Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 2

Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MINNST 41 FÓRST Að minnsta kosti 41 fórst þegar neðanjarðarlest fór út af sporinu í borginni Valencia á austurströnd Spánar í gær. Embættismenn sögðu að ekki væri um hryðjuverk að ræða og töldu líklegast að lestin hefði ver- ið á of mikilli ferð og að hjól undir henni hefðu gefið sig. Er þetta eitt mannskæðasta lestarslys í sögu Spánar. Lýstu báðir yfir sigri Mikil óvissa ríkti í gær um úrslit forsetakosninga sem fram fóru í Mexíkó á sunnudag. Hægrimað- urinn Felipe Calderon og vinstri- maðurinn Manuel Lopez Obrador lýstu báðir yfir sigri en kjörstjórnin sagði of snemmt að kveða upp úr um úrslitin. Sigraði í 100 km hlaupi Fyrsta íslenska konan sem tekur þátt í 100 kílómetra keppnishlaupi lét sér það ekki nægja í hlaupi sem fór fram í Svíþjóð á föstudaginn heldur gerði sér lítið fyrir og sigraði í hlaupinu í kvennaflokki. Elín Reed var aðeins 10 klst. og 39 mínútur að hlaupa 100 kílómetrana. Öllum kríueggjum rænt Öllum kríueggjum í Dyrhólaey var rænt af friðlýstu svæði í síðustu viku og er nú svo komið að öll krían er á bak og burt úr eynni. Varp var á tveimur stöðum á eynni, annars veg- ar austanmegin þar sem stærsta svæðið var og svo vestanmegin. Voru öll egg á báðum stöðum tekin. Örorka vegna offitu Öryrkjum, sem höfðu offitu sem fyrstu sjúkdómsgreiningu í ör- orkumati, fjölgaði um 200% á milli áranna 1992 og 2004, eða úr 37 í 111. Árið 1992 voru 29 konur og 8 karlar metin öryrkjar vegna offitu en árið 2004 voru konurnar orðnar 82 og karlarnir 29 talsins. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %          &         '() * +,,,                   Í dag Sigmund 8 Forystugrein 22 Fréttaskýring 8 Bréf 24 Viðskipti 12 Minningar 26/28 Úr verinu 13 Dagbók 32/35 Erlent 14/15 Víkverji 32 Akureyri 17 Velvakandi 33 Landið 18 Staður og stund 34 Austurland 18 Bíó 38/41 Daglegt líf 19 Ljósvakamiðlar 42 Menning 20, 36/37 Veður 43 Umræðan 21/24 Staksteinar 43 * * * EINN varð fyrir skoti úr haglabyssu þegar skotárásin við Burknavelli átti sér stað að morgni 21. júní síðastliðins þegar þrír menn óku framhjá húsi á Burknavöllum og skutu úr haglabyssum að húsinu. Í dómi hæstaréttar er gæsluvarðhaldsúr- skurður yfir tveimur mönnum staðfestur og kemur fram í úr- skurði héraðsdóms að einn þeirra sem var inni í húsinu hafi orðið fyrir skoti. Annar mann- anna sem situr í gæsluvarðhaldi er hinn meinti skotmaður en hinn var í bílnum. Tekið er fram í úrskurði héraðsdóms að framburður hinna kærðu hafi verið ótrúverðugur. Segir þar ennfremur að skot- manni hafi verið ljóst að menn væru inni í húsinu þegar hann skaut. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir tveimur hinna kærðu í málinu fram til dagsins í dag. Fram kemur að rannsókn máls- ins sé enn ólokið og að vopnið sé ófundið. MAÐURINN sem lést í vélhjóla- slysi í Öræfasveit á sunnudag hét Heiðar Þórarinn Jóhannsson, til heimilis að Lund- argötu 10 á Akur- eyri. Heiðar var fæddur 15. maí 1954, hann var ókvæntur og barnlaus. Heiðar Þórarinn var þaulreyndur vélhjólamaður og meðlimur í Vél- hjólasamtökum lýðveldisins, Sniglun- um. Minningarvaka um Heiðar Þór- arin verður haldin fimmtudaginn 6. júlí við Grillið í Heiðmörk og hefst kl. 21. Lést í vél- hjólaslysi í Öræfasveit STÚLKAN sem lést í umferðar- slysi á Skaga- fjarðarvegi við Varmahlíð á sunnudagsmorg- un hét Sigrún Kristinsdóttir, til heimilis að Vest- urgili 5 á Akur- eyri. Hún var fædd 12. mars 1986, dóttir hjónanna Kristins Tómassonar og Guðbjargar