Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 25
og hélt til Danmerkur. Við áttum von á því að hitta hann aftur í sumar. Þannig var það árum saman – hann fór iðulega til lengri dvalar í Kaup- mannahöfn enda borgin honum kunn- ug og kær eftir búsetu þar á árum áð- ur. Myndin góða á Skindbuksen sannar líka að Stefán átti ítök í fyrr- verandi höfuðborg Íslands. Ekki fór hann þó til þess eins að leika sér og slaka á – hann hafði aldrei eins mikið að gera og eftir að hann hætti að vinna! Það lá á að bjarga menningarverðmætum og enginn var betur til þess fallinn að rýna í forna texta og skera úr um þá. Stefán var vandvirkur vísindamaður og viður- kenndur á sínu sviði, það sanna dokt- orsnafnbæturnar. Í hópi okkar sundlaugargesta var hann annálaður fyrir hæversku og prúðmennsku en við nánari kynni hafði hann góða kímni- og frásagn- argáfu. Gammeldansk tengist nafni hans órjúfanlega og í Sundlaug Vesturbæjar ber ein æfingin í morg- unleikfiminni nafn dr. Stefáns og mun minna okkur á að þakka honum góð kynni um ókomin ár. Ógleymanleg var Kaupmannahafn- arferð kjarna morgunhópsins haustið 2004. Stefán undirbjó komu okkar af smekkvísi og kostgæfni og betri leið- sögn um borgina hefði ekki verið hægt að fá. Það framlag hans verður seint fullþakkað. Í Stefáni bjuggu nokkrar andstæð- ur. Hann var í senn sveitapiltur og heimsborgari, jafnvígur á tjald- útilegur og fínustu hótel. Hann var líka íhaldssamur róttæklingur og hljóðlátur gleðigjafi. Í minningu okk- ar var hann þó umfram allt góður fé- lagi sem verður saknað. Þakkarvert er að hann skyldi burt- kallaður beint úr önnum starfsins og í borginni sem var honum svo kær. Að- standendum sendum við samúðar- kveðjur. Stefán kemur ekki í Vesturbæjar- laugina í sumar en við væntum þess að hitta hann síðar á landi lifenda. F.h. vinanna í Sundlaug Vestur- bæjar, Ólafur Jóhannsson. Góður vinur minn og samstarfs- maður er fallinn frá. Við slíkar fréttir setur mann ósjálfrátt hljóðan og minningarnar hrannast að. Þyrlast upp, væri e.t.v. betra að segja því að við fréttir sem þessar láta hugsanirn- ar stundum ekki að stjórn og hverfast hver um aðra í einhvers konar skýi. Stefáni kynntist ég fyrst þegar ég var stúdent og þurfti að fá mann til að vera heiðursgestur á þorrablóti Mím- is, félags stúdenta í íslenskum fræð- um. Ég hafði heyrt að hann væri skemmtilegur, auk þess að vera virt- ur fræðimaður, og ákvað að tala við hann. Stefán tók erindinu vel og sýndi þá þegar á sér hlið sem ég átti eftir að kynnast vel: hann reyndist bæði greiðvikinn og ræðinn. Skylda heið- ursgests á þorrablóti var að flytja ræðu og vera skemmtilegur. Stefán uppfyllti skilyrðin með ræðu sem mig minnir að hann hafi nefnt: Þrettán ástæður fyrir því að vera þrettán ár í námi, og svo ætlaði hann að tala í þrettán mínútur og bað mig að láta sig vita þegar þær væru liðnar. Ég gerði það náttúrlega ekki og hann tal- aði í meira en hálftíma. Mér finnst ræðan lýsa honum vel: Hann vildi fræða okkur, koma því að hjá okkur að ekkert lægi á, við skyld- um gefa okkur tíma til að njóta lífsins, læra og kynnast veröldinni og fræð- unum, og þarna hljóp tíminn frá hon- um eins og stundum vildi gerast. Það má segja að samskipti okkar hafi einnig verið á þessum nótum. Hann var alltaf tilbúinn til að hjálpa, gefa af sér og ræða málin hvort heldur sem var á skrifstofunni eða yfir bjórglasi en hann lagði líka áherslu á að menn vönduðu vel til verka og gat orðið reiður yfir hugmyndum sem honum þótti heimskulegar. Hann var hlýr, örlátur og gestrisinn. Margt lærði ég af