Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN 4. maí var tekin sú ákvörðun að fundum alþingis skyldi frestað fram yfir sveit- arstjórnarkosningar. Alþingi tekur þá ákvörðun að fresta efnahags- umræðum enn og aftur. Álitið er að lítill tilgangur felist í því að halda þingfundum áfram um sinn. Það er niðurstaða forseta þingsins eftir fundi sína með formönnum þing- flokka og formönnum stjórnarflokka. Eðli- legt og sanngjarnt væri að veita sveit- arstjórnarmönnum mikið rými fyrir kosn- ingabaráttu sína. Mál- in sem fylgdu í kjöl- farið ollu því að ég fór að hugsa enn frekar um gang mála. Ekki leið lengri tími en frá fjögur-fréttum og fram að umræðum eftir kvöldfréttir að tónninn varð annar í stjórnarliðinu en heyrst hafði fyrr, þeir segjast hafa ávallt verið til í að ræða efnahagsmálin en stjórnarandstaðan hamlað fram- gangi mála. Einungis nokkrum klukkustundum fyrr var vísað á bug ósk stjórnarandstöðunnar um að ræða um efnahagsmál og það ekki á kurteisan hátt. Já, tíminn var kannski naumur, þennan loka- dag þingsins, en hversu oft var málið ekki tekið fyrir áður? Það er engin nýjung að menn skelli skuldinni á einhvern annan í stað þess að standa við gjörðir sín- ar. Frá því að ég var barn var mér kennt að standa við það sem ég gerði, gott og slæmt, og að horfa upp á manneskjurnar sem eiga að bera hagsmuni ríkisins og velferð fyrir brjósti hlaupast á brott frá mikilvægum skyldum er mér alveg óskiljanlegt. Hlaupið er frá hverju málinu á eftir öðru eða þá að því er vísað milli ráðherra þvers og kruss. Það sem mér fannst verst af öllu var að heyra háttvirtan alþing- ismann hlæja og sýna mikla léttúð gagnvart mikilvægu máli sem ligg- ur nú á herðum þjóð- arinnar og að fá fleiri alþingismenn með sér þótti mér enn verra. Þetta er ekki húmor. Mikið er ég búin að vera að velta stöðu mála í dag fyrir mér þar sem ég er ungur nýliði í því að nenna að fylgjast með póli- tík. Það er að mörgu leyti sérstakt að horfa upp á stöðu mála í dag. Skattar hækkaðir á hina efnaminni og lækkaðir á hina efnameiri. Lífeyr- issjóður aldraðra borgara merg- soginn. Af hverjum, jú ríkinu. Réttlátt? Nei, langt í frá. Þau sem hafa borgað skatta allt sitt líf. Mik- ið er ég fegin að kannski er það eitthvað sem nær til eyrnanna á stjórn ríkisins og ef það er „geð- vonska“ er ég sannur fylgjandi hennar. Eftir því sem minni pen- ingur verður í buddunni efast ég heldur ekki um að geðvonska fer vaxandi meðal þegna landsins. Eins og raun bar vitni var horft upp á ríkisstjórnina hlæja að al- vöru lífsins. Ég kom varla upp orði af hneykslun þegar ég heyrði á hvern hátt efnahagsmálum var vís- að á bug, þennan síðasta dag þingsins, og þegar sagt var að geð- vonska vinstri grænna gætti ýtt undir verðbólgu. Hvað er að? Allir sem eru ekki á háum launum gera sér grein fyrir að verð fer stöðugt hækkandi í búðum í dag. Mér þyk- ir stjórnin vera að gera lítið úr sér með því að hlaupa undan eigin gjörðum og fresta mikilvægu máli aftur og aftur, sem snýst um vel- ferð ríkisins, alþýðunnar og lands- ins, og skella svo skuldinni á stjórnarandstöðuna. Kannski svo að þeir geti predikað um betra fjöl- skyldulíf og annað eins fyrir kosn- ingar en ekki um það sem því mið- ur skiptir máli fyrir velferð hverrar fjölskyldu og vellíðun, en það eru m.a. efnahagsmálin á hverjum bæ, fyrr en eftir kosn- ingar. Kannski svo að þeir geti stungið af með skottið milli lapp- anna í harða kosningabaráttu með eins mörgum auglýsingum og þeir geta um velferð fjölskyldna. Mik- ilvæg og flókin langtímamál er betra að geyma þar til eftir kosn- ingar, ekki mega nú þegnar rík- isins mynda sér ranga skoðun. Hin vitru orð langafa míns koma mér oft til hugar um þessar mundir: Þeir vita vel hvað þeir gera. Ekki góður húmor Rut Kaliebsdóttir fjallar um stjórnmál ’Mikilvæg, flókin oglangtíma mál er betra að geyma þar til eftir kosn- ingar, ekki mega nú þegnar ríkisins mynda sér ranga skoðun.