Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 35
MINNINGAR
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.
Minningar-
greinar
✝ Hrefna Elías-dóttir fæddist í
Reykjavík 24. febr-
úar 1920. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 3. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Kristín Mensalders-
dóttir, f. 7.7. 1877, d.
1.4. 1965 og Elías
Nikulásson, f. 29.6.
1881, d. 25.2. 1959.
Hrefna var yngst
sex systkina sem öll
eru látin. Þau voru:
Sigríður, f. 4.8. 1907, d. 10.6. 1971,
Elín, f. 7.11. 1909, d. 14.1. 1989,
Nikolai, 24.6. 1912, d. 11.8. 1983,
Kristín, f. 1.3. 1915, d. 16.6. 1947,
Þórunn, f. 1.12. 1916, d. 29.7. 1990.
Hrefna giftist Jóhanni Ingvari
Gíslasyni frá Vestmannaeyjum 23.
desember 1939. Jóhann er f. 27.8.
1917. Foreldrar hans voru Sigríð-
ur Brandsdóttir, f. 25.8. 1887, d.
1.8. 1966 og Gísli Ingvarsson, f.
20.6.1887, d. 28.8. 1968. Börn
þeirra Hrefnu og Jóhanns eru: 1)
Ásta, f. 28.6. 1940, börn hennar,
Arnþrúður Ösp, Hrefna Björk,
Ólöf Eir og Helena. 2) Jóhanna, f.
11.10. 1943, d. 21.4. 2005, eftirlif-
andi maki er Sigurður Rúnar Sím-
onarson, f. 8.4. 1942, börn þeirra,
Jóhann, Lovísa og Sigurður
Hrafn. 3) Óskar, f. 25.10. 1947,
maki Valgerður G. Sigurðardótt-
ir, f. 31.7. 1951, börn þeirra, Val-
geir (f. 2.5. 1980, d. 9.5. 1980), Sig-
urður Valgeir og
Jóna Björg. 4) Sig-
urður Gísli, f. 18.9.
1950, maki Guðrún
Björnsdóttir, f. 28.5.
1952, börn þeirra,
Hrafnhildur Jóna,
Sævar og Þóra
Björk. 5) Kristín, f.
12.6. 1957, maki Jón
Gunnar Borgþórs-
son, f. 1.11. 1957,
börn þeirra, Borg-
þór og Hrafnhildur.
Hrefna fæddist að
Seljalandi í Reykja-
vík og bjó þar til 7 ára aldurs. Fjöl-
skyldan fluttist í Þykkvabæinn
þar sem Hrefna hlaut hefðbundna
skólagöngu og ólst hún upp við al-
menn sveitastörf. Þar kynntist
Hrefna eftirlifandi eiginmanni
sínum, Jóhanni I. Gíslasyni frá
Vestmannaeyjum. Þau hófu ung
búskap í Vestmannaeyjum og
bjuggu þar til ársins 1963 er þau
fluttust til Reykjavíkur. Árið 1972
byggðu þau sér hús í Mosfellsbæ
og bjuggu þar til ársins 1998. Auk
húsmóðurstarfa sem Hrefna helg-
aði sig vann hún ýmis hlutastörf
m.a. á Álafossi og við Barnaskól-
ann að Varmá. Um tíma bjuggu
þau í þjónustuíbúð að Hæðargarði
35 í Reykjavík, en síðustu árin
dvöldu þau saman á Hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ.
Útför Hrefnu verður gerð frá
Lágafellskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Minningin um elskulega móður og
tengdamóður lifir.
Vertu ekki grátin við gröfina mína
góða, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Höf. ókunnur.)
Börn og tengdabörn.
Hrefna Frænka með stóru F-i.
Hún var Frænkan á stærri hátt og
meiri en aðrar frænkur. Enda systir
mömmu. Milli þessara kvenna var
kærleiksríkt systrasamband. Á
sama hátt myndaðist náið samband
milli heimilanna.
Leiðir þeirra systra lá til Vest-
mannaeyja á fyrri hluta síðustu ald-
ar. Þar eignuðust þær eiginmenn,
börn og hús. Ekki var langt á milli,
aðeins nokkurra mínútna gangur.
Þær stóðu saman systurnar, studdu
hvor aðra og ólu upp börnin sín.
Faxastígur 11 varð okkar annað
heimili. Stóð okkur opið hvenær sem
var. Við fundum, að þarna áttum við
líka heima.
Snemma á 7. áratugnum flutti
Hrefna frænka með fjölskyldu sína
til Reykjavíkur. Faxastígurinn varð
ekki samur aftur. Engin frænka. En
við eignuðumst nýjan samastað í
borginni. Frænka og Jói settust að í
Bólstaðarhlíðinni. Ekki langt frá
þeim stað, þar sem systurnar áttu
rætur. Og við eignuðumst annað
heimili. Gátum leitað þangað hvenær
sem var á ferðum okkar milli lands
og Eyja. Eitt símtal og við urðum
ekki lengur ein í borginni. Gisting,
matur og bílstjóri. Allt á sama stað.
