Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 20
20 C SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ                                   !  " # $    #   %          &    '   #  ( )*+,"-.,/0$  % 1   2%  3 .   0   #4  #  Húsvörður Húsfélagið Sólheimar 23 vill ráða húsvörð, helst frá og með 1. ágúst nk. Um er að ræða fullt starf við þrif og létt viðhald í dagvinnu, en húsið er 63ja íbúða fjölbýlishús. Starfinu fylgir 3ja herbergja íbúð. Umsóknir sendist Formanni húsfélagsins, Sól- heimum 23, 104 Reykjavík, fyrir 27. júní 2006. Nánari upplýsingar hjá Pétri Rasmussen vara- formanni í síma 553 2858/822 0645. Smiðir Einingaverksmiðjuna ehf., Breiðhöfða 10, vantar smiði nú þegar. Ört vaxandi fyrirtæki á besta stað í bænum. Það er ekki alltaf sumar og því er gott að eiga afdrep innandyra. Einnig vantar starfsmann/-konu í sendiferðir o.fl. tilfallandi. Tekið verður við umsóknum hjá Helgu í síma 587 7770 eða á staðnum. Heildsala Heildsala auglýsir eftir starfsfólki til fram- tíðarstarfa. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is fyrir 16. júni nk. merktar: „H — 18675.“ Starfsmaður í mötuneyti Stórt framleiðslufyrirtæki á höfuðborgarsvæð- inu óskar eftir hressum og skemmtilegum starfsmanni í mötuneyti. Um er að ræða fullt starf. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir merktar: „A — 18665“ sendist til auglýsingadeildar Morgunblaðsins eða á box@mbl.is fyrir 16. júní. Starfsmaður á lager Starfsmaður óskast á lager. Um er að ræða fullt framtíðarstarf. Þarf að vera fjölhæfur, dug- legur og reglusamur. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Áhugi á lífrænni ræktun og heilsuvör- um æskilegur. Umsóknir óskast sendar á yggdrasill@yggdrasill.is. fyrir 19. júní. Sölu- og kynningarfulltrúi Sölu- og kynningarfullltrúi óskast í fullt starf, um framtíðarstarf er að ræða. Fyrirtækið sérhæfir sig í útgáfumálum á inn- lendum sem og erlendum markaði. Næg verkefni framundan. Reynsla af sölustörfum æskileg en ekki skilyrði. Umsóknir sendist á umsokn@sagaz.is Fiskbúð Starfsmaður óskast í fiskbúð í Reykjavík. Starfshlutfall 60-100% virka daga. Vinnutími kl. 8-15 eða eftir samkomulagi. 1-2 daga í viku er unnið til kl. 18. Verksvið: Almenn afgreiðsla, tiltekt pantana, snyrting, gerð fiskrétta í afgreiðsluborð o.fl. Reynsla af fiskverkun æskileg, sem og ökupróf. Frítt fæði í vinnutíma. Umsóknir sendist á box@mbl.is, merktar: „F — 18680“. Skipstjórar/ útgerðarmenn Vanur sjómaður óskar eftir framtíðarplássi. Er með stýrimannsréttindi (2. stig) og langa reynslu við sjómennsku. Reglusamur. Áhugasamir hafi samband í s: 692 1151 eða á netfangið: sigling@visir.is. Curves líkamsrækt fyrir konur Curves óskar eftir konum í hlutastörf við mót- töku viðskiptavina og þjálfun. Starfið hentar konum á öllum aldri. Leitum eftir manneskju sem er jákvæð, hress, er góð í mannlegum samskiptum og hefur brennandi áhuga á líkamsrækt. Umsóknarfrestur til 18. júní. Umsóknir sendist á box@mbl.is merkt: „Curves - 18670“. Sundþjálfari óskast fyrir Sunddeild Tindastóls á Sauðárkróki. Starfshlutfall samkomulagsatriði. Upplýsingar veita Jón Ingi í síma 825 4417 og Snorri í síma 820 7900. Baadermaður og 2. stýrimaður Baadermann og 2. stýrimann vantar á frystitogara gerðan út frá