Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 B 11 bílar ÁRLEGUR þjóðhátíðarakstur Forn- bílaklúbbsins fer fram laugardaginn 17. júní, en þá verður ekið frá Árbæj- arsafni að sýningarsvæðinu á Mið- bakka fyrir framan Kolaportið. Bílarn- ir munu safnast saman við Árbæjarsafn klukkan 10.30 og aka svo sem leið liggur klukkan 12.30 nið- ur Laugaveg og Hverfisgötu niður á Miðbakka, þar sem bílarnir verða þjóðhátíðargestum til sýnis til klukk- an 16.00. Þess má vænta að á sýningunni verði mikið af nýjum bílum þar sem margir nýttu sér sterkt gengi krón- unnar á síðasta ári og fluttu inn forn- bíla til landsins frá Bandaríkjunum og Evrópu. Í fyrra voru um 80 bílar í þjóðhátíðarakstrinum og um 20 bílar bættust svo við á sjálfu sýning- arsvæðinu þar sem þeir njóta jafnan mikillar athygli, en margir þessara bíla sjást almennt ekki á götum borg- arinnar nema þegar sérstakt tilefni gefst. Hátíðarakstur á fornbílum hefur farið fram í Reykjavík í rúmlega 30 ár, fyrst á vegum FÍB en síðar á vegum Fornbílaklúbbsins. Hátíðarakstur á fornbílum hefur farið fram í Reykjavík í yfir 30 ár. Þjóðhátíðarakstur Fornbílaklúbbsins TENGLAR .............................................. www.fornbill.is Árið 1999 var fyrirtækið Metan hf. sett á laggirnar meðal annars með það að markmiði að stuðla að nýtingu metangass á bifreiðar. Nú á tímum hækkandi eldsneytisverðs hefur skyndilega myndast sóknarfæri fyrir bíla knúna metangasi og rekstur bílanna er orðinn mun hagstæðari en rekstur sambærilegra bensínbíla. Því er mikilvægt að benda neytendum á þennan kost og útskýra tæknileg at- riði sem snúa að metangasbílum. Hvernig virka metangas- og tví- brennibílar? Hvað vélina varðar er í raun enginn stórvægilegur munur á því að brenna metangasi eða bensíni og einungis smávægilegra stillinga er þörf til að aðlaga vélina metangasi. Þetta gerir að verkum að mögulegt er að gera vélar sem keyra má á bæði metani og bensíni, svokallaðar tvíbrennivélar. Kosturinn við tvíbrennivélarnar er sá að á meðan dreifikerfi metangass er að þróast er hægt að halda óskertu notagildi bílanna á stöðum þar sem erfitt er að nálgast gasið. Stærsti munurinn á tvíbrennibíl og bensínbíl er geymslan á eldsneytinu, en gasið þarf að geyma á þrýstitönk- um og því þarf tvöfalt eldsneytiskerfi í tvíbrennibílum. Í fyrstu gerðum tví- brennibíla voru notaðir fyrirferðar- miklir þrýstitankar sem minnkuðu farangursrými bílanna til muna, í nýj- ustu gerðum hefur þetta verið lagað og notaðir eru fleiri og minni tankar svo þeir komist fyrir á fleiri stöðum. Hver er rekstrarkostnaður tví- brennibíls m.v. bensínbíl? Verðið á einum normalrúmmetra af metangasi er 88 kr. Orkuinnihald normalrúmmetrans er 1,12 sinnum meira en orkuinnihald bensínlítrans sem leiðir af sér að verðið á orkujafn- gildi eins lítra af bensíni er 88/1,12 = 78,6 kr. Verð bensíns á sjálfsaf- greiðslustöðvum er hins vegar u.þ.b. 125 krónur á lítrann. Eldsneytis- kostnaður metangasbíls er því rúm- lega 37% lægri en fyrir bensínbíl. Hver er umhverfislegur ávinning- ur þess að keyra á metangasi? Það metan sem stendur til boða hér á Íslandi er unnið á sorpurðunarstað höfuðborgarsvæðisins á Álfsnesi. Ef ekkert er gert til þess að vinna gasið sleppur það út í andrúmsloftið, sem er óæskilegt þar sem að metan er 21 sinni skaðlegri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Því er nauðsynlegt að eyða metangasinu og þá er um að gera að nota það í eitthvað nytsam- legt í leiðinni. Vissulega