honum, kannski vegna þess að ég fetaði að nokkru leyti í fótspor hans en einnig vegna þess að með okkur tókst vinátta þrátt fyrir nokkurn ald- ursmun. Við urðum oft samferða til útlanda á ráðstefnur og fundi og þá kom mér á óvart að gamli skátinn og fræðimaðurinn, sem villtist nánast aldrei í frumskógi íslenskra rithanda og stafkróka og þekkti skrift ótrúlega margra skrifara fyrri alda, skyldi eiga erfitt með að rata í ókunnri borg og setja á sig kennileiti húsa og gatna. Mér var það hins vegar ánægja að geta aðstoðað minn góða vin í þessum ferðum. Íslensk fræði hafa misst góðan liðs- mann og afburðafræðimann. Hans verður sárt saknað af ótal vinum og kunningjum, íslenskum sem erlend- um, bæði sem fræðimanns og félaga. Guðvarður Már Gunnlaugsson. Síst átti ég von á því þegar við Stef- án kvöddumst fyrr í vor áður en hann hélt til Hafnar að það yrði okkar hinsti fundur. Stefán hlakkaði til Hafnardvalarinnar þar sem hann hugðist halda áfram rannsóknum sín- um á handritum Guðmundar sögu biskups; starfsorkan virtist óskert og áhuginn og gleðin yfir viðfangsefninu óbilandi. Með þessari sömu smitandi gleði og áhuga miðlaði Stefán nem- endum sínum af einstaklega yfir- gripsmikilli þekkingu sinni á íslenskri málsögu, handritum, skrift og skrif- urum og það var ekki hægt annað en hrífast með: Stefán útskýrði aldurs- greiningu miðaldahandrits, benti á líkleg heimkynni skrifarans út frá hendi í staðsettu fornbréfi, sýndi okk- ur sömu rithönd í öðrum handritum þar sem nokkrir aðrir skrifarar áttu einnig hlut að máli; fyrr en varði var kominn heill skrifaraskóli og það var eins og miðaldaskrifararnir lifnuðu við í umfjöllun Stefáns. Mér þótti sérstakt lán að fá að njóta leiðsagnar Stefáns við meistara- verkefni í íslenskri málfræði við Há- skóla Íslands, traustrar leiðsagnar sem byggð var á langri reynslu hans af handritarannsóknum, textaútgáf- um og kennslu. Stefán var líka af- skaplega örlátur á tíma sinn, hollráð og hvatningu og jafnan fús til að leysa úr vanda annarra en ekki síður til að segja frá fræðilegum álitamálum eða uppgötvunum sem tengdust hans eig- in viðfangsefnum. Spjall við Stefán var því alltaf bæði skemmtilegt, lær- dómsríkt og uppörvandi. Á kveðju- stund koma upp í hugann fjölmargar góðar minningar, af Árnastofnun, af samverustundum í Kaupmannahöfn, sem Stefán þekkti betur en flestir Ís- lendingar, eða af heimsóknum til Stefáns í skóginn í Fnjóskadalnum, þar sem hann dvaldist oft á sumrin, en fyrst og fremst þó virðing og þakk- læti fyrir kennsluna, hvatninguna og vináttuna. Haraldur Bernharðsson. Með ljúfar minningar í farteskinu kveðjum við mætan mann sem um árabil deildi með okkur þaki. Ég var ekki gamall að árum þegar Stefán flutti inn í húsið við Víðimel. Fannst hann spennandi maðurinn á efri hæð- inni sem grúskaði í gömlum bókum, kunni slungnar sögur, skartaði hvítu skeggi, tók í nefið og ferðaðist um á hjóli. Í mínum augum var Stefán rammíslenskur heimsborgari, maður þekkingar, reynslu og visku á sama hátt og kollegi hans á Árnastofnun og náinn fjölskylduvinur okkar, Hall- freður Örn Eiríksson, sem einnig er farinn til feðra sinna. Nokkru síðar, á háskólaárunum, fluttum við Sigga í kjallaraíbúðina í húsinu. Nutum þess þá oft að rabba við hann um flest í mannheimum, fortíðina, framtíðina og fræðin. Af góðmennsku sinni las hann yfir torræða texta háskólastúd- entanna og með íbyggnu brosi og auga dregnu í pung hjálpaði hann okkur að skilja eigin skrif! Og á síð- ustu árum gátum við í tvígang fengið afnot af íbúð Stefáns þegar við vorum á milli þaka. Verður