Morgunblaðið - 16.06.2006, Page 10

Morgunblaðið - 16.06.2006, Page 10
10 B FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar ELLEFTA árið í röð senda Umferð- arstofa og Slysavarnafélagið Lands- björg frá sér könnun á öryggi barna í bílum. Könnunin, sem gerð var í apr- íl síðastliðnum við 68 leikskóla víða um land, sýnir að mikill árangur hef- ur náðst síðan kannanir hófust, en þrátt fyrir það finnast enn þá alvar- legir misbrestir á öryggi barna í bíl- um. Niðurstöður fyrstu kannana voru ekki góðar. 1997 sýndu niðurstöð- urnar að 32% barna voru án nokk- urs öryggisbúnaðar í bílum en nú er þessi tala komin í 3,2% og því ljóst að foreldrar eru mun meðvitaðri um mikilvægi þess að nota réttan öryggisútbúnað fyrir börnin sín en áður. 19 börn í lífshættu í framsæti bíls með öryggispúða Könnunin sýnir að 85,1% foreldra notuðu réttan öryggisbúnað fyrir börnin sín, 11,5% notuðu ekki full- nægjandi búnað, t.d. eingöngu bíl- belti á barn sem þarf að sitja á sessu eða í barnabílstól, og 3,2% voru al- gerlega óvarin og því í lífshættu. Enn ber á því að börn sitji í fram- sæti fyrir framan öryggispúða en þeir geta verið banvænir börnum sem ekki hafa náð 150 cm hæð. Jafnframt kom fram að meiri líkur væru á að foreldrar sem ekki nota sjálfir bílbelti létu börnin sín vera laus í bílnum. Í samtali við Einar Magnús Magn- ússon, upplýsingafulltrúa Umferðar- stofu, kom fram að ömmur og afar eru almennt ekki nógu meðvituð um þann öryggisbúnað sem ætlast er til að börn noti. Skýringin á þessu er eflaust sú að eldri kynslóðin er ekki alin upp við þær kröfur sem nú eru gerðar til ör- yggisbúnaðar barna og þar af leið- andi ekki eins meðvituð um þær reglur sem nú gilda í þessum efnum. Í ljósi þessa ættu ökumenn að hafa í huga að það varðar sektum, 10 þús- und krónum á hvert barn, að nota ekki réttan öryggisbúnað. Þátttakendur í könnuninni voru 2.132 í ár. Starfsmenn könnunarinn- ar voru nemendur á leikskólabraut Kennaraháskóla Íslands, félagar í deildum Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og starfsfólk Umferðar- stofu. Fleiri nota réttan öryggis- búnað fyrir börn í bílum                           !"#$  #$ % %"    &  ' ()       &"* * "  )  " +    & )  "   ,  ' )   -   )                              %% %%"  %)# #% %#  %  %" % %.% %* %/001           ! "! #! $! %! &!!' (  ) *  "!   IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ og Orkustofnun stofnuðu snemma á árinu Orkusetur, sem er ætlað að miðla upplýsingum um orkumál til almennings og stjórnvalda og hvetja til skilvirkrar orkunotkun- ar. Orkusetrið hefur nýlokið við tvær forvitnilegar reiknivélar, þar sem ökumenn geta reiknað út annars vegar rekstrarkostnað tveggja mismunandi bifreiða og hins vegar kostnað tiltekinnar ferðar, innanbæjar sem utan. Gagnagrunnurinn innheldur um 400 bíla og eru upplýsingarnar mest megnis byggðar á eyðslutöl- um frá neytendasamtökum ná- grannalandanna. Sigurður Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri Orkuseturs, telur að ýmislegt sé hægt að gera til að draga úr rekstrarkostnaði fjöl- skyldubílsins, en mikilvægast sé að þoka bílaeign landsmanna meira í átt að hagkvæmari bílum. Samanburður á eldsneytiseyðslu og útblæstri bíla Sigurður nefnir sem dæmi að fróðlegt geti verið að bera saman stóra og litla bíla, dísel, bensín, sjálfskipta og beinskipta í reikni- vélinni á www.orkusetur.is. Til dæmis má nefna að munur í rekstrarkostnaði á 4.4. lítra Range Rover með bensínvél og Skoda Octavia með díselvél er rúmlega 300 þúsund krónur á ári miðað við 20 þúsund kílómetra akstur. Þá er ótalinn rúmlega tvisvar sinnum meiri koltvíoxíðmengun sem enn sem komið er hefur ekki verið skattlögð. Hvað kostar ferðin? Ekki síður áhugaverð er reikni- vélin þar sem hægt er að reikna út hvað einstök ferð kostar. Í ljósi þess að bíladagar Bílaklúbbs Ak- ureyrar verða haldnir um næstu helgi má benda á, að mismunurinn á því að fara á viðeigandi sportbíl á bíladaga, til dæmis Porsche 911 með 3.6 lítra vél eða Dodge Ram með 8 lítra vél eru 10.500 krónur fram og til baka, Porsche 911 í hag. Ef farskjótinn er hinsvegar VW Golf TDi þá er kostnaðurinn að- eins um 4 þúsund krónur, eða tæplega helmingur af því sem ferðin kostar á Porsche 911. Lík- legt má telja að þessar tölur séu vanmetnar fyrir íslenskar aðstæð- ur segir Sigurður, hér er bæði kaldara, vegalengdir styttri og sömuleiðis hafa allar breytingar á bílum áhrif á eyðsluna, oftast til verri vegar. Hækkandi eldsneytiskostnaður er ekki lögmál Sigurður telur að ökumenn geti gert ýmislegt til að draga úr sí- felldri aukningu eldsneytiskostn- aðar. Auðveldast er að sjálfsögðu að velja sparneytnari bíl og þarf það ekki að þýða niðurskurð á þægindum. Nýir díselbílar eru til að mynda bæði öflugir og spar- neytnir. Í ljósi þess að sala stórra fjór- hjóladrifsbíla hefur aukist veru- lega á síðustu árum, er ljóst að reiknivélar sem þessar eru gott innlegg í samgöngu umfjöllun á Íslandi og gætu varpað skýrara ljósi á valkostina sem í boði eru, til dæmis þegar fjölskylda velur nýj- an bíl. Samanburðarreiknivél Orkuseturs. Orkusetur kynnir reiknivélar fyrir bíleigendur Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is FORSVARSMENN Toyota svöruðu á dögunum gagnrýnendum sem sagt hafa tvinnbíla ekki jafn umhverfis- væna og hingað til hefur verið haldið fram. Að sögn Toyota eru fullyrðingar bandaríska markaðsrannsóknarfyr- irtækisins CNW, um að borgarjepp- ar og farartæki á borð við Hummer- jeppa séu umhverfisvænni en tvinn- bílar eins og Toyota Prius, mjög svo misvísandi. „Við tökum þessa rannsókn með miklum fyrirvara,“ hefur Daily Tele- graph eftir Graham Smith hjá Toyota. „Sérstaklega veltum við fyr- ir okkur af hverju rannsóknin skjóti upp kollinum á þessum tíma og eins hvernig þeir hafi komist að þessari niðurstöðu. Við erum vantrúuð og viljum vita meira.“ Rannsóknir Toyota benda til að Priusinn sé eyðslugrennri en bens- ínbílar af svipaðri stærð auk þess sem bíllinn losi um 43% minna af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Toyota í umhverfisdeilu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.