Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Við Vallaskóla vantar smíðakennara til starfa í fullt starf Umsóknarfrestur er til 23. júní næstkomandi. Upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skóla- stjóri í síma 480 5800 og á netfanginu: eyjólfur@vallaskoli.is Verkefnastjóri við þróun og innleiðingu ValuePlan sölu- og fjárhagsáætlanakerfis Við viljum ráða einstakling með viðskipta-, verkfræði-, eða tölvunarfræðimenntun til að leiða þróun, þjónustu og markaðssetningu áætlanakerfis sem þegar er í fremstu röð á innlendum markaði. Hugmyndaauðgi, drifkraftur og stjórnunarhæfileikar eru skilyrði. Þekking á gagnagrunnum og forritun er mjög æskileg. Dynamics AX (Axapta) og .NET forritarar Við viljum ráða kerfis-, tölvunar-, eða verkfræðinga með reynslu af forritun í viðskiptahugbúnaði s.s. Axapta, Navision eða SAP. Nýútskrifaðir kerfis- og tölvunarfræðingar með brennandi áhuga og sterkan námsferil koma einnig til greina. Ráðgjafar og verkefnastjórar við innleiðingu Dynamics AX (Axapta) viðskiptahugbúnaðar Við viljum ráða einstaklinga sem lokið hafa menntun á háskólastigi og hafa brennandi áhuga á og/eða reynslu af hagnýtingu upplýsinga- tækni í rekstri fyrirtækja. Leitað er að árangursdrifnum og sjálfstæðum einstaklingum, sem jafnframt eiga auðvelt með að ná árangri í sterkum hópi jafningja. Þekking á uppsetningu og aðlögun launakerfa mikill kostur. Gagnagrunnssérfræðingar/forritarar og OLAP sérfræðingar Við viljum ráða kerfis- eða tölvunarfræðinga með góða þekkingu á Microsoft SQL og/eða öðrum gagnagrunnum sem jafnframt hafa haldgóða þekkingu á gagnagrunnsforritun. Einnig viljum við ráða ráðgjafa á sviði stjórnendaupplýsinga með þekkingu á notkun OLAP hugbúnaðar (Microsoft Analysis Services, Cognos og/eða Business Objects). SharePoint Services/Portal sérfræðingur Við viljum ráða einstaklinga með menntun á háskólastigi sem hafa kynnst og hrifist af notkunarmöguleikum Microsoft SharePoint Services/Portal lausna. Reynsla af innleiðingu SharePoint lausna er æskileg, en þó ekki skilyrði. Tæknileg geta og vottun í Microsoft lausnum er æskileg. Hjá Annata hf. starfa 20 einstaklingar í skemmtilegu og óþvinguðu starfsumhverfi. Umbunin er fyllilega í takt við framlag og mjög samkeppnishæf. Mikil áhersla er lögð á þjálfun starfsmanna og faglegur aðbúnaður er fyrsta flokks. Þó vinnan sé tekin alvarlega skemmtum við okkur reglulega og starfsmannafélagið er mjög virkt. Annata hf. er vaxandi ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtæki. Tekjuvöxtur fyrirtækisins síðstu þrjú ár var 40% að meðaltali. Gert er ráð fyrir áframhaldandi góðum vexti. Fyrirtækið hefur frá upphafi skilað hagnaði og arðsemi af rekstri aukist jafnt og þétt. Starfsemi Annata nær til nokkurra landa Evrópu auk austurstrandar Bandríkjanna og gera áætlanir okkar ráð fyrir auknum umsvifum erlendis. Annata er Microsoft Gold Certified Partner og hefur þar jafnframt hlotið vottun á nokkrum þekkingarsviðum. Annata er einnig vottaður samstarfsaðili Cognos og hafa greiningar- og skýrslulausnir okkar þar hlotið "Powered By Cognos" viðurkenningu. Vegna vaxandi umsvifa hérlendis og erlendis vantar sérfræðinga til starfa. hugbúnaður | ráðgjöf www.annata.isMörkinni 4 • 108 Reykjavík • Sími 568 4200 • Fax 568 4201 Áhugasamir sendi umsókn ásamt náms- og starfsferilskrá í tölvupósti á netfangið johann@annata.is fyrir 20. júní. Fullum trúnaði heitið. ANNATA LEITAR AÐ ÚRVALS FÓLKI Yfirþroskaþjálfi Óskað er eftir yfirþroskaþjálfa á heimili fyrir börn, Árlandi. Um vaktavinnu er að ræða. Yfirþroskaþjálfi  tekur þátt í mótun og uppbyggingu á innra skipulagi,  er staðgengill forstöðuþroskaþjálfa og að- stoðarmaður hans,  ber faglega ábyrgð á þjónustunni ásamt for- stöðuþroskaþjálfa. Menntunar - og hæfniskröfur:  Próf í þroskaþjálfun.  Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi.  Þekking á málefnum fatlaðra.  Jákvæð viðhorf og góð hæfni í samskiptum og samstarfi. Launakjör eru samkvæmt samningum ríkisins og ÞÍ. Skriflegar umsóknir ásamt lífsferilskrá berist til Freydísar Guðmundsdóttur, forstöðu- þroskaþjálfa, Árlandi 9, 103 Reykjavík, fyrir 26. júní 2006. Umsóknareyðublöð liggja fram- mi á aðalskrifstofu Síðumúla 39, en einnig er unnt að sækja um á netinu, www.ssr.is. Starfið veitist strax eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita Freydís forstöðu- þroskaþjálfi (freydis.gudmundsdottir@ssr.is) í síma 588 8088 og Valborg forstöðu- þroskaþjálfi (valborg.helgadottir@ssr.is) í síma 533 1188. Á SSR er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun. NÝLEGA voru kynnt úrslit í sam- keppni JCI á Íslandi um bestu við- skiptaáætlunina 2006 – Frumkvöðlar í verki. Veitt voru verðlaun fyrir þrjár bestu áætlanirnar að mati dóm- nefndar, sem skipuð var Rögnvaldi J. Sæmundssyni, dósent og forstöðu- manni Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, Ágústi Péturssyni, stjórnarformanni frumkvöðlafræðslunnar, og Jennýju Jóakimsdóttur, viðtakanda landsfor- seta JCI Íslands og verkefnastjóra hjá Junior Achievement – Ungum frumkvöðlum. Þrjú efstu sætin voru verðlaunuð með peningum frá KB banka, auk þess sem sigurvegarinn fékk lófatölvu frá Opnum kerfum. Fyrstu verðlaun hluti Theodóra Elísabet Smáradóttir, Sigurður Jónsson og Þóra Björk Ottesen hjá Theo hf. fyrir framleiðslu á fatnaði fyrir hunda. Önnur verðlaun hlaut Jonas Da- mulis og þriðju verðlaun féllu í skaut Huldu Hallgrímsdóttur, Kára Arnórs Kárasonar og Ernu Sigurgeirsdótt- ur. „Dómarar voru sammála um að það væri kraftur í ungum frumkvöðl- um á Íslandi og að þátttaka allra sem sendu inn áætlanir væri dæmi um þennan mikla kraft,“ sagði Jenný Jóakimsdóttir, formaður dómnefnd- ar, við afhendingu verðlaunanna. Arna Björk Gunnarsdóttir, lands- forseti JCI Íslands, sagði frá því við setningu verðlaunaafhendingarinnar að samkeppnin væri hluti af alþjóð- legri samkeppni Junior Chamber International og myndu áætlanirnar sem lentu í efstu sætunum verða sendar í alþjóðlegu keppnina og þannig eiga möguleika á að vinna ferð á heimsþing JCI í Kóreu í nóv- ember. Þar munu fjórar bestu áætl- anirnar víða úr heiminum verða kynntar fyrir erlendum fjárfestum, og bætti við að Íslendingar ættu svo sannarlega erindi þangað með sínar viðskiptahugmyndir. Tilgangur samkeppninnar er að hvetja ungt fólk til að koma við- skiptahugmyndum sínum á blað og í verk. Í tilkynningu vill JCI Ísland þakka þeim sem sendu inn umsóknir og öðr- um sem sýndu keppninni áhuga. Samkeppnin verður haldin aftur að ári og verður tekið við umsóknum frá og með næstu áramótum. Nánari upplýsingar eru á www.jci.is. Frumkvöðlar verð- launaðir fyrir bestu viðskiptaáætlanirnar Sigurvegarar Fulltrúar KB banka og Opinna kerfa afhenda sigurvegurunum Jonasi Damujlis, Sigurði Jónssyni, Theodóru Elísabetu Smáradóttur og Huldu Hallgrímsdóttur verðlaunin fyrir bestu viðskiptaáætlanirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.