Morgunblaðið - 14.05.2006, Page 66

Morgunblaðið - 14.05.2006, Page 66
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes AULI! JÁ... ER ÞAÐ?!! ÞAÐ SEM FER MEST Í TAUGARNAR Á MÉR ER ÞAÐ AÐ MÉR Á EFTIR AÐ DETTA EITTHVAÐ MIKLU SNIÐUGRA Í HUG SEINNA Í KVÖLD Risaeðlugrín VETURINN ER KOMINN © DARGAUD NÚ ÞEGAR HVERNIG SÉRÐU ÞAÐ? ÞAÐ ER NÝFALLINN SNJÓR, AUÐVITAÐ! HVAR SÉRÐU ALLAN ÞENNAN SNJÓ REYNDAR EKKI MIKIÐ BARA EITT SNJÓKORN! HA? BARA EITT SNJÓKORN, EN ÓTRÚLEGT JÁ, EN EKKI HVAÐA SNJÓKORN SEM ER ÞETTA ER MEÐ ÓLÍKINDUM. BARA EITT STÓRT SNJÓKORN. ALDREI HEF ÉG SÉÐ ÞAÐ?? ÞETTA ER EKKI SVO SKRÍTIÐ. ÍMYNDAÐU ÞÉR AÐ ÖLL SNJÓKORNIN HAFA ÁKVEÐIÐ AÐ FALLA ÖLL Á SAMA TÍMA Á SAMA STAÐ ... ... OG ÞANNIG SAMEINAST Í EINU RISASTÓRU SNJÓKORNI JÁ, ÞÚ SEGIR NOKKUÐ ...EF MAÐUR SKOÐAR ÞETTA SVONA VÆRI ÞETTA MÖGULEIKI. EN HVAR DATT ÞETTA SNJÓKORN ÞARNA! HÍ, HÍ, HÍ HONUM DÍNÓ VERÐUR EKKI HEITT NÆSTU VIKURNAR Dagbók Í dag er sunnudagur 14. maí, 134. dagur ársins 2006 Íslendingar hafa alltafverið stoltir af þjóð- erni sínu og vera fisk- veiðiþjóð á eyju norður í ballarhafi. Íslend- ingar hafa löngum alist upp við að fiskur hafi verið á boðstólum á heimilum allt að fimm sinnum í viku og síðan var boðið upp á lamba- kjöt um helgar. Fisk- salar gengu með kerr- ur sínar um götur Reykjavíkur á árum áður og seldu nýjan fisk, sem var sjáan- legur öllum. Já, það var á þeim árum sem húsmæður tóku slátur á haustin. Kjúklingar, kalkúnar og annað fið- urfé þekktust ekki á borðum lands- manna, nema þá sem egg. Víkverji varð vitni að því í vikunni – að sagt var fá því með vanþóknun að börn gætu ekki teiknað fiska, nema sem fiskflök. Það er alvarlegt mál ef svo er komið fyrir börnum okkar. En því miður hefur þróunin verið í þá átt að fiskurinn er orðinn svo dýr neyslu- vara, að foreldrar barna kaupa frekar ódýrari matvæli, sem þeir ráða við. Það er ljóst að Íslendingar eiga ekki lengur sameiginlega auðlind þjóðarinnar – fiskinn í sjónum. Það er ekki nema eðlilegt að börn þekkja ekki fisktegundir, ef þau sjá aldrei fisk. Það er sárt til þess að vita hjá þjóð, sem hefur státað af því að vera fiskveiðiþjóð. Víkverji átti varla til orð þegar hann sá verðið á fiskispjótum á grillið í verslun á föstu- dag. Lúðuspjót – þrír bitar og paprika, kost- aði 598 kr. stk. Skötu- selsspjót – þrír bitar með papriku var á sama verði og keilu- spjót – þrír bitar með papriku og rauðlauk kostaði 398 kr. stk. Boðið var upp á níu bita á kr. 1.594 kr! Er þetta boðlegt? Það er hægt að kaupa fjóra „feita“ hamborgara úr ungnautahakki á 259 kr. samtals. Kílóið af kjúklingi kostar 479 kr. Hægt er að panta sextán tommu pizzu á um 1.500 kr. Það er ekki nema von að fólk snið- gangi fisk, þegar munnbitinn kostar 177 kr. Þegar ástandið er orðið svo að það eru aðeins kvótakóngar, bankamenn og forstjórar í hinum ýmsu Group, sem hafa ráð á að nýta sér matinn úr auðlind þjóðarinnar, er illa komið fyr- ir æsku þjóðarinnar. Það er ekki eðli- legt að Íslendingum sé boðið upp á hærra verð á ávöxtum og lyfjum, heldur en þekkist hjá frændum okkar í nágrannalöndum. Það er fyrir neðan allar hellur – hið háa verð, sem hefur verið sett á fisk. Fólkið í landinu á rétt á að fá stóran fiskkvóta á góðu verði – til að bjóða börnum sínum upp á að borða fisk! Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is             Leikhús | Leikhópurinn Kvenfélagið Garpur hefur fengið Sigurbjörgu Þrastardóttur til að skrifa leikgerð eftir skáldsögu Svövu Jakobsdóttur, Gunnlaðar sögu, og verður sýningin frumsýnd í haustbyrjun í Hafnarfjarð- arleikhúsinu, sem er einn af samstarfsaðilum verkefnisins. Leikstjóri er Þór- hildur Þorleifsdóttir, Vytautas Narbutas hannar leikmynd, búningahönn- uður er Filippía Elísdóttir og lýsingu annast Björn Bergsteinn Guðmundsson. Með helstu hlutverk fara Arndís Hrönn Egilsdóttir, Erling Jóhannesson, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Sól- ey Elíasdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Morgunblaðið/Ásdís Gunnlaðar saga á fjalirnar MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Því að í voninni erum vér hólpnir orðnir. Von, er sést, er ekki von, því að hver vonar það, sem hann sér? (Rómv. 8, 24.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.