Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 6
6 C SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ SPRON byggir samkeppnishæfni sína á ábyrgu og hæfu starfsfólki sem nýtur sjálfstæðis í starfi, ávinnur sér traust viðskiptavina og veitir þeim framúrskarandi lipra og skjóta þjónustu. www.spron.is H im in n o g h a f / SÍ A Traust fólk Um er að ræða lifandi og fjölbreytilegt starf sem felst fyrst og fremst í mati og endurmati á gæðum fasteignatrygginga SPRON og að auki aðstoð við sérhæfða skjalagerð. Unnið er í náinni samvinnu við aðra starfsmenn SPRON sem sinna útlánamálum. Menntunar- og hæfniskröfur • Umsækjandi þarf að vera löggiltur fasteignasali og hafa starfað sem slíkur í a.m.k. þrjú ár • Víðtæk reynsla af mati á fasteignum • Reynsla af skjalagerð og frágangi samninga • Nám á háskólastigi er æskilegt • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og nákvæmni í vinnubrögðum • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Fasteignasali Upplýsingar um starfið veitir Þórný Pétursdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra SPRON sparisjóðs. Umsóknir óskast sendar á netfangið starfsmannathjonusta@spron.is fyrir 2. júlí nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Söluráðgjafi Upplýsingar um starfið veitir Ágústa Hjaltadóttir, verkefnastjóri á sölusviði SPRON sparisjóðs. Umsóknir óskast sendar á netfangið starfsmannathjonusta @spron.is fyrir 2. júlí nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Starfið felst í áframhaldandi uppbyggingu á sölustarfi SPRON sparisjóðs á sviði fyrirtækjaviðskipta með áherslu á kynningar til nýrra viðskiptavina. Menntunar- og hæfniskröfur • Reynsla af sölu- og ráðgjafarstörfum • Viðskiptamenntun eða sambærileg menntun er æskileg • Reynsla og þekking á rekstri fyrirtækja er æskileg • Sjálfstæði, frumkvæði og öguð vinnubrögð • Rík þjónustulund ásamt hæfni í mannlegum samskiptum á sparisjóðasviði SPRON. SPRON óskar eftir að ráða traustan fasteignasala til starfa. Mosfellsbær Fjölbreytt og krefjandi starf í Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þjónustuver Mosfellsbæjar óskar að ráða þjónustufulltrúa í fullt starf. Viðkomandi verður jafnframt ritari bæjarstjóra. Helstu verkefni verða símavarsla, þjónustu- og upplýsingagjöf, ýmis skráningarvinna, reikningagerð, bókanir á fundaherbergjum og viðtölum, umsjón með skrifstofutækjum og ritfangalager, gerð fundarboða ásamt al- mennum skifstofustörfum. Vinnutími er frá kl. 8.00 - 16.15. Kunnátta á tölvur, þjónustu- lund og færni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um. Laun skv. kjarasamn- ingi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað fyrir 26.júní nk. í Þjónustuver Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða á netfangið anna@mos.is. Nálgast má umsóknareyðublöð á heimasíðu Mosfellsbæjar, www.mos.is. Frekari upplýs- ingar um starfið gefur Anna Margrét Bjarna- dóttir í síma 525 6700 eða á netfangið anna@mos.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Mosfellsbær er framsækið og nútímalegt bæjarfélag, þar sem byggðin teygir sig frá Leiruvogi inn í næstu dali og kringum fellin. Náin snerting við fagra náttúru, aðlaðandi menningar- og félagslíf, fjölbreyttir möguleikar til útivistar og fölskylduvænt umhverfi eru á meðal ástæðna þess að svo margir velja að búa þar, fjarri skarkala borgarlífsins en samt í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð frá mið- borg Reykjavíkur, í einskonar sveitasælu með borgarbrag. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef- ur úthlutað styrkjum til atvinnu- mála kvenna fyrir árið 2006. Að þessu sinni hlutu 43 konur styrk og var alls úthlutað tæpum 25 milljónum króna. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vinnumálastofnun hefur áhugi kvenna aukist veru- lega á því að fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur, þar sem um 180 umsóknir bárust. Styrkirnir dreifast til kvenna um allt land en eitt af markmiðum með styrkjum til atvinnumála kvenna er að styrkja byggð í land- inu með því að efla þar atvinnulíf. Meginmarkmiðið er hins vegar að styrkja frumkvöðlastarf kvenna í þeim tilgangi að fjölga störfum og auka á fjölbreytni þeirra með það að stefnumiði að bæta lífsgæði. Þær viðskiptahugmyndir sem styrk hlutu bjóða upp á tilteknar nýjungar í íslensku atvinnulífi bæði á sviði þjónustu og fram- leiðslu eða þá að þær stefna á út- rás, en nokkrir hönnuðir eru styrktir til markaðssetningar er- lendis. „Sérlega athyglisverðar við- skiptahugmyndir á sviði fræðslu- og heilbrigðismála hlutu að þessu sinni styrk ásamt einstökum verk- efnum í ferðaþjónustu, þróun hug- búnaðar og heimavinnslu á afurð- um í sveit, svo eitthvað sé nefnt. Fjölbreytnin er mikil og eftirtekt- arvert hvernig stöðugt er hægt að koma með nýjar viðskipta- hugmyndir, jafnvel nýjar hug- myndir sem byggjast á þjóðararf- inum og framleiðslu úr gamalkunnu hráefni eins og ull og gæru. Við val á umsóknum var lögð áhersla á að viðskipta- hugmyndin fæli í sér nýbreytni, raskaði ekki samkeppnisstöðu og að viðskiptaáætlun væri skýr og raunhæf,“ segir á vef Vinnu- málastofnunar. Styrkir til kvenna í atvinnumálum Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Styrkir Eitt þeirra fyrirtækja sem hlaut styrk er Trico, til að flytja örygg- issokka út til Bretlands, en Helga Viðarsdóttir stýrir fyrirtækinu. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Akur, sem er í eigu nokkurra fjárfesta, hefur fest kaup á Tölvuskólanum Þekkingu. Skólinn bætist í hóp fyr- irtækjanna Þekkingar hf. og Stefnu ehf., sem einnig eru í eigu Akurs. Þekking hf. er þjónustu- og ráð- gjafafyrirtæki á sviði upplýsinga- tækni, sem sérhæfir sig á sviði hýs- ingar- og rekstrarþjónustu tölvu- kerfa. Fyrirtækið er með starfsemi á Akureyri og á höfuðborgarsvæð- inu. Stefna ehf. er með starfsemi á Akureyri og er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem sérhæfir sig í hugbúnaðargerð. Tölvuskólinn Þekking var stofn- aður árið 2002 og hefur boðið fyr- irtækjum og einstaklingum upp á námskeið á sviði tölvu- og upplýs- ingatækni. Skólinn hefur verið staðsettur á höfuðborgarsvæðinu en mun, í kjölfar þessara breytinga á eignarhaldi, einnig verða með starfsstöð á Akureyri. Tölvuskólinn Þekking í hendur nýrra eigenda ORRI Hlöðvers- son, fráfarandi bæjarstjóri í Hveragerði, hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Frumherja hf. og tekur hann við starfinu af Óskari Eyjólfs- syni, sem nú verður starfandi stjórnarformaður í fyrirtækinu. Orri hefur stöf hjá Frumherja í byrjun ágúst nk. Orri lauk BA-prófi í hagfræði og stjórmálafræði frá Kaliforníuhá- skóla árið 1993. Fljótlega eftir að námi lauk hélt hann til Brussel þar sem hann starfaði um nokkurra ára skeið, fyrst hjá framkvæmdastjórn ESB og síðan sendiráði Bandaríkj- anna til Evrópusambandsins. Hann hóf störf sem framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarfélags Skaga- fjarðar hf. árið 1998, þar sem hann starfaði til ársins 2000, þegar hann tók við framkvæmdastjórastarfi Fjárvaka, dótturfélagi Kaupfélags Skagfirðinga. Orri var ráðinn bæjarstjóri í Hveragerði vorið 2002 þar sem hann hefur starfað síðan. Orri ráðinn framkvæmdastjóri Frumherja Orri Hlöðversson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.