Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 B 13
bílar
ALVÖRU HÚSBÍLL TIL SÖLU!! FORD
ECONOLINE 250 XL 4X4 árg. '86
(innfluttur 1987). 38” breyttur. Er á nýjum
36” dekkjum. 351 V-8 mótor og C6 sjálf-
skipting (upptekin A4OD skipting fylgir).
Nýlegur hátoppur. Loftdæla. Ný Markísa.
Ný gasmiðstöð. Nýlegt 3” pústkerfi. Ný-
lega ryðvarinn (ekki tektíll). Nýlega vélar-
stilltur (Performance loftsía, kerti, smurn-
ing o.fl.). Rafmagnstrappa. Topplúga með
flugnaneti. Captain stólar að framan (með
snúningi). Mikið og gott skápapláss.
Svefnpláss fyrir 2-4. Nýr gasísskápur.
Eldavél. Vaskur/vatnstankur. CB talstöð.
Sjónvarp/vídeó (sjónvarpsloftnet). Geisla-
spilari m.fjarstýringu. Nýir rafgeymar.
Það eru aðeins tveir eigendur frá upphafi
og hefur ætíð verið stjanað við þennan
bíl. Hann er í toppstandi og lítur gríðar-
lega vel út. Sannkallaður gullmoli. Verð-
hugmynd: 1.890 þús. (skoða skipti á e-u
seljanlegu). Uppl: Sigurður, s. 557 3595/
892 9027.
Húsbílar
TIL SÖLU
Tilboð óskast í Mercedes Benz L 408 DG
húsbíl árgerð 1971, fluttur inn frá Þýska-
landi 1996, tveir olíugeymar og hægt að
tengja við 220 volt, ísskápur fyrir 220v,
12 v og gas. Mikið endurnýjaður.
Nýbúið að yfirfara bremsur og rafkerfi,
nýr öflugur rafall og rafgeymar (100.000
kr), nýr vaskur og gaseldavél (50.000 kr).
Ný Trumatic 4000 gashitari með termo-
stat (100.000 kr.). Tilboð óskast eða skipti
á góðu fellihýsi. Upplýsingar í síma 862
8670/664 5868 (Sveinn) og 896 6181
(Hannes).
Bílasmáauglýsingar
S
amgöngur ættu í raun og veru
að vera fæstum mjög ofar-
lega í huga í Reykjavík.
Óvíða á byggðu bóli er bíla-
eign meiri og iðulega einungis ein
sála í hverjum fimm sæta bíl – jafn-
vel sterkbyggðum og níðþungum
jeppum með drifi á öllum hjólum og
meira að segja millikassa og sjálf-
stæðri grind. Eða þá sendiferðabíl-
um sem margir kalla líka fjölnota-
bíla. Langsamlega oftast einungis
einn í hverju tæki og þá skiljanlega
undir stýri. Umferðartafir eru líka
stórlega orðum auknar. Fjarlægðir
eru smávægilegar, það er að segja í
samanburði við evrópskar borgir.
Sjaldnast snjór á götum höfuðborg-
arinnar, ekki frekar en í Barcelónu.
Bréfritari er í Barcelónu í sex vik-
ur í því skyni að nema tungumálið.
Búsettur í austasta hluta í Familia
Sagrada-hverfinu, á Carrer de la
Indústría, Iðnaðarbrautinni miklu.
Hljómar spennó. En skólinn er á
Gran Vía de les Corts Catalanes,
ógnvænlegri breiðgötu með um það
bil tólf akreinum, sex í hvora átt, þar
sem ótrúlegt umferðarflæði er dag
og nótt. Um það bil, því mörk ak-
reina eru iðulega æði óljós og hver
akrein líklega ekki nema helmingur
af íslenskri akrein, sem þó hefur ekki
hingað til þótt tiltakanlega rausnar-
leg í málum. Það tæki hálfa aðra
klukkustund að ganga þangað frá
Carrer Industría. 25 mínútur með
neðanjarðarlest, 35 mínútur með
strætó, 4 mínútur með þyrlu, gæti ég
trúað, en þó ekki nema um 15 mín-
útur á vespu.
