Morgunblaðið - 14.05.2006, Side 28

Morgunblaðið - 14.05.2006, Side 28
Að lýsa og vísa veginn með grafískri hönnun L eiðakerfi Strætó bs. er annað stærsta upplýsingakerfið á Íslandi, á eftir veg- skiltakerfinu. Veg- vísakerfið íslenska, sem ég skoðaði sér- staklega, er geysi- lega gott og gefur öðrum erlendum kerfum ekkert eftir eins og því breska, franska eða bandaríska. Það hefur vakið athygli þekktra erlendra grafískra hönnuða eins og Wolfgang Weingarts, sem fannst það aðspurð- ur vera það eftirminnilegasta, út frá grafísku sjónarhorni, sem hann hefði séð hérlendis. Það er líka skýrt og læsilegt og það sem er oftast bestu mælikvarðinn – auðvelt fyrir útlend- inga, þá sem eru ekki kunnugir stað- háttum, að fara eftir því. Umræðan um breytingarnar á leiðakerfi Strætó bs. síðasta sumar fór ekki framhjá grafíska hönnuðin- um Herði sem hefur sínar skoðanir. „Ég hef í raun og veru enga skoðun á leiðakerfinu sem slíku en þegar fólk lendir í vandræðum með að skilja upplýsingakerfið og finnst flókið hvernig það eigi að finna og komast sína leið er mjög líklegt að það skammist út í leiðakerfið líka, jafnvel þótt ekkert sé að því sem slíku. Ég fór því að velta fyrir mér hvers vegna leiðarvísirinn íslenski fyrir Strætó gæti ekki verið jafngóður og veg- vísarnir og ákvað að reyna mig við verkefnið,“ segir hann og brosir. „Stærsti vandinn að mínu mati er hvaða upplýsingar eru gefnar á nú- verandi kortum. Annars vegar fær neytandinn of mikið af upplýsingum, þar sem hann þarf ekki á þeim að halda og þær flækja þá málin og hins vegar of lítið af upplýsingum og þarf þá að geta í eyðurnar. Varðandi hið fyrrnefnda á ég helst við þá stað- reynd í núverandi kerfi er notandinn alltaf með allt leiða- og tímakerfið fyrir framan sig. Mín rök eru þau að þar sem notandinn tekur aðeins þá strætóa sem stöðva á viðkomandi stöð þá séu eru aðrar tímatöflur yf- irleitt óþarfar þar. Allar töflurnar rugla fólk bæði í ríminu og taka of mikið rými á kostnað nákvæmari taflna. Ég get tekið persónulegt dæmi um hið síðarnefnda. Ég bý við Búðstaðaveg og tek strætisvagn í strætóskýli sem er á miðjum Bú- staðavegi. Í núverandi leiðakorti Strætó eru aðeins tilteknar nokkrar af þeim stöðvum sem vagnarnir stöðva við og eru tímarnir þá við þær. Næsta stoppistöð, sem tiltekin er við mína, í núverandi kerfi, er Mjódd. Þá á vagninn sem sagt eftir að keyra þaðan, framhjá Sprengisandi og til mín á miðjum Bústaðaveginum. Það tekur sennilega nokkrar mínútur,“ segir Hörður og hristir höfuðið. „Það er ef til vill hægt að réttlæta þetta og segja að fólk geti auðveldlega reikn- að um það bil hvað það tekur vagninn langan tíma að komast á Bústaðaveg- inn en þetta er ekki gott kerfi. Það er flókið í notkun. Gefum okkur síðan að útlendingur ætlaði að taka þennan vagn og sá vissi ekki einu sinni hvar Mjódd væri. Hvernig ætti hann að finna út úr þessu? Við þurfum reynd- ar ekki að líta til útlendinga til þess að sjá vandann. Höfuðborgarsvæðið fer sístækkandi „og það er langt í frá að allir Íslendingar séu því gjörkunn- ugir öllum borgarhlutum og sveitar- félögum. Gott upplýsingakerfi þjónar því öllum. Við höfum sjálfsagt flest reynt á eigin skinni hvernig okkur hefur gengið að nota almenningssamgöng- ur í öðrum löndum þar sem við þekkj- um ekki vel til staðhátta. Ef það gengur vel, eru upplýsingakerfin vel hönnuð, annars ekki.“ Dásamleg íslensk upplýsingagjöf Einmitt það að ætla öllum að þekkja vel til staðhátta er mjög ís- lenskt að sögn Harðar. „Mér finnst alltaf skemmtileg sagan af skilti á Ísafirði sem ég heyrði af fyrir tveim- ur til þremur árum á, gott ef það var ekki á ensku, en það hljómaði ein- hvern veginn svona: „Nýir hand- prjónaðir vettlingar í Hönnuhúsi, s. 4313.“ Það var auðvitað ekki nema fyrir innfædda og nærsveitarfólk að ráða í þessi skilaboð, þ.e. að vita hvar Hönnuhús væri og að þar væri lenska að tala í fjögurra stafa símanúmerum jafnvel þótt öll númer væru sjö stafa en þar sem þau byrjuðu langflest á 456 þá var því sleppt í talmáli. Hvern- ig í ósköpunum hefði útlendingur átt að átta sig á þessu? Hönnuhús var hvergi merkt á korti og hefði hann hringt í þetta fjögurra stafa númer hefði þögnin ein mætt honum og síð- an sónn eins og það væri á tali. Þetta er svo dásamlega íslenskt en í raun nákvæmlega sama vandamálið og í Finndu þína leið í Það er margt sem þarf að hafa í huga við hönnun upplýsingakerfa. Ef þau virka eins og gert er ráð fyrir er nokkuð víst að enginn hrósar þeim sér- staklega. Ef þau auðvelda fólki hins vegar ekki að ferðast um, leiða það jafn- vel á villigötur eða í blind- götu er þeim blótað í sand og ösku. Hörður Lárusson, nýútskrifaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands, hefur fylgst grannt með umræðunni um leiða- kerfi Strætó. Eftir að hafa rannsakað sögu vegskilta á Íslandi og kynnt sér leiðar- kerfi almenningssam- gangna erlendis gerði hann í lokaverkefni sínu athygl- isverða tillögu að nýju upp- lýsingakerfi þess. Unnur H. Jóhannsdóttir þræddi kerfið, ræddi við Hörð og fann sína leið í strætó! Morgunblaðið/Ásdís Hörður Lárusson, nýútskrifaður grafískur hönnuður, endurhannaði í lokaverkefni sínu upp- lýsingakerfi Strætó bs. Á það má líta á útskriftarsýningu nemenda úr Listaháskóla Íslands sem nú er í Listasafni Reykjavíkur og stendur til 25. maí. Yfirlitskort í upplýsingakerfi Harðar fyrir Strætó bs. Hann einfald- aði núverandi kort og gerði það meira abstrakt. Tímataflan sem Hörður hannaði fyrir hverja strætisvagnaleið. Hún myndi þá aðeins hanga uppi í þeim skýlum sem strætisvagninn stöðvar við en ekki í öðrum. 28 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.