‘ Rut Kaliebsdóttir Höfundur er verðandi laganemi. Í KÍNA hafa fundist yfir 1.000 ára gömul kort af hvítum augans þar sem hinar ýmsu æðar og línur hafa verið teiknaðar til merkis um álag á líffæri eða líffærakerfi. Hvítan er sann- arlega lifandi skjár. Nútímavísindi hvítufræða hafa tekið miklum fram- förum í gegnum rannsóknir á síðustu öld en helstu forkólfar eru í Bandaríkjunum. Í hvítunni má finna upp- lýsingar sem bæði eru aðgengilegar og gagn- legar. Hæfnina til að lesa úr litum og merkj- um hvítunnar geta flestir tileinkað sér á góðu námskeiði. Það krefst ekki sér- staks tæknibúnaðar að sjá helstu liti og merki augans og þeir sem vilja nota hvítugrein- ingu sem stuðnings- tæki geta einfaldlega gluggað í hvítuna með eða án stækkunar- glers. Þeir sem starfa við augngreiningu nota þó oftast myndavél sér til hægðarauka. Staf- rænar ljósmyndir eru teknar af litunni og öll- um fjórum hliðum hvít- unnar, samtals 10 myndir, sem síðan eru settar í tölvu þar sem þær eru skoð- aðar gaumgæfilega. Hvítan er kort- lögð eins og lithimnan og því skiptir máli hvar æðar eiga upptök sín, í hvaða líffærum, hvaða leið þær fara og hvernig þær líta út; hvort þær eru hlykkjóttar, beinar, mjóar eða sver- ar. Einnig skiptir litur æðanna máli, þær sem liggja dýpra eru dökk- rauðar og tengjast líffærum en þær sem eru ljósrauðar og liggja ofar í hvítunni eru tengdar huglægum og tilfinningalegum þáttum. Þegar al- varlegir sjúkdómar eru í uppsiglingu gefur hvítan einnig alvarleg merki sem eru öðruvísi en hefðbundin álagsmerki. Hvítan gefur líka til kynna áhrif eiturefna á líffæri og ef aðskotadýr hafa tekið sér bólfestu í líkamanum. Hvítugreining er góð viðbót við aðrar greiningaraðferðir og hentar öllum sem vinna við heilsu s.s. lækn- um, nuddurum, kírópraktorum, hómópötum, grasalæknum og nær- ingarfræðingum sem og öðrum sem áhuga hafa. Dr. Leonard Meh- mauer mun kenna hvítugreiningu á Íslandi nú í maí. Grunnur nám- skeiðsins er greiningin sjálf, þ.e. listin og vís- indin að greina liti og merki augans. Áherslan er þó ekki síður á al- menna heilsugæslu, hvernig maður kennir fólki að lifa heilbrigðara lífi. Leonard hefur sett fram 7 vegvísa til heil- brigðis og eru þar efstir á lista þættir eins og hreinn ómengaður mat- ur, nægileg hreyfing og hvíld. Einnig leggur hann áherslu á mik- ilvægi andlegrar iðk- unar og að sérhver manneskja hlúi að vel- líðan og hamingju sinni m.a. með réttu starfs- vali. Það heildarnámskeið sem nú verður boðið upp á á Íslandi spannar 60 stundir á 6 dögum. Námið er sett fram með hágæða nútíma tækni og er lifandi og skemmtilegt. Námskeiðið er öllum opið. Þetta er í annað sinn sem Grand Medicine kemur til Íslands. Dr. Leonard á að baki margra áratuga reynslu við náttúrulækningar. Síðustu tíu ár hef- ur Grand Medicine einbeitt sér að rannsóknum og kennslu. Sjá www.eyology.com Hvítan er lifandi skjár Lilja Oddsdóttir fjallar um lithimnugreiningu Lilja Oddsdóttir ’Hvítugreininger góð viðbót við aðrar greining- araðferðir og hentar öllum sem vinna við heilsu.