Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 17 MENNING ÞAÐ ER ekki heiglum hent að segja nútímaáhorfendum á 120 mínútum Egils sögu Skallagríms- sonar með tilheyrandi flutningi dróttkvæða þannig að aldrei hviki athygli þeirra. En Benedikt Erl- ingsson er enginn aukvisi. Við erum stödd á Söguloftinu í Landnámssetri Ísland. Hér var fyrrum pakkhúsloft eins og opn- anlegar trédyr með slagbrandi út að Brákarsundi gefa til kynna. Báða vegu undir súðinni sitja áhorfendur, milli þeirra eftir loft- inu miðju er gangur og við annan enda hans hefur Ragnar Kjart- ansson komið fyrir viðardrumbi, við hinn endann tveimur. Eru þeir tilvísun í sögusýninguna niðri eða eitthvað annað? Skóginn sem eitt sinn var? Ættartré? Drumbarnir eru eini stuðningur leikarans og hann notar þá örsjaldan, helst til að tylla sér á. Enga leikmuni, enga búninga, ekkert smink, enga hljóð- mynd þarf Benedikt til að segja okkur þessa atburðaríku sögu með tugum persóna. Hann gengur fram, einn maður, klæddur í ís- lenskan nútíma þjóðbúning, höfuðið sköllótt eins og Egils, með tunguna að vopni. Sagan er um höfuðskáld. Margir fræðimenn hafa viljað eigna Snorra Sturlusyni Egils sögu og það gerir Benedikt beinlínis hér. Þótt flest fjúki af fyrri hluta sögunnar, sögu Kveldúlfs og sona hans í Noregi, þá er Benedikt trúr Eglu (eða Snorra) í atburðarás frá- sagna af landnámsmanninum Skallagrími og syni hans Agli. Hann ljær henni hins vegar sitt eigið tungutak, tungutak nútíma- mannsins, sem hann þó fleygar með beinum tilvitnunum í Eglu, kvæði Egils og jafnvel önnur mið- aldahandrit. Og frásagnarhátturinn er auðvitað ekki sá sem einkennir Íslendingasögur, sögumaður lætur ekki lítið fyrir sér fara. Með miklum húmor beintengir hann frásögnina og sjálfan sig staðnum sem hann stendur á, sögusviði Eglu. Bænum fyrir utan, Borgarnesi, húsum, fyrirtækjum þar; landinu, Brákarsundi, hafinu, áttum, útlöndum. Hann beintengir áhorfendur við sig og söguna. Upp- lýsir okkur stöðugt, gerir at- hugasemdir við framvinduna, skír- skotar til heimilda, tengir tíma okkar við tíma frásagnarinnar, skýrir atburði með dæmum úr nú- tímalífi. Setur ráðamenn í hópi áhorfenda í samhengi sögunnar og ræðir jafnvel við fræðimenn í hópnum um sjónarhorn sitt eða heimildir. Þetta er epískt leikhús, lát- bragðið sem lýsir leikjum, brúð- kaupum, veisluhöldum, sjóferðum, orrustum, ofbeldisverkum, morðum því einfalt og skýrt og dregið er upp heilt gallerí af persónum: börnum, konum, víkingum, gam- almennum, með áhrifaríkum, ein- földum meðulum. Með einni léttri handarhreyfingu er hári sveiflað og kviknar mynd af konu eða hárfögr- um konungi, með örfínum svip- brigðum og öxlum sem rísa fæðist viðkvæmur óöruggur unglingur og af fótum, sem vart geta borið lík- ama, öldungur. Sterkust er að sjálfsögðu myndin af Agli, forföður okkar, þetta er saga hans. Á þá þversagnakenndu persónu horfir Benedikt ískalt þótt gróteskur og alþýðlegur húmor umlyki jafnan athafnir hans. Ber- serkur, villimaður er hann þessi Mr. Skallagrímsson, nánast eins og út úr gamansamri amerískri has- armynd, þar til vitnað er í franska miðaldaheimild um árás víkinga á sveitaþorp, þá afhjúpast hann morðinginn, hermaðurinn, upp í hugann koma Víetnam, Bosnía, Írak. Kænn er hann, öfundsjúkur, þvermóðskur og hefnigjarn. Sjálf- hverfur er hann og yfir hann, sem verður að vísu fyrir þungum hörm- um, skellur helst þunglyndið eða hann finnur fyrir sting undir bringspölunum og jafnvel í hjarta- stað, viti hann einhvers staðar af fé eða löndum sem hann getur sölsað undir sig. En hann berst gegn valdi konunga og er mikið skáld. Afstöðu okkar Íslendinga á skáld- um kemur Benedikt einkar vel yfir með þeirri broslegu barnslegu að- dáun er hann litar frásagnirnar af fyrstu afrekum Egils á því sviði en enn betur þótti mér honum takast upp í „hljómkviðu“-flutningi sínum á Höfuðlausn – þar sem hann sannar fyrir okkur mátt skáld- skapar Egils. Það er erfitt að lýsa þessari sýn- ingu eftir að hafa séð hana aðeins einu sinni. Að baki henni liggur mikill undirbúningur og vinna höf- undar og leikstjóra. En uppbygg- ing verksins, framvinda sýning- arinnar, ólík sjónarhorn, leikur að andstæðum, líkingum, allt flögrar það hjá, það sem eftir stendur er kynngimáttur sögumannsins. Hann hefur okkur áhorfendur í hendi sér; heldur okkur við frásögnina, við engjumst um af hlátri, grípum andann á lofti, dáumst að honum; hvílir okkur með því að tefja frá- sögnina með útúrdúrum. Hauk- fránn, eldsnöggur – og áreynslu- laust – virðist hann þegar upp er staðið hafa spunnið áfram eða skáldað upp þessa fornu sögu úr nærveru okkar, tilvist okkar. Máttur skáldskaparins LEIKLIST Landnámssetur Íslands, Borgarnesi Eftir Benedikt Erlingsson í samvinnu við Snorra Sturluson. Leikstjóri: Peter Eng- kvist. Leikmynd: Ragnar Kjartansson. Lýsing: Lárus Björnsson. Samstarfsverkefni Landnámsseturs og Listahátíðar á Söguloftinu í Landnáms- setri Íslands, 13. maí kl. 13. Mr. Skallagrímsson María Kristjánsdóttir Morgunblaðið/Eyþór Benedikt Erlingsson er enginn aukvisi, að mati Maríu Kristjáns- dóttur leiklistargagnrýnanda. ÞAÐ var sönn ánægja að heyra af út- gáfu nýrrar bókar sem hefur það að markmiði að kynna íslenska myndlist fyrir börnum. Ekki veitir af, en mörg börn heimsækja aldrei listasafn. Söfnin leggja sig fram um að vera með kynningarstarfsemi fyrir skólana sem margir notfæra sér en ekki allir enda kannski ekki alltaf til aurar í slíkar rútu- ferðir. Einnig hefur t.a.m. Listasafn Reykjavíkur boðið upp á listasmiðjur fyrir börn í sam- hengi við sýningar. Það er sjálfgefið að ekki hafa allir foreldrar áhuga á myndlist og líka staðreynd að um helgar eru börn oft upptekin við ann- að og safnaheimsókn ekki efst á óska- listanum. Þess vegna er hvers kyns átak eða starfsemi sem miðar að því að brúa þessar litlu hversdagsgjár milli almennings og myndlistar af hinu góða. Það væri gaman ef Reykjavíkurborg gerði átak í að fá alla fjölskylduna í söfnin en ýmsir möguleikar eru ónýttir. Miklatún er t.a.m. dularfullur og mannauður stað- ur, víst er gaman fyrir börn að hlaupa þar um að sumarlagi en þarna væri hægt að gera frábæran fjölskyldureit í hjarta borgarinnar. Kjörinn staður til að færa listina, í hvaða mynd sem það væri, út fyrir veggi Listasafns Reykjavíkur. Hvers konar virk starf- semi sem hefur Listasafnið sem mið- stöð og kjarna dregur almenning að listinni og auðveldar aðgang að henni. Skoðum myndlist er einmitt vísir að slíkri tilraun, en höfundar hennar hafa valið þó nokkurn fjölda lista- verka úr safni Listasafns Reykjavík- ur til umfjöllunar í bók sinni og skap- að þeim aðgengilega umgjörð með persónum sem höfða til barna. Val á listaverkum er fjölbreytt, bæði gam- alt og nýtt og gaman að sjá eðlileg hlutföll milli kynja listamanna. Nálg- un sögupersónanna þriggja er einföld og eðlileg og það tekur stuttan tíma að skoða bókina. Uppsetning efnis er vel hugsuð og dregin út smáatriði í listaverkunum sem gæða þau lífi og draga börnin inn í heim þeirra. Ít- arlegri upplýsingar um einstaka lista- menn er síðan að finna aftast í bók- inni. Fyrir þá sem ekkert þekkja til, bæði börn og fullorðna, er bókin for- vitnileg en ekki síst skemmtileg og birtir vel þá miklu fjölbreytni sem myndlistin býður upp á. Það er mjög gott að geta gripið til bókar sem þess- arar bæði fyrir foreldra og kennara og vonandi að hún rati í alla skóla og leikskóla. Bókinni er síðan fylgt eftir með lítilli sýningu í hliðarherbergi á Kjarvalsstöðum, þar verða sýningar á verkum sem sjá má í bókinni fram á næsta haust. Heldur fannst mér þó bókin meira spennandi en þau fáu verk sem hér gefur að líta og held að miðað við þá fjölbreytni sem bókin býður upp á verði börn e.t.v. fyrir vonbrigðum með þessa litlu sýningu. En á móti kemur að þegar verkin eru fá gefst tóm til að spjalla um hvert og eitt, nokkuð sem færi fyrir ofan garð og neðan á stærri sýningu. Heimsókn á þessa sýningu dregur síðan börnin og fylgismenn þeirra síðan inn á þær sýningar sem í gangi eru í hvert sinn og núna er t.a.m. ævintýraheimur Kabakov-hjónanna sem sjá má á Kjarvalsstöðum hreint undursam- legur og einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna. Bókin Skoðum myndlist er vel heppnuð tilraun til að kynna ís- lenska myndlist fyrir þeim sem ekki þekkja til, höfundar hafa skilað sínu ætlunarverki með sóma og nú er komið að okkur hinum, foreldrum, kennurum og leikskólakennurum að hjálpa henni áfram í veröldinni. Á hvað er hún að horfa? BÆKUR Barnabók Eftir Önnu C. Leplar og Margréti Tryggva- dóttur. 104 bls. Mál og menning í sam- starfi við Listasafn Reykjavíkur 2006. Skoðum myndlist Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.