Og svo kona, sem geymdi einhvern
hluta af henni mömmu! Árið 1973
kom eldgosið. Allt breyttist í einni
svipan. Foreldrar okkar fluttu í
Hafnarfjörðinn með yngstu börnin.
Nú varð aftur styttra á milli systr-
anna. Reyndar var frænka flutt í
Mosfellssveitina. Og þangað fór
mamma auðvitað líka. Fjarlægðin á
milli varð svipuð og í Eyjum forðum.
Þær urðu nú aftur samferða systurn-
ar á efri árum. Þegar mamma féll
frá, áttum við áfram hana Hrefnu
frænku. Þótt samskiptin minnkuðu,
var notaleg tilfinning að eiga ennþá
systur hennar mömmu.
Við kveðjum Hrefnu frænku með
trega. Á tímabilum í okkar lífi var
hún konan, sem stóð mömmu okkar
næst. Við kveðjum frænku sem átti
með okkur unaðsstundir æskunnar
og þökkum fyrir ljúfa samfylgd.
Kæru frændsystkin. Okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Tótubörn.
HREFNA
ELÍASDÓTTIR
✝ Kristján N.Mikaelsson
fæddist á Akureyri
4. júní 1920. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 7. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Gunnlaug Kristjáns-
dóttir, húsfreyja á
Akureyri, f. 18.
mars 1894, d. 7.
ágúst 1957, og Mika-
el Guðmundsson
skipstjóri, Hrísey
Eyjafirði, f. 29.
október 1886, d. 25. mars 1922.
Seinni maður Gunnlaugar og upp-
eldisfaðir Kristjáns var Jóhannes
Jónasson, yfirfiskimatsmaður, f.
8. nóvember 1885, d. 13. septem-
ber 1964. Systkini Kristjáns: 1)
Kristín Mikaelsdóttir, f. 27. ágúst
1918, d. 28. apríl 1984, 2) Guð-
mundur J. Mikaelsson, f. 10. ágúst
1921, 3) Mikael Jóhannesson, f. 16.
júlí 1927, d. 28. júlí 2001. Uppeld-
isbróðir, Magnús Kristinsson, f.
15. október 1920, d. 24. október
1990. Kristján kvæntist 31. desem-
ber 1954 Ingu Hreindal Sigurðar-
dóttur, f. 3. febrúar
1932, d. 5. október
2002. Börn þeirra
eru Róbert, f. 19.
febrúar 1950, Gunn-
laug, f. 3. júní 1955,
Sigrún, f. 15. júní
1963 og Ragnhildur,
f. 18. júlí 1966.
Barnabörnin eru
sex og eitt barna-
barnabarn. Kristján
lauk sveinsprófi í
múraraiðn 1942 og
meistaraprófi í
múrsmíði 1946 á Ak-
ureyri. Lærði svifflug hjá Svif-
flugfélagi Akureyrar 1937–1943
og lauk atvinnuflugmannsprófi
frá flugskólum í Bandaríkjunum
og Kanada. Starfaði sem flugmað-
ur og flugkennari til 1968 m.a. við
Flugskóla Akureyrar og einnig í
flugskólum í Reykjavík og Kefla-
vík. Kristján var síðan starfsmað-
ur hjá ÍSAL til ársins 1990. Síð-
ustu æviárin dvaldist hann á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Kristjáns verður gerð frá
Garðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 11.
Móðurbróðir minn Kristján
Mikaelsson, eða Diddi eins og
hann var ávallt kallaður af fjöl-
skyldu, er látinn. Þeir voru fjórir
bræðurnir sem móðir mín átti; auk
Didda þeir Mummi, Mikki og fóst-
urbróðirinn Maggi, og lifir Mummi
systkini sín. Fyrir ungan dreng
var spennandi að eiga alla þessa
móðurbræður. Þeir tengdust meira
og minna æskuheimili mínu að
Eyrarlandsvegi 20 á Akureyri,
bjuggu þar á fyrstu árum mínum,
ýmist sem einhleypir eða fjöl-
skyldumenn. Það var mannmargt á
Eyrarlandsveginum í þá daga,
enda húsið stórt og jafnframt búið
þrengra. Kynni mín af Didda urðu
þó minnst á þessum fyrstu æviár-
um mínum þar sem hann var fjarri
– í fluginu.
Diddi flutti með Ingu sinni og
tveimur börnum þeirra til Ameríku
um miðjan sjötta áratuginn. Er
þau komu aftur til landsins
snemma á sjöunda áratugnum og
settust að í Reykjavík hófust kynn-
in smátt og smátt. Ýmis minning-
arbrot koma upp í hugann sem
tengjast þessum kæra frænda.
