Morgunblaðið - 15.05.2006, Page 12

Morgunblaðið - 15.05.2006, Page 12
12 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞÓTT ekki verði forsetakosningar næst í Bandaríkjunum fyrr en haustið 2008 er að sjálf- sögðu byrjað að spá í spilin. Lengi hefur verið rætt um að Hillary Rodham Clinton, öld- ungadeildarþingmaður fyrir New York, væri líkleg til að verða forsetaefni demókrata. En vöflur eru komnar á marga, bent er á að þótt Clinton sé langþekktust þeirra demókrata sem nefndir hafa verið sé hún einnig afar umdeild. Miklu skiptir fyrir flokkana að ná til óákveðinna kjósenda á miðjunni og margir þeirra eru tor- tryggnir gagnvart Clinton. Einn af þeim sem margir sýna nú áhuga er Mark Warner, fyrrverandi ríkisstjóri í Virginíu. Hann þótti vinna mikið afrek þegar hann sigr- aði í Virginíu, sem áratugum saman hefur verið mikið vígi repúblikana, í nóvember 2001. Ekki skiptir minna máli að í könnunum þegar hann lét af embætti sagðist mikill meirihluti að- spurðra í ríkinu vera mjög sáttur við frammi- stöðu Warners sem m.a. lét sig hafa það að hækka skatta til að brúa fjárlagahalla og bæta opinbera þjónustu. Annar demókrati var kjör- inn ríkisstjóri í nóvember í fyrra en reglur hindruðu Warner í að vera aftur framboði. Sig- ur flokksfélagans var talinn vera að miklu leyti Warner að þakka. Ríkur frambjóðandi Warner er 52 ára gamall, hávaxinn og vörpu- legur, hann hefur ekki lýst beinlínis yfir að hann verði í framboði en ljóst þykir að hann stefni að því. Hann auðgaðist mjög á þjónustu sem hann veitti fyrirtækjum er fengu úthlutað farsímal- eyfum á níunda áratugnum. Er talið að hann eigi nú 200 milljónir dollara, um 14 milljarða króna. Warner er miðjumaður í stjórnmálum og þar að auki talinn Suðurríkjamaður þótt hann sé reyndar fæddur í Indiana og hafi alist upp í Connecticut. Mikilvægi suðursins í forsetakosn- ingum hefur aukist síðustu áratugi fólksfjölda- þróunar. Warner kynnti sig í Virginíu sem óhefðbund- inn demókrata. Hann flaggaði ekki af sama ákafa og margir frammámenn flokksins mál- efnum á borð við réttindi ýmissa minni- hlutahópa og þjóðarbrota. Samt ber þess að geta að Warner talar reiprennandi spænsku sem getur skipt verulega máli í kosningaslag í sunnan- og vestanverðum Bandaríkjunum. Efa- semdamenn um sigurlíkur Clinton eru af þess- um og fleiri ástæðum mjög uppteknir af Warner sem þeir telja að sé líklegri en hún til að höfða til repúblikana sem eru margir ósáttir við George W. Bush forseta, einkum vegna Íraksstríðsins. En eitt af því sem bent er á að geti háð Warner í baráttu um forsetastólinn er að vísu reynslu- leysi hans á sviði utanríkismála. Athyglisvert er að Warner forðast eindregið að tala í sífellu um Bush og repúblikana, að sögn tímaritsins Newsweek. Margir vinstrisinnar meðal demókrata þreytast seint á að skamma Bush en Warner vill frekar ræða málin á já- kvæðum nótum. Leggur hann þess í stað áherslu á að flokkarnir reyni að finna málamiðl- anir. „Ég er hreykinn af að vera demókrati en hreyknari af að vera Bandaríkjamaður,“ segir hann. Warner fullyrðir að demókratar geti nú unn- ið hylli fjölmargra kjósenda sem hafi látið hríf- ast af Ronald Reagans á níunda áratugnum en séu nú reiðubúnir að skoða aðra kosti en repú- blikana. Vill hann að demókratar