Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Mallorca í maí. Þú bókar flug og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað. Gríptu tækifærið og kynnstu einum eftirsóttasta áfangastað ferðamanna í Evrópu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Mallorca 25. maí frá kr. 29.990 Síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/ íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 ELDUR kom upp í íbúð á Rauð- arárstíg 40 um sjöleytið í gær- morgun og voru þrír fluttir á slysa- deild vegna gruns um reykeitrun, eigandi íbúðarinnar sem kviknaði í og tveir íbúar annars staðar í hús- inu. Mikill hiti myndaðist, en Jó- hann Viggó Jónasson, aðstoðar- varðstjóri slökkviliðsins, segir upptök eldsins hafa verið í stofu íbúðarinnar. Hafi hitinn verið svo mikill að erfitt sé að segja til um hvort upptökin hafi verið í sófa, hljómflutningstækjum eða sjón- varpi. Að sögn Jóhanns Viggós notuðu reykkafararnir nýjar hitamynda- vélar sem hefðu reynst ákaflega vel við slökkvistarfið. Með vélunum má sjá hvar hitinn er mestur og hvar upptök eldsins eru þó að skyggnið sé slæmt og aðstæður erfiðar. Laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags voru annasöm hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldur kom upp í kæli í kjallara veitingastaðarins Skólabrúar og voru starfsmenn búnir að rýma húsið er slökkviliðið kom á vett- vang en farið var með fjóra starfs- menn upp á slysadeild sökum gruns um reykeitrun. Þá var eld- sprengju varpað á Álftanesskóla klukkan ellefu í gærkvöldi og læst- ist eldur í klæðningu en greiðlega gekk að slökkva hann. Að lokum var haft samband við slökkviliðið vegna þess að sést hafði til manns í sjónum við Gróttuvita á Seltjarnarnesi og var kafarabíll slökkviliðsins sendur á staðinn. Kafari náði í manninn sem hafði verið í sjónum í um 20 mín- útur og var hann ringlaður eftir volkið. Var maðurinn sendur upp á slysavarðstofu til aðhlynningar. Annasamt hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um helgina Þrír á spítala með reykeitrun Morgunblaðið/Júlíus Mikill hiti varð við eldsvoðann við Rauðarárstíg og skemmdir töluverðar, bæði af reyk og hita. Þrír voru fluttir á sjúkrahús með grun um reykeitrun. Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsmenn geta nú notað sérstakar hitamyndavélar við reykköfun til að auðvelda störf sín. Komu þær að góðum notum við Rauðarárstíg í gær. BJARKI Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir leggja af stað kl. 9 í dag í hjólreiðaferð hringinn í kringum landið. Ferðin er farin undir yf- irskriftinni „Hjólað fyrir velferð barna“ og hefst við Barna- og ung- lingageðdeild LSH við Dalbraut í Reykjavík. Bjarki og Gyða vilja vekja athygli á börnum með geð- raskanir og fjölskyldum þeirra. Einnig ætla þau að sýna með ferða- laginu að allt sé öllum fært ef viljinn er fyrir hendi. Bjarki sýndi það með þátttöku sinni í gönguferðinni „Halt- ur leiðir blindan“ í fyrrasumar þegar hann gekk ásamt Guðbrandi Ein- arssyni hringinn í kringum landið. Að sögn Bjarka verður nú safnað fjárframlögum fyrir Barna- og unglingageðdeild og verður reikn- ingsnúmerið aug- lýst síðar. „Við ætlum að hjóla norð- ur um og fara bæði á Vestfirði og Austfirðina alla,“ sagði Bjarki. Leið- in sem ætlunin er að hjóla er tæp- lega 2.700 km og hefur verið skipt upp í 50–100 km dagleiðir. „Ég geri þetta til að vekja athygli á málefnum sem þörf er að njóti athygli í þjóð- félaginu. Mér finnst þörf á opnari umræðu um börn með geðraskanir.“ Bjarki fékk Gyðu Rós Bragadótt- ur í lið með sér við verkefnið. Hún starfar við heimili á vegum Svæð- isskrifstofu fatlaðra í Reykjavík og er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þau buðu Velferðarsjóði barna að taka þátt og samþykkti fagráð sjóðsins að gera það með Ingibjörgu Pálmadóttur, fram- kvæmdastjóra sjóðsins, í far- arbroddi. Bjarki og Gyða hafa þjálf- að sig fyrir ferðina frá því í janúar síðastliðnum. Þau hafa bæði æft í Sporthúsinu, sem styrkti þau til æf- inganna, og hjólað nokkrar stundir á dag. Að sögn Bjarka liggur nákvæm ferðaáætlun ekki fyrir en þau munu gefa sér tíma til að kynna málefnið og haga seglum eftir vindi. „Það er hægt að ganga í næstum hvaða veðri sem er, en það er ekki eins auðvelt að hjóla í hvaða veðri sem er,“ sagði Bjarki. Ætla að hjóla hringinn í kring- um landið fyrir velferð barna Bjarki Birgisson UNGUR maður fannst á gangi, hróflaður og marinn, við Guð- mundarlund sunnan við Elliða- vatn um kl. 20.30 á laugardags- kvöld. Talið er að hann hafi orðið fyrir líkamsárás þriggja til fjög- urra manna. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Kópavogi tilkynnti vegfarandi lögreglumönnum, sem voru í eftirlitsferð við Vatnsenda, að hann hafi séð til bíls og taldi að verið væri að lúskra á manni í bílnum. Lögreglubíllinn hélt þeg- ar af stað til að leita að bílnum, samkvæmt lýsingu vegfarandans. Meðan leitin stóð yfir hringdi hestamaður og tilkynnti að hann hafi riðið fram á meiddan mann á gangi við Guðmundarlund. Lög- reglan fór þegar á vettvang og hitti þar fyrir 18 ára pilt, sem bar sig vel þrátt fyrir að vera hruflaður og marinn. Honum var ekið á slysadeild og kom þar í ljós að meiðsli hans voru meiri en talið var í fyrstu. Fórnarlambið hefur ekki viljað tjá sig mikið um atvik við lög- regluna, en talið er að árás- armennirnir hafi verið þrír eða fjórir. Lögreglan í Kópavogi ósk- ar eftir því að vegfarandinn, sem tilkynnti atvikið, hafi samband við hana. Hruflaður og marinn eftir árás FJÓRIR gistu í fangageymslum lögreglunnar á Akureyri í fyrri- nótt. Þrír voru teknir fyrir ölvun og óspektir á almannafæri og einn maður velti bifreið sinni á Ólafsfjarðarvegi á milli Akureyr- ar og Dalvíkur. Að sögn lögregl- unnar var hann ölvaður og rétt- indalaus og á honum fannst einnig lítilræði af fíkniefnum. Eftir skoðun á sjúkrahúsinu fékk hann næturgistingu hjá lögregl- unni. Ölvaður og réttindalaus RÚMLEGA 1.800 farþegar komu með Herjólfi til Eyja á laugardag. Voru þeir í tank og tveimur fiskikör- um. Þetta voru bleikjur sem luku löngu og ströngu ferðalagi sínu und- an Eyjafjöllunum og í eldiskví í Klett- svík sem lengi var íverustaður há- hyrningsins Keikós. Þarna á að ala bleikjuna í sumar og er reiknað með að það taki þrjá til fjóra mánuði að ná henni í sláturstærð. Verkefnið gengur undir nafninu Eyjableikja og að því standa Eyja- maðurinn og byggingaverktakinn Guðmundur Adólfsson sem býr í Hafnarfirði, Ásgeir Ásmundsson, Björgvin Sigurðsson og Örn Hlíðdal. Samstarfsaðilar þeirra í Eyjum eru Sigurjón Óskarsson og félagar ásamt Páli Marvin Jónssyni, útibússtjóra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Flutningur á bleikjunni, sem kem- ur undan Eyjafjöllum og Fellsmúla í grennd við Galtalæk, var mikið vandaverk og krafðist mikils und- irbúnings. „Við byrjuðum á að sækja bleikjuna sem við fengum undan Eyjafjöllunum á föstudaginn og á laugardagsmorguninn sóttum við fiskinn í Fellsmúlastöðina. Ferðalag- ið gekk mjög vel en við urðum að stoppa reglulega á bensínstöðvum til að skipta um vatn í tanknum og ker- unum. Í Herjólfi var dælt sjó og súr- efni á fiskinn og þar hófst aðlögunin úr ferskvatni í sjó,“ sagði Guð- mundur. Gekk allt að óskum til Eyja. Þar var fiskinum komið um borð í bát sem flutti hann út í kvína í Klett- svík. „Í Eyjum voru ekki klárar sjó- dælur og mátti litlu muna að illa færi því um leið og súrefnið minnkaði fór fiskurinn að slappast og sýna kviðinn. Það tókst að redda rafmagnsdælum og um leið hresstist fiskurinn og komst óskaddaður í sín nýju heim- kynni. Afföllin eru nánast engin og nú erum við búnir að sýna að þetta er hægt,“ sagði Guðmundur sem segir að næsti skammtur komi eftir hálfan mánuð og þá koma þeir með urriða. Guðmundur segir þetta lítið til- raunaverkefni en gangi allt að óskum sé um spennandi nýjung að ræða í Vestmannaeyjum. Páll Marvin segir aðstæður til bleikjueldis eiga að vera góðar í Klettsvíkinni, sérstaklega hvað hita- stig varðar en hann kemst í 14 gráður á sumrin. „Þetta er unnið í samstarfi við Sigurjón Óskarsson og félaga en þeir eiga kvína. Við hér á setrinu komum til með að fylgjast með vexti og fóðra. Þetta er tilraunaverkefni sem gengur út á að koma þessu í slát- urstærð á sem skemmstum tíma,“ sagði Páll Marvin. Bleikjur í kjölfar Keikós Morgunblaðið/Sigurgeir Björgvin sleppir seiðum í kar eftir að hafa veitt þau upp úr tanki þar sem seiðin voru á leið sinni af fasta- landinu til Eyja. Eftir Ómar Garðarsson ÚTAFAKSTUR varð á Hrútafjarð- arhálsi á fimmta tímanum í gær- morgun. Ökumaður var einn í bílnum, karlmaður á fertugsaldri, og var hann flutttur með sjúkra- bifreið suður til Reykjavíkur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Ekki er vitað um líðan mannsins en lög- reglan á Blönduósi segir að grun- ur leiki á að um ölvunarakstur hafi verið að ræða. Maðurinn var einn í bílnum. Grunaður um ölvun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.