Morgunblaðið - 14.05.2006, Page 62

Morgunblaðið - 14.05.2006, Page 62
62 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kunningsskapur okkar Ólafs Sigur- geirssonar hófst fyrir átta árum, þegar leið- ir okkar lágu saman sem lögmanna. Frá því á árinu 1998 höfum við rekið lögmannsstofur okkar í sameigin- legu húsnæði á Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi. Alla tíð hefur sam- starf okkar gengið vel og verið ánægjulegt. Ég tel mig ríkari að hafa kynnzt Ólafi og margháttuðum mannkostum hans. Veitti ég því at- hygli, hversu atorkusamur hann var að öllu sem hann gekk. Sem lög- fræðingur var hann því stöðugt vax- andi og jók við þekkingu sína og reynslu með hverju árinu sem leið. Síðustu árin hefur hann einsamall haft það stóra verkefni að sækja og verja svokölluð óbyggðamál fyrir hönd fjármálaráðherra. Málaferli þessi snúast um eignarrétt yfir há- lendi Íslands. Furðaði ég mig oft á því, að einum manni væri trúað fyr- ir svo stóru verkefni, en Ólafur var kjörinn maður til verksins. Þar kom jafnframt til mikill áhugi hans á öræfum Íslands og feiknmikið lík- amlegt þrek til að standa í vett- vangsgöngum um fjöll og firnindi. Raunar má segja, að hálendi Ís- lands hafi verið annað heimili Ólafs, hvort heldur var að sumri eða vetri. ÓLAFUR SIGURGEIRSSON ✝ Ólafur Sigur-geirsson fæddist í Reykjavík 22. nóv- ember 1948. Hann lést á heimili sínu, Boðagranda 8, fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 5. maí. Þar undi hann sér bezt, hvort heldur var á torfærubifreið, vél- sleða eða í fjallakofa. Ólafur var dýrkandi hetjuskapar og mann- rauna og þannig vildi hann lifa lífinu, en ekki öðruvísi. Sú ástríða hans fékk m.a. útrás í kraftlyfting- um. Þar vann hann til margvíslegra verð- launa og var framá- maður í samtökum kraftlyftingamanna. Raunar hafði einn vinur hans á orði við mig, að Ólafur hefði fæðzt þús- und árum of seint. Tímabil víking- anna hefði átt ólíkt betur við hann en öld tölvunnar. Hvað sem er um það, mun ég sakna góðs félaga. Votta ég fjölskyldu hans og ættingj- um samúð mína. Sigurður Gizurarson. Þegar ég fékk fréttina af andláti vinar míns og félaga Ólafs Sigur- geirssonar varð mér við eins og Njáli á Bergþórshvoli forðum. Ég lét segja mér þrisvar áður en ég trúði, svo hörmuleg voru þessi tíð- indi. Við Óli höfðum þekkst lengi, en kynntumst þó fyrir alvöru þegar við deildum saman húsnæði úti á Austurströnd og höfðum skrifstofu nánast hlið við hlið. Áður höfðum við átt samleið í Jakabóli mörgum árum áður, en það var þá samastað- ur lyftingamanna og kraftakarla. Þar var Óli formaður, nýbakaður lögfræðingur og setti mönnum um- gengnisreglur sem allir skyldu fara eftir. Ef reglurnar voru brotnar sneri hann upp á skegghýjunginn á efrivörinni og sendi mönnum tóninn í háðsglósustíl. Þannig var húmor- inn í þá daga. Það var ekki á hvers manns færi að kynnast Óla, hann var ekki allra og hleypti mönnum ekki of nálægt sér. En við náðum vel saman og okkur varð aldrei sundurorða í okk- ar samskiptum. Óli var málafylgju- maður mikill, rökfastur með af- brigðum og lá ekki á skoðunum sínum um menn og málefni líðandi stundar. Það duldist engum að Óli var „ferkantaður“ í skoðunum og gat verið óvæginn við andstæðinga ef því var að skipta. Það var betra að hafa hann með sér en móti. Hann var útivistarmaður mikill og fór á fjöll hvenær sem færi gafst. Líklega hafa ekki margar helgar fallið úr hjá honum í því efni. Mér er minn- isstætt hve Óla var illa við að þurfa að vinna um helgar og sleppa fjalla- ferð í staðinn. Slíkt var þó stundum nauðsynlegt