Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 49
blaðsins fyrir nokkrum dögum. – Athygliverður pistill, og end- urspeglar áreiðanlega spurningar þeirra sem banka upp á og vilja fá einhver svör frá stjórnvöldum. Það er hins vegar ekki í þágu al- mennings, að ríkisstjórn sé sífellt að „stjórna“. Það er ofstjórn. Nú- verandi ríkisstjórn eða sú næsta verður hins vegar að vinda bráðan bug að því að leiða þessa þjóð að svipuðum aðstæðum og setja hér sömu reglur og gilda meðal ann- arra siðaðra menningarþjóða. Hér er hvorki herskylda né þegnskylda af neinu tagi. Agaleysi er orðið vandamál sem þjóðin glím- ir við í hverju viðfangsefninu eftir annað. Í öllum nágrannaríkjum okkar er allt þetta til staðar og er ríkur þáttur í þjóðlífi þeirra. Hvers vegna eiga Íslendingar að sitja með hendur í skauti þegar þjóð- arsómi býður þeim að taka sjálfir að sér varnir lands síns og sinna öllum þeim störfum sem Banda- ríkjamenn hafa séð um, allt frá stjórn herþotna og þyrlanna fjög- urra til eftirlitsstarfa við rad- argæslu? Norðmenn sömdu við Banda- ríkjamenn um afnot af orrustu- þotum en mönnuðu þær með eigin mannafla. Um þetta gætum við Ís- lendingar samið við Bandaríkin. Skinhelgin hefur hins vegar ráðið hér ríkjum í þessum efnum í skjóli íslenskra stjórnvalda alltof lengi. Nú er mál að linni. Ríkisstjórnin á auðvitað að „stjórna“, en það er líka hægt að stjórna með því að létta byrðum af þjóðinni; afboða ýmsar áætlaðar framkvæmdir við núverandi að- stæður; hátæknisjúkrahús, Héðins- fjarðargöng og tónlistarhús. Við þurfum hins vegar á fullkominni Sundabraut að halda, enda fram- kvæmdir við samgöngumál í þétt- býli með þeim arðbærustu hér á landi. Einnig frekari stóriðju. Það er örugglega vandasöm sigl- ing framundan í þjóðmálum. Al- þingi verður ekki til að leysa þann vanda sem við blasir, það sést best þessa síðustu daga. Nýtt umboð kjósenda til handa nýrri eða end- urnýjaðri ríkisstjórn er líklega eina úrræðið sem við blasir. – Og það með fyrra fallinu. Höfundur er blaðamaður. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2006 49 UMRÆÐAN UNDANFARIÐ hefur farið fram nokkur umræða um verð- tryggð lán. Upphaflega var því lofað af stjórn- málamönnum, að verðtryggingin yrði felld niður strax og stöðuleikatímabil kæmi í íslenskt efnahagslíf. Það tímabil kom, en loforðin um að fella verðtrygginguna niður voru svikin. Eini baráttumað- urinn á Alþingi fyrir því að fella verð- trygginguna niður var Eggert Haukdal, sá ágæti þingmaður. Af hverju er verð- tryggingin ekki felld niður? Ástæðurnar eru þessar: Verka- lýðsfélögin leggjast á móti þessari sjálf- sögðu kjarabót. Bankar, sparisjóðir og lánastofnanir leggjast gegn þessari breytingu, sérstaklega eftir að þeir fóru að lána til húsnæðismála. KB banki er undantekning, þar á bæ hafa menn áttað sig á málinu. Alþingis- menn eru of sljóir til skilja málið. Staðreyndirnar eru þessar: Í öllum þeim löndum, sem við vilj- um bera okkur saman við er ekki verðtrygging. Í þessum löndum lækka upphafleg lán í samræmi við hverja greiðslu, greiðslubyrðin minnkar. Þess vegna er ekkert verri kostur fyrir íslenska lántak- endur að hafa lánið í erlendri mynt. Dæmi: Verðtryggt lán hjá Íbúðalánasjóði, sem var 7. nóv- ember 1996, að upphæð kr. 2.143.254 er nú að upphæð kr. 2.330.398, eftir 112 skilvísar greiðslur af 298. Mánaðargreiðsl- an er nú kr. 18.348 með greiðslugjaldi. Hefði lánið verið tekið í dollurum til sama tíma og kjörum, stæði það í kr. 1.425.584 miðað við núverandi gengi á dollar. Mis- munurinn er kr. 904.814, sem viðkom- andi skuldaði minna, en er á verðtryggða láninu frá Íbúðalána- sjóðnum! Ekki nægir það, mánaðargjaldið