Morgunblaðið - 14.05.2006, Page 63

Morgunblaðið - 14.05.2006, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2006 63 MINNINGAR Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SÆDÍS SIGURBJÖRG KARLSDÓTTIR frá Bóndastöðum, Hjaltastaðaþinghá, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju- daginn 16. maí kl. 13:00. Hörður Rögnvaldsson, Margrét Elísabet Harðardóttir, Andrés Þórarinsson, Ingibjörg Harðardóttir, Ólafur Tryggvi Mathiesen, Katrín Rögn Harðardóttir, Jón Þór Daníelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, HALLDÓR ERLINGUR ÁGÚSTSSON vélstjóri, Ljósheimum 20, sem lést fimmtudaginn 4. maí verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðvikudaginn 17. maí kl. 11.00. Sigurjón Ólafur Halldórsson, Linda Björg Halldórsdóttir, Kristín Ásta Halldórsdóttir, Pétur Eyvindsson, Diljá Catherine Þiðriksdóttir. ✝ Erlingur Skúla-son fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 21. jan- úar 1960. Hann lést á Spáni 3. febrúar síðastliðinn. For- eldrar Erlings eru Guðný Ósk Einars- dóttir og Skúli Gíslason. Eina syst- ur átti Erlingur, hún fæddist og dó óskírð 1958. Hálf- bræður hans að föð- ur eru Garðar, f. 1963 og Gísli, f. 1965 og að móður Brynjar Ragnarsson, f. 1966. Stjúpsystir Erlings er Guðrún Andrea Guðmundsdóttir, f. 1956. Erlingur á tvö börn, Ellý Ósk, f. 1982, sonur hennar er Kristófer Stein- arsson, og Guðmund Ómar, f. 1985. Erlingur bjó í Reykjavík til 9 ára aldurs, þá flutti hann til Hafnar- fjarðar og bjó þar til í lok árs 2005. Hann flutti þá til Spánar og þar lést hann eft- ir stutta sjúkdóms- legu 3. febrúar. Erlingur varð stúdent frá Flens- borgarskóla jólin 1999. Erlingur var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju 23. febrúar. Elsku pabbi. Ég er búin að ætla að skrifa þér lengi, en einhvern veginn ekki haft það í mér. Það var ekki fyrr en Svenni hringdi í mig og sagði mér að hann og nokkrir skólafélaga þinna ætluðu að skrifa þér. Hann hvatti mig til að skrifa þér líka, og ég ákvað að slá til. En afskaplega þykir mér vænt um að hann skuli hafa hringt í mig. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar það kemur að því að setjast niður og líta yfir farinn veg. Eins og þegar við fórum að styrkja samband okkar, en það hafði verið lítið og brösótt þar sem þú varst á sjónum svo lengi, en fljótlega eftir að þú komst í land fórum við að rækta samband okkar. Og árið 2000 vorum við einkar dugleg að hittast. Ég var orðin ófrísk, og var heima á daginn, og þú varst að vinna rétt hjá og varst rosalega duglegur að kíkja í kaffi og mat. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt skiptið þegar þú varst í mat. Við elduðum slátur og kartöflumús og bjuggum okkur svo til rófustöppu með. Þetta var æðisleg kvöldstund. Við sátum svo bara í rólegheitunum langt fram á kvöld og horfðum á imbann og kjöftuðum saman. Ég fór svo aftur í skólann þarna um haustið 2000, en þá varstu hjá mér flest kvöld. Þú fékkst það verk- efni að kenna mér stærðfræði, en það hefur ekki verið á hvers manns færi undanfarin ár. En þetta gekk afskap- lega vel hjá okkur, og þú náðir að kveikja upp í áhuganum sem hafði vantað þessi síðustu skólaár. Mér gekk bara vel í stærðfræði, en það vil ég þakka þér, elsku pabbi. Ég hefði ekki getað þetta án þín. Við eyddum líka ófáum stundunum í að púsla saman, en þá dellu hef ég að öllum líkindum fengið frá þér. Ég man að það var alltaf púsluspil á borðunum heima á Öldugötunni. Það var sú afþreying sem þú gast gleymt þér í tímunum saman. Svo voru það krossgáturnar