þegar mikilvæg verk- efni kölluðu á. Það var ekki að ófyr- irsynju að Óli var ráðinn til að flytja þjóðlendumálin fyrir íslenska ríkið. Trúlega hefur enginn lögmaður á Íslandi verið betur til þess fallinn en hann. Hann þekkti hvern krók og kima á hálendinu og var hafsjór af fróðleik um landslag og kenni- leiti. Ég varð þess áskynja að hon- um þótti skemmtilegast að lenda í svaðilförum á fjöllum og jafnvel storka örlögunum. Hann sagði mér eitt sinn að það væri ekki hægt að verða úti á fjöllum ef menn hefðu rétta útbúnaðinn og höguðu sér rétt miðað við aðstæður. Nokkrum sinn- um hafði hann þurft að grafa sig í fönn og bíða þess að veðri slotaði. Það var ekki tiltökumál í hans huga. Óli hafði allsérstakan húmor og frásagnarlist hans var hnitmiðuð og margrómuð. Ég held að hann hafi verið upphafsmaður þess í Jakabóli forðum að hver maður hefði sitt við- urnefni og að hin ýmsu hugtök lífs- ins fengju nýtt heiti. Mun það vera mönnum minnisstætt enn þann dag í dag. Við ræddum alloft saman í síma og Óli byrjaði oftast símalið þannig: „Sæll Run þetta er Ól.“ Þetta var okkar húmor. Við leituðum oft hvor til annars með verkefni í daglegu amstri og ég held að báðum hafi þótt það ágætt. Ég heyrði síðast í Óla fyrir tveim- ur til þremur vikum. Ekki grunaði mig þá að það yrði okkar síðasta samtal, en lífið er nú einu sinni þannig að enginn ræður auðnu sinni sjálfur. Ég vil að leiðarlokum þakka Óla fyrir samfylgdina og samskipti okk- ar öll. Góður drengur er genginn langt fyrir aldur fram. Ég sendi að- standendum hans og ástvinum hug- heilar samúðarkveðjur. Runólfur Gunnlaugsson. Fógetinn er genginn á feðra sinna fund. Við sem eftir lifum stöndum frammi fyrir þeirri stað- reynd þó að engum hefði dottið slíkt í hug fyrir um ári. Það sækja á hug- ann alls konar spurningar um lífið og tilveruna. Með honum er horfinn góður fé- lagi. Hann var raungóður vinum sínum og aldrei fann ég fyrir ald- ursmuninum á okkur þótt hann væri þónokkur. Fógetinn byrjaði daginn oftast mjög snemma. Hann var afar skipu- lagður og agaður hvort sem það var við vinnu sína eða æfingar. Það skiptast á skin og skúrir í lífi okkar allra og stutt er síðan við félagarnir röltum upp Laugaveginn og áttum saman góða stund. Við höfðum gert það að venju að hittast á Asíunni á föstudögum og þar var mikið spjall- að og hlegið. Hans mun verða sárt saknað þar og augljóst að það mun aldrei verða eins. Hann var einn af stofnendum KRAFT og á heiður skilinn fyrir það góða starf sem hann vann fyrir sambandið. Fóget- inn gaf sig alltaf allan í það sem hann tók sér fyrir hendur. Maður á erfitt með að ímynda sér þennan fé- lagsskap án hans. Með þessum línum votta ég að- standendum Ólafs mína dýpstu samúð. Minning hans lifir í hugum okkar. Sæmundur Unnar Sæmundsson. Nú í sumarbyrjun bárust mér þau óvæntu tíðindi að Ólafur Sig- urgeirsson hæstaréttarlögmaður hefði orðið bráðkvaddur. Þrátt fyrir að ég vissi að hann hefði ekki gengið heill til skógar um hríð átti ég ekki von á að þetta valmenni myndi falla frá um aldur fram. Við nafni, en svo kölluðum við gjarnan hvor annan, kynntumst fyrir um 20 árum þegar við störfuðum báðir hjá Borgarfóg- etaembættinu. Þar undi nafni sér vel í góðra manna hópi og varð þekktur undir nafninu Óli fógeti. Seinna bar fundum okkar saman á vettvangi þjóðlendumála, en við þau mál starfaði Ólafur sem lögmaður ríkisins frá upphafi þeirra árið 1998. Raunar var hann þá einnig orðinn ágætur kunningi foreldra minna í Úthlíð, en þar kom hann oft á vélsleða og veiðiferðum. Það varð þó hlutskipti nafna að höfða mál gegn föður mínum vegna þjóð- lendukröfu ríkisins. Flutti hann það sem önnur mál drengilega og af ein- urð og byggðist mál hans á þeirri bjargföstu skoðun hans að sam- kvæmt fornum germönskum rétti hefðu landnámsmenn eingöngu numið það land til eignar er næst bæjum lá og þeir gátu brotið til ræktunar, en beitilönd fjær bæjum væru og hefðu verið afréttir eða al- menningar, er nú hétu þjóðlendur. Þótt við deildum um þessi efni lög- fræðilega var málflutningur nafna ætíð sannfærandi og byggður á góðri þekkingu á landinu sjálfu sem og lögum þeim sem um þessi mál- efni gilda. Af þessu tilefni ferðuð- umst við ásamt óbyggðanefnd og starfsmönnum hennar, og seinna dómurum, víða um. Ólafur var góð- ur og skemmtilegur ferðafélagi og hafsjór af fróðleik um fólk og stað- hætti. Fullyrða má að enginn núlif- andi lögmaður hafi þekkt landið betur en Ólafur. Það er því skarð fyrir skildi er við höldum áfram með vinnuna fyrir óbyggðanefnd, en framundan í sumar er að ferðast um og flytja fyrir óbyggðanefnd mál er varða N-Austurland. Þar hefði nafni verið á heimavelli enda gjör- þekkti hann það svæði af ferðalög- um sínum um það. Ég þakka nafna samfylgdina síð- ustu ár og það sem ég lærði af hon- um. Ég vona að hann fari nú um bjartar þjóðlendur á fjarlægari slóðum þar sem ferðast má um á 1.000 hestafla vélsleðum og njóta náttúru og gleði svo sem honum ein- um var tamt. Ástvinum hans og fjöl- skyldu votta ég mína dýpstu samúð. Ólafur Björnsson hrl. Nú er minn gamli nágranni, vinur og félagi Ólafur Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður allur. Þegar ég og Ragnar bróðir kynntumst Ólafi vorum við allir á unglingsaldri búandi í blokk í Fellsmúla í Háaleit- ishverfi. Við fyrstu kynni varð manni fljótt ljóst að þarna var á ferðinni öflugur átakamaður sem treysti í gegnum lífið mjög á mátt sinn og megin og gæddur eindæma viljastyrk. Við fórum saman á þeim árum nokkrar ævintýraferðir út í náttúruna með Ólafi. Og þá oft á Moskovítsnum hans. Hann er sennilega sá eini sem hefur farið á Moskovíts langt inn á Arnarvatns- heiði. Hann setti sér markmið og hann náði þeim. Hvort sem það var ís- lensk glíma, kraftlyftingar, fé- lagsmál, lögfræði, almannaréttur og eignamörk jarða sem voru hon- um hugleikin, ákaflega öflugur veiðimaður bæði veiðar á silungi og skotveiði, hann þekkti stóran hluta náttúru Íslands öðrum mönnum betur. Hann unni ákaflega landi og þjóð og var saga hennar og landnám Íslands ákaflega hugleikin og var með virtustu sérfræðingum í eigna- rétti lands frá fornu fari. Þekktar eru kenningar hans um að Íslend- ingar séu að meginhluta komnir af Herúlum en ekki Norðmönnum sem var skemmtileg opnun á stöðu okk- ar Íslendinga. Afköst í öllu sem hann gerði voru með ólíkindum. Ólafur var drengur góður og þoldi ei órétt. Við fráfall Jóns Páls stóð hann sem klettur við hlið fjöl- skyldunnar og kraftakarlar og lyft- ingamenn áttu alltaf hauk í horni þar sem Ólafur var, sem var ósínkur á að nýta þekkingu sína öðrum til handa. Ég votta öllum aðstandendum og ástvinum og niðjum Ólafs mína inni- legustu samúð við ótímabært fráfall hans. Megi minningin um þennan mikla atkvæðis- og afreksmann lifa í huga okkar og verða huggun á sorgarstund. Ólafur var raunsær maður og hann hefði ekki viljað að þeir sem eftir lifa sökktu sér í eymd við fráfall hans. Hans afstaða og krafa hefði verið að lífið héldi klár- lega áfram og allir yrðu alltaf að reyna að gera sitt besta á hverri stundu og helst aðeins meir og hvatt alla til að halda áfram að sinna lífinu af fullum krafti þann misst- utta tíma sem