Dautt loft eða koltvísýringur
Og þess vegna, og líka vegna þess
að fátt stressar ykkar einlægan
meira en að ferðast neðanjarðar, þar
sem menn anda að sér dauðu lofti og
andlit samferðamanna eru eins og
greypt úr íberísku graníti, leigði ég
mér vespu; leigutími fjórar vikur.
„Betra að anda að sér koltvísýringi
en dauðu lofti,“ bærðist líka í hug-
anum á stundu ákvörðunartökunnar.
(Ég tók metróið fyrsta daginn í
Barcelónu og varð það á að ávarpa
samferðarmann á svipuðu reki en af
öðru bergi brotinn og spyrja hann
hvort ég væri ekki örugglega í lest á
leið á Diagonal-stöðina. Maðurinn
horfði á mig eins og hann hefði andað
að sér alltof miklu af dauðu lofti. Síð-
an sneri hann sér undan án þess að
svara nokkru. Kannski bara tungu-
málaörðugleikar.
Það hafði verið ámálgað í tölvu-
póstum við Ivo – vespuleigueigand-
ann ísraelska, sem hefur núna búið í
Barcelónu í sex ár – að ég hefði
áhuga á að leigja af honum Honda
100cc Lead í fjórar vikur, ef um það
semdist. Samningar tókust og við
hittumst á öðrum degi mínum í
Barcelónu á Plaza Cathedral, þar
sem hann geymir nokkur stykki.
Smávegis skriffinnska og síðan fékk
ég lyklana í hendur og brunaði út í
barcelónska umferð. „¡Qué libertad!“
Farið eftir umferðarreglum
Nú hefur myndast innilegt sam-
band milli mín og Hondunnar. Á
hverjum morgni set ég á mig hjálm-
inn og sest hróðugur upp á fákinn og
starta honum með rafmagnsstuði.
Svo bara sný ég hægra handfangi og
hann tekur á skeið. Fyrstu dagana
var ykkar einlægur reyndar með
hjartað í buxunum og heilinn sömu-
leiðis gekk nánast laus. Umferðin er
þung og þegar grænt ljós kviknar
gefa allir í botn eins og þeir séu
Alonso á ráspól. Umferðarhraðinn er
þó ekki tiltakanlega mikill – þetta á
milli 60 og 80 km á klst. Vespurnar
þræða sig jafnan fremst á umferð-
arljósum og eru því í fylkingarbrjósti
fram eftir breiðgötum. Í fyrstu þótti
mér vart þorandi að slá af hraðanum
þegar nauðsynlegt var að rýna á
götuheitin á veggjum húsanna. Ein-
hvern veginn tókst mér þó að rambla
á réttu staðina, sem fyrstu dagana
voru einmitt aðallega Ramblan og
fyrrnefndir Gran Vía og Industría.
Núna er ég farinn að vekja syfjulega
bílstjóra með stuttu flauti þegar þeir
gleyma ljósunum.
Annað sem íslenskur ökumaður
upplifir sterkt í Barcelónu er að þar
er farið nákvæmlega eftir umferðar-
reglum. Það er stoppað þegar gult
ljós kviknar og ekki tekið af stað fyrr
en á gulu. Það er ekki heldur stöðugt
verið að skipta um akreinar í full-
komnu tilgangsleysi, eins og tíðkast
svo mjög í Reykjavík. Þar er líka tek-
ið fullt tillit til vespukarla og -kvenna
og þeim leyfist jafnvel ýmislegt sem
bílafólkinu leyfist ekki. Á rauðu ljós-
unum slær vespufólk gjarnan upp
stuttum samræðum og bréfritari
hefur nokkrum sinnum nýtt þessa
dauðu stund til þess að spyrja til veg-
ar. Á rauðu ljósunum má sjá ung-
menni á leið á ströndina, jakkafata-
klædda skrifstofumenn á blankskóm
á leið til vinnu og fínar frúr á pinna-
hælum og pilsum. Allir eru með
hjálma en annar viðbúnaður er ekki
sjáanlegur. Sumir draga upp sam-
loku til að narta í á ljósunum og aðrir
kveikja sér í jafnvel vindlingi.