það nú aldrei full- þakkað. Stefán snart þá sem honum kynnt- ust og svo á sannarlega við um okkur. Minningin lifir um okkar góða granna og vin. Steinunni og fjölskyldu send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Andri og Sigríður Laufey. Vinátta okkar Stefáns Karlssonar nær aftur til ársins 1995. Þá sótti ég hjá honum námskeiðið sem hvað mest hefur gagnast mér í starfi. Ég get stært mig af því að hafa lært hand- ritalestur og fornan framburð hjá mesta handritafræðingi landsins. Stefán jós úr sínum mikla þekking- arbrunni og nemendum hans var aug- ljóst að hann var ekki aðeins afburða fræðimaður heldur einnig einstakt góðmenni. Upp úr þessu þróaðist kær vinátta. Alltaf mátti leita til Stefáns með spurningar sem vörðuðu fræðin og ræða við hann málin. Minnisstætt er náið samstarf við hann fyrir opnun Þjóðminjasafns Íslands. Hið sérstaka verkefni okkar snerist um að koma á símasambandi við ýmsa liðna Íslend- inga! Skáldskapartextar voru samdir og lagðir þeim í munn, leikarar fengn- ir til að flytja þá og upptökunum kom- ið fyrir í hljóðstöðvum á Þjóðminja- safninu. Textarnir áttu að skemmta og fræða en sagnfræðilegrar ná- kvæmni skyldi gætt og fornu orðalagi haldið. Ég fékk því Stefán til að rit- rýna þá og bæta með tilliti til málfars fyrri alda. Auk þess lék hann gamla dularfulla þulinn sem stundum tekur til máls og þökk sé honum má í sum- um hljóðstöðvunum heyra bergmál aftan úr öldum af framburði forn- manna. Stefán dvaldi oft í sumarhúsi sínu á Oddeyrargötu á Akureyri. Þangað heimsótti ég hann þegar ég hóf störf í fornleifarannsókninni á Hólum í Hjaltadal og fékk mér til mikillar undrunar afhentan lykil að húsinu með þeim orðum að mér væri velkom- ið að nota það hvenær sem væri. Ég hikaði við að þiggja svo höfðinglegt boð en þegar fram leið varð hús hand- ritafræðingsins á Akureyri kærkomið athvarf. Við Stefán áttum margar ánægjulegar stundir fyrir norðan og heimsóttum líka hinn skjólsæla skóg- arreit hans í Fnjóskadalnum. Á sumr- in reisti Stefán þar veglegt hústjald og fór í útilegur frá sumarhúsi sínu. Úr skógarrjóðrinu liggur stígur að litlum hjalandi læk og þar var geymd- ur heimabruggaður mjöður að hætti Stefáns. Þegar gesti bar að var þeim jafnan boðið að bragða á þessum ódá- insveigum. Ég vissi aldrei hvers vegna mér hlotnaðist slík gæfa en þessi góðlyndi maður tók ástfóstri við mig og dekraði við mig í hvívetna. Ég var föðurlaus en sagði stundum við hann hálft í gamni og hálft í alvöru að hann væri faðir minn í fræðunum. Vinátta Stef- áns var mikil gjöf sem ég fæ aldrei nógsamlega þakkað. Í vinahóp Stef- áns voru raunar skörulegar fræðikon- ur á öllum aldri. Hann var umkringd- ur valkyrjum ekki síður en Óðinn konungur Ása. Ástvinir þessa ljúf- lings og fræðaheimurinn allur syrgja fráfall hans. Sárastur er þó missir Steinunnar dóttur Stefáns, Arthurs tengdasonar hans og dótturdætranna, Helgu, Önnu og Höllu. Þeim votta ég mína dýpstu og innilegustu samúð. Rúna K. Tetzschner. Árið 1989 kom út bindi í ritröðinni Íslensk þjóðmenning sem Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri og bókaútgefandi, hratt af stað, en hlaut ekki þær viðtökur sem hann hafði vonast eftir og honum auðnaðist þess vegna ekki að ljúka. Titill þessa bindis er: Munnmenntir og bókmenning. Fyrsta greinin í bókinni, Tungan, er eftir Stefán Karlsson, prentuð á blað- síðu 1–54. Sú grein er endurprentuð og aukið við hana ritaskrá á blaðsíðu 19–75 í Stafkrókar, safni ritgerða eftir Stefán Karlsson sem Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi