Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 12
12 B FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÞAÐ hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum sú mikla aukning sem hefur orðið á andvísitölubílum á sl. misserum. Fyrir rúmum fimmtán árum, þegar blaðamaður var nýbúin að fá sitt bílpróf, voru meðal fínustu bíla landsins Toyota Corolla GTi, Toyota Celica Supra 2,8 og Mitsub- ishi Starion. Í dag finnast á götum landsins alls konar bílar sem flestir höfðu talið að ættu ekkert erindi til Íslands, bílar eins og Jagúar, Bent- ley, Rolls Royce, Dodge Viper, Porsche 911 í öllum hugsanlegum útgáfum, Maserati, Lotus og meira að segja Ferrari. Þó að bílaáhuginn hafi gengið í endurnýjun lífdaga á hagvaxtar- skeiðinu um síðustu aldamót má telja líklegt að veraldarvefurinn hafi átt sinn þátt í að blása lífi í bíla- menninguna á Íslandi. Á næstu vik- um skoðum við því hvaða spjallsíður eru í boði fyrir fróðleiksþyrst bíla- áhugafólk. Í þessum tilgangi ræddi bílablað Morgunblaðsins við sex for- svarsmönnum íslenskra bílaspjall- síðna sem sitja fyrir svörum í kom- andi pistlum. Live2cruize.com Fyrsti óháði bílaspjallvefurinn sem náði miklum vinsældum var www.live2cruize.com. Vefurinn, sem upprunalega var stofnaður af ís- lenskum áhangendum japanskra bíla til að auka samheldni á meðal áhugfólks bíla af þessum ættum, á rætur sínar að rekja til klúbbs með sama nafni sem var komið á lagg- irnar 2. febrúar 2001. Stofnendur klúbbsins voru þau Steven Páll og Vilhelmína Eva. Vilhelmína, sem er þekktari undir nafninu Villý, sagðist einmitt vera á kafi í bíladellunni og stóð hún einmitt í vinnu fyrir sport- bílasýninguna Bílar&Sport, http:// www.bilarogsport.is/syning.html, sem haldin var í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Spjallsíðan hefur frá stofnun notið mikilla vinsælda en spjallmeðlimir höfðu framan af mestan áhuga á breyttum bílum. Breytingarnar á bílunum eru fólgnar í öllu frá ein- földum útlitsbreytingum s.s. límmið- um og sérsprautuðum mynstrum, vindskeiðum, lækkuðu fjöðrunar- kerfi og til vélar, fjöðrunar og bremsubreytinga til að auka afköst bílanna. Í dag er hópurinn mun breiðari og takmarkast síður en svo af japönskum bílum. Í dag eru rúmlega þrjú þúsund skráðir notendur á L2C eins og spjallsíðan er nefnd í daglegu tali. Líklega eru virkir notendur að minnsta kosti fimm hundruð manns, sem flestir líta á síðuna daglega, láta það vera sitt fyrsta verk á morgnana að skoða ólesinn póst og eru jafnvel með L2C sem upphafssíðu í vef- vafranum sínum. L2C heldur samkomur að jafnaði einu sinni í mánuði, oftast á fimmtu- dögum, og hefur fyrirkomulagið ver- ið sveigjanlegt líkt og hjá flestum öðrum bílaklúbbunum. Vinsælir samkomustaðir hafa verið Bílastæði Kringlunnar og Smáralindar og Miðbakki á móts við Kolaportið. Á samkomur eru öll þau sem geta haft hemil á hægri fætinum velkomin. BMWKraftur.is Bílablað Morgunblaðsins náði tali af tveimur af forsvarsmönnum BMWKrafts á Íslandi, þeim Sæ- mundi Stefánssyni, sem oft er kall- aður bangsapabbi, og Ingimar Ró- bertssyni. Klúbburinn BMWKraftur var stofnaður 9. júlí 2002 og fylgdi spjallsíðan www.bmwkraftur.is fljót- lega í kjölfarið. Klúbburinn hefur jafnframt náð þeim áfanga að vera viðurkenndur í samfélagi alþjóð- legra BMW-klúbba og þykir það mikill heiður. Spjallsíðan er lykillinn að vel- gengni klúbbsins en þar getur áhugafólk um BMW sameinast um áhugamálið og hefur vöxtur síðunn- ar sýnt að spjallsíður sem einbeita sér að ákveðinni bílategund eiga fullan rétt á sér. Spjallmeðlimum hefur fjölgað úr fimmtíu notendum eftir fyrsta mánuðinn í rúmlega 1.600 skráða notendur í dag en lík- lega eru virkir notendur um eða yfir 400. Þeir Sæmundur og Ingimar segja að klúbburinn sé nokkuð virkur þó alltaf megi gera betur; „samkomur hafa verið á þriggja vikna fresti í vetur og verða á tveggja vikna fresti í sumar“, en á þessar samkomur er yfirleitt mjög vel mætt. Ingimar segir að haldin hafi verið bíllaus kvöld, sem hann kallar reyndar bjórkvöld, en þá skilja með- limir bílinn eðlilega eftir heima. Svo hafa verið haldin poolmót og spurn- ingakeppnir auk þess sem það er orðin fastur liður að keyra í halarófu á Bíladaga Bílaklúbbs Akureyrar. Þar er svo slegið upp tjöldum og grillað á kolagrilli með BMW merk- inu á lokinu. Tegundartengdir klúbbar hafa lagt mikla áherslu á þjónustu og góð kjör eigendum bílanna til góða og er þar kannski einna mikilvægastur af- sláttur í varahlutaverslunum um- boðanna auk þess