Vestmannaeyjum. Upplýsingar gefur Birgir í síma 840 4445 eða Guð- mundur í síma 840 4440. Baadermaður Baadermaður óskast á frystitogara. Upplýsingar í síma 898 5517. Sumarafleysingar Efnamóttakan hf. óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Starfið felst í flokkun og frágangi á spilliefnum. Efnamóttakan hf. er eina sérhæfða fyrirtækið í móttöku spilliefna á Íslandi. Upplýsingar í síma 660 2220 eða á póstfangið einar@efnamóttakan.is. Atvinna í boði Tæknimaður Málmiðnaðarmenn Normi ehf. óskar að ráða tæknimann með rétt- indi til að gera burðarþolsteikningar. Einnig viljum við bæta við okkur mönnum, vönum málmiðnaði. Vinsamlegast fyllið út umsókn á síðu okkar: www.normi.is eða hafið samband í síma 565 8822. Þýðendur Skjáþýðingar Erlent fyrirtæki óskar eftir að ráða íslenska þýðendur til textunar á kvikmyndum. Krafist er mjög góðrar enskukunnáttu og viðurkenndrar starfsreynslu sem þýðandi. Umsóknir sendist á ensku til: translators@visualdatainc.com Staða forstöðumanns Laus er til umsóknar staða forstöðumanns Dvalar- heimilisins Sæborgar á Skagaströnd. Vistmenn Sæ- borgar eru 11 og starfsmenn 10 í 5 stöðugildum. Gerð er krafa um hæfni í samskiptum. Reynsla af stjórnun og hjúkrunarfræðimenntun æskileg. Umsóknarfrestur er til 23. júní 2006. Um- sóknum skal skila til Héraðsnefndar Austur-Hún- vetninga, Húnabraut 32, 540 Blönduós. Upplýsingar veita Valgarður Hilmarsson, sími 452 4797 og Magnús B. Jónsson, sími 455 2700. Atvinna óskast Næturvörður og þjónn Fosshótel Húsavík óskar eftir næturverði í gestamóttöku og þjóni á veitingastað hótelsins, Pronto. Upplýsingar gefur Hallveig í s. 464 1220 eða á netfangið hallveig@fosshotel.is Starf á Austurlandi Verið er að leita að einstaklingi til að sinna dag- legum rekstri á netþjónum, útstöðvabúnaði og notendaþjónustu. Aðallega er um að ræða rekstur á búnaði í hýsingarþjónustu og kerfis- leigu. Hæfniskröfur:  Afburðarþekkingar á Microsft hugbúnaði og æskilegt að viðkomandi hafi MCSE vottun.  Þekking á víðnetsbúnaði (Cisco).  Skipulagshæfni.  Þjónustulund og sjálfstæði í starfi  Metnaður og almenn reglusemi. Um Tölvusmiðjuna Tölvusmiðjan er leiðandi fyrirtæki í upplýsinga- tækni á Austurlandi með starfsstöðvar á Egils- stöðum og í Neskaupstað. Austurland býður upp á fjölskylduvænt umhverfi, má þar nefna stuttar vegalengdir í vinnu, skóla, íþróttir, veiði, golf, gönguferðir og fallega náttúru. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Fjölnir Albertsson framkvæmdastjóri. Umsóknir skulu berast með tölvupósti á starf@tolvusmidjan.is, ásamt upplýsingum um menntun, reynslu og meðmælum. Kerfisfræðingur Öflugt fjölmiðlafyrirtæki óskar eftir kerfisfræð- ingi til starfa hið fyrsta Starfslýsing: Almenn kerfisfræði störf ásamt því að vinna við framleiðslu, dreifinu og hýsingu á stafrænu efni. Hæfniskröfur: Góð þekking á Windows 2003 server, Windows xp, Linux og/eða Unix skilyrði. Góð þekking á skriftum t.d. Python. Reynsla af störfum við myndmiðla æskileg. MCSA eða MCSE próf frá Microsoft æskileg en ekki skilyrði. Leitað er að áhugasamri manneskju sem hefur frumkvæði og getur unnið sjálfstætt. Áhugasamir sendi inn umsókn til augld. Mbl. eigi síðar en fimmtud. 15. júní nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.