Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 31 DAGBÓK GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Extra sterkt Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR A ll ta f ó d ýr ir Ámorgun verður á Hótel Flúðum málþingum ferðamál og hefst það kl. 13 ogstendur til kl. 18.„Þetta málþing er haldið í tilefni af tíu ára afmæli stefnumótunar í ferðamálum í upp- sveitum Árnessýslu,“ segir Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi svæðisins. En hvað á að taka fyrir á málþinginu? „Við ætlum að líta til framtíðar í ferðaþjónustu, það er meginþema málþingsins. Fjölmargir frum- mælendur, allt sérfræðingar í greininni, munu tala á þinginu. Má þar nefna Gísla B. Gíslason hjá Upplýsinga- og þróunarsviði Ferðamálastofu, Rögnvald Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráð- gjöf ferðaþjónustunnar, Maríu Guðmundsdóttur upplýsinga- og fræðslustjóra hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, Markús Einarsson frá Banda- lagi íslenskra farfugla og Arnar Guðmundsson verkefnastjóra hjá Útflutningsráði, sem mun kynna námskeiðið; Hagvöxtur á heimaslóð, sem boðið verður upp á á svæðinu síðar á þessu ári. Svo verða líka umræður og hópavinna, þannig að fólki gefst kostur á að leggja sitt af mörkum og spyrja um það sem leitar á hugann.“ Hvernig er staða ferðamála á þessu svæði? „Vöxturinn hefur verið gríðarlega mikill und- anfarin ár, ferðamönnum fjölgar og uppbygging hefur orðið í ferðaþjónustu, fleiri staðir og fleiri störf hafa orðið til. Uppsveitir Árnessýslu eru fjöl- sóttasta ferðamannasvæði landsins. Við fáum hingað yfir 415 þúsund gesti á ári.“ Hvað er þetta fólk að sækja? „Það kemur fyrst og fremst til að skoða náttúr- una, ekki síst frægar náttúruperlur eins og Gull- foss og Geysi og sögustaði eins og Þingvelli og Skálholt, – svo gera þeir auðvitað ýmislegt fleira í leiðinni, ferðast víðar um svæðið og upplifa margt skemmtilegt. Margir gista hjá ferðþjónustuað- ilum og nýta sér fjölþætta afþreyingu sem er í boði.“ Hafa miklar breytingar orðið í ferðaþjónustu- málum síðari árin hjá ykkur? „Já, það hafa orðið mjög miklar breytingar, ferðavenjur breytast og kröfur í framhaldi af því, þessu mæta ferðaþjónustuaðilar með ýmsum breytingum á sinni starfsemi. Helsta breytingin er líklega sú að nú ferðast æ fleiri á eigin vegum og skipuleggja sínar ferðir sjálfir, þetta á við bæði um útlendinga og Íslendinga sjálfa. Ekki má gleyma þeim gríðarlega fjölda fólks sem dvelur í sumarhúsum á svæðinu, bæði í hús- um sem eru í eigu félagasamtaka og einkaaðila. Sá hópur kallar á æ meiri þjónustu.“ Áttu von á mörgum á málþingið? „Já, ég vona að margir komi, sérstaklega fólk sem starfar við ferðaþjónustu eða sveitarstjórn- armál, en allir eru velkomnir. Aðgangur er ókeyp- is og öllum sem koma verður boðið upp á kaffi og meðlæti.“ Ferðamál | Málþing um ferðaþjónustu á morgun á Hótel Flúðum Litið til framtíðar  Ásborg Arnþórs- dóttir fæddist 1957. Hún er ferðamála- fulltrúi uppsveita Ár- nessýslu. Ásborg hefur lokið námi í uppeldis- og menntunarfræði og náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við ýmislegt varðandi ferðamál um langt ára- bil en síðastliðin tíu ár hefur hún unnið að ferðamálum í uppsveitum Árnessýslu. Hún er gift og á tvö börn. Óvænt stefna. Norður ♠– ♥ÁD864 A/En- ginn ♦K107543 ♣K5 Vestur Austur ♠1096532 ♠KG874 ♥107 ♥92 ♦9 ♦Á862 ♣10843 ♣Á6 Suður ♠ÁD ♥KG53 ♦DG ♣DG972 Þrátt fyrir sjálfgefna byrjun geta sagnir skyndilega tekið óvænta stefnu. Hér opnar austur á einum spaða og suður kemur inn á 15–17 punkta grandi. Ekkert skrýtið og ekkert óvænt. Og það kemur heldur ekki á óvart að vestur skuli stökkva hindrandi í fjóra spaða. En nú er tími hins sjálfsagða lið- inn og allt getur gerst. Hvað á norður að segja? Hann er með 6–5-skiptingu í rauðu litunum, eyðu í spaða og 12 punkta og verður að gera eitthvað róttækt. Spilið er frá vorleikunum í Dallas og norður valdi að stökkva í fimm grönd, sem hann meinti sem slemmukröfu í tveimur