Morgunblaðið - 03.05.2006, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Atvinna
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalsafnaðarfundur
Dagskrá:
Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar verður
haldinn strax að lokinni messu sem hefst klukk-
an 11:00 nk. sunnudag, 7. maí.
Venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn verður
í safnaðarheimili kirkjunnar.
Sóknarfólk hvatt til að mæta.
Sóknarnefnd Háteigssóknar.
Óska eftir
Málverk
Óska eftir að kaupa málverk eftir eftirtalda lista-
menn:
Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason, Júlíönu
Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Louisu
Matthíasdóttur, Svavar Guðnason og Guð-
mundu Andrésdóttur.
Upplýsingar í síma 864 3700.
Félagslíf
I.O.O.F. 9 18705038½
I.O.O.F. 18 187358 XX*
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
✝ Helga Jónsdóttirfæddist á Pat-
reksfirði 6. apríl
1919. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 23. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Jórunn Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. á
Kröggólfsstöðum í
Ölfusi 8. október
1895, d. 6. október
1981, og Sigurður
Jón Guðmundsson, f.
á Hvallátrum í
Rauðasandshreppi 28. júlí 1893, d.
1. maí 1977, gjarna kenndur við
Belgjagerðina í Reykjavík. Systkini
Helgu voru Guðni, f. 13. október
1920, d. 23. júlí 1995, kvæntur Hall-
dóru Þorgilsdóttur, f. 31. desember
1923, Ingólfur, f. 23. desember
1921, d. 22. júní 1941, Sigurður Jón,
Helga giftist 28. maí 1938 Einari
Karli Gíslasyni, f. 27. apríl 1917, d.
30. ágúst 1998. Börn þeirra eru: 1)
Sigurður Jón, f. 9. okt. 1938. Fyrsta
kona hans var Borghildur Emils-
dóttir og eiga þau þrjú börn, Emil,
f. 21. júní 1959, Helgu, f. 29. desem-
ber 1960 og Sigrúnu, f. 28. október
1967, önnur kona Þorbjörg Þórar-
insdóttir, látin og átti hún eina dótt-
ur, Þórunni, þriðja kona Árný Run-
ólfsdóttir. 2) Stúlkubarn sem
fæddist andvana. 3) Anna, f. 26.
apríl 1947. Fyrri maki hennar var
Jón Guðmundsson og eiga þau tvö
börn, Helgu, f. 18. desember 1967,
og Einar Sigurð, f. 22. nóvember
1973. Seinni maki Guðmundur Jak-
obsson, f. 30. september 1948 og
eiga þau tvær dætur, Dagnýju, f. 2.
nóvember 1984, og Díönu, f. 20. maí
1987. 4) Einar, f. 17. júlí 1952,
kvæntur Margréti Lillian Skúla-
dóttur, f. 15. nóvember 1954, börn
þeirra Skúli Magnús, f. 23. septem-
ber 1974, Guðrún Erla, f. 29. apríl
1978 og Einar Örn, f. 9. ágúst 1982.
Útför Helgu verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
f. 31. október 1923, d.
30. nóvember 1923,
Árni, f. 21. febrúar
1925, d. 19. febrúar
2006, kvæntur Sól-
veigu Eggertz Pét-
ursdóttur, f. 29. maí
1925, Valdimar, f. 3.
mars 1927, d. 20. nóv-
ember 2000, kvæntur
Rannveigu Sigurðs-
son, f. 29. maí 1932, d.
28. júní 1970, Sólveig,
f. 3. ágúst 1929, d. 4.
ágúst 1997, gift
Flemming Hólm, f. 16.
júní 1928, Guðmundur, f. 26. janúar
1937, d. 6. febrúar 2006, kvæntur
Margréti Sigurjónsdóttur, f. 9.
mars 1939. Guðmundur og Margrét
skildu. Uppeldisbróðir Helgu er
Guðmundur Gíslason, f. 12. júlí
1932, kvæntur Ingibjörgu Friðriks-
dóttur f. 22. desember 1929.
Elsku amma mín. Loksins ertu bú-
in að fá hvíldina og komin til afa. Mik-
ið held ég að þið hafið verið ánægð að
sameinast á nýjan leik.
Frá því ég man eftir mér hefur þú
verið stór þáttur í lífi mínu. Ég á svo
margar góðar og skemmtilegar minn-
ingar um þig. Þú varst mikill fag-
urkeri. Heimilið ykkar afa var snyrti-
legt og búið fallegum munum sem við
barnabörnin bárum ómælda virðingu
fyrir. Það var samt alltaf hægt að
fara upp í endaherbergi og gramsa í
dótinu þar. Garðurinn ykkar afa var
með þeim fallegri í bænum enda vor-
uð þið dugleg að vera í honum. Þar
voru margar fallegar plöntur og
gróðurhúsið fullt af rósum. Það var
alveg sama hvenær maður kom í
heimsókn, alltaf áttir þú nóg af kök-
um og góðgæti til að bjóða og hafðir
gaman af því. Það þurftu helst allir að
borða á sig gat. Þú varst líka svo snið-
ug að prófa nýja hluti í eldhúsinu.
Einu sinni man ég að þú bjóst til ind-
verska rétti, langt áður en austur-
lensk matarlist ruddi sér til rúms hér
á landi. Þú varst búin að koma þér
upp alls konar kryddi og auðvitað
smakkaðist þetta mjög vel, eins og
allt sem úr eldhúsi þínu kom. Enda
fannst þér gaman að halda veislur og
undir þér vel þegar öll stórfjölskyld-
an var saman komin í Grundó.
Þú varst mikið jólabarn og varst
alltaf búin að föndra eitthvað fallegt
fyrir jólin. Það var rík hefð fyrir því
að allir kæmu saman heima hjá ykk-
ur afa og bökuðu laufabrauð og þá
varst þú í essinu þínu. Mér fannst
alltaf svo hátíðlegt og gaman að halda
jólin heima hjá ykkur afa og þú stóðst
í þessu fram á áttræðisaldur.
Þú varst líka svo flink í höndunum.
Þú galdraðir mikið af útsaumuðum
hlutum fram úr erminni, kenndir
skermasaum og föndraðir af mikilli
list. Þú unnir allri tónlist og ég á alltaf
eftir að muna eftir því að það varst þú
sem kenndir mér að hlusta á ABBA.
Í dag er sú hljómsveit í miklum met-
um á mínu heimili og mun ég alltaf
minnast þín þegar ég hlusta á hana.
Þú varst alltaf svo glæsileg og vel til
höfð bæði um hárið og í klæðaburði.
Þannig mun ég alltaf muna eftir þér,
elsku amma mín, brosmildri, ákveð-
inni og stórglæsilegri.
Blessuð sé minning þín.
Helga Jónsdóttir.
Elsku mamma mín. Það koma svo
margar minningar upp í hugann, að
erfitt er að koma öllu á blað. Alltaf
varstu til staðar og varst reiðubúin að
hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Alltaf var
gott að koma í Grundó til ykkar
pabba hvenær sem var, alltaf sama
gestrisnin og góðmennskan. Það var
yndislegt að fá að vera með þér til
hinstu stundar. Ég veit að þér líður
vel núna.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín dóttir
Anna.
HELGA
JÓNSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er
á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út-
för hefur farið fram eða grein berst
ekki innan hins tiltekna skilafrests
er ekki unnt að lofa ákveðnum birt-
ingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda
þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, fæddist, hvar og
hvenær hann lést, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Minningar-
greinar