Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 C 5 Leikskólakennari! Þér býðst starf þar sem stjórnendur leggja sig fram við að hlúa að þinni andlegu og líkamlegu velferð. Það gerum við m.a. með faglegum og persónulegum stuðningi, góðum kjörum og metnaðarfullu símenntunarprógrammi. Um leikskólann var fjallað í Morgunblaðinu 2. júní „UPPELDI - Börnin læra að borða rétta matinn á fyrstu árunum”. Greinina má nálgast á barna- land.is, tengill: Leikskólakennari! Við hlúum að þinni velferð. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfið nánar eða sækja um vinsamlegast hafið samband við Ólaf Grétar Gunnarsson þróunarstjóra í síma 897 1122 (er við símann núna) eða með því að senda tölvupóst á leikskolinn@obradgjof.is . Kirkjubæjarskóli á Kirkjubæjarklaustri Grunnskólakennarar Við leitum að áhugasömum kennurum næsta skólaár. Ýmsar kennslugreinar koma til greina. Nánari upplýsingar veitir Stella Á. Kristjáns- dóttir, skólastjóri, í símum 487 4633 eða 865 7440. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið: kbskoli@ismennt.is. Veffang skólans er www.kbs.is . Alcan á Íslandi leitar að kraftmiklum einstaklingi í starf leiðtoga gæðastjórnunar. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af gæðastjórnun og vera gæddur góðum samskiptahæfileikum. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf hjá fjölþjóðlegu fyrirtæki. Svona erum við Alcan á Íslandi hf. er þekkingarfyrirtæki sem rekur álver í Straumsvík. Við bjóðum upp á margbreytileg störf, þar sem hugvit, þekking og kunnátta starfsmanna gegnir lykilhlutverki. Við leggjum áherslu á markvisst fræðslustarf, endurgjöf á frammistöðu og gott upplýsinga- flæði ásamt tækifærum til starfsþróunar. Við setjum umhverfis-, öryggis- og heilbrigðis- mál í öndvegi og höfum stöðugar umbætur á verkferlum og aðferðum að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að starfa í góðri sátt við umhverfið og samfélagið allt, sem við erum hluti af.Alcan á Íslandi . Straumsvík . www.alcan.is Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun skilyrði, t.d. á sviði viðskiptafræði eða verkfræði Reynsla af gæðastjórnun æskileg Góðir samskiptahæfileikar nauðsynlegir Frumkvæði og öguð vinnubrögð Gott vald á ensku Reynsla af verkefnastjórnun Starfssvið: Aðlögun framsækinna aðferða í gæða- stjórnun að þörfum fyrirtækisins Þróun á samþættu stjórnkerfi byggðu á ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001 Umsjón og stjórnun innri og ytri úttekta Stýring og eftirfylgni stöðugra umbóta Virk þátttaka í árangursstjórnun og stefnumótun fyrirtækisins Starf leiðtoga gæðastjórnunar heyrir undir framkvæmdastjóra tækniþjónustu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Ingi Magnússon, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, netfang: thorsteinnm@alcan.com. Umsóknarfrestur er til og með 19. júní nk. Hægt er að sækja um starfið á heimasíðu Alcan á Íslandi, www.alcan.is. Leiðtogi gæðastjórnunar Smiðir og laghentir! Trésmiðja GKS ehf. óskar eftir að ráða smiði og laghenta menn til starfa við innréttinga- og skrifstofuhúsgagnaframleiðslu. Leitað er eftir mönnum til framtíðarstarfa hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Góður aðbúnaður og virkt starfsmannafélag sem stendur fyrir ýms- um uppákomum. Nánari uppl. gefur Arnar Aðalgeirsson (arnar@gks.is) eða á staðnum. Trésmiðja GKS ehf., Funahöfða 19, sími 577 1600. Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra Óskum eftir að ráða starfsmann í heilsueflandi heimsóknir til aldraðra. Um er að ræða fullt starf og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst en ekki seinna en 1. september. Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra fela í sér reglulegar heimsóknir til 75 ára og eldri á þjónustusvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Markmiðið með heimsóknunum er að efla aldraða í að viðhalda heilbrigði og sjálfstæði sem lengst. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða félagsráðgjafar. Reynsla af vinnu með öldruðum, áhugi á málefnum aldraðra og forvarnarstörfum, lipurð í samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð eru nauðsynleg. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og hafa bíl til umráða. Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Launanefnd sveitarfélaga. Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá berist til Búsetudeildar Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, 600 Akureyri, fyrir 25. júní næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 og á vefsíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is. Upplýsingar gefur Kristín Sigursveinsdóttir í síma 460 1407 og á netfanginu kristin@akureyri.is. Umsóknarfrestur er til 25. júní næstkomandi. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is AKUREYRARBÆR Búsetudeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.