litum. Og hugðist auðvitað breyta sex laufum í sex tígla og sýna þannig rauðu litina. Eins og sjá má vantar ásana í lág- litunum, svo þessi keyrsla norðurs virðist dæmd til að enda með árekstri. En þá gerðist hið óvænta – austur doblaði: Vestur Norður Austur Suður – – 1 spaði 1 grand 4 spaðar 5 grönd * Dobl Redobl Pass Pass Pass Doblið er ekki alvitlaust – austur bjóst auðvitað við að NS væru á leið- inni í slemmu og vildi fyrirbyggja að makker fórnaði í sex spaða. Suður sá sér hins vegar leik á borði og redoblaði út á ÁD í spaða. Norður treysti makker sínum og sagði pass. Ellefu slagir eru öruggir, en austur brann inni með laufásinn og sagnhafi fékk tólf slagi og 1240. Brids er furðulegt spil. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 Bg7 6. h3 Rf6 7. Rc3 Rd7 8. Be3 e5 9. Dd2 De7 10. Bh6 f6 11. Bxg7 Dxg7 12. a3 O-O 13. O-O Hf7 14. b4 b5 15. Re2 a5 16. c4 Ba6 17. cxb5 Bxb5 18. bxa5 Df8 19. a4 Ba6 20. Dc3 Dd6 21. Ha3 Rf8 22. Rd2 Re6 23. Hb1 Hd7 24. Rc1 Kg7 25. Hab3 Rf4 26. Rc4 Bxc4 27. Dxc4 Hxa5 28. Hb7 Ha7 29. Hxd7+ Dxd7 30. Hb8 Df7 31. Dc2 c4 32. dxc4 Dd7 33. Kh2 c5 34. Hb5 Re6 35. Dd3 De7 36. a5 Rd4 Staðan kom upp á Evrópumeist- aramóti einstaklinga sem lauk fyrir skömmu í strandbænum Kusadasi í Tyrklandi. Ungverski stórmeistarinn Csaba Balogh (2576) hafði hvítt gegn tyrkneska alþjóðlega meistaranum Mert Erdogdu (2375). 37. Rb3! Snjöll skiptamunsfórn sem kemur frípeðum hvíts á hreyfingu. 37...Rxb5 38. cxb5 c4 39. Dxc4 Hc7 40. Dd5 Hd7 41. Dc5 Df7 42. Dc3 Hd1 43. b6 fátt getur nú stöðvað frípeð hvíts. 43...Hb1 44. Rc5 Da2 45. Dd3 Da1 46. Re6+ Kh6 47. Dd2+ g5 48. Dd7 Hh1+ 49. Kg3 Hxh3+ 50. Kxh3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Forsetann í Viðey NÚ hefur einhverjum snillingi dottið í hug að flytja Árbæjarsafn út í Við- ey. Hverjir sækja heim Árbæj- arsafn? Væntanlega einhverjir túristar, en einnig töluvert af skólabörnum og eldri borgurum. Ætli þeir hafi áhuga á að leggjast í sjóferðir um hávetur til að berja safnið augum? Varla. Árbæjarsafnið er ágætlega sett þar sem það er, en ef þörf er á að losa land þar mætti flytja safnið í Vatnsmýrina. Þar gæti það verið prýðileg túristagildra í göngufæri úr 101. Ef flytja ætti eitthvað eða ein- hvern út í Viðey, þá mætti gjarna flytja forsetaembættið þangað. Þar gæti forsetinn sýnt sig og séð aðra, umluktur Atlantshafinu á alla kanta. Hann gæti svo sýnt gestum sínum friðarsúlu Jókó Ónó. Við flutning forsetaembættisins frá Bessastöðum losnaði mikið af góðu byggingarlandi á Bessastaða- landi og á Álftanesi. Þaðan mætti svo byggja brú, leggja hraðbraut eða grafa göng yfir til Reykjavíkur, og þá er komin prýðileg tenging til og frá Reykjavíkurflugvelli, við ná- grannasveitarfélögin og Suðurnes. Ertu með?! Borgarbúi. Gjaldfrjáls leikskóli - leiðrétting Í þættinum hjá Ingva Hrafni sl. mið- vikudag var Svandís Svavarsdóttir að ræða um leikskólamálin og nefndi þá að hugmyndin um gjaldfrjálsan leikskóla hefði fyrst komið fram hjá Vinstri grænum árið 2001. Þetta er ekki rétt því árið 1998 var það eitt af kosningamálum Kópavogslistans/ Samfylkingarinnar í Kópavogi að 4 klst. skólavist yrði gjaldfrjáls hjá öll- um börnum í leikskóla. Þessi hug- mynd kom frá Pétri Má Ólafssyni, þáverandi gjaldkera Kópavogslist- ans. Ég veit að stór hluti leikskóla- kennara man eftir þessu, því hug- myndin vakti sérstaka athygli þeirra. Með bestu kveðju, Kristín Jónsdóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi í Kópavogi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fréttasíminn 904 1100 Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Opin handa- vinnustofa frá kl. 9–16.30. Hár- greiðslustofa og fótaaðgerðarstofan, opið frá kl. 9–16 alla daga. Félagsvist frá kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Söngstund kl. 10.30. Fé- lagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, bútasaumur, samverustund, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Munið félagsvistina alla þriðjudaga kl. 14. Vorhátíð 19. maí hefst kl. 14. Skemmtun, uppákomur og gott með kaffinu. Uppl. í síma 588 9533. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa félagsins verður opin í dag kl. 10–11.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl 20.30 í félagsheimilinu Gullsmára Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Kaffitár með ívafi kl. 13.30. Danskennsla fellur niður. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinna kl. 9–12. Boccia kl. 9.20. Gler- og postulínsmálun kl. 9.30. Lomber kl. 13.15. Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 | Handavinnustofan er opin alla mánu- daga frá kl. 13–17, leiðbeinandi á staðnum. Alltaf heitt á könnunni. Góðar aðstæður til að taka í spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45 í Kirkjuhvoli. Í dag verður farið í heim- sókn á félagsmiðstöðvarnar í Norð- urbrún og á Vesturgötu til að skoða vorsýningar. Mæting í Garðabergi kl. 13.30 og rútugjaldið er 300 kr. Ekki þarf að skrá sig. Lokað í Garðabergi vegna ferðarinnar. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. tréútskurður og almenn handavinna. Kl. 11 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14.30 kór- æfing. Fimmtud. 18. maí og föstud. 19. maí fellur niður leiðsögn í vinnu- stofum vegna undirbúnings sýningar sem verður opnuð laugard. 20. maí kl. 13. Furugerði 1, Norðurbrún 1, | Bæj- arferð verður þriðjudag 16. maí. Ekið verður um ný hverfi borgarinnar og síðan endað í Perlunni þar sem fólk getur keypt sér veitingar. Lagt af stað frá Norðurbrún kl. 13 og síðan teknir farþegar í Furugerði. Skráning í Norðurbrún, sími 568 6969 og Furu- gerði, sími 553 6040. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, bókband. Kl. 13 leikfimi og kl. 13.30 koma í heimsókn Hrafnistukórinn og Böðvar Magn- ússon. Allir velkomnir. Minnum á bæj- arferðina á morgun kl. 13. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 10 bænastund. Kl. 11 banki. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 hár- greiðsla. Kl. 15 kaffi. Handverkssýn- ing í dag milli kl. 13–17. Allir velkomnir. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Pútt kl. 10. Ganga kl. 9.30. Gafl- arakórinn kl. 10.30. Tréskurður kl. 13. Glerbræðsla kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9–11. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Sími 535 2720. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Vorhátíð hefst kl. 14 föstudag- inn 26. maí. Uppákomur og sérdeilis gott með kaffinu. Púttið er hafið! „Gönuhlaup“ alla föstudagsmorgana kl. 9.30. „Út í bláinn“ alla laugardags- morgna kl. 10. Sími 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1 | Handavinnusýning frá kl. 14–17. Á sýningunni verða margir fallegir munir sem hafa verið unnir af gestum félagsmiðstöðvarinnar sl. vetur. Kaffiveitingar og gott meðlæti, allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 13.30– 14.30 leshópur. Kl. 14.30–15.45 kaffi- veitingar. Handverkssýning frá kl. 13– 17. Sigurgeir Björgvinsson leikur á flygilinn. Kl. 15 syngur kór fé- lagsstarfs aldraðra, Söngfuglar, undir stjórn Árna Ísleifs. Veislukaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, bókband og hárgreiðsla kl. 9, handmennt almenn kl. 9–16.30, morgunstund og fótaaðgerðir kl. 9.30, boccia kl. 10, glerbræðsla kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13. Kirkjustarf Hjálpræðisherinn á Akureyri | Heim- ilasamband kl. 15. Allar konur vel- komnar. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58–60 miðvikudag 17. maí kl. 20. „Hve mörg brauð hafið þér?“ Mar- grét Jóhannesdóttir talar. Bæna- stund. Kaffi eftir samkomuna. Allir eru velkomnir. Langholtskirkja | Aðalsafn- aðarfundur Langholtssóknar verður haldinn í safnaðarheimilinu mánu- dagskvöldið 15. maí kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf – en engar kosningar eru að þessu sinni. Sóknarbörn eru hvött til að kynna sér starfið í kirkj- unni. Kaffiveitingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.