Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 50

Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKIR gamanþættir hafa allt frá upp- hafi verið með vinsælasta efni í sjónvarpi og flestir lukkast ásættanlega. Einkum þeir sem byggjast á stuttum atriðum, eða „sketsum“. Nægir að nefna Heilsubælið, Spaugstofuna, Fóstbræður og Stelpurnar; það má jafnvel sjá áhrif þeirra í auglýsingagerð (s.s. námsmaður KB, Lottómaðurinn Lýður Oddsson, Heims- borgari Iceland Express). Þeir hafa stytt landanum marga stundina í útsynningsskotnu svartnættisvíti skammdegisins og bjargað frá örvinglun og hugarvíli. Síðla vetrar bættist Sigtið með Frímanni Gunnarssyni í flóruna og tókst að koma með nýjan tón, sem er hreint ekki lítið afrek eitt og sér. Innihaldið flokkast ekki undir sketsa- formið því þremenningarnir halda sig við ákveðið málefni hverju sinni. Formið er skop- stæling á Opruh og hennar nótum, og frétta- skýringa- og rabbþáttum íslensku ljós- vakamiðlanna, sem eiga það til að einkennast af lognmollu dvergríkisins þar sem reynst getur vandfundið umræðuhæft efni og tjaldað er því sem til er og umbúðirnar oft innihald- inu ofursterkari. Gunnar Hansson leikur Frímann hinn sjálf- umglaða, djúpvitra (að eigin dómi) og tungu- lipra froðusnakk sem veður á súðum en mælir fátt af viti. Frímann tekur sig, líkt og fyr- irrmyndirnar, afar hátíðlega, lætur sér ekkert óviðkomandi, en viðmælendur hans leika þeir Friðrik og Halldór, sem bregða sér léttilega í allra kvikinda líki úr þjóðarsálinni. Frímann tekur hús á listamönnum, ör- yrkjum, alzheimersjúklingum, afkomendum landsfrægra skemmtikrafta, tekur á mik- ilvægustu málefnum líðandi stundar, svo sem lífinu og dauðanum, einelti, glæpum og for- dómum, en þátturinn um þá var óborg- anlegur. Fullur vandlætingar á þeim ljóta lesti tekst þáttastjórnandanum að móðga og misskilja alla sína viðmælendur. Sigtið er vitsmunalegra og meinháðskara grín en aðrir þættir sem gengu í vetur og hláturinn kemur ekki viðstöðulaust úr mag- anum. Það tekur smástund að stilla sig inn á húmor þeirra félaganna – svo fer maður að hlæja … Mest mæðir á Gunnari, sem lifir sig fyr- irhafnarlaust inn í hlutverk besservissersins Frímanns. Þeir Gunnar og Halldór eru fjöl- hæfir og fyndnir og halda allir þrír fárán- legum trúverðugleika í fasi og tali sem virðist vera meira og minna spunnið á staðnum. Það eru einmitt þættir á borð við Sigtið sem ljá dagskrá vikt og skapa sérstöðu um leið og stöðin sem þá býður verður áhuga- verðari kostur en aðrir. Því er full ástæða til að hvetja stjórnendur Skjás eins til að halda framleiðslu þeirra ótrauðir áfram. Svo fer maður að hlæja … SJÓNVARP Skjár einn Leikstjórn: Ragnar Hansson. Handrit og aðalleik- endur: Friðrik Friðriksson, Gunnar Hansson og Hall- dór Gylfason. Sýningartími 8 x 30 mín. Skjár einn. Mars/apríl 2006. Sigtið með Frímanni Gunnarssyni Sigtið kemur með nýjan tón inn í íslenska gamanþáttaflóru, að mati gagnrýnanda. Sæbjörn Valdimarsson FALLEGA og fræga fólkið lét sig ekki vanta á útgáfuteiti Silvíu Nóttar í tilefni af útkomu ljóðabókarinnar Teardrops of Wisdom (Vísdómstár) sem fram fór á Óliver á laugardaginn. Samkvæmt heimildamanni úr hópi Silvíu mættu „Tenórarnir þrír“, þeir Ingvar E. Sigurðsson, Björn Hlynur Haraldsson og Einar Örn Benediktsson, og fluttu sín uppáhaldsljóð úr bókinni við mikla hrifningu gesta sem dreyptu á freyðivíni og gæddu sér á jarðarberjum. Eftir það gekk Silvía um salinn og heilsaði hverjum og einum en hvarf svo á braut eins og sannri stjörnu sæm- ir. Í dag heldur Silvía Nótt ásamt föruneyti til meginlands Evrópu. Þar hyggst hún kynna sig og lagið sem hún flytur í Aþenu en á meðal þeirra landa sem hún heimsækir eru Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Lettland, Írland og England. Silvía kemur svo heim aftur hinn 9. maí til að veita eiginhandaráritanir en flýgur svo beint til Aþenu hinn 11. maí. Fólk | Silvía Nótt heldur til meginlands Evrópu í dag Silvía Nótt o g ástm aður h ennar Romar io fagna Enari Erni fy rir upp lesturi nn. Morgunblaðið/Eggert Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. voru mættir til að fagna með Silvíu. Ingvar E.Sigurðs-son leik- ari lasupp úr nýrriljóðabók Silvíu. Vígalegar negl- urnar á Silvíu fóru ekki framhjá nokkr- um manni. Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Inside Man kl. 8 og 10.25 Rauðhetta m/íslensku tali kl. 6 The Hills Have Eyes kl. 10 B.i. 16 ára Ice Age 2 m/ensku tali kl. 8 Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 4 og 6 Prime kl. 8 og 10.30 Prime Lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 The Hills have Eyes kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Ice Age 2 m. ensku tali kl. 4, 6 og 8 Ísöld 2 m. ísl. tali kl. 4 og 6 When a Stranger Calls kl. 10 B.i. 16 ára Sýnd með íslensku og ensku tali eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl eee J.Þ.B. Blaðið „Ég var ónýtur eftir myndina hún var svo fyndin.“ Svali á FM 957 „Rauðhetta á sterum“ H.Þ.H. bio.is Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! N ý t t í b í ó Eins og þú hefur aldrei séð hana áður Sýnd með íslensku og ensku tali Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni Kynnir sig og lagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.