Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Iggy Pop
kom til landsins í gærmorgun. Með honum í för
var hljómsveit hans Stooges en tónleikarnir
fara fram í kvöld í Hafnarhúsinu við Tryggva-
götu. Miðasala er enn í gangi en fáir miðar eru
eftir í stæði.
Iggy og félagar hugðust í gær skoða sig um í
bænum og þá bjuggust sumir við að þeir
myndu láta sjá sig á skemmtistaðnum Sirkus
sem blés til sérstaks kvölds í tilefni af komu
tónlistarmannanna.
Dyr Hafnarhússins verða opnaðar kl 19.30
en hin íslenska Dr. Spock fer á svið um 20.30.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Iggy Pop heilsar ljósmyndurum við komuna.
Iggy Pop mættur
endurskoðun
reikningsskil
skattar / ráðgjöf
www.ey.is
ÁRSHLUTAREIKNINGAR Glitnis og
Landsbankans fyrir fyrsta ársfjórðung 2006
voru birtir í gær og skiluðu báðir bankarnir
methagnaði á fjórðungnum. Hagnaður Lands-
bankans nam 14,3 milljörðum eftir skatta og
hagnaður Glitnis var 9,1 milljarður króna. Að
viðbættum hagnaði KB banka og Straums –
Burðaráss hafa bankarnir fjórir skilað 61,3
milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mán-
uðum ársins.
Þetta er þrefalt meiri hagnaður hjá Glitni
en á fyrsta ársfjórðungi 2005 en hagnaður
Landsbankans hefur aukist um 135% miðað
við sama tímabil á síðasta ári. Uppgjör beggja
bankanna voru talsvert yfir væntingum grein-
ingardeildanna.
Arðsemi eigin fjár eftir skatta hjá Lands-
bankanum var 63% á fjórðungnum, en grunn-
arðsemi eigin fjár, þ.e. að frátöldum gengis-
ársfjórðung í fyrra. Hreinar rekstrartekjur
Landsbankans erlendis námu 13,3 milljörðum
króna samanborið við 1,9 milljarða króna fyrir
ári. Tekjur af erlendri starfsemi eru nú 49% af
heildartekjum samstæðunnar en voru 15% á
síðasta ári.
Hagnaður Glitnis fyrir skatta nam 11,2
milljörðum króna, en um 60% hans urðu til
vegna starfsemi hans í útlöndum, eða um 6,6
milljarðar. Þetta er í fyrsta sinn sem erlenda
starfsemin skilar meira en helmingi af hagn-
aði Glitnis.
Allir viðskiptabankarnir hafa þannig skilað
methagnaði á fjórðungnum, en KB banki birti
uppgjör fyrsta ársfjórðungs fyrir helgi og nam
hagnaður bankans 18,8 milljörðum króna.
Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna er
því 42,2 milljarðar króna. Hagnaður Straums
– Burðaráss Fjárfestingabanka var 19,1 millj-
arður á fjórðungnum og að honum meðtöldum
nemur hagnaður bankanna 61,3 milljörðum
króna. | 13
hagnaði, var 30% fyrir skatta. Glitnir skilaði
arðsemi eigin fjár upp á 42%, en án geng-
ishagnaðar nam arðsemin 32% á ársgrund-
velli.
Tekjur bæði Glitnis og Landsbankans utan
Íslands hafa vaxið umtalsvert miðað við sama
Bankarnir hagnast um
61,3 milljarða króna
Methagnaður hjá Landsbanka og Glitni og talsvert yfir væntingum
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
?
<
$
+?
*
=B&=<
'@@A '@@9 ? 8 %
0040
94@
64@
:49
':41
E
FEC
GE
GE
HEC
93C
06(C
'@6C
60AC
0:(C
ÞAÐ er búið að vera ævintýralegt fiskirí að und-
anförnu hjá bátum sem róa frá Skagaströnd.
Fínn fiskur, megnið af þorskinum 5 kíló plús,“
sagði Teitur, skipstjóri á snurvoðarbátnum
Hjalteyrinni EA 310,
þar sem hann var að
landa 11 tonnum eftir
daginn í síðustu viku.
Mjög mikið hefur
verið að gera við höfn-
ina á Skagaströnd
undanfarna daga því
snurvoðarbátarnir
leggja þar upp daglega
og hafa þeir allir verið
að mokfiska. Auk
þeirra róa nokkrir
minni bátar með línu og
hafa þeir fiskað mjög
vel líka. Þannig landaði
Aldan frá Skagaströnd
9,6 tonnum af góðum línufiski á fimmtudags-
kvöldið í síðustu viku sem verður að teljast gott
á 15 tonna báti.
Uni Pétursson, skipstjóri á Strák, var ánægð-
ur með daginn „Þetta er ágætt, 12 tonn í dag.