gaf út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2. desember 1998. Í þessari ritgerð hefur Stefáni Karlssyni tekist að koma saman yf- irliti yfir þróun íslenskrar tungu frá fyrstu leifum ritaðs máls frá síðari hluta tólftu aldar og allt fram undir hrakfarir tungunnar á upplifunaröld. Ritgerðin hefst á greinargerð fyrir uppruna og ætterni íslenskrar tungu og skyldleika hennar við önnur mál, en síðan er vikið að því sem ráðið verður af elstu rituðum heimildum um framburð og hljóðkerfi tungunnar, sem hefur hljómað harðla ólíkt því máli sem talað var hér á landi á síð- ustu öldum. Til dæmis verður að gera ráð fyrir að á tólftu öld hafi verið 27 sérhljóð og 3 tvíhljóð í málinu, að- greind eftir myndunarstað í talfær- um, hljóðlengd, stutt sérhljóð og önn- ur löng, og löngu sérhljóðin í tveimur flokkum, eftir vissum reglum ýmist nefjuð (nefkveðin) eða ekki. Síðan rek- ur Stefán þær breytingar sem smám saman verða á málkerfinu, bæði sér- hljóðum og samhljóðum og hvernig þessar breytingar koma fram í varð- veittum handritum, öld eftir öld, og síðar meir í prentuðum bókum. Ég minnist á þessa ritgerð vegna þess að hún er skýrt dæmi um yfir- burða þekkingu Stefáns Karlssonar á þróun íslenskrar tungu á liðnum öld- um og hve mikilli vitneskju hann bjó yfir um íslensk handrit, stafsetningu og rithendur allt frá upphafi ritaldar og fram yfir siðaskipti. Þessari vitn- eskju var hann laginn að miðla bæði í rituðu og töluðu máli. Ritgerð sú sem hér er gerð að umtalsefni er dæmi- gerð fyrir vinnubrögð hans, skrifuð á skýru og tilgerðarlausu máli og vísað af trúmennsku í í rit fræðimanna sem áður hafa fjallað um margt af því sem í ritgerðinni er tekið til nýrrar athug- unar. Fjallað er um allar breytingar á hljóðkerfi, beygingum og orðaforða á skýran og hlutlausan hátt eftir ströng- ustu kröfum um vísindaleg vinnu- brögð, gerð grein fyrir staðreyndum, en ekkert tilfinningalegt mat lagt á hvað þær staðreyndir leiða í ljós. Þar með er ég ekki að segja að Stefán hafi látið sér á sama standa um allar mál- breytingar, til dæmis það að gamlar sagnir eru að hverfa úr málinu (t.d. ganga, finnast, mér finnst ég vera). Í þeirri grein sem ég hef hér nefnt sem eitt af mörgum ómetanlegum þarfa- verkum Stefáns Karlssonar komu dómar af slíku tagi ekki málinu við. Nú er Stefán Karlsson horfinn af sviðinu, einn af fremstu vísindamönn- um Íslendinga. Við þökkum fyrir verk hans, þökkum vináttu hans og ógleym- anlega samveru. Ólafur Halldórsson. Mikið skarð er höggvið við fráfall Stefáns Karlssonar. Ekki bara í sam- félag fræðanna þar sem Stefán var máttarstólpi heldur og í mannfélagið en þar var Stefán afbragð annarra manna. Fundum okkar Stefáns bar fyrst saman veturinn 1992–3. Stefán kenndi þá handritalestur við íslenskuskor Háskóla Íslands ásamt því að starfa á Árnastofnun. Kennslan stóð allan vet- urinn og fór fram með þeirri fumlausu þolinmæði sem einkenndi Stefán. Lesnar voru síður úr kennslubók Árna Böðvarssonar, stafkrókar gaum- gæfðir og málið brotið til mergjar. Stundum bauð Stefán hópnum niður á stofnun að skoða alvöru handrit. Að fá þannig leyfi til að glugga í Flateyjar- bók, Konungsbók eddukvæða eða Gráskinnu Njálu var ótrúlega spenn- andi og nóg til að kveikja áhugann á handritum fyrir lífstíð. Í lok nám- skeiðsins bauð Stefán nemendum heim til sín í flatbrauð með norð- lensku hangiketi og öl sem hann hafði heitt sjálfur. Maturinn var ágætur og ölið framúrskarandi enda hafði Stef- án þá verið ölgerðarmaður í rúm 20 ár, eða allt frá því hann flutti til Ís- lands frá Danmörku