Ingu Ragnarsdóttur. Lést í bílslysi við Varmahlíð ATLANTSOLÍA og Orkan fóru að fordæmi hinna olíufélaganna og hækkuðu í gær hjá sér verðið á bæði 95 oktana bensíni og dísilolíu, en Skeljungur og Olíufélagið hækkuðu bensínið og dísilolíuna sl. laugardag og Olís hækkaði verðið hjá sér á sunnudaginn var. Eftir hækkun kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 127,8 kr. hjá Orkunni og 127,9 kr. hjá Atlantsolíu. Dísilol- íulítrinn kostar 121,8 kr. hjá Orkunni og 121,9 kr. hjá Atlantsolíu. Ástæða hækkana nú er sögð lágt gengi krónunnar gagnvart banda- ríkjadal og hátt heimsmarkaðsverð. Hækka einnig bensínverð sitt LÖGREGLUBÍLL frá Lögreglunni í Hafnarfirði lenti út af veginum og valt á Reykjanesbraut á móts við álverið í Straumsvík um kvöldmatarleytið í gær. Tveir lögreglumenn voru í bílnum og sluppu þeir ómeiddir eftir slysið. Bílnum var ekið með forgangsljósum er slysið varð en lögreglumennirnir voru á leið í útkall skammt frá, þar sem tilkynnt hafði verið um slags- mál. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virtust slags- málin alvarlegri samkvæmt útkallinu en raun reynd- ist og því var bílnum ekið með forgangsljósum. Missti ökumaður stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglubíllinn er mikið skemmdur. Morgunblaðið/ÞÖK Lögreglubíll valt á leið í útkall FRAKTÞOTA Atlanta var á of miklum hraða þegar reynt var að stöðva hana og flugmennirnir neyddust þess vegna til að stýra henni út af flugbraut í flugtaki á flugvellinum í Sharjah, skammt frá Dubai, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í nóvember 2004. Þetta er niðurstaða skýrslu rann- sóknarnefndar flugslysa í Samein- uðu arabísku furstadæmunum sem nýlega var gefin út. Slysið varð með þeim hætti að þegar þotan, sem var af gerðinni Boeing 747-230C, var nýkomin á svokallaðan flugtakshraða barst boð úr flugturni um að reykur kæmi úr hægri hlið vélarinnar. Flugstjóri vélarinnar tók þá ákvörðun að hætta við flugtak og reyna að stöðva vélina en í skýrsl- unni kemur fram að þegar flug- takshraða sé náð eigi ekki að hætta við flugtak heldur taka á loft og reyna lendingu að nýju. Þess í stað reyndi flugstjóri vélarinnar að stöðva vélina og reyndist það erfitt en í ljós kom að reykurinn sem starfsmenn í flugturni urðu varir við átti upptök sín í hjólabúnaði vélarinnar. Hluti hans virkaði því ekki sem skyldi þegar reynt var að hægja á vélinni. Þegar vélin kom að brautar- endanum stýrði flugstjórinn vélinni út af brautinni til að koma í veg fyrir árekstur við ljósabúnað sem þar var. Flugstjórinn gaf þá skýringu að hann hefði túlkað tilkynningu frá flugturni svo að eldur væri í vélinni og ályktað að öruggara væri að halda vélinni á jörðinni en að taka á loft. Hefðu rifjast upp fyrir honum afdrif Concorde-vélarinnar sem nokkrum árum áður hafði hrapað eftir að eldur kom upp í flugtaki í París. Skýrsluhöfundar benda á að með þessu hafi flugvélinni verið stefnt í hættu og að ljóst sé að meiri líkur hafi verið á slysi með því að hætta við flugtak en að taka á loft. Þrátt fyrir að bilun hafi orðið í búnaði vélarinnar hafi meginorsök slyssins verið ákvörðun flugstjór- ans um að hætta við flugtak. Vélin skemmdist mikið í slysinu og var úrskurðuð ónýt. Engin slys urðu á áhöfninni en í henni var einn Íslendingur. Of mikill hraði til að hægt væri að stöðva þotuna Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is Einn varð fyrir skoti á Burknavöllum Morgunblaðið/Eggert Glugginn á húsinu er illa farinn eftir skotárásina. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.