sem þú glímdir við. Þá gafstu út þitt eigið krossgátublað, en ég og Guðmundur bróðir gengum hús úr húsi og seldum þessi blöð í hverfinu heima. Við vorum svo stolt af að geta sagt að pabbi hefði búið þetta til þegar fólk spurði okkur fyrir hvern við værum að selja þessi blöð. Ég hef reynt að glíma við þessar krossgátur, en hef ekki orðaforðann til að ljúka þeim, enda voru þau nokkur símtölin sem fóru í að hringja bara í pabba ef ég lenti í vandræðum með krossgáturnar. Svo vorum við farin að leysa sudoku-þrautirnar grimmt síðasta árið. Við vorum fín saman í einhverju svona, þar sem það var kannski ekki endilega legið á spjallinu heilu klukkustundirnar, heldur fannst okkur bara gott að vera saman í þögninni og dunda okk- ur. Mér þykir alltaf gaman að rifja það upp þegar þú hringdir reglulega til að leyfa mér að heyra lag sem mér þykir alltaf svo gaman að. Það er lag- ið Still got the blues for you með Gary More, en ef þú heyrðir lagið í útvarpinu hringdir þú svo oft í mig. Það er bara fallegt. Talandi um tón- list, þá varstu mikill músíkmaður og hafðir gott eyra fyrir tónlistinni. Þær voru ófáar vínylplöturnar sem þú átt- ir, og öllum var þeim raðað eftir ákveðnu skipulagi. Svo er það lag Stevie Wonder – Isn’t she lovely, en þú sagðir alltaf að þetta lag hefði ver- ið samið um mig. Og alltaf þegar ég heyri það hugsa ég um þetta, að þú hafir gefið mér þetta lag. Þetta er svona einhver æskuminning sem maður heldur svo fast í og þykir svo vænt um. Eins og þessi með hvaðan nafnið mitt kemur, nafnið Ellý Ósk, en það er frekar fallegt að nafnið mitt sé komið af því að hafa verið æðsta óskin hans Ella. Þú hefur gefið mér svo margt, án þess að hafa dælt í mig veraldlegum hlutum sem engu máli skipta. Þær eru svo skemmtilegar sögurn- ar sem ég hef heyrt af þér. Ein er til dæmis sú að þú hafir alveg verið að rifna úr monti þegar ég fæddist og farið með myndir af mér í Flensborg- arskólann og gömlu bæjarútgerðina og montað þig af því að þú værir orð- inn pabbi. Þessa sögu hef ég heyrt frá fleirum en einum. Það er virki- lega gaman að heyra þessar sögur. Það er líka svo fyndið, að Guð- mundur bróðir er svo líkur þér; göngulagið, og þetta að halla undir flatt. Taktarnir, og svo margt. Svo ekki sé talað um útlitið. Það er ótrú- legt hvað þið feðgarnir eruð líkir. Ég hryggist yfir því að þú skulir hafa farið svo snemma frá okkur, það er svo margt sem við hefðum viljað gera. En auðvitað hugsar maður allt- af svona. Það hefði bara verið svo gaman ef þið Kristófer hefðuð getað tengst meira. Hann talaði um það á tímabili að þú hefðir verið svo flinkur að kubba, en þið voruð duglegir við að kubba saman þegar þið hittust. Ég man þegar þú komst til mín og sagðir mér að þú værir að flytja til Spánar. Þú komst til mín með teikn- ingar og ljósmyndir af íbúðinni, og það var eins og þú værir að biðja mig um leyfi til að fá að flytja út. En þú spurðir samt ekki … bara varðst að fá grænt ljós hjá litlu stelpunni þinni. Þú komst svo til mín og skilaðir mér öllum Palla Rós-diskunum mínum, en við áttum nú líka nokkra klukku- tímana í það að sitja bara saman yfir kaffibollanum og hlusta á hann. Við kysstumst og knúsuðumst, en þarna varstu að kveðja mig. Þetta var síðasta skiptið sem ég sá þig. Sagt er að guð taki þá snemma til sín sem hann elskar mest, og þú ert einn af þeim. Hann hefur eitthvert stærra verk- efni fyrir þig þarna hinum megin. Það er líka fullt af fólki sem tekur vel á móti þér, og ég veit að þú fylgist með okkur Guðmundi og passar að allt fari vel hjá okkur. Þú