um 1970. Án mjaðarins góða var auðvitað ekki bú- andi á Íslandi. Stefán var einn af síðustu stóru fíló- lógunum. Makalaust er að velta fyrir sér lærdómsniðjalínunni í því sam- hengi. Stefán var skólaður í norrænni fílólógíu í Kaupmannahöfn hjá Jóni Helgasyni, Jón hafði numið af Finni Jónssyni sem aftur nam af Konráði Gíslasyni. Konráð lærði í Bessastaða- skóla hjá Sveinbirni Egilssyni og Hallgrími Scheving og í Kaupmanna- höfn hjá Madvig og Rask. Inn í þenn- an snillingahóp blandast menn eins og Jón Sigurðsson og Finnur Magn- ússon, Grímur Thorkelín og Hannes Finnsson, Jón Grunnvíkingur og Árni Magnússon. Ég er ákaflega stoltur af því að hafa verið nemandi Stefáns og partur af þessari línu. Hallgrímur J. Ámundason. Hér vildi ég kveðja góðan vin. Fyrsti fundur okkar var nokkuð óvæntur og skemmtilegur eftir því. Ég var túlkur franskra kvikmynda- gerðarmanna sumarið 1978 og var förinni m.a. heitið á Árnastofnun. Þar ætlaði ég að losna við þá þótt merki- legir væru enda danskur túlkur þeirra, falleg kona, loks kominn til landsins og því þóttist ég geta skilið þau eftir á stofnuninni. Nei, það var ekki við það komandi. Við Stefán, sem hafði tekið á móti okkur, skyldum leika leiðbeinanda og gest á handrita- sýningunni í þágu heimildarmyndar- innar. Við létum undan og hófum leik- inn. Tökurnar urðu margar því við hlógum svo dátt. Ég er ansi hrædd um að við höfum endað á því að vera allt að því ströng á svip í myndinni vegna þess hvað við vorum einbeitt í að hafa stjórn á hláturtauginni. Okkur var einfaldlega skemmt. Þannig birtumst við á besta tíma í franska sjónvarpinu eitt sunnudags- kvöldið. Nær tuttugu árum síðar þeg- ar ég kom heim og fór að venja komur mínar á Árnastofnun var eins og við Stefán hefðum sést í gær. Einhver samhljómur sem aldrei gleymist. Heiðarleiki Stefáns var heillandi. Bros hans ógleymanlegt. Návist hans sérlega hlý. Hrífandi fallegur maður. Ég votta hans nánustu einlæga samúð mína. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 25 MINNINGAR ✝ Þuríður BáraSigurðardóttir fæddist á Eyrar- bakka 14. maí 1950. Hún lést á heimili sínu 3. maí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Guðlaugsson, f. 26. apríl 1914, d. 17. okt. 1984, og Guð- munda H. Gests- dóttir, f. 24. apríl 1918. Systkini Þur- íður voru Valgerð- ur, f. 29.7. 1940, d. 7.5. 1998, Kristín Erla, f. 19.3. 1943, Egló, f. 9.4. 1955, d. 2.9. 1955, og Rafn, f. 20.7. 1958. Hinn 1. janúar 1981 giftist Þuríður Jóhannesi Ólafs- syni, f. 19. sept. 1952, þau skildu 2001. Þuríður vann lengst af við sjó- mennsku og versl- unarstörf, síðast í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Útför Þuríðar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Kveðja frá starfsfélögum í Fjarðarkaupum Hún fór ekki um með hávaða og látum hún Þurý, en alltaf svo ein- staklega notaleg, ábyggileg og bros- andi, allt sem henni var falið að gera var í góðum höndum og leyst eins vel og best varð á kosið. Hún vann hjá fyrirtækinu af samviskusemi í tæp 15 ár og mörg okkar unnu með henni allan þann tíma. Þessa ljóðlínur koma í hugann þegar samskipti okkar eru hugleidd: Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest, að fegursta gjöf sem þú gefur, er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, auga sem glaðlega hlær, hlýju í handartaki hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálar sjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson.) Að leiðarlokum þökkum við ljúfa samfylgd. Sigurbjört Þórðardóttir. ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.