Morgunblaðið - 16.06.2006, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EINHVER kann að undrast að
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna stingi niður penna til að skrifa
um heimsmeist-
arakeppnina í knatt-
spyrnu. Sannleikurinn
er sá að við hjá Sam-
einuðu þjóðunum erum
græn af öfund. Heims-
meistarakeppnin er
hápunktur sannarlega
alþjóðlegs leiks. Knatt-
spyrna er eini leikur
sem tengir anga sína
um alla jarðarkringl-
una: hún er leikin í
hverju einasta landi af
fólki af öllum kynþátt-
um og trúarbrögðum.
Hún er eitt fárra fyr-
irbrigða í heiminum
sem eru jafn alþjóðleg
og Sameinuðu þjóð-
irnar. Eða jafnvel al-
þjóðlegra: Í Alþjóða
knattspyrnusamband-
inu FIFA eru 207 að-
ildarríki, við höfum
191.
En það eru enn betri
ástæður fyrir öf-
undsýkinni.
Í fyrsta lagi vegna
þess að í heimsmeist-
arakeppninni vita allir
hvar þeirra lið standa
og hvernig þau
tryggðu sér þátt-
tökurétt. Þeir vita hver
skoraði, hvernig og á hvaða mínútu;
þeir vita hverjir brenndu af fyrir
opnu marki og hver bjargaði víti. Ég
vildi að það væri meira um slíka
keppni í fjölskyldu þjóðanna. Að ríki
kepptust um að vera sem efst á blaði
í virðingu fyrir mannréttindum og
reyndu að ná sem hagstæðustum úr-
slitum í tölum yfir barnadauða og
fjölda barna í framhaldsskólum. Að
ríki sýndu stolt árangur sinn frammi
fyrir öllum heiminum. Ríkisstjórnir
yrðu að gera þegnum sínum reikn-
ingsskil fyrir starfið sem leiddi til
árangurs eða árangursleysi.
Í öðru lagi finnst öllum jarð-
arbúum skemmtilegt að tala um
heimsmeistarakeppnina. Fara í
saumana á því hvað liðið þeirra gerði
rétt og hvað það hefði átt að gera
öðru vísi, að ekki sé minnst á lið and-
stæðinganna. Fólk situr á kaffi-
húsum frá Buenos Aires til Beijing
og skeggræðir endalaust alls kyns
leikfléttur af ótrúlegri þekkingu
ekki aðeins á sínu liði heldur hinum
liðunum líka. Oft og tíðum tjáir fólk
sitt um þetta málefni á tilfinn-
ingaþrunginn hátt og af mikilli
leikni. Þegjandalegir unglingar fá
skyndilega málið og breytast í
mælska, sjálfsörugga og rökfima
sérfræðinga. Þess vildi ég óska að
slíkar samræður væru algengari um
allan heim. Að þegnarnir væru jafn
gagnteknir þegar til umræðu væru
staða einstakra ríkja á heimsafreka-
skránni um þróun eða árangurinn í
að draga úr útblæstri efna sem
skaða lofthjúpinn eða að minnka
HIV smit.
Í þriðja lagi er heimsmeist-
arakeppnin atburður þar sem öll ríki
hafa rétt til þátttöku á jafnrétt-
isgrundvelli. Þau þurfa aðeins að hafa
tvennt fram að færa: hæfileika og
liðsheild. Ég vildi óska þess að meira
væri um slíkt í heiminum, að frjáls og
heiðarleg samskipti ættu
sér stað án ríkisstyrkja,
viðskiptahindrana og
tolla. Hvert einasta ríki
ætti möguleika á að sýna
mátt sinn og megin á
leiksviði heimsins.
Í fjórða lagi er heims-
meistarakeppnin atburð-
ur sem sýnir glögglega
hversu árangursríkt það
er þegar einstaklingar og
þjóðir sækja í smiðju
annarra. Sífellt fleiri
landslið bjóða erlenda
þjálfara velkomna til
starfa sem taka með sér
nýja hugsun og nýja
spilamennsku. Sama
gildir um leikmenn en sí-
fellt fleiri leika fyrir lið
utan heimalandanna.
