Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 14

Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 14
14 C SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Össur hf. Grjóthálsi 5 110 Reykjavík 515 1300 www.ossur.com ferðaráðgjafi Við óskum að fá til liðs við okkur metnaðargjarnan einstakling sem hefur áhuga á að starfa hjá fyrirtæki í alþjóðlegu rekstrarumhverfi. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði, geta unnið sjálfstætt og vera skipulagður. hlutverk: • Skipulagning og umsjón með ferðum starfsmanna víða um heim • Samskipti við aðila í ferðageiranum hæfniskröfur • Reynsla innan ferðageirans • Góð þekking á Amadeus kerfinu • Reynsla af fargjaldaútreikningum • Góð enskukunnátta nauðsynleg Vinsamlegast fylltu inn umsókn á www.ossur.is, eða sendu okkur umsókn merkta: Össur – ferðaráðgjafi, b.t. starfsmannastjóra, Grjótháls 5, 110 Reykjavík. Umsókn þarf að berast fyrir 20. júní. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 515 1300. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. LÍTIÐ lát virðist enn á miklum halla á vöruskiptum, segir í Morgunkorni Glitnis, en rætur hallans liggja í æ ríkari mæli í fjárfestingu og framleiðslu og þáttur innfluttrar neyslu virðist fara minnkandi. Bent er á að samkvæmt nýbirtum bráðabirgðatölum Hag- stofunnar yfir utanríkisviðskipti í maí hafi verðmæti útflutnings verið 24 milljarðar króna en verðmæti innflutnings 35 millj- arðar. Halli hafi því verið á vöruskiptum upp á 11 milljarða í maímánuði. Bæði innflutningur og útflutningur í maí séu með því mesta sem sést hefur, í krónum talið. Glitnismenn segja að lægra gengi krónu spili hér inn í. Með- algildi gengisvísitölu í maí var 126,6. Einnig kunni hátt verð og aukið útflutt magn áls að eiga þátt í aukningu útflutningsverð- mætis. Þó beri að hafa í huga að óreglulegir liðir á borð við kaup og sölu skipa og flugvéla geti einnig haft áhrif á mánaðartölur, en engin sundurliðun liggi fyrir varðandi bráðabirgðatölur fyrir útflutning. Sveiflur í eldsneytisinnflutningi hafi einnig töluverð áhrif á mánaðartölur yfir innflutning. Undanfarið hafi innflutn- ingur eldsneytis að langmestu leyti átt sér stað annan hvern mánuð og verið sáralítill í apríl en verulegur í maí. Hægir á innflutningi neysluvara Greiningardeild Glitnis bendir á að fjármálaráðuneytið hafi fjallað frekar um samsetningu innflutnings í vefriti sínu í vik- unni. Raunar muni 700 milljónum króna á bráðabirgðatölum þeirra og Hagstofu. Í vefritinu komi fram að staðvirt aukning innflutnings, að frádregnum skipum og flugvélum, nemi rúmum 23% milli ára. „Af skrifum fjármálaráðuneytis má ráða að vöxtur innflutn- ings sé að stærstum hluta drifinn af fjárfestingar- og rekstr- arvörum, enda eru stóriðjutengdar framkvæmdir í hámarki þessa dagana. Aftur á móti dregur jafnt og þétt úr vexti inn- flutnings neysluvara. Til að mynda virðist vera að draga úr inn- flutningi á bifreiðum eftir geysihraða aukningu á síðasta ári. Kemur þar bæði til óhagstæðara gengi en ekki síður mettunar- áhrif enda takmörk fyrir því hvað íslenskir neytendur geta bætt við bílaflota sinn. Einnig hægir nú á vexti innflutnings annarra varanlegra og hálf-varanlegra neysluvara, sem sömuleiðis var ör á síðasta ári,“ segir Morgunkorni Glitnis. Ekkert lát á mikl- um viðskiptahalla Á SÍÐASTA voru 115 verkalýðsleiðtogar myrtir fyrir baráttu sína fyrir mannsæmandi kjörum, 1.600 urðu fyrir alvarlegu of- beldi og 9.000 voru handteknir. Frá þessu er greint á vefsíðu VR og vitnað þar í nýja skýrslu frá ICFTU, Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga. Tíu þúsund manns munu hafa misst vinnuna á síðasta ári fyrir það eitt að tengjast baráttu verkalýðsfélags. Rómanska Am- eríka er sögð viðsjárverður staður fyrir verkalýðsleiðtoga og aðra þá sem taka þátt í baráttu stéttarfélaga, sérstaklega Kól- umbía en þar voru 70 verkalýðsleiðtogar myrtir fyrir baráttu sína. Önnur lönd á heimslistanum eru m.a. Írak, Íran, El Salva- dor, Kína og Kambódía. „Skýrslan þetta árið sýnir mjög alvarlega þróun, einkum hvað varðar réttindi kvenna, farandverkamanna og þeirra sem vinna hjá hinu opinbera,“ var haft eftir Guy Ryder, formanni ICFTU. Á vef VR segir að í Austur-Evrópu sé mikil andstaða við stofnun frjálsra verkalýðsfélaga meðal vinnuveitenda og hjá hinu opinbera. Þá sé einnig annað alvarlegt vandamál í nokkr- um ríkjum í austanverðri Evrópu, þ.e. að vinnuveitendur neiti í sumum tilfellum að leggja félagsgjöld starfsmanna sinna inn á reikninga stéttarfélaga. Verst sé ástandið í Hvíta-Rússlandi, segir í skýrslunni, íhlutun hins opinbera og truflun á starfsemi frjálsra stéttarfélaga sé daglegt brauð. Í vesturhluta álfunnar er m.a. fjallað um fjöldauppsagnir í Bretlandi, tregðu fyrirtækja í Þýskalandi og Belgíu til að heimila kjarasamninga eða við- urkenna rétt stéttarfélaga til að koma að kjarasamningagerð og fleira. Reuters 115 verkalýðs- leiðtogar myrtir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.