Morgunblaðið - 08.06.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 B 15
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóriLandsbankans, reyndist sann-spár, er hann sagði við blaða-
menn Morgunblaðsins á mánudag, í
tilefni tilkynningar Standard & Po-
or’s, að hann óttaðist að fréttir af
breyttum horfum á mati ríkissjóði úr
stöðugum í neikvæðar yrðu tengdar
við fréttir af brotthvarfi Halldórs Ás-
grímssonar forsætisráðherra úr
stjórnmálum. Það hefði verið óheppi-
leg tilviljun að þessar fregnir hefðu
borið upp á sama dag.
„Ég hef áhyggjur af því að menn
fari að tengja þetta tvennt saman en
þetta eru ótengd atriði. Ég er hins
vegar viss um að einhverjar fréttir
muni tengja þetta saman,“ sagði Sig-
urjón.
Þetta varð raunin. Blekið á þessum
orðum var vart þornað er lesa mátti
frétt á þriðjudag í hinu virta og víð-
lesna viðskiptablaði, Financial Times,
um afsögn Halldórs, ásamt mynd af
honum, þar sem við sama tækifæri
var greint frá mati Standard & Po-
or’s. Jafnframt var sagt að með því að
Geir H. Haarde settist í stól forsætis-
ráðherra gæti komist á stöðugleiki og
FT bætti um betur í gær með frétt
þar sem Geir er hvattur til að draga
úr ríkisútgjöldum.
„Vinir okkar“ í Danske Bank voru
sömuleiðis snöggir til, eftir að til-
kynningin frá Standard & Poor’s
birtist í vikubyrjun, og töldu hana
ásamt afsögn Halldórs vera slæmar
fréttir sem gætu aukið líkur á harðri
lendingu í íslensku efnahagslífi. Ekki
kemur á óvart að Danirnir taki fljótt
undir vangaveltur sem eru í samræmi
við þeirra sjónarmið.
Áhyggjur Sigurjóns Þ. Árnasonar
eru skiljanlegar og sprottnar af þeirri
staðreynd hve erlendir fjölmiðlar eru
farnir að fylgjast grannt með íslensku
efnahagslífi. Aukin umfjöllun hefur
sýnt að hún byggist ekki alltaf á mik-
illi þekkingu á aðstæðum hér á landi.
Fréttir Financial Times og ann-
arra erlendra miðla sýna hins vegar
mikilvægi þess að við núverandi að-
stæður í efnahagsmálum ríki stöð-
ugleiki í stjórnmálum. Stjórnmálin
geta sannarlega haft áhrif á and-
rúmsloftið í viðskiptalífinu. Vandi
bankanna við að endurfjármagna sig
á erlendum mörkuðum hefur verið
nægur að undanförnu, að ekki bætist
við óvissa í íslenskum stjórnmálum.
Slíkri óvissu þarf nýr forsætisráð-
herra, Geir H. Haarde, að eyða. Hann
má heldur ekki standa einn í þeirri
baráttu á stjórnarheimilinu, báðir
stjórnarflokkarnir þurfa að vera sam-
stíga ef íslensk stjórnvöld eiga að
halda trúverðugleika sínum út á við.
Víðar er fylgst með þeirra verkum en
margur skyldi halda.
Erlendar sem innlendar fjár-
málastofnanir hafa haft uppi aðvar-
anir um harða lendingu í efnahags-
málum og beint fjölmörgum
athugasemdum til stjórnvalda til að
draga úr þensluhvetjandi áhrifum,
allt verkefni sem bíða úrlausnar, t.d.
málefni Íbúðalánasjóðs. Hvergi má
slaka slöku við.
Viðskiptalífið kallar eftir því að ró
og friður skapist í Stjórnarráðinu.
Um leið er uppi krafa um að ríkið
dragi úr umsvifum sínum og fram-
kvæmdum.
Krafa um frið og ró
INNHERJI SKRIFAR ...
Innherji@mbl.is
’Vandi bankanna hefurverið nægur, að ekki
bætist við óvissa í
íslenskum stjórnmálum. ‘
/!
!"###$%&'#($)*+
,
- . .
0
.
,
1
02
3
HALLGRÍMUR Kristinsson hef-
ur verið ráðinn framkvæmda- og
svæðisstjóri hjá Heimssamtökum
kvikmyndarétthafa (Motion Picture
Association, MPA) og verður yfir
baráttunni gegn ólöglegri dreifingu
myndefnis í Evrópu, Miðaustur-
löndum og Afríku.
Hallgrímur mun stýra starfinu
frá höfuðstöðvum MPA í Brussel í
Belgíu. Þar mun hann vinna náið
með 35 samtökum í 40 löndum við
framkvæmd almennra aðgerða til
að stemma stigu
við ólöglegri
dreifingu mynd-
efnis á staðar-
vísu.
Undanfarin ár
hefur Hallgrímur
verið fram-
kvæmdastjóri
Samtaka mynd-
rétthafa á Íslandi
(SMÁÍS) og áður
starfaði hann m.a. sem fram-
kvæmdastjóri ferðafélagsins Úti-
vistar og framkvæmdastjóri Opinn-
ar miðlunar.
Stærstu framleiðendur kvik-
mynda og sjónvarpsefnis í heim-
inum standa að MPA og eru höf-
uðstöðvar samtakanna á heimsvísu í
Encino í Kaliforníu.
Meðal fyrirtækja sem eiga aðild
að MPA eru Paramount Pictures
Corporation, Twentieth Century
Fox og Warner Bros. Pictures Int-
ernational.
Ráðinn framkvæmda- og svæðisstjóri
heimssamtaka kvikmyndarétthafa
Hallgrímur
Kristinsson
Afl