alveg fram að síðustu heimsókn til hennar í janúar þegar ég og Kristján bróðir litum við með Birtu og Matthíasi. Þá var hún alveg óvenjukát og hress og hló við okkur og við föðmuðumst. En hún var tilbúin að fara frá okkur, við fundum það alveg og höfðum einmitt orð á því eftir heimsóknina. Það var einkennilegt hvernig ég fékk fréttirnar af andláti ömmu. Ég var að koma úr nefndu rútuferðalagi og var búin að heimsækja musteri og sjá marga fjölskyldugrafreiti eins og dyr í fjallshlíðunum í Fujian-hér- aði. Kínverjar heiðra forfeður sína alveg sérstaklega einmitt í apríl. Margir eru með sérhús fyrir forfeð- urna og fara þangað og spyrja þá ráða. Þeir trúa því að hinir látnu séu virkir þátttakendur í lífi hinna lif- andi. Í byrjun apríl, nokkrum dögum áður en amma fór frá okkur, var há- tíð látinna hér í landi, Qingming Jié (hátíð hreinnar birtu). Það er tími forfeðranna þegar þeir lifandi fara og þrífa grafhýsin, laga til og hugsa til hinna látnu. Þetta allt saman var ég einmitt að lesa um þegar ég fékk símtalið um andlát elsku ömmu minnar. Eins og ég væri að búa mig undir fréttirnar því ég hafði hugsað svo sterkt til hennar í þessari ferð. Ég minnist ömmu minnar núna, hér úti í Shanghai. Ég sit á hótelher- bergi svo óralangt í burtu en samt er hún svo ótrúlega nálæg mér núna. Ég mun heimsækja reitinn hennar þegar ég kem til Íslands og ég mun alltaf heiðra minningu hennar Elín- ar Guðmundsdóttur, ömmu minnar. Dótturdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir. Amma er dáin. Við náðum sem betur fer að kveðja hana áður en hún hélt yfir móðuna miklu, en hún end- aði ævikvöld sitt á dvalarheimilinu Grund. Við eigum margar góðar endurminningar frá samvistum okk- ar með henni. Okkur eru til að mynda minnisstæðar laugardags- heimsóknirnar með pabba þar sem amma bar á borð saltfisk og skötu. Elsta syni Ellu Möggu þótti alltaf mjög gaman að heimsækja ömmu enda dáðist hann að stólnum og púð- unum sem amma saumaði út. Nokkrum árum áður en afi lést tókst okkur að telja ömmu á að taka að sér kettling sem við áttum og fékk hann nafið Búbbúlína, samanber persónu úr myndinni Grikkinn Zorba. Eftir fráfall afa var Búbbúlína ömmu mik- il huggun í sorginni og varð amma fyrir miklu áfalli er kötturinn týnd- ist en ekki tókst okkur að telja hana á að fá sér nýjan kött. Eftir að amma varð ein heimsótti Steindór hana oft og eru honum minnistæðar þær stundir er amma þóttist sjá afa í íbúðinni og urðu þessar sýnir tilefni mikillar umræðu okkar á milli um spurninguna hvort okkar bíði líf að dauðanum loknum. Ella Magga átti einnig kærar stundir með ömmu er hún bjó á Álftanesinu, en þá sótti hún ömmu og áttu þær og krakk- arnir góðar stundir sama. Það var ánægjulegt að kynnast þér, amma. Elín Margrét, Steindór og Sigurður. Það var víst þannig fyrir langa- löngu síðan að vegir hér og þar um sveitir landsins gátu verið ófærir öll- um bílum um langa tíma. Þá þurfti kannski að ganga heim að bæjum með aðföng og illfært til annars en nauðsynja. Kannski var það árstíð- arbundið og hafði með leysingar að gera, ég veit það ekki, en svo komu þingmannsefnin með loforðin sín og síðan vann hver fyrir sína sveit, að vegamálum sem öðru. Ég þekkti þetta aldrei. Í dag, á þeim tíma sem ég þekki og tilheyri, á fremur við að sjálfsagt þykir að komast allsstaðar um vegi á byggðu bóli flesta daga ársins – og ef ófært er þá er í mesta lagi að bíða uns hríðinni slotar og svo er rutt. Það er nú aldrei verra en það. Ég fór að hugsa um þetta af því ég man svo vel hvernig Elín amma gaf mér alltaf appelsínur þegar ég var lítil. Hennar tími og minn tími; sennilega hefur hún þekkt tíma þar sem appelsínur gátu verið viðburður og koma þeirra hátíðleg. Ég man ekki annað en að appelsínur hafi allt- af verið til, bara útí búð ef mann langaði. En amma lét mig setjast og sagði; nú fáum við okkur appelsínu, og síðan lagði hún bréf í kjöltuna á mér og appelsínu ofaná og annað eins hjá sér og svo fengum við okkur appelsínu. Þetta var heil athöfn. Við unnum hvor við sína þegjandi, næst- um því hátíðlegar, allt í réttri röð, fyrst hýðið, svo hnossið, svo þurrka hendurnar og fara með allt fram. Svo sagði hún eitthvað eins og: Var hún ekki góð? Og ég sagði jú, því það var hún. Og það er í dag sem ég skil af hverju appelsínurnar hjá ömmu voru alltaf bestar; það var af því að hún bar virðingu fyrir þeim. Þær voru ekki sjálfsagðar fyrir henni, ekki fremur en vegirnir um sveitir