Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 40
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. www.xf.is www.f-listinn.is ÁHUGI er á að endurgera gömlu slökkvistöðina við Tjarnargötu og opna þar minjasafn. Mikið af búnaði stöðvarinnar er enn til, t.d. hluti innrétt- inga, útkallsborð, símar, búningar, slökkvibílar og fleira. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins, reyndi Slökkvilið Reykjavíkur að fá gömlu stöðina undir safn fyrir um áratug. „Þá var tekið vel í hugmyndina, en henni samt hafnað því Borg- arendurskoðun skorti húsnæði,“ sagði Jón Viðar. Það myndi lífga mjög upp á bæjarmyndina að hafa þarna slökkviliðsminjasafn, að mati Jóns Við- ars. Hann sagði að ef húsnæðið í Tjarnargötu 12 losnaði væri mikilvægt að það yrði tekið frá fyrir safn. „Við þurfum að vera næstir í röðinni ef sú starfsemi sem þarna er fer annað. Það er þekkt erlendis að hafa gamlar slökkvistöðvar í miðbæj- arkjörnum. Svona slökkviliðsminjasöfn eru í flest- um höfuðborgum Norðurlanda.“ Fjörutíu ár frá flutningi Fjörutíu ár voru liðin í gær frá því að Slökkvilið Reykjavíkur flutti höfuðstöðvar sínar úr Tjarn- argötu 12 í Skógarhlíð 14. Af því tilefni hittust slökkviliðsmenn, sem unnu í Tjarnargötunni, og rifjuðu upp gamla daga. Að sögn þeirra Arnþórs Sigurðssonar og Einars Gústavssonar eru 18 gömlu starfsfélaganna enn á lífi og mættu 13 þeirra í gær, en fimm voru erlendis eða uppteknir. Fordson-stigabíll, árgerð 1932, var sóttur til Hafnarfjarðar, þar sem hann er geymdur, og stillt upp framan við gömlu slökkvistöðina í gær. Bíll- inn kom hingað 1934, var lengstum staðsettur í Tjarnargötunni, og þjónaði sem bakbíll til 1986. Hann er enn í fullu standi og var haft á orði að all- ir viðstaddir hefðu ekið þessum bíl. Bíllinn er bú- inn teinabremsum sem kröfðust svo mikils átaks að stundum þurfti bókstaflega að standa á brems- unni. Morgunblaðið/Júlíus Fjörutíu ár voru liðin í gær frá því að Slökkvilið Reykjavíkur flutti úr Tjarnargötu 12 í Skógarhlíð 14. Af því tilefni hittust slökkviliðsmenn, sem unnu í Tjarnargötunni, og rifjuðu upp gamla daga. Gamall slökkvibíll, Fordson árgerð 1932, var sóttur suður í Hafnarfjörð og stillt upp við gömlu stöðina. Fjörutíu ár eru nú liðin frá flutningi slökkviliðsins úr Tjarnargötu í Skógarhlíð Vilja opna safn í gömlu slökkvistöðinni Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is AÐALSTEINN Hallsson, sem er lamaður fyrir neðan geirvörtur, gekkst nýverið undir aðgerð í Sví- þjóð þar sem allir fingur á hægri hendi voru tengdir á nýjan hátt og nú getur hann bæði hreyft fingurna og gripið með þeirri hendi. Er hann fyrstur Íslendinga til að fara í slíka aðgerð. Aðalsteinn lenti í bílslysi fyrir tveimur áratugum sem olli lömuninni. Hann er með eðlilega hreyfigetu um axlir en allir fingur hans hafa hingað til verið lamaðir. Hann er nú í endurhæfingu á Grensásdeildinni og er mjög ánægður með árangur aðgerð- arinnar. Addi Halls, eins og hann er jafn- an kallaður, segist daginn eftir að- gerðina hafa getað hreyft fingurna, „og ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta, öskra eða hlæja“, útskýrir hann. „Það var ólýsanlegt að sjá puttana hreyfast í fyrsta skipti í tuttugu ár og mér fannst tíminn standa í stað.“ Addi býr á Húsavík, einn með tík- inni Nítu og sér um sig sjálfur utan þess að hann fær heimilishjálp reglulega og á bíl sem er sérhann- aður fyrir hann. „Ég hef haft að leiðarljósi þá hugsun að maður get- ur allt, þetta snýst bara um að finna réttu aðferðina til að gera það,“ segir Addi. „Mér hefur oft tekist að finna lausnir sem eru mjög einfald- ar þegar fötlun mín hefur takmark- að að ég geti eitthvað.