myndast koltvísýringur við bruna metangass eins og við bruna bensíns, en sá grundvallarmunur er á að við bruna metangass í bílvél er ekki verið að auka magn koltvísýrings í andrúms- loftinu. Í raun er einungis verið að færa myndunarstað koltvíoxíðs frá urðunarstað sorpsins og yfir í bílvél- ina. Á meðan sparast svo sá koltvísýr- ingur sem annars hefði myndast við bruna bensíns. Af þessu leiðir að er tvíbrennihreyflar eru keyrðir á met- angasi eru þeir það umhverfisvænsta sem stendur til boða í dag. Eru tvíbrennibílar kraftlausir og með stutta drægni? Í fyrstu kynslóðum tvíbrennibíla var ýmsu ábótavant, þar var uppsetn- ing vélanna fyrst og fremst miðuð við að brenna bensíni og vélin skilaði því talsvert minna afli á metangasi, einn- ig var drægi bílanna á metangasi oft ekki nema u.þ.b. 130 km áður en skipt var yfir á bensín. Nú hefur talsverð framþróun orðið á bílunum, þeir eru orðnir jafnvígir á metan og bensín hvað afl varðar og drægi þeirra á met- angasinu hefur farið upp í 300+ km. Svo þegar metangasið klárast er að sjálfsögðu hægt að keyra áfram á bensíni. Er ekki hættulegt að vera með há- þrýsta metangastanka í bílnum? Ekki er vitað til þess að nein slys hafi orðið við notkun metangasbif- reiða þrátt fyrir að talsverður fjöldi þeirra sé í umferð um alla Evrópu. Tankarnir eru hannaðir til þess að þola mun hærri þrýsting en notaður er. Metan er ekki eitruð lofttegund og ef einhver leki verður þá stígur gasið hratt upp en safnast ekki saman niðri við jörðu eins og bensín gerir. Gasið er lyktarlaust en bætt er í það lykt- arefni til þess að tryggja að það sé greinanlegt við leka. Metan er því í raun hættuminna eldsneyti en bensín. Hvar er hægt að fylla á tankana? Eins og staðan er í dag er einungis ein áfyllingarstöð á landinu og hún er í Ártúnsbrekku, en stöðvunum kemur til með að fjölga í takt við aukna sölu á bílunum. Ef þú býrð í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ, Staðahverfi eða Mosfellsbæ og átt reglulega leið niður í bæ þá hefur það enga þörf fyrir fleiri stöðvar. Ef þú skyldir gleyma að fylla á gastankana í Ártúnsbrekkunni þá er alltaf hægt að nota bensíntankinn. Í VW Touran EcoFuel 2,0 er gastönkunum komið haganlega fyrir í gólfi bílsins þar sem notandi bílsins verður þeirra aldrei var. Höfundur er vélaverkfræðinemi og áhugamaður um vistvænar samgöngur. Það er rúmlega 37% ódýrara að fylla á þessari dælu heldur en hefð- bundnum bensíndælum. Metangas- og tvíbrennibílar Metangas er áhugaverður eldsneytiskostur á bifreiðar, segir Benedikt Skúlason. Fréttir á SMS Cadillac Escalade ‘04 . Einn með öllu , ek. aðeins 13.000 km. Eins og nýr ! Verð 7,3 m. Áhv. 3 m. Peugeot 607 DÍSEL, vel búinn og vel með farinn bíll. Ekinn 73.000 km. Verð 2,29 m. Skoda Oktavia 4x4 6 gíra 2,0 ekinn 14.000 km Verð 2,24 m. Áhv. 1,35 m. MMC Galant 2003 ekinn aðeins 32,000 km sjálfsk. 2,4. Verð 1,85 m. Áhv. 1,1 m. Kia Grand Sportage 1999 Ekinn 93,000 km. Verð 830 þ. Áhv. 390 þ. Audi A3 sportback 2005 sjálfsk. 2,0 . Ekinn 9,000 km. Verð 2,88 m. Land Rover Defender 90 1998 stuttur DÍSEL ekinn 132.000 km. Verð 1,25 m. Áhv. 730 þ. Hyundai Starex H1 1999 7 manna ekinn 110,000 km. Verð 1,25 m. Jeep Grand Cherokee LTD ‘04 e. 39,000 km. Flottur og vel búin bíll. V. 2,99 m. Áhv 2,5 m. Nissan Terrano ll 2001 DÍSEL Ekinn 117,000 km. Verð 1,79 m. Áhv. 1,5 m. Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16 SKOÐIÐ FLEIRI MYNDIR Á WWW.100BILAR.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.