Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 47

Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 47 DAGBÓK kirtli, verða með mánaðarlegan rabbfund sinn í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógar- hlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 3. maí, kl. 17. Lilja Jónasdóttir, hjúkrunar- fræðingur LSH, ætlar að kynna slökun. Kaffi verður á könnunni. Landakot | Fræðslufundur á vegum Rann- sóknastofu í öldrunarfræðum RHLÖ verður haldinn fimmtudaginn 4. maí kl. 15, í kennslusalnum á 6. hæð á Landakoti. Sig- urður Gunnsteinsson, áfengisráðgjafi SÁÁ, fjallar um stöðuna í meðferðarmálum aldr- aðra sem eru áfengissjúkir. Maður lifandi | Hláturkætiklúbburinn verð- ur með opinn hláturjógatíma í Maður lif- andi, Borgartúni 24, miðvikudaginn 3. maí kl. 17.30–18.30. Umsjón hefur Ásta Valdi- marsdóttir hláturjógaleiðbeinandi. Allir vel- komnir. Aðgangseyrir 1.000 kr. Mosfellsbær | Aðalfundur Sögufélags Kjal- arnesþings verður á Ásláki 4. maí kl. 20.30. Eftir fundinn sýnir Jón Sigurjóns- son ljósmyndir úr Mosfellsbæ. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og nýir félagsmenn boðnir velkomnir. Svæðisvinnumiðlun Suðurlands | Heil- brigðisstofnun Suðurlands stendur fyrir fyrirlestri um „intervision“ hinn 5. maí nk. Fyrirlesari er P. Spans frá Hollandi. „Int- ervision“ hentar einkar vel við vinnuað- stæður þar sem gagnkvæmur skilningur milli samstarfsaðila er lykilatriði í sam- skiptum. Aðgangur ókeypis. Skráning: meyles@emax.is. Fréttir og tilkynningar Bandalag kvenna í Hafnarfirði | Aðalfund- ur Bandalags kvenna í Hafnarfirði verður 3. maí í sal eldri borgara, Sólvangi kl. 20. Á dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Ráðhúsið á Akranesi 3. maí kl. 10–17. Ferðaklúbbur eldri borgara | Dagsferð um Reykjanes hinn 24. maí. Ekið um Reykja- nes. Verð 3.800 kr., innifalið kaffi og veit- ingar. Uppl. um ferðina gefur Hannes Há- konarson í síma 892 3011. Ferðaklúbbur eldri borgara | Fjöll og firðir 12.–17. júní. Kjölur – Akureyri – Möðrudalur – Egilsstaðir – Mjóifjörður – Kárahnjúkar – Höfn. Skráning fyrir 8. maí. Uppl. gefur Hannes Hákonarson í síma 892 3011. Hús verzlunarinnar | Félag viðskiptafræð- inga og hagfræðinga (FVH) heldur aðal- fund sinn 3. maí kl. 16–18 í Húsi verzlunar- innar, salnum Þjóðgarði, hæð 0. Venjuleg aðalfundarstörf. Þátttaka tilkynnist á fvh@fvh.is eða í síma: 551 1317. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun á miðvikudögum kl. 14–17 á Sólvallagötu 48. Sími 551 4349. Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Heilsugæsla kl. 9.30–11.30. Spil kl. 13.30. Bandalag kvenna í Hafnarfirði | Aðalfundur verður haldinn í sal heldri borgara á Sólvangi og hefst kl. 20. Á dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Hvetjum fulltrúa aðildarfélaganna til að mæta og taka með sér gesti. Stjórn Bandalags kvenna, Hafnarfirði. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, tískusýning kl. 14. Dansað við harmonikkuleik kl. 14.30. Broadway | Aðalfundur Ísfirðinga- félagsins verður haldinn á Broadway, (Ásbyrgi) Ármúla 9, Reykjavík kl. 20. Veitingar í boði félagsins. Fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og venjulega! Tungubrjótar, Dalbraut, Ljóðafljóð, Hæðargarði og Hana-nú, Kópavogi flytja samfellda dagskrá í Skálholti í kvöld kl. 20. Átta konur 12. maí. Allir velkomnir. Uppl. í síma 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Hópferð á ráð- stefnu LEB og fleiri aðila um skatta og skerðingar lífeyrisþega, í Öskju, Náttúrufræðistofnun. Á bakaleið verður litið inn á Handverkssýningu aldraðra í Garðabæ. Auður og Lindi annast akstur, sími 565 0952. At- hugið að Grétudagur fellur niður. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Stangarhyl kl. 10. Söngvaka kl. 14, undirleik ann- ast Sigurður Jónsson. Söngfélag FEB, æfing kl. 17. Skoðunarferð að Gljúfrasteini 10. maí, farið verður með rútu frá Stangarhyl 4. Uppl. og skrán- ing í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30. Glerlist kl. 9.30 og kl. 13. Handavinna kl. 10. Félagsvist kl. 13. Bobb kl. 17. Í dag er síðasti dagur myndlistarsýningar. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45 í Kirkjuhvoli. Vorsýning félagsstarfsins opnuð í Kirkjuhvoli kl. 14 og stendur til kl. 19. Ýmis skemmtiatriði og margt að sjá. Lokað í Garðabergi vegna vorsýningarinnar. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 8.45 sund og leikfimiæfingar í Breiðholts- laug. Kl. 10.30 gamlir leikir og dansar. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13 lagt af stað í heimsókn til eldri borgara í Þorlákshöfn. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Strætisvagnar S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. wwwgerduberg.is Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag í sumar, kl. 10–12.30. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast. Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnunni. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður, postulínsmálun, kaffi, spjall, dag- blöðin, fótaaðgerð. Kl. 11 banki 3. og 17. maí. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 brids. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, silki- og gler- málun, kortagerð. Jóga kl. 9–12. Sam- verustund kl. 10.30 lestur og spjall. n fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hársnyrt- ing. Sími 535 2720. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega! Tungubrjótar, Dalbraut, Ljóðafljóð, Hæðargarði og Hana-nú, Kópavogi flytja samfellda dagskrá í Skálholti í kvöld kl. 20. Átta konur 12. maí. Allir velkomnir. Uppl. í síma 568 3132. Átta konur 12. maí. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun, fimmtudag, er keila í Mjódd hjá Korp- úlfum kl. 10. Kvenfélag Kópavogs | Óvissuferð og léttur kvöldverður 17. maí. Mæting kl. 18 að Hamraborg 10. Nánari uppl. og þátttaka tilkynnist til Helgu S. s. 554 4382/ Elísabetu s. 695 8222/ Helgu J. s. 554 1544 Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, opin vinnustofa, kl. 10.45 bankinn fyrsta miðvikudag í mánuði. Opin fótaað- gerðastofa, sími 568 3838. Félags- vist kl. 14, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 mynd- mennt. Kl. 10–12 sund (Hrafnistu- laug). Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl. 13–14 Spurt og spjallað. Kl. 13–16 tréskurður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, handmennt almenn kl. 10– 16.30. Bókband kl. 10. Morgunstund kl. 10. Verslunarferð kl. 12.30. | Kór- æfing kl. 13, dans kl. 14. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 9.30–11.30. Allir foreldrar vel- komnir með börn sín. Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðri safnaðarsal Áskirkju kl. 11. Félagsvist í safnaðarheimili II, miðvikudaginn 3. maí kl. 20. Kaffi og meðlæti. Allir vel- komnir. Stjórn safnaðarfélagsins. Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í Haukshúsum. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12 og opið hús eldri borgara er frá kl. 13–16. Bústaðakirkja | Starf aldraðra í Bú- staðakirkju! Samverur okkar eru á miðvikudögum frá kl. 13. Við spilum, föndrum og erum með handavinnu. Um kl. 15 er kaffi. Gestur okkar í dag er Þorvaldur Halldórsson. Öllum er velkomið að taka þátt í þessu starfi. Nánari uppl www.kirkja.is Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Boðið er upp á léttan hádegis- verð á vægu verði að lokinni stund- inni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason Allir velkomnir. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar eru í Hjallakirkju kl. 10–12. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bænastund kl. 12. Allir velkomnir. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58–60 miðvikudaginn 3. maí kl. 20. Jóhannes Ólafsson talar. Kari Bö seg- ir frá handavinnuverkefni í Suður- Eþíópíu. Kaffi. Allir eru velkomnir. Langholtskirkja | Kl. 12.10 Bæna- stund með sálmasöng. Allir velkomn- ir. Kl. 12.30 súpa og brauð (300 kr.). Kl. 13–16 opið hús fyrir eldri borgara. Söngur, tekið í spil, kaffisopi, föndur. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn í umsjá sr. Hildar Eirar Bolladóttur. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin. Allt fólk velkomið að slást í för. Kl. 14.10 Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) Kl. 16 TTT (5.–6. bekk- ur). Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Setjum foreldrana í forgang. Ásta H. Garðarsdóttir hjá Verndum bernsk- una. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Sr. Sigurður Árni Þórðarson. Opið hús kl. 15. Landráð! Bjarni Reynarsson, land- fræðingur, gefur stofnunum og sveit- arfélögum ráð þegar svæði eru skipu- lögð. Veitingar á Torginu. Selfosskirkja | Munið foreldramorg- un kl. 11 í Selfosskirkju. Gestur okkar verður Stefán Þorleifsson tónlistar- kennari. Hann mun fjalla um tónlist og við tökum kannski lagið. Allir for- eldrar velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is HÁRIÐ er sívinsælt verkefni fyrir framhaldsskólaleikfélög og það er svo sem ekkert skrítið. Kraftmikil og grípandi tónlist, persónur á líku reki og leikendurnir, nánast ótakmarkaðir möguleikar á þátttakendafjölda, en aðeins nokkur hlutverk sem gera meira en lágmarkskröfur til leiks og söngs. Og svo eru meira að segja gall- ar verksins trúlega kostir fyrir marga. Yfirborðskennd glansmynd hans af hippalíferni er samsett af öll- um helstu klisjunum sem gaman er að velta sér upp úr í hæfilegri blöndu af einlægni og skopstælingu. Leikhópur Menntaskólans á Egils- stöðum er ágætlega skipaður og seint verður gert of mikið úr þeirri miklu skólun sem þátttaka í svona sýningu skilar þátttakendum til viðbótar við aðra menntun, og kannski að ein- hverju leyti í staðinn fyrir hana þegar kröfur leikhússins ýta námsbókunum til hliðar í aðdraganda frumsýning- arinnar. Fremstir í flokki þeir Pétur Ár- mannsson og Theódór Sigurðsson sem skila bæði leik, söng og persónu- töfrum prýðilega í hlutverkum erki- hippanna Bergers og Hud. Hákon Unnar Seljan Jóhannsson er sann- færandi mótvægi við þá í hlutverki sveitapiltsins Claude, þótt honum hafi ekki frekar en öðrum sem ég hef séð glíma við hlutverkið tekist að sýna nokkra persónuþróun í rýrt skrifuðum karakternum. Allir syngja bara nokkuð vel. Hljómsveit vel spilandi þótt kannski hafi bæði hljómur og útsetningar ver- ið í hrárra lagi, smá pönkkeimur kominn af mjúku reykelsismettuðu hippamúsíkinni. Og það er alltaf í sjálfu sér hrósvert þegar mennta- skólarnir sjá sjálfir um undirleik stór- sjóa sinna en kaupa hann ekki nið- ursoðinn á geisladisk af fagmönnum með tilheyrandi gerilsneyddri fágun. Reynsluleysi leikstjórans af svið- setningum birtist einna helst í dálítið daufri nærveru kórsins sem ekki er nýttur sem skyldi til að gefa allt- umlykjandi tilfinningu fyrir tíðarand- anum. Búninga á skarann hefur ekki verið neitt áhlaupaverk að útvega en samtíningurinn er auðvitað hvergi jafn viðeigandi og í þessum heimi. Hárið á Egilsstöðum er allvel lukk- uð uppfærsla á verki sem hefur aug- ljósa kosti og skírskotun til þátttak- enda og gleður vafalaust stóran hluta áhorfenda sinna ýmist með skír- skotun til þekktrar fortíðar eða í það minnsta litríkri tónlist. Þorgeir Tryggvason Sveitapiltsins draumur LEIKLIST Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum Leikgerð Baltasars Kormáks og Davíðs Þórs Jónssonar á söngleik Geromes Ragnis og James Rados og kvikmynda- handriti Michaels Wellers. Tónlist: Galt MacDermot, þýðing: Davíð Þór Jónsson. Leikstjóri: Þórunn Sigþórsdóttir. Valaskjálf 31. mars 2006 Hárið LJÓÐABÓKIN Hæðir Machu Picchu eftir Pablo Neruda í þýð- ingu Guðrúnar H. Tulinius fékk sérstaka viðurkenningu á degi bók- arinnar í Barcelona 23. apríl sl. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk bók hlýtur titilinn bók ársins hjá menningarmiðstöðinni Fundación Antonio Hervas Amezcua og var haldin kynning á bókinni sem Guð- rún H. Tulinius og útgefandi henn- ar Gréta Hlöðversdóttir hjá forlag- inu Proxima tóku þátt í. Bókin er liður í því að koma á samstarfi milli spænskra og ís- lenskra listamanna, en menningar- miðstöðin stefnir að því að bjóða ís- lenskum listamönnum að sýna eða halda námskeið í Barcelona. Bókin vakti sérstaka athygli í fjölmiðlum fyrir að vera á báðum tungumálunum, spænsku og ís- lensku, og fyrir að vera margt í senn, ljóðabók með fallegum teikn- ingum, kvikmynd og kennsluefni, en Proxima mun á næstu dögum gefa út verkefnahefti með bókinni. Guðrún Túliníus er þýðandi bókar- innar, er vakti athygli í Barcelona. Hæðir Machu Picchu hlýtur viðurkenningu DAGSKRÁ Gröndalssystkina á djasshátíð var að mestu helguð ís- lenskum þjóðlögum og segja má að hún hafi verið í útjaðri djassins þótt spuni hafi komið nokkuð við sögu. Fyrsta lagið, Gefðu að móðurmálið mitt, var skemmtilega flutt, rödd Ragnheiðar og bassaklarínett Hauks smullu saman. Aftur á móti var humm Ragnheiðar í snilldarlagi Þorkels Sigurbjörnssonar, Heyr himna smiður, of veikburða áður en hún vatt sér í sálm Kolbeins unga, en eftir það var orðlaus söngur hennar lýtalaus. Þá kom eitthvert bassasampl undir Skjótt hefur sól brugðið sumri og skemmdi það nokkuð fyrir flutningnum í mínum eyrum, svo og allt samplið m.a. regn- ið í Sofðu unga ástin mín – en á ein- um stað virkaði það. Þá er fjallað var um sauðablóðþyrst tröll: Fram á regin fjallaslóð. Kannski var bara eitthvað að græjunum. Ljósið kemur langt og mjótt kunna ansi mörg íslensk börn að blása í blokkflautu enda það að finna í ,,galdrakennslubók Guðmundar Norðdahls, sem kenndi Hauki ýmis- legt. Haukur var þó ekki frónskur í spuna sínum heldur leitaði til aust- ur-evrópskra gyðinga, enda stjórnar hann einu skemmtilegasta kletzmer- bandi Norðurálfu: Schpilkas. Fleiri þjóðlög voru á efnisskránni og Haukur enn á austrænum nótum í Vísum Vatnsenda-Rósu. Krummi svaf í klettagjá var einna skemmti- legast þjóðlaganna. Þar lét Haukur klassískt frjálsdjasslikk vaða er systirin söng: …á sér krummi ýfði stél. Svona einsog fjaðraþyturinn væri ættaður frá Dolphy. Þjóðlögin voru fleiri og þar af eitt sænskt og svo voru Magnús Þór og Megas á dagskrá. Það er yndislegt hvernig Tvær stjörnur breytist í hættulausan óð til fegurðarinnar þeg- ar raddfagrar gyðj- ur einsog Ragnheið- ur Gröndal túlka. Svo fluttu systkinin tvö lög eftir Ragn- heiði. Annað er lík- lega tveggja ára, Landgangur við ljóð Hallgríms Helga- sonar, en hitt splunkunýtt við hið yndisfagra ljóð Kilj- ans: Vor hinsti dag- ur er hniginn. Það var ansi gott lag í leikhússtíl einsog Atli Heimir og fleiri semja stundum í. Þetta kvæði hefur fylgt mér lengi og ég er vel sáttur við að raula það í huganum við lag Ragnheiðar. Það verður spennandi að heyra hvernig þessi tónlist þeirra Grön- dalssystkina þróast, en henni er ætl- að að koma út á geisla í haust. Þjóðlög og síglaðir söngvar DJASS Tónlistarskóli Garðabæjar Gröndalssystkini. Ragnheiður Gröndal, rödd og píanó; Haukur Gröndal klarínett og bassakl- arínett. Auk þess rafhljóð. Fimmtudagskvöldið 20. apríl. Djasshátíð Garðabæjar Vernharður Linnet Morgunblaðið/Sverrir Ragnheiður Gröndal tróð upp á djasshátíð í Garða- bæ ásamt bróður sínum, Hauki klarinettuleikara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.