sem margir nýta sér myndasvæði á netinu þar sem meðlimir geta hlaðið upp myndum af bimmunum sínum. Reiknivél BMWKrafts hefur sömuleiðis vakið athygli, en með henni er hægt að reikna út með ágætri nákvæmni hvað innfluttur bíll frá meginlandinu kostar á göt- una hér á Íslandi með tilheyrandi tollum og aðflutningsgjöldum. Flestar spjallsíðurnar eru með nokkra spjallflokka og meðal þeirra finnast yfirleitt flokkar þar sem gert er ráð fyrir tæknilegum umræðum. Þar hafa margir fundið lausn á ein- földum vandamálum sem geta hrjáð nútíma bíla með því að útlista vanda- málið á spjallinu. Oftast eru gagnleg svör komin innan skamms tíma frá reyndum mönnum sem oftar en ekki hafa sérþekkingu á viðkomandi merki. Spjallmeðlimir hafa einnig verið duglegir við að fara í þjóðvegatúra og hafa þá iðulega sent inn myndir og haldið dagbækur þar sem klúbb- félagar geta fylgst með framgangi ferðarinnar. Þessi akstursþrá hefur skilað ökumönnum á fræga staði eins og Nurburgring Nordschleife, sem er Mekka flests bílaáhugafólks. Er þá gjarnan ekið til Egilsstaða, og Norræna tekin yfir á meginlandið svo hægt sé að spretta úr spori á eigin bíl, löglega. Umfjölluninni um bílaspjallsíð- urnar verður haldið áfram í næstu viku. Ljósmynd/Ingimar Róbertsson Samkoma við Perluna í september árið 2004. Ljósmynd/ Ingimar Róbertsson Bíladagar 2005, Gunni „forseti“ með fánann góða Bílaspjallsíður landsins njóta mikilla vinsælda TENGLAR .............................................. http://www.bmwkraftur.is/ innflutningur/ Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Í ÁLABORG í Danmörku taka 300 ungir ökumenn þátt í samstarfi við Álaborgarháskóla og trygginga- félagið Topdanmark sem miðar að því að draga úr ökuhraða og auka umferðaröryggi. Ef tilraunin gengur vel gæti farið svo að allt að 400.000 eigendur og ökumenn bif- reiða með GPS myndu nýta sér tæknina til að temja sér rólegri akstursmáta. Samkvæmt Jyllands-Posten eru bundnar miklar vonir við að GPS- búnaðurinn geti bjargað mannslífum, en kostnaðurinn, sem er talinn nema 120 milljónum íslenskra króna, er aðeins brot af þeim fjármunum sem árlega er varið í umferðaröryggi í Danmörku. Áætlaður rekstrarkostn- aður kerfisins mun svo aðeins hlaupa á sem nemur um 24 millj- ónum íslenskra króna á ári. Umferðaryfirvöld hafa þó ekki tek- ið vel í þessa tækninýjung og því hefur Norður-Jótlandskommúna tekið kerfið upp á sína arma og stutt átakið. Kerfið virkar þannig að ökumenn fá sjálfkrafa viðvörun þegar ekið er yfir hámarkshraða, en haldið er utan um hraðatakmarkanir með hjálp GPS gervihnattastaðsetningarkerf- isins. Lægri rekstrarkostnaður er hvatinn Hvatinn í kerfinu kemur frá samn- ingi við tryggingafélagið Top- danmark. Með hjálp skráningar á öll- um hraðatakmörkunum í Álaborg getur tryggingafélagið fylgst með ökuhraða ungra ökumanna og umb- unað þeim fyrir rólegan akstur en að sama skapi hækkað iðgjaldið þegar of greitt er ekið. Þeir ungu ökumenn sem þegar hafa prófað kerfið segja það hafa af- slappandi áhrif að vita til þess að þeir aki ávallt á löglegum hraða. Sömuleiðis er fjárhagslegur hvati kerfisins sterkur, ökumenn komast bæði lengra á hverjum lítra af elds- neyti og þeir njóta allt að 30% lægri tryggingariðgjalda. Iðgjaldið hækkar hins vegar ef hraðinn er aukinn en ökumenn hafa 10 sekúndur til að hægja á sér eftir að kvenmannsrödd lætur vita að komið sé yfir hámarks- hraða. Enn sem komið er lofa nið- urstöður tilraunarinnar góðu, en í Svíþjóð hafa sambærilegar tilraunir skilað 20% lægri slysatíðni. Ungir ökumenn beislaðir með GPS í Danmörku Morgunblaðið/RAX Danir vonast til þess að GPS-tækin muni draga úr aksturshraða. QUADSKI er nafnið á frumgerð af nýju hraðskreiðu fjórhjóli sem einnig getur ferðast á vatni og sagt var frá í breska dagblaðinu Daily Telegraph á dögunum. Farartækið, sem nær allt að 72 km hraða á klukkustund, er hannað af nýsjálenska fyrirtæk- inu Gibbs Technologies, sem auk óvenjulegra farartækja framleið- ir m.a. skipaskrúfur. Bensíntank- urinn leyfir allt að tveggja tíma siglingu eða 600 km vegalengd á landi og það tekur innan við fimm sekúndur og stillingu eins takka að breyta farartækinu þannig að það sé fært í siglingu eftir aksturinn. Quadski notar samskonar vél og Aquada, bíll sem einnig getur ferðast á vatni og þegar hefur komist á heimsmetalista fyrir að vera fyrsti bíllinn til að keyra yf- ir Ermarsundið. Á láði sem legi Það er ekki amalegt að geta keyrt beint í sjóinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.