Morgunblaðið - 16.06.2006, Side 4

Morgunblaðið - 16.06.2006, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Getur verið að þú sért með ofnæmi? Það er engin ástæða til að láta sér líða illa á besta tíma ársins. Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur. Við hlustum! Lóritín og Histasín fást án lyfseðils Byrjar þú að hnerra um leið og allt fer að lifna við á vorin? Þannig er um marga án þess að þeir átti sig á því að um ofnæmi geti verið að ræða. Lóritín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Loratadin. Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnummeð alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2–14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04 Histasín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Cetirizín. Notkunarsvið: Histasín er ofnæmislyf. Histasín virkar gegn öllum algengustu tegundum ofnæmis, svo sem frjóofnæmi og rykofnæmi. Histasín er líka notað við ofnæmisbólgum í nefi og ofnæmiseinkennum eins og útbrotum og kláða. Varúðarreglur: Lyfið getur dregið úr viðbragðsflýti og skal það haft í huga við akstur og nákvæmnisvinnu. Aukaverkanir: Einstaka sinnum veldur lyfið munnþurrki og syfju. Skömmtun: 1 tafla á dag fyrir fullorðna og börn frá 12 ára aldri. Börnum 6–12 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04 GERÐ viðskiptaáætlana, greining markaðar, fjárhagsáætlanir og raun- ar allt sem lýtur að stofnun og rekstri fyrirtækja er til umfjöllunar á tveggja vikna námskeiði sem átta Úgandabúar sækja í Háskólanum í Reykjavík (HR) nú um mundir. Úgandabúarnir komu til landsins sl. mánudag en dvöl þeirra er kostuð af Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Á næstu þremur árum er þeim ætlað að kenna efni námskeiðsins fjörutíu samlöndum sínum sem aftur er ætlað að breiða boðskapinn um landið. Hugmyndin að verkefninu kvikn- aði í heimsókn fulltrúa fjárfesting- arstofu Úganda hingað til lands árið 2003. Þeir óskuðu síðan formlega eft- ir að verkefninu yrði komið á lagg- irnar með það að markmiði að þjálfa fólk upp í að ýta fyrirtækjum úr vör. Þórunn Sigurðardóttir, verkefna- fulltrúi Símenntar í HR, segir frum- kvöðlastarfsemi rótgróna í Úganda og að landið komi mjög vel út í al- þjóðlegum samanburði. Hins vegar sé líftími fyrirtækja oft frekar stutt- ur. „Það eru lánastofnanir í landinu sem eru tilbúnar að lána út peninga en áhættan getur verið mikil. T.d. tíðkast ekki að taka veð í landi, þar sem margir eiga það oft saman, sem þýðir að lánastofnunin hefur ekki nægilega tryggingu fyrir pening- unum sem hún leggur út,“ segir Þór- unn og bætir við að oft vanti upp á að fjárhagsáætlanir séu nógu vel unnar. „Hugmyndin er því að styrkja stoðir nýsköpunar í landinu með því að kenna fólki að undirbúa fyrirtækj- arekstur sinn vel.“ Sex konur og tveir karlar Úgandabúarnir koma frá fjórum ólíkum stofnunum, þ.á m. við- skiptaháskóla og frumkvöðla- samtökum kvenna. Sex af átta þátt- takendum eru konur en að sögn Þórunnar er það í samræmi við óskir sem bárust frá Úganda. Ástæðuna fyrir því að hópurinn var fenginn til Íslands segir Þórunn vera að oft sé talið betra að læra nýja hluti í öðru umhverfi þar sem dag- legar skyldur minnka ekki einbeit- inguna. „Þau eru auðvitað öll ensku- mælandi og sprengmenntuð, með háskólapróf og jafnvel meistara- gráður,“ segir Þórunn og bætir við að ferliskrá eins þátttakendanna hafi verið einar átta blaðsíður. Hópurinn sækir tíma í HR frá níu til 17 alla virka daga en í næstu viku verða fyrirtækin Össur og Kaffitár heimsótt til að kynnast frumkvöðla- starfseminni þar. Úgandabúar í frumkvöðlafræðslu Morgunblaðið/Eyþór Úgandabúarnir nutu leiðsagnar Jóns Hreinssonar frá frumkvöðlasetrinu Impru í gær. