Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sóley HildurOddsdóttir Mangal fæddist í Reykjavík hinn 11. nóvember 1964. Hún lést af slysförum í París 4. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Soffía Ágústsdóttir, áður fulltrúi hjá Reykjavíkurborg, og Oddur Rúnar Hjart- arson dýralæknir, áður framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseft- irlits Reykjavíkurborgar. Systkini Sóleyjar eru Ágúst, læknir á Hvammstanga, f. 1954, kvæntur Elizabethu H. Einarsdóttur, sjúkra- liða, Kristján, læknir á Kirkjubæj- arklaustri, f. 1961, kvæntur Berg- lindi Steffensen, lækni á kvennadeild LSH, og Hjörtur, læknir, f. 1962, d. 1990. Sóley giftist 31. ágúst 1996 Lars Nicolas Mangal, orkuverkfræðingi frá Edinborg. Lars starfar nú sem svæðisstjóri í Asíulöndum fjær fyr- ir franska fyrirtækið Schlumberg- er. Foreldrar hans eru Jonna og Keshav Mangal. Sóley og Lars eiga tvær dætur, Soffiu Jonnu, f. 1997, og Sole Andreu, f. 1999. Fyrir átti Sóley Hjört, f. 1991, en fað- ir hans er Einar Dal- berg Einarsson, húsasmíðameistari á Eskifirði. Sóley ólst upp á Hvanneyri til 14 ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Hún stundaði nám m.a. við Menntaskólann við Hamrahlíð og Kennaraháskóla Íslands þaðan sem hún lauk B.Ed.- prófi 1987. Sama ár hóf hún kennslu, fyrst við grunnskólann á Eiðum í eitt ár, en síðan við Hjalla- skóla í Kópavogi. Á námsárum sínum æfði Sóley og lék körfuknattleik með ÍR. Árið 1996 stofnuðu Sóley og Lars heimili í Skotlandi. Þar bjuggu þau til 1999 en þá lá leiðin til Englands og síðan Bandaríkjanna. Árið 2003 fluttust þau svo til Parísar þar sem þau hafa búið síðan. Útför Sóleyjar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Í minningu okkar ástkæru Sóleyj- ar: Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. – Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (Björn Halldórsson.) Mamma, pabbi, Ágúst, Kristján og fjölskyldur. Moldin syngur og moldin grætur: að morgni rís heitur dagur á fætur og kyssir bláfjöll á brún og vanga. Og blómin anga. Svo vaknar dauðinn og dapur grætur og dagur sofnar í faðmi nætur og sóley fölnar á svölu engi og sefur lengi, er moldin stynur og mjúkum fingrum myrkrið leikur á klukkustrengi. (Matthías Johannessen.) Sigga, Soffía og Svava, þrjár syst- ur fæddar á árunum 1933–36. Bróð- irinn Ágúst bættist í hópinn 1940, en árið eftir féll Ágúst faðir þeirra frá. Sóley móðir þeirra hélt heimili með Þórlaugu móður sinni og þær ólu börnin upp saman. Vorið 1954 gerðist sá hörmulegi at- burður að Ágúst, afreksmaður í sundi, drukknaði í Sundlaugunum. Þrem dögum síðar fæddist fyrsta systrabarnið, Ágúst, sonur Soffíu og Odds Rúnars. Alls urðum við ellefu á ellefu árum, við Ágúst „stóru krakkarnir“ svo „krakkarnir“ Þórhallur, Kristleifur, Sóley, Kristján, Sigurður, Þorsteinn, Hjörtur og „litlu stelpurnar“ Sóley Hildur og Katrín. Við vorum alin upp sem einn stór hópur, enginn grein- armunur var gerður á hver ætti hvaða barn, sumir foreldrar höfðu hátt en aðrir réðu. Amma Sóley var höfuð fjölskyldunnar, hún rak versl- un í Reykjavík og því ólík flestum ömmum á þessum tíma. Hún fór í verslunarferðir til útlanda, kom alltaf heim með gjafir handa öllum barna- börnunum, fatnað og framandi sæl- gæti. Við deildum líka með okkur hinum ömmunum, ömmu Jórunni, ömmu Guðmundínu og ömmu Unni og eina afanum, afa Hirti. Þannig kom stórfjölskyldan okkur öllum til manns með ást og alúð. Sorgin hefur líka drepið á okkar dyr, sjaldan en þeim mun harkaleg- ar. Hjörtur, sonur Soffíu og Rúnars, lést úr hvítblæði 1990. Nú er höggvið aftur í sama knérunn, Sóley Hildur systir hans deyr af slysförum á heim- ili sínu í París. Sóley Hildur lærði snemma að standa á sínu. Hjörtur og Kristján bræður hennar voru tveggja og þriggja ára þegar hún fæddist, fjörháir vel. Mér er í barnsminni að Soffía lét litlu stelpuna sitja í barna- vagninum inni í eldhúsi svo bræðurn- ir næðu ekki til hennar. Eftir að hún komst upp úr vagninum hafði hún í fullu tré við bræðurna, já og flesta sem á vegi hennar urðu. Sóley Hildur tók kennaramennt- unina fram yfir hefðbundna læknis- fræði bræðra sinna. Hún kenndi um tíma á Austurlandi, þar kynntist hún fyrri manni sínum, Einari Dalberg Einarssyni, þau eignuðust soninn Hjört. Seinni maður hennar var Lars Mangal, orkuverkfræðingur. Hann hefur unnið í olíuiðnaðinum í ýmsum heimsálfum, því fluttu þau á milli staða og höfðu verið heimilisföst í París nú um skeið. Saman áttu þau dæturnar Soffíu Jonnu og Sole And- reu, hún fæddist á afmælisdegi föður míns og heitir í höfuðið á honum. Samband Sóleyjar Hildar við fjöl- skylduna hér heima var náið og hún rækti frændskapinn vel. Lengi var ég búin að ætla