Núna, að tveimur viknum liðnum,
hefur mér tekist að upplifa Barce-
lónu á allt annan og nánari hátt en
mögulegt væri í strætó eða metró.
Leigubíll er valkostur en dæmigert
far af styttra tagi kostar nálægt 6–7
evrum. Einu sinni hefur reynst nauð-
synlegt að kaupa bensín á Honduna
og áfyllingin kostaði 4,20 evrur.
Rekstrarkostnaður er því í lágmarki
en langstærsti kosturinn er hið ótak-
markaða samgöngufrelsi sem þessi
snilldarlega uppfinning felur í sér.
Og þegar öllu er á botninn hvolft
upplifi ég mig öruggari á vespu í
milljónaborginni Barcelónu en í
Reykjavík.
Bréf frá Barcelona
Fullkomið frelsi á vespu
Fljótlegasta aðferðin til að komast leiðar sinnar í umferðaröngþveitinu sem
getur skapast á götum Barcelona-borgar er á vespu.
Innilegt samband hefur myndast milli greinarhöfundar og vespunnar.
Eftir Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is
TENGLAR
..............................................
www.barcelonamoto.com
SÍÐUSTU helgi var haldin sýning á vegum tímaritsins Bílar og sport í
nýju Laugardalshöllinni, en hana sóttu um fimmtán þúsund manns.
Sýningin var haldin á fimm þúsund fermetra sýningarsvæði og hýsti um
170 sýnendur og sýningargripi. Þemað var víðtækt en sýningarhaldarar
lögðu áherslu á aukahluti, hljómtæki, sportbíla og ofursportbíla og var
verðmæti sýningargripa áætlað um einn milljarður.
Hulunni svipt af Koenigsegg CCX
Christian Von Koenigsegg sýndi ofursportbíl sem ber nafn hans en bíll-
inn er afrakstur margra ára þróunarvinnu. Christian fékk hugmynd að
smíði ofursportbíls þegar hann sá norsku leikbrúðumyndina Álfhóll –
Kappaksturinn mikli í barnæsku. Leikbrúðumyndin varð Christian það
mikil andagift að hann einsetti sér að þróa, hanna og smíða sinn eigin of-
ursportbíl sem hann afhjúpaði svo fyrir gesti sýningarinnar Bílar og
sport.
Á sýningunni var líka boðið upp á Gokart-útisvæði og fyrir framan
Laugardalshöllina var uppstilling á jeppum frá ferðaklúbbnum 4x4. Mikill
fjöldi glæsilegra bíla, mótorhjóla og annarra tækja prýddi auk þess sýn-
inguna og var oftast hópur fólks í kringum nokkra áhugaverðustu gripina,
svo sem upphækkaðan Hummer, LandRover Tomcat og Porsche-bílana
auk þess sem nýjar sem gamlar gerðir Mustang vöktu talsverða athygli.
Mögulegt að sýningin verði árlegur viðburður
Þórður F. Sigurðsson hjá Bílar og sport segist vænta þess að tekin
verði ákvörðun um hvort sýningin verði árlegur viðburður á næstu dögum
en örlítill rekstrahalli hafi verið af sýningunni. Það sé þó ásættanlegur
fórnarkostnaður miðað við þá kynningu sem fékkst.
Margt um manninn
á sýningunni
Bílar og sport
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Verklegur Hummer vakti talsverða athygli meðal gesta.
ÞÖK
Hulunni svipt af Koenigsegg á sýningunni í Laugardalshöllinni.