“ | 14 Fingurnir tengdir upp á nýtt. Fékk aftur máttinn í fingurna UM 180 björgunarsveitarmenn og lögregla tóku í gær þátt í leit að sautján ára pilti, Pétri Þorvarðar- syni, sem í gærkvöldi hafði ekkert spurst til síðan um klukkan fjögur í fyrrinótt. Leit stóð yfir frá því um klukkan 14.30 í gær og leitað var á stóru svæði í nágrenni Grímsstaða á Fjöllum og var hann ófundinn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Pilturinn var í gleðskap í Gríms- tungu, sem er í nágrenni Grímsstaða, en lagði af stað þaðan fótgangandi og ætlaði austur á Egilsstaði á Héraði. Hann var í einhverju síma- og sms- sambandi fyrst eftir að hann yfirgaf húsið en síðan hafði ekkert heyrst frá honum, samkvæmt upplýsingum úr stjórnstöð björgunarsveita í gær- kvöldi. Flugvél tók þátt í leitinni auk þess sem þyrla frá dönsku herskipi fór á leitarsvæðið í gærkvöldi. Báðar þyrl- ur Landhelgisgæslunnar eru bilaðar og ekki var hægt að fá þyrlu frá varnarliðinu. Hundar tóku þátt í leit- inni og í gærkvöldi var vonast til að sporhundar sem voru á leið frá Reykjavík með þyrlunni myndu kom- ast á sporið. Björgunarsveitarmenn sem tóku þátt í leitinni komu af svæði 11, 12 og 13, eða frá Eyjafirði og allt austur á firði. Leitað að unglings- pilti í kringum Grímsstaði á Fjöllum Leitað var í nágrenni Grímsstaða á Fjöllum bæði á jörðu og úr lofti.                       !    "#      EYÞÓR Arnalds, oddviti á lista sjálfstæðismanna í Árborg, hefur ákveðið að draga sig í hlé í kosn- ingabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann var handtekinn í Ártúnsbrekku fyrir meintan ölvunarakstur að- faranótt sunnudags eftir að hafa ekið á ljósastaur á Sæbraut við Kleppsveg í Reykjavík. Að loknum fjölmennum fundi sem stóð í um fjórar stundir í Val- höll í gærkvöldi, þar sem m.a. voru frambjóðendur flokksins í Árborg, ýmsir fulltrúaráðsmenn og forystumenn flokksins, las Ey- þór eftirfarandi yfirlýsingu: „Ég harma innilega það atvik sem átti sér stað sl. nótt þegar ég var tekinn við ölvunarakstur. Slíkt hefur aldrei hent mig áður en er engu að síður óafsakanlegt. Með þessu brást ég trausti sam- flokksmanna minna, stuðnings- manna, fjölskyldu og þeirra kjós- enda sem ég leita eftir stuðningi hjá. Þessa iðrast ég af heilum hug og biðst afsökunar á. Í framhaldi af þessum atburði hef ég, í samráði við samstarfs- menn mína í Árborg og forystu- menn Sjálfstæðisflokksins, ákveðið að axla ábyrgð og draga mig út úr kosningabaráttunni. Nái ég kjöri mun ég að auki taka mér frí frá störfum sem bæjar- fulltrúi í Árborg á komandi kjör- tímabili meðan á málinu stendur og ég tek út mögulega ökuleyfis- sviptingu eða aðra refsingu, eins og lög segja til um. Um þessa niðurstöðu er full samstaða í frambjóðendahópi Sjálfstæðisflokksins í Árborg sem áfram mun vinna ótrauður að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 27. maí. Ég tel að áfengi hafi brenglað dómgreind mína með alvarlegum afleiðingum og hef í kjölfar þessa atburðar ákveðið að fara í áfeng- ismeðferð.“ Eyþór kvaðst hafa játað brot sitt og mundi taka út refsingu eins og lög gera ráð fyrir. Hann sagði þetta vera hörmulegt atvik sem að sjálfsögðu myndi skaða Sjálfstæðisflokkinn í Árborg, en hann vildi biðjast afsökunar og taka á sínum málum. Eyþór Arnalds dregur sig í hlé GEIR H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta hörmu- legt mál, sérstaklega fyrir Eyþór Arnalds. „Ég tel að hann hafi tekið á því af myndarskap og axlað þá ábyrgð sem rétt er að hann axli vegna þessa,“ sagði Geir. „Ég held að sá manndómur sem hann sýnir í þessu máli og tekur á sig, sem hlýtur að vera honum persónulega mjög þungbært, eigi að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn víkur sér ekki undan ábyrgð.“ Geir sagðist styðja niðurstöðu fundarins í Valhöll heilshugar. Að- spurður hversu mikið áfall þetta væri fyrir flokkinn sagði Geir að þetta væri fyrst og fremst persónulegt áfall þessa tiltekna frambjóð- anda. Persónulegt áfall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.