okkur er í raun skammtaður hér á jörðinni. Far í friði, vinur. Atli Árnason. Þrettán ára gamall kynntist ég Ólafi Sigurgeirssyni. Þau kynni og árin á eftir mörkuðu djúp spor í mitt lífshlaup. Á þeim tíma var Óli rétt rúmlega tvítugur, glæsilegur á velli, afburða glímumaður og það sem meira var, sterkur með af- brigðum. Hugur hans hneigðist snemma að aflraunum hvers konar, fyrirmyndirnar komu úr sagna- brunninum; Grettir, Gunnar og Skarphéðinn, að ógleymdum ásun- um, Þór og Óðni voru þær persónur sem Óli vitnaði gjarnan í. Það sem mér er einna minnisstæðast frá þessum árum er lífssýn Óla, hann var gjarnan dulur á eigin hagi en hafði sterka réttlætiskennd og sýn á lífið. Til að mynda hafði hann mjög í hávegum speki Hávamála, átti það síðar eftir að sýna sig að honum hætti til að taka þau, að mínu mati, of hátíðlega sem varð á stundum ágreiningsefni okkar í millum. Það var sama hvar Óli kom við, alls staðar valdist hann til forystu. Ekki var það svo að hann sæktist eftir slíku, það var einfaldlega þannig að menn leituðu eftir hans ótrúlegu hæfileikum til að gera það sem oft á tíðum þótti erfitt, jafnvel óframkvæmanlegt. Mér er minnisstætt þegar við lyftingamenn vorum í húsnæðis- hraki á áttunda áratugnum hvernig Óli beitti sér í að leysa þau mál. Við félagarnir, Óli, Björn Lárusson og fleiri fundum yfirgefið þjóðþekkt þvottahús í Laugardalnum. Kom þá sem oftar til þess að sjálfgefið var að Óli hefði forgöngu um að ræða við þá er réðu húsum. Það gerði hann með þeim hætti sem hans var von og vísa og borgin samþykkti að við fengjum að „hirða húsið“ enda biði þess ella að verða rifið. Sú varð og raunin, því miður, er fram liðu stundir því þarna var um að ræða menningararfleifð í fleiri en einum skilningi. Í kjölfarið fylgdi það sem kannski má nefna „annað vorið“ í íþróttasögu okkar Íslendinga. Í Jakabóli leiddu saman hesta sína allir helstu lyftinga- og frjáls- íþróttamenn þjóðarinnar. Má þar nefna menn eins og Jón Pál Sig- marsson, Hrein Halldórsson, Óskar Jakobsson, Einar Vilhjálmsson o.fl. o.fl. Árin 1977–1984 voru frábær ár í íþróttasögu þjóðarinnar og á margan hátt má segja að Jakaból hafi verið miðpunkturinn í því æv- intýri. Þarna eins og svo oft áður og síðar var Óli miðpunkturinn, maður framtaks og áræðis, maðurinn sem lét hlutina gerast. Ég er úr hópi vina og félaga Óla sem erum ríflega tíu árum yngri en hann. Okkur er minnisstætt hversu mikla áherslu hann lagði á að ekki væri nóg að vera „sterkur“ heldur yrðu menn að menntast og hafa markmið í lífinu. Ég veit að ég tala fyrir munn fjöldamargra félaga okkar þegir ég segi: Takk fyrir hvatninguna, kæri Óli. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Með virðingu og söknuði. Birgir Þór Borgþórsson. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Elskulegur faðir okkar, bróðir, stjúpfaðir og afi, JÓHANNES VÍÐIR SVEINSSON frá Siglufirði, Austurbergi 18, Reykjavík, sem varð bráðkvaddur miðvikudaginn 3. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 17. maí kl. 13.00. Róbert Logi Jóhannesson, Dagný Stefánsdóttir, Sæunn Jóhannesdóttir, Heiðar Feykir, Anna Björk Hjörvar, Alexander Feykir Heiðarsson, Edda Guðbjörg Sveinsdóttir, Arnar Sveinsson, Þórhallur Sveinsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS TÓMASSON, Hjaltabakka 8, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 11. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Rakel Sjöfn Ólafsdóttir, Guðrún Júlína Tómasdóttir, Lúðvík B. Ægisson, Þorbjörg Tómasdóttir, Tómas Tómasson, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.