Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
HANN lætur lítið yfir sér við fyrstu
sýn, penn en frekar látlaus og virðist
þannig um margt dæmigerður fyrir
japanska smábíla í dag – hábyggður
með vel nýtanlegu innra rými. Og
þess vegna kemur það líka skemmti-
lega á óvart hversu snarpa og afl-
mikla vél smábíllinn Mitsubishi Colt
hefur að geyma. Hann kann að virð-
ast fínn bíll fyrir mömmu eða ömmu
við fyrstu sýn – nettur og settlegur –
en það þýðir þó ekki að fleiri hafi ekki
gaman af að keyra
hann. Hjá Mitsubishi
segja menn enda Colt-
inn vera stællegan,
skemmtilegan og nota-
drjúgan.
Bíllinn sem var
reynsluekið var með 1,5
lítra vél sem sýndi sig
hafa góða hröðun, var
snúningsviljug og þoldi umtalsverða
þenslu. Ekki slæmur kostur það, þó
eitthvað bæri á vega- og vélahljóði. Í
beygjum og raunar öllum innanbæj-
arakstri reyndist bíllinn líka hinn
liprasti, þó nokkuð væri um að hann á
rásaði þegar skipt var yfir á möl.
Borgaraksturinn er hins vegar það
ökusvæði sem kostir smábíla eins og
Coltsins njóta sín hvað best og líklega
þær aðstæður sem þeir eru aðallega
hannaðir fyrir. Og þó Coltinn sé e.t.v.
nokkuð stór fyrir smábílaflokkinn býr
hann engu að síður yfir þeirra helstu
eiginleikum – er lipur í akstri, smýgur
auðveldlega um þröngar miðbæjar-
götur eða í misaðgengileg stæði og
reynist í ofanálag glettilega vel út-
hugsaður hvað innra rými varðar,
enda virðist innra rými vera orðið eitt
af lykilorðunum í samtíma smábíla-
hönnun.
Góð gluggasýn og fyrirmyndar út-
sýni úr speglum gerði ökumann
sömuleiðis vel meðvitaðan um sitt
nánasta umhverfi. Næmar bremsur
með ABS aflhemlum og EBD-
bremsujöfnun hafa sömuleiðis í för
með sér að bíllinn allt að því stað-
næmist á punktinum.
Innra byrði Coltsins reyndist þá
smekklega útfært á einfaldan hátt, þó
hálfgagnsætt plast sem notað er í
hluta innréttingar félli ökumanni ekki
í geð – það létti vissulega útlit innrétt-
ingarinnar en hafði samt einhvern
ódýran blæ yfir sér. Vel rúmt var hins
vegar um ökumann og framsætisfar-
þega og ekki væsti heldur um aftur-
sætisfarþegana, enda farangursrými
í minna lagi þegar sætiskosturinn var
fullnýttur. Þar sem ýmist má hins
vegar leggja aftursætin fram eða
fjarlægja þau alveg úr bílnum, sem er
stór kostur, má hins vegar fullnýta
rými bílsins við ólíkar aðstæður og
nota hann þannig í flutninga af tals-
vert annarri stærðargráðu.
Með afslappað útlit – því hér er
enginn rembingur á ferð – og hagnýta
rýmisnotkun er Coltinn prýðis smá-
bílakostur og þegar jafn skemmti-
legri vél er bætt við jöfnuna er ekki
hægt annað en að segja þær breyt-
ingar sem gerðar hafa verið á Colt-
inum, sem kom á markað hér á landi á
ný sl. haust, frá eldri gerðum með
sama nafni séu fyrirtaks framfarar-
skref.
Coltinn er snaggaralegur í innanbæjarakstri.
Afslappaður og aflmikill Colt
REYNSLUAKSTUR
Mitsubishi Colt
Anna Sigríður Einarsdóttir
Morgunblaðið/Golli
Útlitið er afslappað, en vélin leynir á sér.
Vélin er snörp og þolir töluverða þennslu.
Vél: 1,5l, 4. strokkar,
1.500 rúmsentimetrar,
16 ventlar.
Afl: 110 hestöfl við 6.000
snúninga á mínútu.
Tog: 145 Nm við 4.000
snúninga á mínútu.
Drif: framdrif
Gírskipting: Fimm gíra
handskipting
Hröðun: 9.8 sekúndur úr
kyrrstöðu í 100 km.
Hámarkshraði:
190 km/ klst.
Lengd: 3.870 mm.
Breidd: 1.695 mm.
Hæð: 1.550 mm.
Eigin þyngd: 990 kg.
Hjólbarðar og felgur: 15“
stálfelgur 195/50r15
Hemlar: ABS diskar,
framan og aftan
Farangursrými:
200/1.070 lítrar
Verð: 1.690.000 kr.
Umboð: Hekla hf.
Mitsubishi
Colt
Innréttingin er látlaus en smekkleg.
Ágætlega fer um aftursætisfarþega.annaei@mbl.is
23
29
/
Ta
kt
ik
nr
.8
Akureyri • Egilsstöðum • Hafnarfirði • Höfn • Keflavík • Kópavogi •Reykjavík •Selfossi
SÍUR