Þegar hann bauð mér sem unglingi
í flugferð í 2ja sæta kennsluflugvél
yfir Eyjafjörð, eða þegar hann lán-
aði mér, ég þá nýkominn með bíl-
próf, ameríska kaggann sinn og ég
gat montað mig á rúntinum í
Reykjavík. Er ég var í námi í
Kaupmannahöfn heimsótti Diddi
mig og fjölskyldu mína eitt sinn er
hann átti þar leið um. Það voru
ánægjulegar samverustundir.
Þegar ég réðist í það að byggja
var gott að leita ráða hjá Didda,
enda var hann lærður múrara-
meistari. Reyndar var það sonur
hans Róbert, einnig múrarameist-
ari, sem tók að sér mitt hús sem
meistari og urðu tengslin meiri á
þeim tíma milli fjölskyldnanna. Oft
var ég gestur á heimili Ingu og
Didda – þar var gott að koma. Það
var ekki hægt annað en að taka
eftir því hversu miklir kærleikar
voru með þeim hjónum. Er þau
voru rétt byrjuð að njóta efri ár-
anna eftir starfsævina kom áfallið
þegar Diddi fékk heilablóðfall og
varð rúmliggjandi og bundinn
hjólastól eftir það. Síðustu ár Ingu
áttu þau þess kost að búa saman á
Hrafnistu, eftir að hafa verið að-
skilin um tíma, og var það ómet-
anlegt fyrir þau bæði. Það var því
þungbært fyrir Didda þegar Inga
lést fyrir tæpum fjórum árum síð-
an, hún þá búin að berjast við
krabbamein um nokkurra ára
skeið. Á veggnum á móti höfða-
gaflinum í herbergi sínu hafði
Diddi mynd af konu sinni. Í einni
heimsókn minni til hans sýndi
hann mér hvernig hann bauð Ingu
sinni góða nótt á hverju kvöldi með
því að lýsa með vasaljósi á mynd-
ina. Ég ákvað að heimsækja
frænda á nýliðnum afmælisdegi
hans. Þá sá ég að það var verulega
af honum dregið, hann var hættur
að geta boðið Ingu sinni góða nótt
með vasaljósinu. Þremur dögum
síðar kvaddi hann þennan heim og
þá var komið að Ingu að taka á
móti honum með sínu ljósi.
Ég og fjölskylda mín sendum
Róberti, Gunnlaugu, Sigrúnu og
Ragnhildi, svo og öðrum aðstand-
endum, innilegar samúðarkveðjur.
Emil Ragnarsson.
Mig langar að minnast föður-
bróður míns með fáeinum orðum.
Aðeins eins árs aldursmunur var á
Didda frænda og Mumma föður
mínum, og er óhætt að segja að
þeir hafi verið afskaplega sam-
rýndir bræður alla tíð.
Nú við kveðjustund koma upp í
huga mér nokkur ljúf minninga-
brot um frænda minn. Mér er efst
í huga jóladagsboðin á fallega
heimilinu þeirra Ingu og Didda í
Asparlundi. Þá var oft glatt á
hjalla hjá okkur krökkunum og
spenningur mikill hjá okkur systr-
unum að fá þau aftur til okkar á
nýársdag í Álftamýrina til að halda
áfram að syngja, dansa og sýna
brúðuleikhús.
Inga og Diddi voru mér mjög
kær því þau sýndu mér alltaf svo
mikla hlýju og það var gott að vera
með þeim. Þau höfðu stóran faðm
og ríkar tilfinningar sem ég sem
stelpa var fljót að finna og því
tengdist ég þeim sterkum böndum.
Ég sé Didda frænda fyrir mér í
fínu, gráu jakkafötunum með grá-
sprengt hárið, alltaf svo glaður
með brosið í augunum. Ég vil
geyma þessa minningu vel í hjarta
mér og einnig minninguna þegar
að hann kom stoltur og ánægður
inn í stofuna í Asparlundi til að
sýna okkur fjölskyldunni stjúpurn-
ar sínar og jarðarberin sem hann
sáði fyrir sjálfur.
Því elska eg þig, gleði, með andlitið
bjarta
sem áhugann kveikir og þor.
Þinn bústað sem oftast mér hafðu í
hjarta,
þú, huga míns syngjandi vor.
(Ólöf Sigurðard. frá Hlöðum.)
Þegar ég horfi til baka þá sé ég
þig, frændi, sem sigurvegara því
það var aðdáunarvert hversu vel
þú tókst veikindum þínum sem
hófust 26. júlí 1993, sama dag og
Einar yngri sonur minn fæddist.