‘ Höfundur er lithimnufræðingur, lithimnugreining@gmail.com. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í ÞJÓÐFÉLAGINU er verið að tala um að stytta menntaskólann. Menntaskólanemar eru ekki ánægðir með það, og ekki ég heldur. Mér finnst góð hugmynd að stytta skóla- göngu nemenda, en ekki á þessum stað. Ég er búin að fara í gegnum leikskólann og langt komin með grunnskólann og þegar ég fer í menntaskóla vil ég fá mín fjögur ár eins og allir aðrir sem hafa verið í honum hingað til. Það er oft sagt að árin í menntaskóla séu skemmtilegasti tími ævinnar, hvers vegna að stytta skemmtilegasta tíma ævinnar? Það er líka oft sagt að í menntaskóla fái maður meira frelsi um hvað maður lærir heldur en t.d. í grunnskóla, maður kynnist krökkum sem hafa sömu áhugamál og maður sjálfur og getur lært meira af því sem maður hefur áhuga á en í t.d. grunnskól- anum. Í grunnskóla eru allir steyptir í sama form, allir eiga að læra jafn mikið af þessu og hinu. En það eru ekki allir jafn góðir í öllu, en samt þurfa allir að vera nákvæmlega á sama stað í náminu. Þeir sem eru fljótir að læra og gengur vel í grunn- skólanáminu þurfa alltaf að bíða eftir hinum sem eru ekki eins fljótir. Það er eðlilegt að ekki séu allir jafn góðir í öllu, en hvers vegna ekki að leyfa þeim sem eru rosalega duglegir í stærðfræði, svo dæmi sé tekið, að fara hraðar yfir og fara kannski ein- um bekk ofar bara í því fagi. Þá væri líka hægt að gera meira fyrir þá sem ekki komast jafn hratt yfir. Eins og kerfið er í dag bitnar það bæði á þeim sem eru fljótir að læra og hinum sem eru seinir. Það ætti að spinna námið meira eftir einstaklingum og færni þeirra. Börn þurfa meiri tilbreytingu, meira af verklegum fögum. Það þarf að læra meira í gegnum verkleg verk- efni og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Krakkar leggja miklu meira á minnið það sem þau hafa gert í verkefnum, myndum og upplýs- ingaleit heldur en það sem er bara skrifað inn í stílabók. Börnin mættu vera þátttakendur í að skipuleggja námið og fá að segja sína skoðun. Er ekki bara miklu betra að stytta grunnskólann frekar en mennta- skólann, byrja að kenna krökkum að lesa, skrifa og reikna fimm ára í leik- skólanum þannig að þegar krakk- arnir koma 6 ára í grunnskólann fara þau að læra það sem krakkarnir í sjö ára bekk læra núna? Í leikskólanum er hægt að læra að lesa, skrifa og reikna í gegnum leik. Þá er líka hægt að sleppa tíunda bekk og maður er komin með stúdentspróf nítján ára, ef allt gengur vel. Það er staðreynd að því yngri sem börn eru því næmari eru þau og fljót- ari að læra. Þess vegna er skyn- samlegt að kenna þeim sex ára efnið í leikskóla. Nú fara næstum allir krakkar í leikskóla og börn eru líka miklu lengur á hverjum degi í leik- skóla núna en fyrir tuttugu árum og því er miklu meiri tími til að kenna þeim. HARPA DÍS HÁKONARDÓTTIR, 13 ára, Kársnesbraut 99, Kópavogi. Hvar á að stytta skólann? Frá Hörpu Dís Hákonardóttur: Harpa Dís Hákonardóttir MIKIL umræða hefur átt sér stað um Reykjavíkurflugvöll. Mér hefur fundist lítið bera á skoðunum flugmanna til vallarins en þeir virð- ast flestir hafa skoðun á þessu máli, enda hags- munaaðilar. Margur maðurinn hefur tjáð sig. Sumir vilja flytja flugvöllinn, þ.e.a.s. leggja hann niður og jafnvel byggja nýjan flugvöll á meðan aðrir vilja halda flugvelli í Vatnsmýrinni í breyttri eða óbreyttri mynd. Ég er þeirrar skoðunar að flugvöll- urinn eigi að vera í Vatnsmýrinni en úti- loka ekki aðra kosti sem eru þó að mínu mati verri. Af hverju er staðsetning flugvallarins ákjósanleg? 