landsins voru sjálfsagðir í gamla daga. Og ég, barnið, fann fyrir þess- ari virðingu, þótt ég gæti ekki nefnt hana eða skilgreint. Það var bara alltaf merkilegt að fá sér appelsínu með Elínu ömmu. Nú eru þetta þær minningar sem mér þykir eiginlega hvað vænst um í sambandi við hana. Minningar um nánd, athöfn og app- elsínulykt. Ég get ennþá fundið fyrir þessum stundum, tifið í klukkunni, þögnin, ró, öryggi og við tvær. Og nú er hún farin, blessuð amma mín. Hún mátti bíða í tuttugu ár eft- ir að sjá afa aftur, konan sem fékk ekki af sér að hætta að leggja á borð fyrir hann eftir að hann var dáinn. Það er nánast réttlætismál hvað hún mátti bíða lengi. Mig hefur alltaf dreymt afa öðru hvoru, hann lítur vel út í þeim draumum, dökkhærður, yngri, beinni, glaður. Það er enginn vafi á því í mínum huga, hvað sem segja má um okkur eftirlifendur, hvað við hugsum og hvernig okkur líður, að amma er komin til hans sem hjarta hennar átti, til afa. Og af öll- um stöðum í vistarverum guðs þar sem sálirnar búa, hvort sem það er á jörðu eða annars staðar, þá er ég al- veg viss um að það er einmitt þar sem hún þarf að fá að vera. Hjá afa. Ég kveð þig amma mín og bið þig fyrir kveðju. Þín dótturdóttir, Hallgerður. Guð geymi þig elsku Ella mín. Það er sárt að kveðja dýrmætan vin og það er erfitt að skilgreina söknuð – hann er kvöl – vissulega. Ég þakka samferðartíma okkar, Elínar og Kristjáns. Það voru for- réttindi að fá að vera þeim samtíða í blíðu og stríðu. Einn fagran vormorgun giftu þau sig í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn. Þau voru samhent í í lífi og starfi – tengd óvenju sterkum böndum frá upphafi – hvort öðru og þremur ást- kærum börnum sínum, Sigrúnu, Er- lingi og Kristjáni og síðar barna- börnum og barna-barnabörnum. Við fráfall Ellu reikar hugurinn aftur í tímann. Frá 1937 til 1940 voru gleðitímar í Kaupmannahöfn. Við Ella bjuggum saman í litlu súðar- herbergi og unnum saman á barna- heimili í Hellerup, hún til að hafa í sig og á, ég til að undirbúa mig undir nám. Herbergið okkar var svo lítið að við gátum boðið hvor annarri góða nótt með handabandi en þrengslin hjuggu engin skörð í lífs- gleði okkar. Stundum dönsuðum við í Heidel- berg í Studiestræde og hjóluðum svo heim í morgunroðanum, skiptum um föt og fórum beint í vinnuna. Við vor- um kátar og sterkar og lífið var gott. Svo kom 9. apríl og allt breyttist í einu vetfangi. Allt í einu vorum við í hernumdu landi lokuð frá umheim- inum – sambandslaus allt fram til 5. maí 1945. Þá opnaðist heimurinn loks á ný, ósköpin voru að baki og þeir sem vettlingi gátu valdið drifu sig heim til Íslands, til ættingja og vina. Sólin skein aftur í hjörtum manna – ógleymanlegar stundir í lífi okkar. Á Íslandi lágu leiðir okkar saman á ný. Á Íslandi var húsnæðisekla en við vorum svo heppnar að fá ásamt fjölskyldum okkar leigt saman sum- arhús í Grafarholti. Í húsinu voru tvö herbergi, milli þeirra var eldhús með kolaeldavél. Hann var kaldur veturinn í sumarbústaðnum í Graf- arholtinu. Ella og Kristján með börnin sín þrjú og við Henrik með eitt, en ég man ekki til þess að það hafi verið þröngt um okkur. Elín var falleg manneskja, þraut- seig, hörkudugleg og sérstaklega vönduð – vinur sem hægt var að koma til með tár í augum eða bros á vör. Hún var alltaf til staðar. Góður Guð geymi þig elsku Ella mín og Elsku Sigrún, Erlingur, Kristján og fjölskyldur: Ykkur, sem mér þykir svo vænt um, votta ég mína dýpstu samúð. Guðmunda Elíasdóttir. ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR DAGMARAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Hjallaseli 55, áður Æsufelli 2. Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir frá- bæra umönnun og vináttu. Guðjón Þórir Þorvaldsson, Eygló Valdimarsdóttir, Jónas Þorvaldsson, Heiðbjört Guðmundsdóttir, Erla M. Frederiksen, Steingrímur Þorvaldsson, Helga Sigurjónsdóttir, Snorri Þorvaldsson, Gróa Sigurjónsdóttir, Elín Þorvaldsdóttir, Vigfús Helgason, Haukur Þorvaldsson, Björg Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför STEINUNNAR GEIRSDÓTTUR. Innilegar þakkir til starfsfólks B2B Landspítala Fossvogi og líknardeildar Landspítalans í Kópa- vogi. Særún Lísa Birgisdóttir, Jóhanna Soffía Birgisdóttir, Pétur Smári Sigurgeirsson, Guðrún María Brynjólfsdóttir, Leifur Guðjónsson, Einar Geir Brynjólfsson, Bryndís Hrund Brynjólfsdóttir, Guðmundur Ingi Guðjónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.