Þá fékkst þú heilaáfall og lamaðist
og eftir það varst þú bundinn
hjólastól. Öll þessi ár dvaldir þú á
Hrafnistu í Hafnarfirði; fyrst einn
en svo kom hún Inga þín til þín, þá
orðin mikið veik af sínum sjúk-
dómi. Ég man samt að alltaf gat
Inga hlegið með okkur þótt oft
væri þjáð. Í einni heimsókninni
bað hún mig um að fara með sér á
árlega basarinn á Hrafnistu til að
skoða handavinnumunina. Allt í
einu hafði hún fallegar bjöllur unn-
ar úr örfínum perlum í höndunum,
rauðar og hvítar og sagðist ætla að
kaupa þær handa mér og gefa. Ég
mun alltaf geyma þær vel og einn-
ig tautöskuna sem þú, Diddi, hand-
málaðir Stikilsberja-Finn á og
gafst Einari syni mínum og merkt-
ir með hans nafni. Þú hafðir alltaf
svo gaman af því að teikna og mál-
aðir einnig margar fallegar mynd-
ir. Fallegasta myndin sem ég hef
séð eftir þig er í stofunni hjá Gullý
frænku í Danmörku. Einnig hafðir
þú alltaf gaman af tónlist og söng
og sáum við frænkurnar hversu vel
þú naust stundarinnar þegar við
heimsóttum þig síðastliðinn páska-
dag og fengum tækifæri til þess að
syngja fyrir þig nokkra söngva
með gítarspilið hennar Gullýjar
frænku í bakgrunni. Þá ljómaðir
þú allur og fékkst blik í fallegu
augun þín og raulaðir af veikum
mætti með okkur nokkur lög sem
þú þekktir.
Miðvikudagar voru þínir uppá-
haldsdagar og fórum við pabbi
gjarnan til þín þá eftir að Ragga
fór til Spánar í listaskólann en hún
hafði haft það fyrir venju að heim-
sækja þig á þessum dögum. Fjór-
tándi desember 2005 líður mér
seint úr minni en það var síðasta
heimsóknin hans bróður þíns til
þín en þá bauðstu okkur að borða
með þér lúðu í setustofunni.
Ánægjan skein úr andlitum ykkar
bræðranna og fannst mér sem þið
væruð orðnir litlir drengir á ný í
eldhúsinu hjá Gunnlaugu ömmu á
Eyrarlandsvegi 20 á Akureyri. Þar
var dásamlegt útsýni bæði fram
Eyjafjörðinn og út fjörðinn og
einnig blasti Vaðlaheiðin við. Á
þínum æskuárum flugu fyrstu flug-
vélarnar yfir Akureyri, Veiðibjall-
an og Súlan, og þar fékkstu flug-
áhugann. Þegar ég fyrir nokkrum
dögum var að bera saman bækur
mínar við föður minn í sambandi
við minningargrein þessa þá lagði
hann áherslu á það að bjartsýni og
jákvæðni væru mikilvægir eigin-
leikar. Hann sagði að þeir bræður
hefðu markvisst stefnt að því að
hugsa jákvætt og oft rætt saman
um gildi þess seinni árin þegar
þeir hittust á Hrafnistu. Mér
finnst vel við hæfi að enda þessa
grein á ljóði, Vornóttinni, eftir
Davíð Stefánsson.
Í nótt er gott að gista Eyjafjörð
og guðafriður yfir strönd og vogum.
Í skini sólar skarta haf og jörð
og skýjabólstrar slegnir rauðum logum.
Það veit hver sál, að sumar fer í hönd,
en samt er þögn og kyrrð um mó og
dranga,
og hvorki brotnar bára upp við strönd
né bærist strá í grænum hlíðarvanga.
Svo ljúft er allt í þessum heiða hyl,
svo hátt til lofts og mjúkur barmur jarðar,
að víst er engin veröld fegri til
en vornótt björt í hlíðum Eyjafjarðar.
(Davíð Stefánsson.)
Við kveðjum þig, Diddi minn,
með miklum söknuði og sendum
ykkur, kæra fjölskylda, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Soffía S. Guðmundsdóttir.
KRISTJÁN
MIKAELSSON
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást-
kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
PÁLÍNU SIGURRÓSU GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Munaðarnesi,
Strandasýslu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnar-
firði.
Guðlaug Jónsdóttir,
Guðmundur G. Jónsson, Sólveig Jónsdóttir,
Guðjón Jónsson, Sigríður Jakobsdóttir,
Samúel Jónsson, Bjarney Georgsdóttir,
Erla Jónsdóttir, Ágúst Skarphéðinsson,
Ragnar Jónsson, Þórey Guðmundsdóttir,
Anna Jónsdóttir, Kristján Kristjánsson,
Jón E. Jónsson, Antonia Rodrigues,
Ólöf B. Jónsdóttir, Reynir Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.