Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 39 Atvinnuauglýsingar IKEA Holtagörðum, 104 Reykjavík Sími: 520 2500 │Netfang: ikea@ikea.is│Vefsíða: www.IKEA.is Viltu vera í okkar liði? IKEA er ein stærsta húsgagnakeðja í heiminum og rekur 235 verslanir í 34 löndum. Síðan IKEA var stofnað í Svíþjóð árið 1943 hefur fyrirtækið mótað árangursríka hugmyndafræði sem grundvallast á tengslum við sænskan uppruna IKEA og hugsjónir stofnandans, Ingvar Kamprad. Í dag er IKEA vörumerkið eitt af stærstu og þekktustu vörumerkjum á heimsvísu. Hugmyndafræði IKEA er að gera daglegt líf fólks þægilegra. Það er gert með því að bjóða upp á breitt úrval af vel hönnuðum og hagnýtum húsbúnaði á svo lágu verði að allir hafi efni á að kaupa hann. IKEA á Íslandi hefur starfað frá árinu 1981 og vaxið síðan þá í að vera ein stærsta húsgagnaverslun á landinu. Fyrirtækið er enn að vaxa og í haust flytjum við í nýtt og stærra húsnæði við Urriðaholt í Garðabæ. Þess vegna þurfum við að bæta við okkur starfsfólki í framtíðarstörf. Hjá IKEA vinna nú yfir 200 manns í fjölbreyttum störfum og býður fyrirtækið upp á starfsumhverfi fyrir skapandi fólk, þar sem möguleiki er til að þróast og vaxa. Hvort sem unnið er sjálfstætt eða saman, þá er tekist á við ábyrgð og starfsfólki gefið tækifæri á að vaxa með IKEA í góðu starfsumhverfi. Umsóknum skal skila á þar til gerðu umsóknareyðublaði á vefsíðu, á netfangið magnus@ikea.is eða á þjónustuborð IKEA. Umsækjendur þurfa að vera eldri en 18 ára. Sé sótt um ákveðið starf skal tilgreina það í umsókninni. Nánari upplýsingar veita Magnús Auðunsson í starfsmannahaldi og Róbert Valtýsson, starfsmannastjóri IKEA. Fjölbreytt störf í boði og sveigjanlegur vinnutími: • Sölufulltrúar í Smávörudeild/Húsgagnadeild starfið felst meðal annars í ráðgjöf, almennri sölu og aðstoð við viðskiptavini • Ræstingafólk starfið felst meðal annars í þrifum í verslun og skrifstofum, vaktavinna • Umsjón barna í Smálandi starfið felst meðal annars í umsjón, skráningu og móttöku barna ásamt eftirliti og gæslu, aðeins 25 ára og eldri koma til greina Góður smiður óskast Óskum eftir duglegum smið á sveitabæ, ca 10 mín. akstur frá Selfossi. Ýmis smíðavinna, s.s húsaklæðningar og fleira. Upplýsingar í síma 820 8096. Ef þú ert að leita að kennarastarfi í þægilega stórum skóla í fallegu og rólegu umhverfi í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni, þá er skólinn okkar einmitt staðurinn fyrir þig. Grunnskóli Borgarfjarðarsveitar Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri Kennarar Að Kleppjárnsreykjum leitum við að kennurum m.a. í sérkennslu, smíðakennslu, tón- mennta- kennslu og almenna bekkjarkennslu. Að Hvanneyri leitum við að kennara m.a. til almennrar bekkja- kennslu og sérkennslu. Deildarstjóri Okkur vantar deildarstjóra á Hvanneyri. Deildarstjóri starfar með skólastjóra og aðstoðarskólastjóra sem eru á Kleppjárnsreykjum. Skólaliði Skólaliða vantar í skólasel á Hvanneyri. Andakílsskóli og Kleppjárnsreykjaskóli voru sam- einaðir fyrir ári. Framundan er að vinna af alefli að því að nýta sér sterka þætti beggja gömlu skólanna til að styrkja enn frekar starfið í sameinuðum fram- sæknum skóla sem í eru um 160 nemendur. Við státum m.a. af Lesið í skóginn - með skólum, lýð- heilsuverkefninu Allt hefur áhrif - einkum við sjálf, Grænfána á Hvanneyri, öflugri íþrótta- og dansiðk- un og sterku skólasafni. Á báðum stöðunum er boðið upp á hollt og gott fæði. Samstarfið við tón- listarskóla og leikskóla er gott. Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Óskarsson skólastjóri í símum 435 1171 - 435 1170 - 861 5971. Einnig er unnt að spyrjast fyrir um störfin á goskars@ismennt.is. Heimasíður skólans eru enn tvær: http://kleppjarnsreykir.ismennt.is og http:// andakill.is Í Borgarfirði eru þrjár háskólastofnanir á Bifröst, Hvanneyri og í Reykholti auk nýstofnaðs mennta- skóla í Borgarnesi. Héraðið býr yfir sögufrægð sem ræktuð er af ákafa og metnaði. Menningar- og listalíf er öflugt, borið uppi af heimamönnum og gestum. Umsóknir berist til skólastjóra sem allra fyrst hafi menn hug á að taka þátt í ögrandi uppbyggingu. Bílstjórar Bílar og fólk ehf. óska eftir bílstjórum sem allra fyrst. Um er að ræða akstur sérleyfis- og hópbifreiða út frá Reykjavík og Akureyri. Umsækjendur þurfa að hafa rútupróf. Skemmtileg vinna hjá traustu fyrirtæki. Nánari upplýsingar gefur Óskar í síma 840 6520. „Au pair“ í Þýskalandi Fjölskylda í Dortmund með 4 börn óskar eftir „au pair“. Þarf að vera reyklaus. Húsmóðirin er heimavinnandi. Uppl. veitir Andrés í síma 699 2522 eða á ap@hi.is. Einnig gefur fjölskyld- an uppl. í síma +49 231 430500, Frau Gülde. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eign: Kirkjubraut 11, fastanr. 210-1910, Akranesi, þingl. eig. Fasteignafé- lagið Smiðshöfði ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudag- inn 21. júní 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Akranesi, 13. júní 2006. Esther Hermannsdóttir, ftr. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Presthúsabraut 25, fnr. 210-0148, Akranesi, þingl. eig. Bjarni Þórðarson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Íslandsbanki hf., Kaupþing banki hf. og Lífeyrissjóður sjómanna, föstudaginn 23. júní 2006 kl. 14:00. Skólabraut 28, mhl. 01-0201 og 04-0101, fastanr. 210-2170, Akranesi, þingl. eig. Berglind Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstudaginn 23. júní 2006 kl. 14:30. Sýslumaðurinn á Akranesi, 13. júní 2006. Esther Hermannsdóttir, ftr. Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldir lausafjármunir eru óskilamunir í vörslu lögreglunn- ar á Ísafirði og verða þeir boðnir upp á gömlu lögreglustöðinni Fjarðarstræti 28, Ísafirði, föstudaginn 23. júní 2006 kl. 16.00. Gaskútur, 9 kg. 1 stk. Kalkhoff þrekhjól 1 stk. Dekk af ýmsum stærðum undir fólksbíla og jeppa. Þríhjól 1 stk. Hlaupahjól 3 stk. Reiðhjól 30 stk. 60 cm gifsstytta af David eftir Michaelangelo. Skartgripir og aðrir smámunir. Vænta má að greiðslu verði krafist við hamarshögg. 16. júní 2006. Sýslumaðurinn á Ísafirði, Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Barmahlíð 45, 203-0651, Reykjavík, þingl. eig. Guðvin Flosason, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, þriðjudaginn 20. júní 2006 kl. 14:00. Barónsstígur 19, 200-5611, Reykjavík, þingl. eig. Hafþór Guðmunds- son, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, þriðjudaginn 20. júní 2006 kl. 14:30. Brautarholt 8, 0202, Reykjavík, þingl. eig. Spark ehf., gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., þriðjudaginn 20. júní 2006 kl. 15:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 15. júní 2006.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.