Morgunblaðið - 14.05.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 14.05.2006, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BESTA ÞÝÐING F í t o n / S Í A F I 0 1 7 1 5 7 ÁRSINS 2005 BARNDÓMUR EFTIR J.M. COETZEE Í ÞÝÐINGU RÚNARS HELGA VIGNISSONAR STARFSMENN Minjasafns Reykjavíkur, sem rekur Árbæjar- safnið, eru afar ósáttir við tillögu Þyrpingar um að flytja Árbæjar- safnið út í Viðey, sem lögð hefur ver- ið fyrir borgaryfirvöld. Starfsmenn telja að flutningurinn myndi eyði- leggja safnið, enda sé staðsetning þess í Árbænum einn helsti styrk- leiki safnsins. „Þessar hugmyndir koma okkur mjög á óvart, okkur líst afar illa á þær, og teljum að verði þær að veru- leika sé verið að eyðileggja safnið. Það sem yrði úti í Viðey yrði aldrei eins og það sem er hér. Hér er búið að byggja upp ákveðna starfsemi, og komin ákveðin hefð á starfsemi Ár- bæjarsafns sem væri verið að eyði- leggja. Árbæjarsafn verður alltaf hér þar sem býlið Árbær er, og verði ein- hver hús flutt út í Viðey verður það ekki Árbæjarsafnið, heldur eitthvað allt annað sem þarf þá að byggja upp frá grunni,“ segir Gerður Róberts- dóttir, deildarstjóri varðveislu hjá Minjasafni Reykjavíkur. Hún bendir á að aðkoma að safni úti í Viðey yrði mjög erfið í stað stuttrar bílferðar í safnið þyrfti að taka bát út í eyna, sem myndi að öll- um líkindum fækka heimsóknum mikið, enda mun meira mál að kom- ast á staðinn. Um 40 þúsund manns komu í safnið á síðasta ári, þar af 8– 10 þúsund skólabörn, um 8 þúsund erlendir ferðamenn, og afgangurinn íslenskar fjölskyldur, flestar úr Reykjavík, að sögn Gerðar. „Ímynd Árbæjarsafnsins er mjög jákvæð í huga Reykvíkinga, og okk- ur undrar það mjög að það komi til- laga um að taka burtu eitthvað sem gengur vel, og fólk er ánægt með. Af hverju ekki að búa til eitthvað nýtt á nýjum forsendum úti í Viðey, og leyfa þessari starfsemi, sem fólk er ánægt með, að vera í friði?“ Gerður segir að á undanförnum árum hafi fé skort til þess að rekstur safnsins gæti farið fram eins og starfsmenn hefðu viljað. „Við erum orðin lang- þreytt á niðurskurði. Safnið er undir- mannað, svo við vildum sjá fleiri starfsmenn, og sjá að okkar hug- myndir um vöxt safnsins fengju byr undir báða vængi frá yfirvöldum. Undanfarið hefur verið mikill barn- ingur að fá peninga til að reka safnið almennilega.“ Í tillögu Þyrpingar til borgaryfirvalda, þar sem lagt var til að flytja Árbæjarsafn út í Viðey, kemur fram að staðsetning safnsins í Árbænum setji því verulegar skorð- ur til frekari uppbyggingar og þró- unar á staðnum. Þessu eru starfs- menn safnsins algerlega ósammála, segir Gerður. „Safnsvæðið er mjög stórt, og hér sjáum við ýmsa möguleika á þróun svæðisins. Við viljum til dæmis fjölga húsunum aðeins, gera þéttbýlishlut- ann aðeins meira þéttbýli svo fólk fái meiri þorpstilfinningu þegar það gengur um safnið. Við höfum lánað skólagörðunum vestasta hluta svæð- isins, svo þar eru líka möguleikar. Það er ekki plássleysi sem hrjáir okkur,“ segir Gerður. Metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu Hún segir starfsmenn hafa metn- aðarfullar hugmyndir um uppbygg- ingu Árbæjarsafns. „Það felast í því miklir vaxtarmöguleikar að opna safnið og tengja það betur við Elliða- árdalinn. Auka aðgengi fólks að safn- inu, með nýjum inngangi að vestan- verðu, þannig að þeir sem eru á ferð um Elliðaárdalinn geti litið hér inn, skoðað sig um og jafnvel fengið sér kaffisopa í Dillonshúsi, slappað af á safnsvæðinu og haldið svo áfram sína leið.“ „Eins hefur verið talað um að staðsetning safnsins sé ekki æskileg, vegna þess að það sé komið inn í miðja borg. Ég er bara ekki sammála því, það er einmitt styrkur safnsins að vera í nánum tengslum við borg- ina, við íbúana og þessi hverfi sem eru hér í kring. Árbæjarsafnið er stofnað í kringum býlið Árbæ, og Ár- bærinn er eina húsið sem er á sínum stað, svo við lítum alltaf á það hús sem hjarta safnsins,“ segir Gerður. Í erindi Þyrpingar til borgaryfir- valda er lagt til að önnur hús en býlið Árbær, og kirkjan frá Silfrastöðum, verði flutt út í Viðey, enda er bæjar- hóllinn friðaður og því ekki hægt að flytja Árbæinn á brott. Gerður segir að starfsmenn telji það í raun ófram- kvæmanlegt að kljúfa safnið í tvennt. „Bæði skiljum við ekki hvað á þá að gera við Árbæinn og kirkjuna, sem standa þá hér á einhverri umferðar- eyju, og auk þess er þá slitið á þessi tengsl húsanna innan safnsvæðisins með því að flytja hin húsin í burtu.“ Árbæjarsafnið toppurinn á ísjakanum Hún bendir á að í Árbæjarsafni hafi verið hægt að sýna gestum þró- un Reykjavíkur, allt frá sveitabýli sem verður að þorpi, sem svo þróast og dafnar. „Við getum sagt sögu Reykjavíkur á mjög lifandi hátt hér.“ Ef líkja má starfinu á minjasöfnum við ísjaka er Árbæjarsafnið sá hluti jakans sem stendur upp úr sjónum hjá Minjasafni Reykjavíkur. Það sem almenningur sér ekki er þó stærsti hlutinn af safninu, sem segja má að mari í kafi, en sé um leið grundvöllur safnsins og þess starfs sem þar er unnið. „Minjasafninu er ætlað að safna, varðveita og miðla menningararfi Reykjavíkur. Fornleifar, gömul hús, og sagan yfir höfuð er okkar við- fangsefni,“ segir Gerður. Minjasafn Reykjavíkur hefur aðsetur í Árbæj- arsafni, en Árbæjarsafnið sjálft er sýnilegasti hluti starfseminnar. Starfsemi Minjasafnsins er marg- þætt og skipt niður í nokkrar deildir. Miðlunardeild safnsins hefur umsjón með sýningum, viðburðum og fræðslu, en auk hennar rekur minja- safnið fornleifadeild, húsadeild og varðveisludeild, auk smíðaverk- stæðis og skrifstofu. Alls eru 12 starfsmenn í föstum störfum, en þeim hefur fækkað nokkuð á undan- förnum árum vegna fjárskorts. Fornleifadeildin hefur eftirlit með og skipuleggur fornleifarannsóknir í borgarlandinu og annast fornleifa- skráningu. Húsadeildin sinnir rann- sóknum á húsum í Reykjavík í sam- vinnu við skipulagsyfirvöld, metur varðveislugildi húsa og fleira í þeim dúr. Varðveisludeildin sinnir söfnun safngripa, hlutum sem tilheyra m.a. heimilishaldi og atvinnulífi í Reykja- vík, en því tilheyrir skráning, pökkun og varðveisla muna. Hlutverk safnsins er því að safna, varðveita og miðla fróðleik um sögu Reykjavíkur en Árbæjarsafn er vett- vangur til að miðla sögunni til al- mennings. „Þar erum við að segja sögu Reykjavíkur frá upphafi til nú- tímans, með aðaláherslu á 19. öldina og fyrri hluta 20. aldar, af því þau hús sem við erum með í safninu eru frá þeim tíma,“ segir Gerður. Starfsmenn Árbæjarsafns alfarið á móti hugmyndum um að flytja safnið út í Viðey Staðsetningin í Árbænum er einn helsti styrkur safnsins Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Golli Árbæjarsafn er nefnt eftir býlinu Árbæ, en elsti hluti gamla bæjarins er talinn vera frá árunum 1870–80. Morgunblaðið/Jim Smart Árbæjarsafn hefur staðið fyrir fjölda uppákoma til að laða að gesti undanfarin ár, m.a. hefur verið slegið þar með orfi og ljá upp á gamla mátann undanfarin sumur. FÉLAG íslenskra safnafræð- inga hefur sent frá sér eftir- farandi ályktun, um hug- myndir varðandi framtíð Árbæjarsafns. „Félagið tekur undir yfir- lýsingu starfsfólks Minjasafns Reykjavíkur og leggur á það ríka áherslu að hagsmunir safnsins verði skilyrðislaust hafðir að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku. Félagið bend- ir á það að faglegt safnastarf byggist á aðgengi almennings, sem og varðveislu safngripa, rannsóknum og miðlun og mikilvægt er að þeim lögum, reglugerðum og siðareglum sem gilda um starfsemi safna sé fylgt í hvívetna.