hafðir lítið færi á því að gæta okkar meðan þú varst á meðal okkar, en nú þegar þú ert farinn hefur kraftur þinn aukist til muna, og ég veit að þú gætir okk- ar. Ég ætla að kveðja þig pabbi minn, og þú veist að ég hugsa ávallt til þín. Ég kíki yfir til þín í hvert skipti sem ég fer heim, eða að heiman, en ég bý bara rétt hjá þér. Þín dóttir Ellý Ósk Erlingsdóttir. Nú fel ég allt mitt í hendur Guðs: Vonbrigði, sorg og söknuð vegna þess sem að baki er. Áhyggjur allar og kvíða vegna þess sem framundan er. Alla gleði, alla gæfu, alla drauma, allar vonir, alla fegurð, ást og frið sem ég þrái og ég nýt, það fel ég þér. Verkefni öll, skyldur, störf, fullnað og framið og einnig allt sem ólokið er, leið það allt til góðra lykta, til heilla mér og öðrum til góðs og gæfu. Ástvini mína og allt sem mér er hjartfólgið fel ég þér. Lækna, reis upp, gjör heilt. Bæt og blessa allt. Allt sem var mér illa gert, allt sem ég hef brotið, vanrækslu alla, synd, fyrirgef það allt og lækna. Allt það þekkir þú, ekkert er þér hulið, Drottinn minn og Guð minn, tak það allt að þér, mig og allt mitt, nú og allar stundir í Jesú nafni. Amen. Elsku bróðir minn og vinur. Nú ert þú loks frjáls og laus undan þjáningunum. Þungri kápu er af þér létt og nú finnur þú hinn eilífa frið, léttir og ást í faðmi hins almáttuga og fallinna ættingja, vina og vanda- manna. Við töluðum svo oft saman um lífið og dauðann og vorum sam- mála þannig að ég veit nákvæmlega hvar þú ert núna. Ég minnist þess hvað við tefldum óteljandi margar skákir á marmara- borðinu þínu með flottu skákmönn- unum. Ég tapaði alltaf enda varstu eindæma skýr, athugull og gáfaður. Reyndar gafst ég aldrei upp og upp- skar loksins vinning og gleymi aldrei hvað þú varðst hissa. Litli brói vann! Og það var alveg ógleymanleg stund. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og um margt hægt að minnast. En það sem stendur upp úr á síðustu árum er þvílíkt kraftaverk sem þú framkvæmdir þegar himn- arnir hrundu yfir mig og fjölskyldu mína á árunum frá 1996 til 2000. Þú komst inn í líf mitt og bauðst fram krafta þína við endurbyggingu húss okkar að Langeyrarvegi og þú varst sá sem sigraði. Óbilandi trú þín, kraftur og ósérhlífni. Þú hélst öllu gangandi, varst kletturinn í lífi okkar og fórnaðir tíma þínum og kröftum til að verkið gengi áfram. Ég er í huga og hjarta svo innilega þakklátur fyrir það. Mig þykir leitt hvað á þig hefur dunið í gegnum lífið. É er samt mjög þakklátur að hafa átt þig að í svo mörgu. Við áttum góðar stundir sam- an og gátum alltaf talað opinskátt um dýpstu mál. Takk, Elli minn. Ég elska þig að eilífu, amen. Þinn elskandi bróðir, Brynjar Ragnarsson. Elli eins og við kölluðum hann flutti í Hafnarfjörð þegar við vorum í þriðja bekk Öldutúnsskóla. Þegar við fréttum að það væri að koma nýr drengur í bekkinn vorum við spennt að hitta hann. Við vorum í mjög sam- heldnum góðum bekk sem okkur leið vel í. Þegar Elli bættist í hópinn small hann inn og var eins og hann hefði alltaf verið í hópnum. Hann var hógvær og hlédrægur og gerði ekki mikið úr sínum hæfileikum. Elli var einstaklega góður náms- maður sem hafði lítið fyrir því að læra. Hann var yfirleitt hæstur í öll- um prófum. Þegar við lukum 12 ára bekk, þ.e. barnaskólaprófi, var hann með hæstu einkunn í Hafnarfirði. Stundum kom fyrir að haldnar voru keppnir út frá námsefninu sem verið var að vinna með hverju sinni. Allir vildu hafa Ella með sér í liði enda var hann vel að sér í öllum námsgreinum. Elli var einstaklega næmur á ís- lenska tungu og hafði