Þeir færa nýju liðum sín-
um nýja hæfileika, læra
af reynslunni og hafa
enn meira fram að færa
þegar þeir snúa aftur
heim. Í leiðinni verða
þeir hetjur í fóst-
urlöndum sínum og opna
hug og hjörtu. Ég vildi
óska þess að það væri
jafn augljóst á öðrum
sviðum að flutningar
fólks á milli landa geta
nýst öllum þremur: fólk-
inu sem flyst búferlum, heimalöndum
þeirra og löndunum sem taka við
þeim. Fólkið sem flyst byggir ekki
aðeins upp betra líf fyrir sig og fjöl-
skyldur sínar heldur eflir líka efna-
hagslega, félagslega og menning-
arlega þróun í þeim ríkjum sem það
sest að í, á sama hátt og heimalöndin
hagnast á nýjum hugmyndum og
áunnum hæfileikum fólksins þegar
það snýr aftur heim.
Hver einasta þjóð er stolt af því að
leika í heimsmeistarakeppninni. Sér-
staklega eflir þetta þjóðarstolt landa
á borð við heimaland mitt Gana, sem
tryggði sér þátttökurétt í fyrsta sinn.
Fyrir ríki eins og Angóla sem hefur
átt við andbyr að stríða um áratuga-
skeið, markar þátttakan nýtt upphaf.
Fyrir ríki eins og Fílabeinsströndina
sem er sundurtætt af innanlands-
átökum er heimsmeistaraliðið ein-
stakt og kröftugt tákn um einingu
þjóðarinnar og innblástur endurfæð-
ingar hennar.
Og þá komum við að því sem okkur
öllum hjá Sameinuðu þjóðunum þykir
öfundsverðast við heimsmeist-
arakeppnina: í heimsmeistarakeppn-
inni sjáum við árangur nást. Ég er
ekki bara að tala um mörkin sem
hvert land skorar: ég er líka að tala
um að vera þar sem hluti af fjölskyldu
þjóðanna og fagna þess fyrst og
fremst að við erum öll hluti af mann-
kyninu. Ég ætla að reyna að hafa
þetta í huga þegar Gana leikur við
Ítalíu 12. júní í Hannover. Auðvitað
get ég ekki lofað því að mér takist
það.
Við öfundum
heimsmeistara-
keppnina
Eftir Kofi A. Annan
’Og þá komumvið að því sem
okkur öllum hjá
Sameinuðu þjóð-
unum þykir öf-
undsverðast
við heimsmeist-
arakeppnina: í
heimsmeist-
arakeppninni
sjáum við árang-
ur nást.‘
Kofi A. Annan
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna.
ÍSLENSKIR ráðherrar, alþing-
ismenn og æðstu menn dómsvalds:
Ég ber ykkur þungum sökum,
því að sekt ykkar er mikil. Öllum
er skylt að koma
nauðstöddum til
hjálpar, og raunar
refsivert að láta slíkt
hjá líða. Meira að
segja stendur skrifað
að ef til vill sé sá
glæpur mestur að
horfa á aðgerðarlaus
þegar glæpur er
framinn. Það gerið
þið. Ef þið skiljið ekki
hvað ég er að fara, þá
skal tekið fram að ég
er að tala um fíkni-
efnavandann, mesta
böl íslensku þjóðarinnar. Á því
hafið þið engan áhuga sýnt í verki,
og verður ekki annað séð en ykkur
sé hjartanlega sama þótt tugir
manna deyi árlega eða líf þeirra
lagt í rúst, – og harðsvíraðir, sál-
arlausir glæpamenn raki saman fé
á helsjúku fólki, – sem þeir hafa
sýkt sjálfir. Ef þið vitið það ekki,
þá deyja miklu fleiri af völdum
vímuefna en í umferðarslysum.
Sem mörg eru að auki bein afleið-
ing vímuefnaleyslu. Ykkur finnst
kannski að ég sé stórorður og taki
mikið upp í mig. En nú er ekki
lengur hægt að tala tæpitungu.
Af hverju þetta áhugaleysi?
Hvernig stendur á því að þið
hafið engan áhuga á þessum
vanda? Er það af því að þið viljið
ekki viðurkenna tilvist hans? Er
það af því að þið viljið ekki vita af
skelfilegum ömurleika sem leynist
undir gljáfægðu yfirborði pen-
ingagræðginnar? Er það af því að
þið viljið fela óhreinu börnin okk-
ar eins og Eva forðum fyrir Guði?
Er það af því að þið hafið ekki
lent í þessum vanda sjálfir? Sjálf-
ur þekki ég enga fjölskyldu sem
ekki kannast við af eigin raun
vanda af áfengi og/eða fíkniefnum.
Þetta er alvarlegasti vandi þjóð-
arinnar. En það er kannski ekki
hlutverk stjórnvalda að taka á
þjóðfélagsvanda? Eða hvað?