1. Veðurfar á flugvellinum er gott, miðað við nágrenni hans. Sjávarselta eða ísing á flugbrautum er ekki til vandræða, sviptivindar í aðflugi eru litlir sem engir og landslag í kringum hann tiltölulega slétt, fyrir utan Öskjuhlíðina og Kársnesið. 2. Aðflug að vellinum fer að mestu fram yfir sjó, sem er öruggt og veldur afar lítilli truflun fyrir nágranna vallarins. 3. Flugvöllurinn er stutt frá þeirri þjónustu sem höfuðborgin veitir landsbyggðinni og allri stjórnsýslu landsins. 4. Flugvöllurinn er stutt frá full- komnustu sjúkrahúsum landsins og styttir það flutningstíma sjúklinga í neyð. Af hverju er staðsetning flugvall- arins óæskileg? Hann tekur gríðarlega mikið af verðmætu landsvæði sem hægt væri að nýta í annað (sjá lið 3 hér að neðan). Af hverju er flutningur flugvallarins æskilegur? Þá losnar gríðarlega mikið af verðmætu landsvæði sem hægt væri að nýta í annað (sjá lið 3 hér að neð- an). Af hverju er flutningur vallarins óæskilegur? 1. Með samkomulagi borgar- og samgöngu- yfirvalda var ráðist í endurbætur á vellinum fyrir milljarða króna, en sú endurbygging var nauðsynleg til að öryggi yrði tryggt. Slík fjárfesting þarf tíma til að borga sig þó fram- kvæmdin sem slík hafi strax skilað árangri með auknu flugöryggi. 2. Kostnaður sem fylgir bygg- ingu flugvallar er gríðarlega mikill eða 11–25 milljarðar króna. 3. Ágóði sem menn ætla sér af sölu á lóðum á þessu svæði er áætl- aður skv. gefnum forsendum. Hafa ber í huga að dýrt getur reynst að byggja í mýrinni út af mýrlendinu. Vel má þó vera að hægt sé að reikna framkvæmdina sér í hag, ef notast er við algengt fasteignaverð í dag og sömuleiðis byggingakostn- að við nýjan flugvöll. En þar sem við erum að tala um framkvæmdir upp á tugi milljarða sem spannar margra ára tímabil, mega for- sendur lítið breytast til að allt fari í bullandi tap. Hver er tilbúinn til að borga fyrir það? Kaffihúsagest- urinn í Vatnsmýrinni eða kannski námsmaðurinn í Þekkingarþorp- inu? 4. Erfitt er að finna jafngott flugvallarstæði í þessari nánd við höfuðborgina. Þó má vissulega hugsa sér Álftanes þar sem lítið er um hindranir og aðflug ágætt í flestum skilyrðum. Uppfylling á Lönguskerjum er fráleit hugmynd sem er dýr, erfið og vitlaus allt í senn. Hverjum dettur í hug að fylla land á skerjum á Íslandi? Eins og það skorti landrými. 5. Mengun á höfuðborgarsvæðinu og í kringum miðbæinn myndi stór- aukast, sem og hávaði og umferð. Þetta staðfesta mengunar- og há- vaðamælingar í kringum flugvöll- inn. Margir eru eflaust ósammála mér. Verði þeim að góðu. Reykja- víkurflugvöllur verður aldrei einka- mál Reykvíkinga. Hann er sam- göngutæki allrar þjóðarinnar og nauðsynlegt mannvirki til að tryggja jafnræði einstaklinga. Ég er fylgjandi líflegu samfélagi á Ís- landi fyrir alla, ekki bara höf- uðborgarbúa. Ég kýs að allir fái að njóta jafnréttis til náms og heil- brigðisþjónustu, ekki bara höf- uðborgarbúar. Ég óska að öllum séu tryggðar eðlilegar og greiðar samgöngur að þessari dýrmætu þjónustu, ekki bara höfuðborg- arbúum. Ég vil að við nýtum okkar miklu þekkingu og vit í góða hluti. Flutningur Reykjavíkurflugvallar er ekki einn af þeim. Reykjavíkurflugvöllur – hvað er málið? Kári Kárason fjallar um flugvallarmálið ’Margir eru eflaustósammála mér. Verði þeim að góðu. Reykjavík- urflugvöllur verður aldrei einkamál Reykvíkinga.‘ Kári Kárason Höfundur er flugstjóri hjá Icelandair.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.