mjög gott sjón- minni. Þegar hann skrifaði stíl kom nær aldrei fyrir að hann skrifað staf- setningarvillur. Hann bjó yfir auðug- um orðaforða og var einstaklega lag- inn við að ráða og útbúa krossgátur. Elli var draumanemandi og einstak- lega góður félagi og vinur. Hann var myndarlegur og góður í íþróttum. Hann gat allt sem hann tók sér fyrir hendur. Meðal drengjanna í bekknum var mikill fótbolta- og handboltaáhugi og var spilaður bolti í nær öllum frímín- útum. Á þessum tíma voru margir nemendur í Öldutúnsskóla og því margir að berjast um fáa velli. Það var oft spenna að hlaupa fyrstur út til að ná í völl. Elli var oft fljótur með verkefnin sem þurfti að klára í tím- anum og fékk því oft að hlaupa fyrst- ur út til að ná velli. Við þökkum Ella samfylgdina í gegnum árin. Megi Guð blessa minn- ingu um góðan dreng. Ættingjum og vinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Vinir og bekkjarfélagar úr Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Þegar þú fluttir í Hafnarfjörð 9 ára gamall tókst strax með okkur góð vinátta. Þú varst traustur og góður vinur sem hafðir mikla hæfileika. Þú varst afburða námsmaður, hvort sem var á bóklegt, verklegt nám eða íþróttir. Þú varst hrekklaus og fórn- fús drengur. Það var svo margt sem við brölluðum saman. Við vorum duglegir að hjóla um bæinn, það voru aldrei vandræði að finna eitthvað að gera. Guðmundur heitinn, kennarinn okkar til margra ára, sagðist aldrei hafa kennt nemanda með eins gott sjónminni og þú. Þú vissir alltaf hvernig átti að skrifa orðin, hvort sem það var í íslensku, ensku eða dönsku. Við vorum samferða alla skóla- gönguna í gegnum barnskóla, Flens- borg og síðan í Háskólanum. Þú varst alltaf svo hjálpsamur og sannur vinur í raun. Ef eitthvað bját- aði á þá varst þú fyrsti maður að hjálpa, hvort sem var á degi eða nóttu. Stuttu eftir að við fengum bíl- próf var mikið rúntað. Þú varst oft á bíl og óspar á bíltúrana. Eitt sinn lenti ég í því að festa bílinn minn í drullu. Fyrsta nafnið sem kom í huga minn var Elli. Það voru ekki komnir gsm-símar þá svo ég hljóp heim til þín að fá hjálp. Þú brostir, fékkst bíl lánaðan og hjálpaðir mér í vandræð- unum. Við ásamt fleirum vinum sóttum fundi í K.F.U.M. Ég gleymi því aldr- ei þegar við í sameiningu ákváðum að gefa Jesú Kristi líf okkar. Við svifum heim af þessari samkomu. Við áttum sameiginlega reynslu og trú á frels- arann okkar. Leiðir okkar skildu en við áttum alltaf vináttu hvors annars. Þú sagðist hafa fundið fyrir nærveru Drottins í gegnum allt lífið. Þú eign- aðist tvö börn, Guðmund og Ellý Ósk, með Guðrúnu Gísladóttur. Þið hófuð búskap í Mjósundi í Hafnarfirði. Þangað kom ég oft og við áttum góð- ar stundir saman. Þér þótti mjög vænt um börnin þín og varst stoltur af þeim. Síðustu árin bjóst þú með Hildi og þið fluttuð til Spánar þar sem heilsan gaf sig og þú lést 3. febrúar. Takk fyrir allt, Elli minn. Guð geymi þig. Þinn vinur, Sveinn. ERLINGUR SKÚLASON Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GISSUR ELÍASSON hljóðfærameistari, Laufásvegi 18, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi að morgni sunnudags- ins 7. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 16. maí kl. 13.00. Elías Ragnar Gissurarson, Vera Snæhólm, Þórdís Gissurardóttir, Sverrir Þórólfsson, Hákon Örn Gissurarson, Valdís Kristinsdóttir, Hjördís Gissurardóttir, Geir Gunnar Geirsson, Magnús Þórarinn Gissurarson, Anna Ágústa Hauksdóttir, Ásdís Gissurardóttir, Ragnar Th. Sigurðsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.