Þessi vandi er margþættur, ég
skal viðurkenna það, en það tákn-
ar ekki, að ekki eigi að ráðast til
atlögu við hann. Þvert á móti.
Hins vegar dugir ekki að beina at-
hyglinni að einum þætti hans. Það
þarf að taka á þeim öllum sam-
tímis með samhæfðum og skipu-
lögðum hætti. Það hefur að mínu
viti aldrei verið gert.
Ég vil skipta málinu í þrjá meg-
inþætti og ræða lítillega um hvern
þeirra fyrir sig. Þeir beinast að
forvörnum, hinum sjúku fíklum og
að innflutningi, dreifingu og sölu
fíkniefna. En ég legg
á það áherslu, að
þessa þætti má alls
ekki aðgreina. En
fyrst af öllu þarf að
eignast raunverulegan
vilja til að takast á við
vandann. Þann vilja
hafið þið ekki eignast
enn. Og reyndar hef
ég heyrt fagmenn
halda því fram að
stríðið við eiturlyfin
sé þegar tapað vegna
aðgerðarleysis ykkar
og vítaverðs kæru-
leysis. Ég ætla hins vegar að
beina til ykkar allra nokkrum orð-
um í þeirri veiku von að enn sé
hægt að vekja ykkur til umhugs-
unar og jafnvel áræðis. Í þessu
máli er sannarlega þörf á athöfn-
um fremur en umræðu. En orð
eru til alls fyrst. Og fyrsti vandinn
er að fá ykkur til að hlusta.
Um forvarnir
Um forvarnir ætla ég ekki að
segja margt. Þar er unnið þarft
starf, aðallega af sjálfboðaliðum
og ýmsum félagssamtökum á borð
við Vímulausa æsku. Sömuleiðis
munu sumir skólar sinna þeim af
mismunandi mikilli alvöru. En því
miður hefur það ekki skilað mikl-
um árangri, þótt vonandi hafi það
komið í veg fyrir ógæfu einhverra.
Örvænting er mikil, og kemur
meðal annars fram í því að tvær
mæður á Akureyri hafa, í forsvari
fyrir stuðningshópi foreldra, dreift
sérstökum bæklingi og staðið fyrir
kynningarfundi. Þær senda ykkur
hófsamlega tóninn í Morg-
unblaðinu 1. júní sl.: „Maður hefur
það stundum á tilfinningunni að
yfirvöld dragi úr því að ástandið
sé jafnslæmt og raun ber vitni.
Við höfum heyrt af því að fólki
sem upplifir þessa hluti – dyra-
vörðum veitingahúsa, lögreglu og
foreldrum – sé hreinlega sagt að
það hafi ekki rétt fyrir sér.“ Þetta
er alvarleg ásökun, þótt hún sé
stillilega orðuð. Og makalaus var
yfirlýsingin fræga um fíkniefna-
laust Íslands árið 2002. Fjórum
árum síðar er ástandið verra en
nokkru sinni fyrr.
Ljóst er að forvarnir eru mikils-
verður þáttur í þessari baráttu,
vegna þess að fíkniefni verða hér
væntanlega á boðstólum á meðan
eftirspurn er fyrir hendi. Og þá
verða menn einnig að hafa í huga
að sífellt er reynt að búa til þá
eftirspurn. Það gera þeir sem vilja
efnast á ógæfu annarra. Hinir
raunverulegu bölvaldar.
Er hægt að fá ykkur til að
leggja þessu máli myndarlegt lið?
Helsjúkt fólk
Þegar ungt fólk ánetjast fíkni-
efnum verður það alvarlega sjúkt,
helsjúkt. Fíkniefnin valda heila-
skemmdum og breytingum á per-
sónuleika, tímaskyn breytist, til-
finningar raskast, siðferðiskennd
brenglast, raunveruleikaskyn rugl-
ast. Ég hef orðið persónulega vitni
að slíkri sköddun, og þykist vita
hvað ég er að tala um. Örvænting
og vanlíðan af fráhvörfum leiðir
þetta fólk út í afbrot, oftast auðg-
unarbrot, en einnig sölu á fíkni-
efnum til að fá hluta þeirra sjálft,
og jafnvel asnast það til að reyna
að smygla efnum inn í landið, –
viljugt eða nauðugt til að standa
skil á skuldum við seljendur eða
afla fjár til eigin neyslu. Fíklar
geta ekki sjálfir hagnast á fikni-
efnum.