mér að fara með börnin mín í heimsókn til Parísar, en alltaf kom eitthvað upp á, nógur var tíminn héldum við. Nú lifir minningin ein um kæra frænku. Sóleyjarnar, sjáðu til sitja í gula kjólnum og una sér við sólaryl sunnan til í hólnum. Ég sit hjá þeim og sakna þín, sárt var nú að skilja hjartans sálar sóley mín og söknuðinn að dylja. (Páll Ólafsson.) Katrín Andrésdóttir (Dedda). Að morgni hvítasunnudags barst okkur hin hörmulega fregn að Sóley Hildur hefði látist af slysförum. Það var eins og jörðin hætti að snúast. Aftur var skarð höggvið í okkar samheldna hóp frændsystkina. Við vorum ellefu systrabörnin fædd á ellefu árum sem skiptumst í stóru krakkana, litlu krakkana og svo stelpurnar yngstar Sóleyju Hildi og Katrínu sem stundum töldust ekki með. Alltaf hefur verið mikill samgang- ur milli heimila systranna Siggu, Soffíu og Svövu. Við nutum sumr- anna saman í sveitinni hjá Siggu og oft fögnuðum við saman nýju ári á Hvanneyri. Sóley stundaði alltaf íþróttir og tókst henni að draga Katrínu á körfu- boltaæfingar hjá ÍR heilan vetur. Sóley keppti með tveimur flokkum og var einnig dyggur stuðningsmaður bræðra sinna sem spiluðu í meistara- flokki. Sóley reyndist bróður sínum vel í langvinnum veikindum hans og heiðraði minningu hans er hún skírði son sinn Hjört í höfuðið á honum. Það var gott að leita til Sóleyjar Hildar og hún lá ekki á skoðunum sínum, var ávallt hrein og bein. Sóley Hildur var bóngóð og það var sönn ánægja að fá að taka þátt í undirbún- ingi brúðkaups hennar og Lars og sjá brúðgumann, hann sem hún hafði þekkt svo lengi og leynt svo vel. Þau ljómuðu svo yndislega innan um sólblómin og auðvitað voru sól- eyjar í brúðarvendinum. Vinnu Lars hjá Schlumberger fylgdu tíðir flutningar milli landa og heimsálfa en ávallt bjó Sóley til hlý- legt heimili handa fjölskyldu sinni. Hún var ótrúlega fljót að kynnast fólki og mynda tengsl við fólkið í kringum sig. Sú staðreynd að við eigum rætur á Íslandi en búum sitt í hverju landi fækkaði mikið samverustundum. Við hittumst þó alltaf þegar þau komu heim til Íslands og náðum að fylgjast með uppvexti Hjartar, Soffíu og Sole. Elsku Soffía og Rúnar, Ágúst, Kristján og fjölskyldur. Enn er miss- ir ykkar mikill. Kæri Lars, Hjörtur, Soffía Jonna SÓLEY HILDUR ODDSDÓTTIR STEFÁN ÞORLEIFSSON bóndi frá Hofi í Norðfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þriðjudaginn 13. júní. Aðstandendur. Ástkær faðir, bróðir, mágur og frændi, ÖRN ÓLAFSSON, Austurströnd 10, er látinn. Jarðarför hans verður auglýst síðar. Ívar Jóhann Arnarson, Snjólaug Guðrún Ólafsdóttir, Haraldur Briem, Jón Hjaltalín Ólafsson, Þórunn Þórhallsdóttir, Arnþrúður Jónsdóttir, Gunnar Haukur Stefánsson, Ólafur Andri Briem, Þórhalla Sólveig Jónsdóttir, Ármann Einarsson. Ástkær bróðir minn og fósturbróðir, GUÐJÓN HELGASON, andaðist á elliheimilinu Grund fimmtudaginn 15. júní. Útför hans verður gerð frá Grensáskirkju þriðju- daginn 20. júní kl. 13.00. Ingibjörg Helgadóttir, Valgerður Bjarnadóttir. Elskuleg móðir mín, HANSÍNA VIGDÍS JÓNSDÓTTIR, Bollagötu 16, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 19. júní kl. 11.00. Inga Dóra Karlsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR INGI GUÐMUNDSSON skipstjóri og útgerðarmaður, Bessahrauni 11b, Vestmannaeyjum, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja miðviku- daginn 14. júní, verður jarðsunginn frá Landa- kirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 24. júní kl. 14.00. Kristín Pálsdóttir, Guðmundur Huginn Guðmundsson, Þórunn Gísladóttir, Bryndís Anna Guðmundsdóttir, Páll Þór Guðmundsson, Rut Haraldsdóttir, Gylfi Viðar Guðmundsson, Sólrún Erla Gunnarsdóttir, afabörn og langafabarn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA SIGFÚSDÓTTIR, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðju- daginn 6. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigfús Guðbrandsson, Þórarna Jónasdóttir, María Anna Guðbrandsdóttir, Jenný Ásgerður Guðbrandsdóttir, Jón Sigfússon, Bjarni Sigfússon, Halldóra María H. Skowronski. Móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Reynivöllum 6, Selfossi, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 15. júní. Útförin verður auglýst síðar. Pétur Kristjánsson, Guðrún V. Árnadóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Páll Imsland, Guðlaug E. Bóasdóttir. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna fráfalls STEINGRÍMS SIGVALDASONAR vélstjóra. Starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eru færðar bestu þakkir fyrir góða umönnun. Ásta Sigvaldadóttir, Sigvaldi Hólm Pétursson, Ragnheiður Pálsdóttir, Sigurður Pétursson, Jónína Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.