Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar ORÐSPOR Toyota og Lexus hefur styrkst enn frekar við síðustu gæðakönnun J.D. Powers, en þessir tveir framleiðendur röðuðu sér í 11 af 19 efstu sætunum í könnuninni. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart þar sem Corolla hefur til dæmis iðulega verið í topp sæti og er í fyrsta sæti í sínum flokk nú. Lexus hefur sömuleiðis gengið vel í lúxusbílaflokknum frá því sú tegund kom á markað. Porsche skipar efsta sætið yfir heildina Markverðustu fréttirnir eru kannski þær, að Lexus LS430 og Porsche Cayman deila fyrsta sæt- inu yfir þær einstöku bílgerðir sem hafa minnst gæðavandamál. Ef litið er á heildarútkomu efstu sæta, rað- ast Porsche í fyrsta sæti, Lexus í annað sætið, Hyundai, Toyota og Jagúar í þriðja til fimmta sæti. Góða útkomu Hyundai má þakka Elantra og Tucson, en jepplingur- inn náði fyrsta sæti í flokki smærri sportjeppa og er þetta í fyrsta skiptið sem Hyundai nær í eitt af þremur efstu sætunum í gæðakönn- un J.D. Powers, þegar tekið er tillit til heildar frammistöðu framleið- anda. Framleiðendurnir Chevrolet, Chrysler, Ford, Kia, Mazda, Ponti- ac og Suzuki fengu sömuleiðis allir verðlaun í einhverjum af flokkum könnunarinnar. Asíubílar ráðandi í gæðakönnun J.D. Powers Porsche Cayman er efstur í gæðakönnun J.D. Powers og deilir sætinu með Lexus LS 430. UM HELGINA verða haldnir bíladagar hjá Bílaklúbbi Akureyrar. Síðustu árin hefur þessi viðburður notið vaxandi vinsælda, en margir leggja leið sína norður um þjóðhátíðarhelgina til að upplifa þá sérstöku stemmningu sem hópur bílaáhugafólks skapar þegar sameinast er um áhugamálið. Hinir ýmsu bílaklúbbar landsins aka gjarn- an á staðinn í halarófu, slá upp tjöldum, grilla og njóta þess sem boðið er uppá um helgina. Fastir dagskrárliðir og jafnframt þeir, sem hafa notið hvað mestra vinsælda, eru Olís götuspyrna Bílaklúbbs Akureyrar sem haldin er á föstudeginum 16. júní og hefst með tímatökum klukkan 19.30, bílasýningin sem er opin frá 10 til 18 á laugardeginum og „Burnout" keppnin síðar um kvöldið klukkan 20.00. Alla jafna vekur götuspyrnan mesta eft- irvæntingu, en þar fá landsmenn tækifæri til að sjá marga af mest spennandi bílum lands- ins gefa hrossunum lausan tauminn, nokkuð sem að öllu jöfnu er sjaldgæf sjón. Það kostar 500 krónur inn á götuspyrn- una og „Burnout" keppnina en 1.000 krónur á bílasýninguna. Upplýsingar um Bíladaga 2006 og skráningu í götuspyrnuna, „Burn- out" og bílasýningu finnast á heimasíðu Bíla- klúbbs Akureyrar. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson „Burnout" á Bíladögum í fyrra, keppnin er fastur liður í hátíðarhöldunum. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Olís götuspyrnan 2004, en götuspyrnan vekur jafnan mesta eftirvæntingu. Bíladagar Bílaklúbbs Akureyrar TENGLAR ........................................................... www.ba.is Ný bílasala B&L var opnuð á Selfossi á þriðjudaginn síðasta eftir að B&L festu kaup um helgina á Betri bílasöl- unni sem hefur starfað á Selfossi frá árinu 1991. Bílasalan er til húsa í ný- legu húsnæði með 300 fermetra sýn- ingarsal í Hrísmýri 2a. Íris B. Ansnes segir að aðstaðan sé björt og rúmgóð með plássi fyrir um eitt hundrað bíla og sömuleiðis sé þjónustuverkstæði þeirra, Bíltak, undir sama þaki en það sé mikill kost- ur að geta sameinað alla þjónustu á einum stað. Karl Sigurðarson hefur verið ráðinn sölustjóri B&L Selfoss sem verður rekið sem sjálfstæð eining innan B&L og munu öll vörumerki B&L í nýjum og notuðum bílum verða þar til sölu auk umboðssölu fyrir einstaklinga. Karl Sigurðarson sölustjóri í húsakynnum B&L á Selfossi. B&L opna bílasölu á Selfossi HERTZ bílaleigan á Íslandi ætlar að mæta aukinni eftirspurn eftir lúxus- bílum með því að bjóða upp á tvær gerðir Lexus til leigu í sumar í Pre- stige Collection flokknum. Bílarnir sem um er að ræða eru Lexus GS300 og Lexus LS430 sem hvor um sig nálgast fullkomin þægindi á mis- munandi hátt. Arnar Már hjá Lexus segir Hertz vera að mæta breyttum neysluvenj- um en mikið sé af efnuðum útlend- ingum sem Íslendingum sem eru til í að eyða í lúxus. Verð á GS300 er frá 28.900 krón- um á dag í júní miðað við ótakmark- aðan akstur og innifaldar trygging- ar. Til samanburðar má nefna að einn algengasti bíllinn sem útlend- ingar leigja, RAV4, er um 50% ódýr- ari í útleigu. Nýverið festi Bílaleigan einnig kaup á umtalsverðum fjölda af vega- leiðsögutækjum hjá R. Sigmunds- syni. Þessi tæki af Garmin gerð munu auðvelda viðskiptavinum Hertz að ferðast um Ísland. Tækin eru búinn korti af öllum vegum landsins, gefa ökumanni uplýsingar um vegalengd í ákvörðunarstað og leiðbeina um styðstu og hentugustu leið. Um nýjung er að ræða fyrir leigutaka bílaleigubíla á Íslandi og hefur R. Sigmundsson staðið fyrir gerð og þróun þessa búnaðar hér á landi. Meiri lúxus og GPS í bílaflotann hjá Hertz TENGLAR .............................................. www.hertz.is Morgunblaðið/RAX Arnar Jónsson, flotastjóri Hertz, tekur við vegaleiðsögutækjunum af Ríkharði Sigmundssyni, sviðsstjóra lífsstílssviðs hjá R. Sigmundssyni ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.