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „STÓLLINN hreyfðist ekki og hún sat bara undrandi frekar en skelkuð,“ segir Halldór Halldórsson um dótt- ur sína, Köru Sól, eftir um- ferðaóhapp sem þau lentu í með þeim afleiðingum að bif- reið þeirra gjöreyðilagðist. Talið er að barnabílstóllinn sem Kara sat í hafi bjargað henni og jafnvel verið lífgjöf, en um er að ræða leigustól frá Vátryggingafélagi Íslands (VÍS). Óhappið átti sér stað á föstudegi fyrir hvítasunnu og Kara Sól var á leið vestur til Bolungarvíkur ásamt for- eldrum sínum til að fara í fermingarveislu. „Það var sól og logn og bestu mögulegu aðstæður. Við vorum að keyra skammt frá Búðardal á beinum og malbikuðum vegi þegar skyndilega og án alls fyrirvara sprakk hjólbarði á bílnum. Bíllinn snerist á veg- inum svo ekkert varð við hann ráðið og við fórum út af á öfugum helmingi, ultum og enduðum ofan í skurði,“ út- skýrir Halldór. Smá skurður á þumalputta Lögreglan kom á vettvang og sjúkrabíll var kallaður út til vonar og vara. Fjölskyldan slapp hins vegar nánast alveg ómeidd ef frá eru talin ba- keymsli þeirra fullorðnu og lítil sár. Allir voru á einu máli um að bílstóllinn hefði svo sannarlega gert sitt gagn. „Kara fékk smáskurð á þum- alputtann sem blæddi úr, sem er ótrúlega lítið miðað við að rúðan við hliðina á henni brotnaði og bíllinn er alveg ónýtur. Um leið og hún var búin að fá plástur varð allt í góðu lagi og klukkustund síð- ar söng hún og trallaði,“ seg- ir Halldór en fjölskyldan hélt ferð sinni áfram að lokinni aðhlynningu í heilsugæslu- stöðinni í Búðardal. „Hún saknaði reyndar bílsins og hafði smá áhyggjur af því að hann væri ónýtur. Við erum afskaplega þakklát fyrir að hafa verið með öryggisbún- aðinn í lagi.“ Foreldrar Köru Sólar skil- uðu stólnum til VÍS eins og ráðlagt er eftir óhapp ásamt kveðju með þakklæti. „Við fengum strax annan stól til leigu,“ segir Halldór og bætir við að stólarnir séu leigðir út á lágu verði og fólk fái nýja stóla þegar barnið eldist. Kara Sól slapp alveg ómeidd. „Undrandi frekar en skelkuð“ Barnabílstóllinn bjargaði Köru Sól HEILBRIGÐISRÁÐHERRAR Norðurlandanna eru sammála um áframhaldandi könnun á mögulegu samstarfi Norðurlanda um fram- leiðslu bóluefnis gegn inflúensu, með það í huga að vera undirbúin ef heimsfaraldur kæmi upp. Þetta kom fram á fundi heilbrigðisráðherra Norðurlandanna sem fram fór í Norður-Noregi dagana 11. til 13. júní. Jafnframt eru ráðherrarnir sammála um að kannaðar verði tvær leiðir fyrir slíka framleiðslu. Annars vegar opinbert líkan byggt á fram- leiðslu með leyfi einkaleyfishafa og hins vegar líkan sem byggir á sam- starfi hins opinbera og einkaaðila. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra segir að hinn 1. nóvember næstkomandi eigi greinargerðir hvað þetta varðar að vera tilbúnar og þá muni það væntanlega liggja fyrir hvort ráðherrarnir sameinist um að fara aðra hvora leiðina. Það hafi hins vegar komið fram að Svíar vilji fara fyrri leiðina en aðrar þjóðir, með Dani í broddi fylkingar, kjósi síðari leiðina. „Ákvörðun um það hvort reist verði sameiginleg verksmiðja verður því tekin 1. nóvember,“ segir Siv og bætir því við að ekki sé búið að taka ákvörðun um það hvar verksmiðjan yrði. „Aðalatriðið er að Norðurlöndin eru að skoða hvernig hægt sé að und- irbúa okkar samfélög undir hugsan- legan heimsfaraldur. […] Aðgerðirn- ar miða að því að vera tilbúin með áætlun og verksmiðju sem gæti mjög hratt og örugglega farið að framleiða bóluefni ef á þyrfti að halda.“ Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að hér sé um að ræða mjög mikilvægan þátt í okkar viðbrögðum við hugsanlegum heimsfaraldri inflúensu. „Ef bóluefnið er framleitt ein- hvers staðar annars staðar í heim- inum er hætta á að það fari ekki út fyrir þau landamæri. Það þekkjum við af reynslunni að getur gerst,“ segir Haraldur. Heilbrigðisráðherrar Norðurlanda kanna samstarf um framleiðslu bóluefnis Sameiginleg verksmiðja hugsanleg Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Frá vinstri: Liisa Hyssälä, heilbrigðismálaráðherra Finnlands, Sulvia Brustad, heilbrigðismálaráðherra Noregs, Morgan Johannsson, heilbrigð- ismálaráðherra Svíþjóðar, Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra Íslands og Eva Kjer Hansen, félagsmálaráðherra Danmerkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.