Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 B 7 bílar  Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum um bíla og tækni sem sendar eru á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt) Spurt: Ég á 1993 árgerð af Ford Explorer. Mér finnast ökuljósin daufari en eðlilegt er, a.m.k. lýsa þau ekki vel fram á veginn í myrkri og virka gulleit. Engin athugasemd var gerð vegna stillingar ljós- anna í síðustu skoðun. Rafgeymirinn er nýlegur og hleðslumælir sýnir eðlilega hleðslu/spennu. Væri hægt að setja sterkari perur í ljósin eða perur af annarri gerð? Svar: Í ökuljósunum eru halógen-perur af sér- stakri gerð (Ford) sem auðvelt er að skipta um. Lýsi lági og hái geislinn á báðum ljóskerjum og séu engar sjáanlegar skemmdir á speglunum myndu nýjar halógen-perur varla leysa vandann svo vel sé. Yfirleitt er afl pera í ökuljósum tiltekið samkvæmt reglum og ekki leyfilegt að nota öflugri perur (t.d. er 12 volta H4-halógen-pera 60/55 vött). Á mark- aðnum eru halógen-perur sem hafa 20–40% meiri ljósstyrk (,,gullperur“). En áður en þú ræðst í að endurnýja perurnar, sem kosta talsvert, skaltu skoða ljóskerin. Þau eru úr plasti og sé gegnsæja hlífin orðin gráleit (mött) er það líklegri orsök lakr- ar lýsingar; – matt pólýkarbonat-plast rýrir ljós- styrk verulega. Með slípimassa, eins og notaður er til að endurgljáa bílalakk, má gera ljóskerin glærari og auka þannig ljósstyrkinn. Stýrisvél sem lekur Spurt: Vökvastýrisvélin í rosknum fólksbíl lekur. Á verkstæði er mér sagt að stýrisvélin sé ónýt og ekki sé hægt að skipta um þéttingar í henni heldur þurfi að fá nýja eða endurbyggða stýrisvél. Vandinn er sá að jafnvel þótt ég fyndi nothæfa stýrisvél á partasölu yrði heildarkostnaðurinn meiri en gang- verð bílsins. Er ekki til efni sem stöðvar svona leka? Svar: Til eru efni í bílabúðum og á bensínstöðvum sem eiga að geta stöðvað leka í stýrisvél. Ég mæli ekki með notkun þeirra nema stýrisvélin hafi verið metin ónýt. Kemísk innihaldsefni virka á þann hátt að þéttingar bólgna upp. Hvort þinn vandi verður leystur tímabundið með slíku efni fer eftir því hve lekinn er mikill, þ.e. hve mikið slitnar þéttingarnar eru í stýrisvélinni. Þessi efni eru yfirleitt ertandi, ef ekki eitruð og geta því verið hættuleg. Því skyldi nota hlífðarhanska og geyma efnið ekki á glámbekk. Óreglulegur lausagangur í Skoda Spurt: Skoda Favorit 1300 1995 gengur óreglu- legan lausagang eins og vélin sleppi úr, en sé gefið inn virðist allt vera í lagi. Kerti eru ný og búið að mæla upp kveikjukerfið sem virðist vera í lagi og eyðslan er ekki óeðlileg. Hvað getur valdið svona gangtruflun? Svar: Þessi vél er með háspennukefli fyrir hvert kerti og án kveikju og því án kertaþráða. Líklegasta skýringin á gangtrufluninni í lausagangi er lek pakkning á soggreininni (soggreinin laus og pakkn- ingin þá ónýt). Þú getur fundið út á hvaða sílindra pakkningin er lek með því að aftengja einn og einn spíss með vélina í lausagangi. Sá spíssinn sem minnst munar um við aftengingu er á þeim sílindra sem dregur falskt loft. Annað næstum óbrigðult ráð til að staðfesta sogleka við óreglulegan lausagang er að hafa bensín í dælubrúsa og úða yfir soggreinina. Breytist lausagangurinn við það dregur vélin falskt loft. Ath. Fleiri tilfelli þar sem gangtruflanir koma við sögu er að finna á www.leoemm.com/gagna- banki.htm. Spurt er … Dauf ökuljós Morgunblaðið/Brynjar Gauti … bara gaman! Lyngháls 4 – s: 517 7727 – www.nora.is SJÁLFVIRK 6v / 12v / 24v 0,8A - 25A Fyrir allar gerðir rafgeyma Mega vera í sambandi allt árið. Bíldshöfða 12 - 110 Reykjavík - Sími 577 1515 - www.skorri.is Hleðslutæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.