Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 19

Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 19 ERLENT Nú er að taka undir sig stökk út í sumarið. Við bjóðum fjölbreytt úrval af flottum barnafatnaði handa stelpum og strákum 0-14 ára fyrir skrúðgönguna, í ferðalagið, á róló eða út að leika. Spariföt, létt sumarföt, útvistarfatnaður. tryggðu þér flottustu barnamerkin á markaðnum; esprit, 660norður, jasper conran, matthew williamson, john rocha og st. george by duffer - á mun betra verði. Í Debenhams finnurðu mikið úrval af fatnaði og gjafavöru á verði sem kemur þér í gott skap. Í LOFTINUINU ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 31 14 0 6/ 20 06 SUMARdebenhams Nýtt kor ta- tíma bil Flóttamönn- um fjölgar Ástandið í Írak meðal orsakanna Washington. AFP. | Flóttamönnum í heiminum fjölgaði í fyrra, en það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem slík fjölg- un á sér stað, að sögn óháðra banda- rískra samtaka sem sinna málefnum flóttamanna og innflytjenda á heims- vísu (USCRI). Þau segja að einkum megi rekja fjölgunina til hins óstöð- uga ástands sem ríkt hafi í Írak. Í könnun samtakanna fyrir árið 2006 kemur fram að í fyrra hafi flóttamenn og hælisleitendur í heim- inum verið um 12 milljónir talsins, en árið áður hafi þeir verið um 11,5 milljónir. Þar segir einnig að flótta- menn njóti nú minni verndar en fyrr. Segja USCRI að íröskum flótta- mönnum sem dveljast í Jórdaníu og Sýrlandi hafi fjölgað um 644.500 manns í fyrra og svo virðist sem um- talsverður fjöldi til viðbótar eigi eftir að flýja frá Írak á næstunni. Sam- tökin benda á að frá því að innrásin í Írak hófst árið 2003 hafi meira en 40% íraskra menntamanna flúið landið. Fram kemur í könnuninni að fjöldi flóttamanna í heiminum hafi náð há- marki árið 2001, en þá hafi þeir verið um 14,9 milljónir talsins. Þeim hafi fækkað næstu árin, en byrjað að fjölga að nýju í fyrra. Shanghai. AFP. |Vladímír Pútín, for- seti Rússlands, sagði eftir fund sinn með Mahmoud Ahmadinejad Írans- forseta í Shanghai í gær að stjórn- völd í Teheran hefðu tekið vel í til- lögur stórveldanna í deilunni um kjarnorkuáætlun Írana, sem lagðar voru fram af fulltrúum fimm fasta- ríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna auk Þýskalands 31. maí. „Íranar eru tilbúnir að hefja við- ræður fljótlega og ég vona að þeir muni gera afstöðu sína ljósa þegar þær hefjast,“ sagði Pútín í gær. „Þeir þurfa þó að gera það með þeim hætti að það valdi ekki áhyggjum alþjóðasamfélagsins.“ Ahmadinejad tjáði sig einnig um málið í Shanghai í gær. „Hvað snertir áherslur í öryggis- málum mun samvinna okkar hafa mikil áhrif á frið og öryggi á svæð- inu,“ sagði Ahmadinejad í gær. „Samvinna okkar mun verða í þágu alþjóðlegs friðar og öryggis.“ Íransforseti ræddi einnig um samband Írana og Rússa og sagði að ríkin gætu náð „verulegum ár- angi“ ef þau ynnu saman í orku- málum. Khamenei gagnrýninn Ajatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, sagði í gær að þjóð sín myndi ekki láta undan þrýstingi og falla frá kjarnorkuáætlun sinni. „Áframhald þessara vísindarann- sókna eru grundvallarréttindi,“ sagði Khamenei í gær. „Það er sögulegur áfangi að Íranar skuli hafa komið sér upp kjarnorku- tækni.“ Segir Írana hafa tekið tillögum stórveldanna vel Reuters Vel fór á með Ahmadinejad og Pútín á fundi þeirra í Shanghai í gær. Moskvu. AFP. | Rússneska rétttrún- aðarkirkjan tilkynnti á þriðjudag að hún hefði stofnað sérstaka nefnd til að rannsaka „grátandi“ helgimyndir og önnur atvik sem talin eru krafta- verk. Trúarlegar athafnir voru bann- aðar undir stjórn kommúnista og hefur þeim stórfjölgað frá árinu 1991 þegar Sovétríkin liðu undir lok. „Í samtíma okkar eru kraftaverk einkar tíð, en þeim er eflaust ætlað að efla trúarsannfæringu Rússa við trúarathafnir þeirra,“ sagði Pavel Florensky, forseti nefndarinnar, í gær. Rannsaka kraftaverk VÍSINDAMENN við Flórens-há- skóla á Ítalíu segjast hafa fundið leið til að framleiða einstaklega sterkt gler sem gæti komið að góðum not- um á ýmsum sviðum. Vísindamenn- irnir gerðu þessa uppgötvun þegar þeir gerðu tilraun með að beita kol- díoxíð gríðarlegum þrýstingi, en það varð að hörðu efni er það var kælt niður í stofuhita undir þrýstingi. Fréttavefur breska ríkisútvarps- ins, BBC, greindi frá þessu í gær en þar kemur fram að tilraunin geti gef- ið vísbendingar um hvað gerist í kjörnum gasrisa á borð við Júpíter. Þurrís að hörðu gleri? ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.