Auðvitað kemst þetta upp, enda
eru fíkniefnaneytendur ekki slyng-
ir glæpamenn. Til þess eru þeir of
ruglaðir. Og þá koma til skjalanna
viðbrögð dómsvaldsins, kolröng
viðbrögð að mínu viti, og geta orð-
ið beinlínis skaðleg.
Þetta fólk er handtekið, yf-
irheyrt og síðan sleppt. Það eru
fyrstu mistökin. Það þarf að ljúka
málinu strax með dómi og af-
plánun. Nú dregst þetta allt á
langinn, sjúklingurinn er ef til vill
búinn að fara í meðferð og er að
ná sér á strik, þegar „réttvísin“
kemur með hramm sinn löngu síð-
ar og hrifsar sjúklinginn á bata-
vegi aftur til fyrri tilveru með því
að varpa honum í almennt fang-
elsi.
Önnur mistök bíða næstu grein-
ar.
Opið bréf til
íslenskra stjórnvalda
Njörður P. Njarðvík fjallar um
vímuefnavanda unglinga í opnu
bréfi til stjórnvalda ’Auðvitað vona égað þið vaknið til nýs
skilnings á þessari
skelfingu sem ég hef
áður líkt við hamfarir.‘
Njörður P. Njarðvík
Höfundur er prófessor emeritus og
rithöfundur.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÉG VIL byrja á því að óska strák-
unum okkar til hamingju með að
hafa unnið fyrri leikinn gegn Svíum.
Þetta var skemmtilegur leikur á að
horfa og gaman að sjá seigluna á ís-
lenska liðinu. Það er greinilegt að
Alfreð er að gera góða hluti með lið-
ið miðað við það sem sést hefur í
síðustu þremur leikjum.
Það er samt alltaf eitt sem sting-
ur mig þegar ég horfi á útileiki með
Íslandi, það er alveg sama hvort
það sé handbolti eða fótbolti, en það
er stuðningurinn. Við Íslendingar
virðumst ekki kunna að styðja við
bakið á landsliði okkar. Í Globen á
sunnudaginn voru u.þ.b. hundrað
Íslendingar á víð og dreif um höll-
ina og það heyrðist ekki mikið í
þeim. Nú er það þannig að sum lið
hérna heima hafa stuðningslið og
það mjög góð stuðningslið. Ber þar
helst að nefna Binnamenn sem
styðja við bakið á HK-ingum, stuðn-
ingsmenn Stjörnunnar og Vals.
Þarna eru skemmtileg stuðningslið
á ferð sem krydda mjög leiki þess-
ara liða hér heima og gera sjón-
varpsáhorf skemmtilegra svo ekki
sé talað um stemninguna sem
myndast á vellinum. Þessi stemning
skilar sér síðan beint til leikmanna
liðanna.
Eftir að hafa séð leikinn á sunnu-
daginn var mér hugsað til þess,
hvers vegna þessir stóru og fjár-
sterku stuðningsaðilar landsliðsins
á borð við Icelandair og KB banka,
bjóða ekki stuðningsliði Íslands út á
leiki með liðinu. Þetta stuðningslið
gæti verið blanda af bestu stuðn-
ingsliðunum á Íslandi eða eitt af
þessum liðum hverju sinni. Hvers
vegna fara ekki bestu stuðnings-
mennirnir út með landsliðinu í boði
þeirra sem „styðja við bakið á
strákunum“ eins og sagt er í aug-
lýsingum þeirra? Ég þykist vita að
það er góð auglýsing fyrir stuðn-
ingsaðila sem styður við bakið á
landsliðinu að bjóða stuðningsliði
landsliðsins með og byggja þannig
upp góða heild sem samanstendur
af þjálfurum, leikmönnum og stuðn-
ingsmönnum. Svo ekki sé talað um
hversu hvetjandi áhrif það hefði á
stuðningsmenn félagsliða almennt
að sjá að þeim bestu sé umbunað
fyrir góð störf í stúkunni.
Af hverju gerum við það ekki að
verkum að Ísland verði ekki ein-
ungis þekkt fyrir að vera með bestu
leikmenn heims, heldur einnig
bestu stuðningsmenn í heimi? „Við
styðjum við bakið á strákunum“.
BJÖRN GUÐMUNDSSON,
nemi í viðskiptafræði á Bifröst.
Við styðjum við bakið á strákunum
Frá Birni Guðmundssyni
Sagt var: Karlakórinn Fóstbræður sungu þetta lag.
RÉTT VÆRI: Karlakórinn Fóstbræður söng þetta lag.
Hins vegar væri rétt: Fóstbræður sungu þetta lag.
Gætum tungunnar
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn