Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Zidane og Henry óstöðvandi með Frökkum á HM í Þýskalandi? Íþróttir á morgun SIGURÐUR Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hef- ur kært frávísun héraðsdóms Reykjavíkur á fyrsta ákærulið af nítján, í endurákæru málsins, til Hæstaréttar. Verjendur Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, Tryggva Jóns- sonar og Jóns Geralds Sullenberger kærðu í kjölfarið ákvörðun héraðs- dóms um að hafna kröfu um frávísun málsins í heild sinni. Síðastliðinn föstudag var fyrsta ákæruliðnum í endurákærunni vísað frá dómi þar sem ekki þótti koma nógu skýrt fram hvernig atburða- rásin, sem þar er lýst, brjóti gegn lög- um. Þar er Jón Ásgeir sakaður um fjárdrátt, en til vara umboðssvik. Sigurður Tómas sagði í samtali við Morgunblaðið að ákvörðunin hefði verið tekin að vel íhuguðu máli og að það hefði verið metið sem svo að grundvöllur væri fyrir kæru. Óljóst er hvenær kæran verður tekin fyrir. Verjendur kærðu einnig „Það er vissulega óljóst og undir Hæstarétti komið hvað þeir þurfa langan tíma. Það fer eftir því hvernig þeir meta þörfina á þessu, hvort þeir afgreiða þetta innan skamms eða ein- hvern tíma í haust,“ sagði Sigurður Tómas sem vonast eftir því að fá nið- urstöðu Hæstaréttar sem allra fyrst. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs, og Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, kærðu einnig úr- skurð héraðsdóms frá sl. föstudegi. Þeir höfðu krafist þess að málinu yrði vísað frá í heild sinni þar sem alvar- legir ágallar væru á rannsókn máls- ins – en því var hafnað. Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger, kærði jafn- framt ákvörðun Arngríms Ísbergs héraðsdómara en Brynjar hafði kraf- ist frávísunar málsins fyrir skjólstæð- ing sinn og rökstuddi kröfuna með því að tekin hafi verið sú ákvörðun við rannsókn málsins að ákæra ekki Jón Gerald. Frávísun héraðsdóms í Baugsmálinu kærð til hæstaréttar Óvíst hvenær niður- staða liggur fyrir VEIÐI hófst í fjölmörgum lax- veiðiám nú um helgina og voru opn- anir víða líflegar. Þannig komu fjór- ir laxar á land á fyrstu vöktunum á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal en þar er veitt á fjórar stangir. Laxarnir sem á land komu voru stórir og vógu allir um 5 kg en veiðimenn urðu víða varir við fisk og nokkrir sluppu fim- lega af flugum þeirra. Hrútafjarðará gaf tvo laxa þegar áin var opnuð á laugardaginn. Þeir veiddust á efstu veiðistöðum og því líklegt að laxinn sé að finna um alla á. Breiðdalsá opnaði þann sama dag en gríðarlegt vatnsmagn árinnar gerði veiðimönnum nokkuð erfitt fyrir. Þrátt fyrir það náðist einn lax á land en það reyndist 5,5 kg hrygna sem var 81 cm að lengd. Var hún sett í klakkistu líkt og margir aðrir stórlaxar sem veiðast í Breiðdalsá. Þá byrjaði Flekkudalsá mjög vel en þar komu átta laxar á land um helgina. Stórlaxar í Hnausastreng Stórlaxar hafa verið að veiðast í Vatnsdalsá að undanförnu en á laug- ardaginn negldu tveir tuttugu punda fiskar flugur veiðimanna í Hnausa- streng auk eins fjórtán punda. „Meðallengdin á fiskunum er 80 cm og meðalþyngdin 5,5 kg. Það er alveg glæsilegt,“ sagði Pétur Pét- ursson, leigutaki Vatnsdalsár, en laxagöngur hafa verið að renna sér upp í Hnausastrenginn síðustu daga. „Þær stoppa þó stutt við og ganga hratt upp enda gott vatn í ánni. Í fyrradag horfðum við á bleikju- göngu koma inn í Hnausastrenginn. Bleikjurnar röðuðu sér upp í löngum röðum niður við fætur veiðimanna sem skemmtu sér við að háfa þær.