Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
N
Ý kynslóð Hyundai jepp-
lingsins Santa Fe hefur nú
litið dagsins ljós. Var hann
kynntur hjá umboðinu á
dögunum og blaðamenn fengu
einnig að reyna hann nokkuð á
margs konar leiðum skammt frá
Reykjavík þar sem bíllinn fékk að
sýna hvað í honum býr. Víst er bíll-
inn orðinn ögn stærri og kraftmeiri
en eldri útgáfan og hann hefur
einnig tekið talsverðum breyting-
um í útliti. Verðbilið er talsvert,
allt frá tæplega 3,4 milljónum
króna og upp í rúmar 4,2 milljónir.
Santa Fe var frumsýndur í bíla-
borginni í Detroit í Bandaríkjunum
árið 1999. Er hann því óvenjulíf-
seigur sem fyrsta kynslóð og næsta
lítið verið hreyft við bílnum þessi
ár en iðulega er lífaldur hverrar
kynslóðar bíla ekki mikið meira en
fjögur ár. Með breytingunni nú má
segja að Santa Fe færist örlítið
nær því að vera jeppi og kannski
hefur hann aldrei viljað vera nefnd-
ur jepplingur.
Góð sala
B&L kynnti Santa Fe á íslensk-
um bílamarkaði árið 2001 og síðan
hafa selst nærri 1.350 bílar. Með
eftirlegukindum verður heildarsal-
an á þessari fyrstu gerð komin í um
1.400 bíla samkvæmt upplýsingum
umboðsins og má gera ráð fyrir að
nýja kynslóðin hasli sér ekki síður
völl en sú eldri. Hún hefur alla
burði til þess.
Frístundabíll hentar kannski vel
sem lýsing á Santa Fe. Hann er
ágætlega rúmgóður sem ferðabíll
fyrir fjóra til fimm og ef menn vilja
sitja þröngt og eru án farangurs er
hægt að fá hann með sjö sætum.
Öftustu sætin tvö er þó varla nema
fyrir nokkuð hóflega vaxið fólk og
menn mega ekki vera um of stirðir
til að smokra sér þangað eða það-
an. En það er fljótlegt að eiga við
sætin og þegar þau eru ekki notuð
er gólfið í farangursrýminu renni-
slétt.
Tveir vélakostir eru í boði. Önn-
ur vélin er ný 2,2 lítra, einbunu dís-
ilvél sem er 150 hestöfl og hin er
uppfærð 2,7 lítra og sex strokka
bensínvél sem gefur 188 hestöfl.
Hún er með svonefndan breytileg-
an stimpiltíma sem á að auka hag-
kvæmni og nýtingu eldsneytis og
skila betri afköstum. Dísilvélin er
fáanleg með fimm þrepa sjálfskipt-
ingu með handskiptivali eða hand-
skiptingu og bensínvélin með fjög-
urra þrepa sjálfskiptingu eða fimm
gíra handskiptingu.
Santa Fe er ásjálegur bíll og
hafa útlitsbreytingar heppnast vel
og þá er hann ekki síður vel heppn-
aður að innan. Góður stíll er yfir
mælaborðinu og þar er ökumaður
strax vel heima í allri meðhöndlun
bílsins. Vel fer um hann í sætinu og
á það reyndar við um öll sætin, alls
staðar er plássið þokkalega gott
nema hvað öftustu sætin varðar ef
menn nota þá útgáfu. Þá er Santa
Fe orðinn 5 cm breiðari og 15 cm
lengri og þótt það finnist kannski
ekki beint þegar setið er undir
stýri þýðir þessi stækkun þó meira
sætapláss og meira farangurspláss.
Nýtt aldrifskerfi
Aldrifskerfið er einnig nýtt í
Santa Fe en þó kunnugt úr öðrum
Hyundai sem er Tucson. Er þetta
sítengt aldrif en þó þannig að við
venjulegar aðstæður er aðeins ekið
í framdrifi. Um leið og kerfið nem-
ur óeðlilegan snúning á einhverju
hjólanna eða los þá virkjar það
fjórhjóladrifið og beinir átakinu
þangað sem gripið er mest. Einnig
er bíllinn búinn læsingu sem mun-
að getur um þegar lötra þarf upp
bratta með litlu gripi. Enn má
nefna að Santa Fe er búinn stöð-
ugleikastýringu og spólvörn og
þessi búnaður dregur úr hættu á
því að ökumaður geri einhver ax-
arsköft. Á þessa eiginleika bílsins
reyndi ágætlega í snöggri ferð um
grófan slóða á Skarðsheiði og ann-
an frá Skorradal og yfir í Grafardal
auk nokkurra venjulegra malar-
vega. Ekki þarf heldur að kvarta
undan fjöðrun því nýja fjöðrunar-
kerfið gerir bílinn ágætlega mjúk-
an og hann virkar stærri í eigin-
leikum og meðförum en útlitið gæti
gefið til kynna.
Veghæð Santa Fe er rúmir 20 cm
og vaðdýpt getur verið 50 cm.
Einnig segir í upplýsingum um-
boðsins að klifurgetan sé 40° og
með víð nálgunar- og frákeyrslu-
horn megi bjóða bílnum talsvert
miklar jeppaslóðir.
Verðið á handskiptum bensínbíl
er 3.390.000 kr. og fyrir sjálfskipt-
ingu þarf að bæta við 200 þúsund
krónum og 100 þúsund í viðbót fyr-
ir þriðju sætaröðina sem er aðeins í
boði í sjálfskiptu útgáfunni. Dís-
ilbíllinn kostar 3.530.000 krónur og
á sama hátt þarf að bæta við 200
þúsundum og 100 til viðbótar fyrir
sjálfskiptingu og aukasætin. Þá eru
báðir bílarnir fáanlegir með lúx-
usinnréttingu og er verðið á bens-
ínbílnum þá rúm 4,1 milljón króna
og dísilbílnum rúmar 4,2 milljónir.
Svanasöngur
Þar sem ofanritaður hefur nú
haldið inná nýjan starfsvettvang
hverfur hann úr reglulegri bílaum-
fjöllun sem hann hefur verið viðloð-
andi um áraraðir. Allt hafa það ver-
ið sérlega ánægjuleg verkefni og
því verður lögð áhersla á að fylgj-
ast með þessum vettvangi áfram
þótt það verði frá öðru sviði. Er því
ekki loku fyrir það skotið að æfing-
unni verði haldið við með einhverj-
um hætti.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Santa Fe klórar sig upp á bakkann.
Þróttmeiri Santa Fe
orðinn laglegri
Það reyndi ágætlega á drifbúnað
Santa Fe í reynsluakstrinum.
Stíll er yfir mælaborðinu og stjórn-
tæki eru vel staðsett.Rúmgóðu farangursrými er fórnað ef bíllinn er tekinn sjö sæta.
Gott vinnuumhverfi ökumanns.
B&L hefur kynnt næstu kyn-
slóð af Santa Fe sem færist
nær jeppum. Meðal breytinga
eru öflugri vélar, meira pláss
og laglegri línur. Jóhannes
Tómasson reyndi gripinn og
tekur svo lotuhvíld.
Eknir voru grófir slóðar á Skarðsheiði
og í Skorradal.
Bíllinn er búin stöðugleikastýringu og spólvörn.