forðist að slíta tengslin við almenning með því að boða með hrokafullum hætti skoðanir í menningarlegum efnum sem stangist illilega á við íhaldssöm sjón- armið trúaðra Bandaríkjamanna sem margir eru úr fátækari lögum samfélagsins. Neitaði að herða reglur um skotvopn Warner hikar ekki við að hampa ættjarðarást sinni og fleiri gildum sem miðjumenn og repúbl- ikanar telja mikilvæg en margir menntamenn demókrata leggja minna upp úr. Hann er fylgj- andi dauðarefsingu, vill setja takmarkanir við fóstureyðingum og er andvígur hjónaböndum samkynhneigðra. Margir repúblikanar eru ánægðir með að hann samþykkti ekki að herða reglur um skotvopnaeign. Þannig losnaði hann við andstöðu að hálfu Sambands rifflaeigenda, NRA, sem vill helst engar takmarkanir á frelsi einstaklinga til að eiga skotvopn. Hann á einnig auðvelt með að ræða við kjós- endahópa af ólíkum toga, er ekki síður í essinu sínu meðal afskekktra bænda í sunnan- og vest- anverðu ríkinu en stórborgarbúanna. Að sögn tímaritsins The Economist sýndi hann bænd- unum þá „virðingu að taka þá alvarlega“, var hvorki yfirlætisfullur né smeðjulegur. En ekki spillti að Warner veitti mikið fé til að bæta kjör fátækra bænda. Hann hefur síðustu mánuði verið duglegur við að aðstoða með ýmsum hætti demókrata sem verða í framboði í Suðurríkjunum í þing- kosningum í haust. Sumir af ráðgjöfum hans hafa þar komið við sögu og sjálfur kemur hann fram á mörgum fundum með frambjóðendum. Segja stjórnmálaskýrendur að takist þeim vel upp með aðstoð hans sé það vatn á myllu þeirra sem telji Warner líklegastan til að hafa betur gegn forsetaefni repúblikana í Suðurríkjunum 2008. Hann hafi þá sannað að baráttuáætlunin hafi gengið upp. Hampar gildum keppinautanna Mark Warner, demókrati og fyrrverandi rík- isstjóri Virginíu, gæti orðið nægilega íhaldssamt forsetaefni til að laða að sér repúblikana Mark Warner, demókrati og fyrrverandi rík- isstjóri í Virginíu. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ’Hann er fylgjandi dauða-refsingu, vill setja takmark- anir við fóstureyðingum og er andvígur hjónaböndum samkynhneigðra.‘ Berlín. AFP. | Kurt Beck, forsætisráðherra í Rheinland-Pfalz, var í gær kjörinn for- maður þýska Jafn- aðarmannaflokksins. Hét hann því að skerpa ímynd flokksins í sam- starfinu við kristilega demókrata en hingað til hefur leiðtogi þeirra og forsætisráð- herrann, Angela Mer- kel, nokkuð þótt skyggja á hann. Beck var kjörinn með 95% atkvæða á dagsþingi jafn- aðarmanna í Berlín og sagði þá, að hann ætlaði að tryggja, að á jafnaðarmenn yrði litið sem gæslumenn almennings. Í skoðanakönnunum að undanförnu hefur fylgi við kristilega demókrata og Merkel mælst um 40% en ekki nema um 29% við jafnaðarmenn. Þá hafa vonir þýskra kjósenda um skjót umskipti í efnahagsmálunum dvínað nokkuð og nú telja aðeins 40%, að núverandi stjórn muni ganga betur að leysa úr málunum en fyrrverandi stjórn Gerhards Schröd- ers, þáverandi leiðtoga jafnaðarmanna. Þetta hlutfall var 47% í nóvember. Kurt Beck nýr leiðtogi Kurt Beck Madrid. AFP. | Nærri helmingur íbúa í spænsku þorpi hefur misst allt sitt sparifé vegna fjársvika tveggja fyrirtækja en þau fólust í því að selja fólki ofmetin og fölsk frímerki og heita því mikilli ávöxtun. Níu starfsmenn frímerkjafyrirtækjanna