“ Hagsmunir safnsins verði hafðir að leiðarljósi HÆSTIRÉTTUR hefur stytt refs- ingu yfir manni sem í héraðsdómi var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að nauðga ungri konu í júlí 2005. Var refsing mannsins stytt um þrjá mánuði í Hæstarétti með vísan til eðlis brotsins, en hann var sakfelldur af ákæru fyrir að hafa þröngvað konunni með of- beldi til samræðis eða annarra kynferðismaka. Ákærði neitaði sök en fram- burður hans um að hann og kon- an hefðu látið vel hvort að öðru þótti dóminum ósennilegur. Hins vegar var framburður konunnar metinn trúverðugur og var jafn- framt talið sannað að ákærði hefði valdið henni miska enda bæri hún samkvæmt rannsókn sálfræðings einkenni sem sam- ræmdust því að hún hefði orðið fyrir alvarlegu áfalli. Var ákærði því dæmdur til að greiða henni 700 þúsund kr. í miskabætur á báðum dómstigum. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gísla- son, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Verjandi ákærða var Helgi Jóhannesson hrl. og sækjandi Ragnheiður Harðar- dóttir vararíkissaksóknari. 15 mánaða fang- elsi fyrir nauðgun LÖGREGLAN í Keflavík mældi í fyrrinótt hraða bifreiðar sem ekið var vestur Reykjanesbraut 191 km. Ökumaður sinnti ekki stöðvunar- merkjum lögreglu og reyndi að komast undan. Slökkti hann öll ljós og ók áfram á miklum hraða. Eftir nokkurn eltingaleik stöðvaði öku- maður bifreiðina á Fitjabraut þar sem hann hljóp á brott ásamt þrem- ur farþegum. Ökumaður og farþeg- ar voru handteknir og færðir á lög- reglustöð. Ökumaður var sviptur ökurétt- indum til bráðabirgða. Á flóttanum ók hann utan í kantstein og sprungu allir hliðarloftpúðar þá út í bílnum. Einn var tekinn grunaður um ölvunar- og vímuefnaakstur og einn gisti fangageymslu vegna ölv- unar og óláta. Flúði á ofsahraða undan lögreglunni HUNDUR af Doberman-tegund beit fjögur ungmenni í Kjarnaskógi á Akureyri í fyrrinótt. Ungmennin voru að fagna próf- lokum í Kjarnaskógi en þurftu að fara á slysadeild vegna hundsbit- anna. Hundurinn og eigandi hans hafa báðir komið áður við sögu hjá lögreglunni. Hundurinn var færður í dýrageymslu og átti að svæfa hann í gær. Hundur beit fjögur ungmenni MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að bjóða upp á nýja leið til sjúkraliðamenntunar með svokallaðri brú. Skv. upplýsingum frá BSRB verður boðið upp á 60 eininga nám með vinnu fyrir ófag- lærða starfsmenn á heilbrigðis- stofnunum. Inntökuskilyrði verða þau að einstaklingarnir séu orðnir 23 ára, hafi að lágmarki fimm ára starfsreynslu við umönnun aldr- aðra, sjúkra eða fatlaðra, séu starfandi við slíka umönnun og hafi meðmæli frá sínum vinnuveit- enda. Auk þess þurfa umsækj- endur að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttar- félaga, sveitarfélaga og/eða ann- arra aðila að lágmarki 240–260 stundir. Þá kemur fram í umfjöllun BSRB um námið á vefsíðu banda- lagsins að kennslan verður skipu- lögð sem tveggja ára nám og hefst á haustönn nú í haust. Kennt verð- ur við Fjölbrautaskólann við Ár- múla. Sjúkraliðabrúin opnuð í haust

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.