Morgunblaðið - 14.05.2006, Síða 80

Morgunblaðið - 14.05.2006, Síða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. LÍKLEGA munu margir nota mæðradaginn, sem er í dag, til útivistar. Systurnar Tinna Ýr og Ingibjörg Eva nutu í það minnsta góða veðursins með mömmu og pabba en voru vel klæddar því þrátt fyrir sólina var kalt í veðri í gærmorgun. Móðirin Halldóra Helgadóttir og faðirinn Sverrir Björgvinsson skelltu sér á línuskauta í til- efni dagsins. Hinn alþjóðlegi mæðradagur var fyrst haldinn hér á landi árið 1934 á vegum Mæðrastyrks- nefndar. Tilgangurinn var að safna fé handa bágstöddum mæðrum en í dag fá flestar mæður blóm eða koss á kinn í tilefni dagsins. Morgunblaðið/ÞÖK Á línuskautum á mæðradaginn „MAÐUR upplifir það inni á spítalanum að það er mikill uggur í stjórnendum,“ segir Oddur Gunnarsson, lögfræðingur á skrif- stofu starfsmannamála og staðgengill sviðsstjóra skrifstofu starfsmannamála á LSH. „Það er álag á starfsemi spítalans og það eru erfiðleikar varðandi mönnun. Það eru líka auknar kröfur um vinnuskil og auk- in ásókn í þjónustu spítalans og þetta skap- ar að sjálfsögðu mikla streitu hjá stjórn- endum og starfsmönnum. Svo er þessi fráflæðisvandi spítalans grafalvarlegur.“ Oddur segir að alltaf komi upp ákveðinn titringur að vori vegna sumarleyfa. Líta stöðuna alvarlegum augum „Við upplifum samt sterkari viðbrögð við þessu en venjulega,“ segir hann en ekki liggja fyrir nákvæmar heildartölur um skort á starfsmönnum í dag. „Það vantar mest í umönnunarstéttirnar en það hefur áhrif á alla starfsemina þegar skortur er í þessum grunni. Þá eykst álagið á alla. Svo blandast inn í þetta almenn þensla á vinnu- markaði og skólafólk getur í meiri mæli en áður valið sér störf. Þá er viðhorfið gjarnan eins og eðlilegt er að leita sem bestra kjara.“ Oddur segir stjórnendur verða vara við að fólk hugsi sér til hreyfings. „Já, það er talað um það og við tökum fullt mark á því á skrifstofu starfsmannamála,“ segir hann. „Við lítum þessa stöðu alvarlegum augum og leitum allra tilrækra lausna.“ Álagið hefur aukist á allt starfsfólk spítalans Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is SÖNGKONAN Birgitta Haukdal mun syngja með hljómsveitinni Stuð- mönnum í sumar, en hún hefur að undanförnu sungið með sveitinni á árshátíðum og á böllum. Hún segir að stefnt sé á að sveitin fari í tónleika- ferðalag um landið í sumar. „Já við erum að skoða saman hvað við getum gert. Það væri gaman að taka nokkra staði á landinu og halda skemmtilega tónleika, við myndum ná til svo breiðs aldurshóps,“ segir Birgitta. Hún segist þó ekki geta staðfest að samstarfið sé komið til að vera. „Mað- ur veit það bara aldrei, það er svo erfitt að segja, en ég ætla allavega að taka smátúr með þeim í sumar,“ segir hún. | 74 Birgitta Haukdal syngur með Stuðmönnum Birgitta Haukdal KLARÍNETTLEIKARINN Guðni Franzson heldur upp á tuttugu ára tónleikaafmæli sitt með því að koma fram með tveimur tónlistar- hópum á Listahátíð sem hófst í Reykjavík á föstudag en það var einmitt á þeim vettvangi sem hann debúteraði árið 1986. Í viðtali í Tímariti Morgunblaðs- ins í dag segir Guðni frá ferli sín- um, barnæsku á Keldum og fram- tíðarplönum sem lúta að nýjum tónlistarskóla sem hann er með í burðarliðnum. Skólinn verður þó með óhefðbundnu sniði. „Þarna gæti fólk á öllum aldri, allt frá ungbörnum og upp í öldungadeild, sótt bæði einkatíma, hóptíma og fyrirlestra, allt eftir því hvað hentaði,“ segir Guðni og gagnrýnir það kerfi sem stýrir tónlistarmenntun á landinu. „Báknið þvælist svo oft fyrir – það er ekki hægt að kenna nema svo og svo marga tíma af því að það passar ekki inn í skemað og öll tónlistarkennsla virðist farin að snú- ast um kerfi og kjarasamninga. […] Nokkuð sem heitir Rafræn Reykjavík sér um að ákveða hvort einhver kemst í músík eða ekki. Þarna er eitthvert mikið bull í gangi.“ Á Listahátíð stýrir Guðni CAPUT-hópnum í verk- inu „Tár Dýónísusar“ sem er eftir tónskáldið Lars Graugaard og danshöfundinn Thomas Hejlesen en finnska leikkonan Stina Ekblad, sem Íslendingum er að góðu kunn fyrir hlutverk sitt sem móðirin í Krøniken, kemur einnig fram á þeim tónleikum. Þá treður Guðni upp ásamt gleðisveitinni Rússíbönum sem mun flytja íslensk og erlend sönglög og aðra fjöruga tónlist ásamt Kolbeini Ketilssyni tenór- söngvara. Tvöfaldur í roðinu á Listahátíð Guðni Franzson HELGA Lilja Aðalsteinsdóttir, sem nýkomin er heim eftir átta mánaða dvöl sem sjálfboðaliði í Afríkuríkinu Kenýa, brýnir fyrir fólki að vanda undir- búning áður en lagt er upp í ævintýri af þessu tagi. Til að mynda geti verið vara- samt að treysta upplýsingum á netinu. Þar hóf Helga Lilja einmitt leit sína. „Á netinu fann ég fljótlega samtök sem litu ljóm- andi vel út og var eiginlega ákveðin í að fara á þeirra veg- um. Samt hringdi ég til öryggis í Rauða krossinn á Íslandi til að bera þetta undir fólkið þar. Þá kom í ljós að Rauði krossinn hafði mjög slæma reynslu af þessum samtökum og réð mér frá því að fara með þeim utan. Þess í stað var mér bent á dönsk samtök, MS Denmark, sem Rauði krossinn fullyrti að væru mjög áreiðanleg. Það var eins gott að ég gerði þetta því það hefði ekki verið skemmti- legt að lenda í klandri þarna úti,“ segir Helga Lilja. Að hennar sögn er skynsamlegast að hafa samband við Rauða krossinn eða fólk sem hefur farið í svona ferðir. | Tímarit Brýnt að sjálfboða- liðar vandi undirbúning Helga Lilja Aðalsteinsdóttir MIKIL eftirspurn er eftir íslenskum matvælum í verslunum Whole Foods Market (WFM) í Bandaríkj- unum og hefur íslenska skyrið hlotið góðar viðtökur að sögn Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra Áforms. „Skyrið rennur út. Við erum með tvær bragðteg- undir, vanillu og bláberja, og á næstunni bætast við jarðarberjaskyr og hreint skyr. Skyrdós sem kost- ar 90 krónur á Ís- landi selst á 2,99 dali stykkið (212 krónur) meðan sambærileg dós af bandarískri jógúrt kostar einn dollara,“ sagði Baldvin. Þá hafa WFM-verslanirnar ákveðið að kaupa 140 tonn af íslensku smjöri í stórpakkningum og munu nota það í bakaríum sínum og við framleiðslu á til- búnum réttum. Þeim þykir íslenska smjörið einkar gott til matargerðar. Fyrsti 20 tonna smjörgámurinn fer til Bandaríkjanna í þessari viku. Efnt verður til Íslandsdaga í 29 WFM-verslunum í haust sem standa munu í þrjár vikur. Þá verða ís- lenskt kjöt, fiskur, ostar, grænmeti, súkkulaði, snyrtivörur, drykkjarvörur og fæðubótarefni kynnt sérstaklega. | 4 Skyrið rennur út í Bandaríkjunum FORSVARSMENN heilbrigðisstofnana í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eru ekki bjartsýnir á hugmyndir heilbrigðis- ráðherra um að nýta sjúkrarými ná- grannasveitarfélaga til að létta undir með LSH. „Við myndum mjög gjarnan vilja hjálpa til en erum í svipuðum vanda. Það er yfir- fullt og við erum með aldraða einstak- linga sem ættu að vera á hjúkrunarheim- ilum,“ segir Magnús Skúlason, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Það eru vandræði með fólk og það gengur mjög illa að ráða í sumar- afleysingar. Það vantar samt fyrst og fremst pláss.“ Elís Reynarsson, fjármálastjóri Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja, tekur í svip- aðan streng en segir samvinnu við LSH hafa verið mjög góða og sjálfsagt sé að skoða málin. Svigrúmið sé þó því miður ekki mikið. Nágrannasveitarfélögin glíma við sama vanda og Landspítali BÍLVELTA varð nálægt Meðalfells- afleggjara í Hvalfirði um hádegisbil í gær, laugardag. Ökumaður hljóp af vettvangi, en lögreglan í Reykjavík elti hann uppi og handtók. Ökumaður flúði af vettvangi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.