á dollaraláninu með sama greiðslugjaldi væri kr. 13.951 eða kr. 4.397 lægra (sem eru kr. 52.769 á ári). Íbúðalánasjóðslánið er sem sé 38,82% hærra í krónum nú, en ef lánið hefði verið tekið í doll- urum. Tölur þessar eru sláandi og sýna glöggt þá svika- myllu, sem almenningur er beitt- ur. Hvar eru hagfræðingarnir, sem undanfarið hafa slegið um sig með fullyrðingum, án þess að byggja á raunverulegum tölum? Það er kominn tími til að al- menningur fái að njóta sömu láns- kjara og fólk í nágrannalöndunum. Þetta verður baráttumál í næstu kosningum. Burt með verð- tryggðu lánin, mesta svindl sögunnar Hreggviður Jónsson fjallar um verðtryggð lán Hreggviður Jónsson ’Tölur þessareru sláandi og sýna glöggt þá svikamyllu, sem almenningur er beittur.‘ Höfundur er fv. þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. hcjons@gmail.com Glæsileg eign í nýju hverfi í Kópavogi með frábæru útsýni. Þessi 121 fm íbúð í Álfkonuhvarfinu er sérstaklega fallega frágengin, rúmgóð og björt. Þetta er endaíbúð til hægri á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli og með henni fylgir stæði í bílageymslu. Bæði innréttingar og parket er úr hlyni með innihurðum í stíl. Hlýleg og björt eign sem er laus til afhendingar strax. Verð 27,9 m. OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 14. MAÍ MILLI 14 OG 16 Í ÁLFKONUHVARFI 65 Albert Björn Lúðvígsson sölumaður, s. 840 4048 Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Meðalholt - M. aukaherb. 3ja herbergja mjög falleg og björt 78,4 fm íbúð á 1. hæð með aukaherbergi í kjallara. Íbúðin skiptist í hol/gang, stofu, tvö stór herbergi, baðherbergi og eldhús. Íbúðin er mjög mikið standsett og einstaklega snyrtileg. V. 19,0 m. 5646 Herjólfsgata Hf. - 60 ára og eldri Ný og glæsileg 73 fm íbúð á 2. hæð fyrir 60 ára og eldri í fjögurra hæða lyftuhúsi. Íbúð- in er ný, fullfrágengin og tilbúin till afhendingar. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, þvottaher- bergi, aukageymslu í íbúð, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Á jarðhæð er geymsla og bílastæði í bílageymslu. Innangengt er í bílageymslu. Íbúðin er sérlega vönduð með eikarparketi á gólfum og flísalögðu baðherbergi. Innréttingar eru með eikarspón og eru tæki frá AEG. Sérstök einangrun er í gólfi til aukinnar hljóðvistar. Mynddyrasími o.fl. Glæsilegt útsýni. V. 22,1 m. 5664 Boðagrandi - Laus strax 2ja herb. falleg og björt 48 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli sem snýr út í suðurgarð. Íbúðin nýtist mjög vel og skiptist í lítinn gang, stofu, eldhús, svefnherb. og bað- herb. Gólfefni: Nýlegt plastparket er á öll- um gólfum nema baðherb. en þar eru flís- ar. Lyklar á skrifstofu. V. 13,2 m. 5790 Hraunbær - Eldri borgarar Glæsileg 3ja herb. 85 fm íbúð á 3. hæð með svalir til suðvesturs. Íbúðin skiptist m.a. í hol, eldhús, stofu, tvö herbergi, baðherbergi og geymslu í íbúð. Björt og falleg íbúð. Félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar er við húsið. Góð sameign. Óskað er eftir tilboði í eignina. Nánari upplýsingar veitir Óskar R. Harðarson hdl. V. 27,0 m. 5734 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13-15 KRINGLAN 71 - ENDARAÐHÚS Vorum að fá í sölu vandað 174 fm endaraðhús á eftirsóttum stað. Húsinu fylgir auk þess 26 fm stæði í bíla- geymslu. Húsið skiptist m.a. í rúmgóð- ar stofur með fallegum arni, stórt eld- hús og þrjú rúmgóð svefnherbergi. Úr stofum er gengið út í garð. Stórar suð- ursvalir eru út af efri hæð hússins. Mikil lofthæð er á efri hæð. Parket og flísar á gólfum. Vandaðar innréttingar. Verð 49,9 millj. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.