Afinsa og Forum Filatelico hafa verið handteknir en sagt er, að um hafi verið að ræða svokallað píramídakerfi þar sem fyrstu fjárfestarnir fengu greidda vexti með því fé, sem kom frá nýjum fjárfestum. Haft er eftir saksóknurum, að fyrirtækin hafi keypt frímerki fyrir 8% af skráðu verði þeirra en síðan selt þau grandalausu fólki fyrir 12-falt verð. Talið er, að 350.000 manns hafi tapað sínu fé og margir öllum sínum sparnaði. Þannig var það með um 1.000 af 2.300 íbúum þorpsins Dosbarrios en þeir létu glepjast til að taka þátt í þessu vegna mik- illa söluhæfileika Raul Rodriguez, eins bæjarbúa og bæjarfulltrúa að auki. Hann segist raunar hafa verið í góðri trú og ætli ekki að flýja bæinn að sinni. Spænska dagblaðið El Pais sagði í gær, að fjárþurrðin í fyrirtækjunum væri að minnsta kosti 320 milljarðar ísl. kr. Misstu allan sparnaðinn HVORKI gengur né rekur að mynda nýja ríkisstjórn í Írak og í gær var haft í hótunum um, að sjít- ar mynduðu sína eigin stjórn ef aðrir flokkar, einkum súnníta, drægju ekki úr kröfum sínum. Meira en 40 manns féllu í óöldinni í Írak í gær, þar af tveir breskir her- menn. Nouri al-Maliki, væntanlegur forsætisráðherra, hafði gefið flokk- unum frest til 22. maí til að mynda ríkisstjórn í landinu en fjórir mán- uðir eru liðnir frá kosningum. Voru þau mál rædd á þingi í gær en þá mikil. Við þetta má síðan bæta, að innan Íraska flokksins, veraldlegs flokks, sem Ayad Allawi, fyrrver- andi forsætisráðherra veitir for- stöðu, eru efasemdir um þátttöku í viðræðunum en flokkurinn krefst fimm af helstu ráðherraembættun- um, olíumála-, fjármála-, innanrík- ismála-, varnarmála- og utanríkis- mála. Meira en 30 manns féllu í sprengjutilræðum og árásum í Írak í gær, þar af 14 í tveimur bílspreng- ingum rétt við alþjóðaflugvöllinn í Bagdad. Þá féllu tveir breskir her- menn í vegsprengingu rétt við borgina Basra. Hafa þá alls 111 breskir hermenn týnt lífi í Írak. krefjast þess að fá í sinn hlut varn- armál, menntamál, áætlunar- og heilbrigðismál auk annarra emb- ætta. Ágreiningur meðal sjíta Sumir þingmenn sjíta ítrekuðu óskir sínar um þjóðlega einingar- stjórn en innan þeirra raða er vax- andi ágreiningur. Í síðustu viku hætti einn flokkur þeirra, Fadhila- flokkurinn, þátttöku í stjórnar- myndunarviðræðum og sagði, að þær snerust eingöngu um metnað einstakra manna en ekki hagsmuni þjóðarinnar. Þá væru áhrif Banda- ríkjamanna í viðræðunum allt of fordæmdi Bahaa al-Araji, þing- maður hollur sjítaklerknum Moq- tada al-Sadr, það, sem hann kallaði afskipti Bandaríkjamanna af skip- un innanríkis- og varnarmálaráð- herra. Sakaði hann líka einn flokka súnníta um óaðgengilegar kröfur og sagði, að hefðu málin ekki skýrst innan tveggja daga, myndu sjítar mynda sína eigin stjórn í Írak. Þingmenn súnníta brugðust ókvæða við hótuninni og hótuðu á móti að hætta viðræðum um stjórn- armyndun. „Verði ekki orðið við eðlilegum kröfum okkar munum við hætta viðræðum,“ sagði Salman al-Jum- ali, einn þingmaður súnníta, en þeir AP Ungur Íraki kannar hvort eitthvað sé nýtilegt í flaki bíls, sem sprengdur var upp við flugvöllinn í Bagdad í gær. 14 menn týndu þá lífi og sex særðust. Íraskir sjítar hóta að mynda eigin ríkisstjórn Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.