Þessi fiskur fer allur beint í útflutning. Hugsaðu
þér, skipið sem átti að taka hann er farið frá
Reykjavík þannig að þessir tittir verða að fara
fyrst suður og síðan elta skipið alla leið til Eski-
fjarðar þar sem þeir fara um borð. Meiri vitleys-
an þetta allt saman.“ | B1
Moka upp fiski
við Skagaströnd
Uni Pétursson, skipstjóri
á Strák, stendur hér við
hluta af afla dagsins. Uni
segir það tóma vitleysu
að fiskurinn skuli fara
óunninn úr landi.
ÞAÐ VAR enginn æsing-
ur í drengjunum sem
sátu á bryggjunni í
Hafnarfjarðarhöfn og
dorguðu í blíðskap-
arveðri í gær. Einbeit-
ingin var algjör á meðan
beðið var eftir því að sá
stóri biti á agnið. Veiði-
mennirnir ungu heita
Máni Hrafn, Egill Örn
og Ívar Már Sigurpáls-
synir.
Á spegilsléttum sjón-
um biðu svo bátarnir
þess að komast á miðin,
eða í skemmtisiglingu
rétt út fyrir landstein-
ana.Morgunblaðið/ÞÖK
Dorgað
í róleg-
heitunum
„ÉG Á von á því að mun fleiri nem-
endur sæki um skólavist í fram-
haldsskólum landsins í haust en
nokkru sinni áður og höfum við
verulegar áhyggjur af því hvernig
við leysum farsællega úr því fyrir
alla,“ segir Þorsteinn Þorsteins-
son, formaður Skólameistara-
félags Íslands og skólameistari í
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ,
en í vor útskrifast stærsti árgang-
ur Íslandssögunnar úr grunnskól-
um landsins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir, menntamálaráðherra, segir það
hversu stór árgangur útskrifast úr
grunnskóla í vor ekki ófyrirséð og
að sjálfsögðu verði tryggt að allir
sókn í skólana núna heldur en áð-
ur,“ segir Þorsteinn og vísar í því
samhengi annars vegar til þess
hversu stór árgangur útskrifist úr
grunnskólanum í vor og hins vegar
til þess að sífellt fleiri eldri nem-
endur velja að snúa sér aftur að
námi m.a. sökum þess hvernig
horfur eru í atvinnulífinu.
Aðspurður segir Þorsteinn
menntamálaráðuneytið hafa staðið
sig afar vel varðandi innritun ný-
nema úr 10. bekk í framhalds-
skólana þar sem öllum nýnemum
hefur verið tryggð skólavist. Hins
vegar sé brýnt að huga líka að mál-
um eldri nema sem snúa vilji sér
aftur að námi eftir eitthvert hlé.
Í dag hefjast samræmd próf í
10. bekk grunnskólans og standa
fram til 10. maí nk.
um, frekar frá því sem nú er. Að
sögn Þorsteins hefur það verið ár-
legt áhyggjuefni mörg undanfarin
ár hvernig fara eigi að því að
tryggja öllum sem eftir því sækja
skólavist í framhaldsskólum lands-
ins á hverju hausti. „Það tókst að
leysa málin í fyrra, en nú höfum
við verulegar áhyggjur. Mín til-
finning er sú að það verði meiri að-
nýnemar fái pláss í framhaldsskól-
um í haust líkt og verið hafi und-
anfarin ár. Rifjar hún upp að raf-
ræn innritun hafi verið tekin upp í
fyrsta sinn á síðasta ári og hafi gef-
ist mjög vel. Segir hún að unnið
verði að því í vetur að þróa það
kerfi enn frekar til þess að hægt sé
að bæta þjónustu við nemendur,
sem sæki um vist í framhaldsskól-
Verulegar áhyggjur af að-
sókn að framhaldsskólum
Menntamálaráðherra segir tryggt að allir nýnemar fái pláss
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
FJÖGURRA sæta eins hreyfils Cessna-flugvél
hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Stóra-
Kroppi í Borgarfirði í gær. Flugmanninn sak-
aði ekki en hann var einn um borð, að sögn
Braga Baldurssonar, aðstoðarframkvæmda-
stjóra hjá Rannsóknanefnd flugslysa. Atvikið
átti sér stað um hádegisbilið en vélin var á leið
til Stykkishólms. Flugmaðurinn ákvað að snúa
við vegna veðurs og taka snertilendingu á
Stóra-Kroppi, en hlekktist á í lendingu og
hafnaði rétt utan brautar. Að sögn Braga er
vélin líklega lítillega skemmd, en hann segir að
enn sé eftir að skoða hana betur. Vélin er í
eigu Flugskóla Íslands.
Hlekktist á
í lendingu
NÝNEMUM hefur fjölgað mjög milli ára. Þannig skráðu alls 4.566 ný-
nemar sig í framhaldsskóla haustið 2004 og höfðu þá aldrei verið
fleiri. Í árganginum sem fæddur er 1989 og gat sest á framhalds-
skólabekk sl. haust voru samtals 4.498 einstaklingar og sóttu um 95%
þeirra um skólavist í framhaldsskólum landsins. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Hagstofu Íslands eru samtals 4.810 einstaklingar í árgang-
inum sem lýkur grunnskólanum í vor.
Metárgangur í vor♦♦♦
♦♦♦