“ Pétur sagði jafnframt að gríð- arlega góð silungsveiði hafi verið í Reykjadalsá síðastliðnar vikur. „Um það er bara eitt að segja: Vá! Það er ofboðslega góð veiði í ánni og þar er einnig kominn lax á land. Rúnar Marvinsson var þar á dög- unum með félögum við veiðar og þeir náðu um 300 urriðum. Svo er mjög góð veiði í Vestmannsvatni og á dögunum voru tveir menn með 60 silunga á tvær stangir eftir einn dag og aðrir náðu 90.“ Líflegar opnanir um helgina Morgunblaðið/Golli Sigurður Albertsson með 85 cm hrygnu sem tók svartan Frances nr. 16 á Fossbrún í Aðaldal. Henni var sleppt eins og öðrum löxum á Nesveiðum. veidar@mbl.is STANGVEIÐI TÍÐARFAR í nýliðnum júnímánuði var úrkomu- og umhleypingasamt um landið sunnanvert, en hagstæð- ara norðan- og austanlands. Talsvert kuldakast gerði tólfta og þrettánda dag mánaðarins. Þetta kemur fram í yfirliti frá Veðurstofu Íslands. Meðalhiti í Reykjavík var 9,4 stig og er það 0,4 stigum yfir meðallagi. Júnímánuðir áranna 2002 til 2005 voru allir óvenju hlýir og hagstæðir og bregður því nokkuð við nú, þótt hiti sé ofan meðallags. Nokkru kald- ara var í júní 2001 en nú. Meðalhiti á Akureyri var 10,9 stig og hefur ekki orðið hærri í júní þar síðan 1988. Meðalhiti í Akurnesi var 9,9 stig eða 1,5 stigum yfir meðallagi og 5,8 stig á Hveravöllum sem er einu stigi yfir meðallagi. Mikil rigning Úrkoma í Reykjavík mældist 58 millímetrar og er það 17% umfram meðallag, oft hefur rignt meira í júní, síðast 2003. Úrkomudagarnir urðu þó óvenju margir eða 24 en það er sjö umfram meðallag. Ekki hefur rignt jafn marga daga í júní frá árinu 1983 en þá voru úrkomudagarnir 25, úr- komudagar í júní 1960 voru líka 25 og 24 1969. Á Akureyri mældist úrkoman að- eins tæpir 10 millímetrar og er það innan við helmingur meðalúrkomu þar. Þetta er minnsta úrkoma í júní á Akureyri frá 1998, en þá mældist hún 9 millímetrar. Úrkoman í Ak- urnesi mældist 85 millímetrar. Sól fyrir norðan Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 143, hið minnsta í júní frá 1999 og 18 stundum undir meðallagi, en oft hafa sólskinsstundirnar orðið mun færri í júní. Á Akureyri mæld- ust sólskinsstundirnar 188 og er það ellefu stundum umfram meðallag. Hæsti hiti mældist 22,5 stig í Mið- fjarðarnesi þann tíunda. Mest frost í mánuðinum mældist -5,8 stig á Brú- arjökli þann þrettánda. Sömu nótt var frost á nokkrum stöðvum í byggð. Morgunblaðið/Ásdís Óvenju margir úrkomudagar voru í júní, eða 24, en það er sjö umfram meðallag. Ekki hefur rignt jafnmarga daga í júní frá árinu 1983. Hitatölur almennt yfir meðallagi ENGIN umræða hefur verið á yf- irstandandi þingi um að hækka bíl- prófsaldurinn úr 17 árum í 18 ár og ekkert frumvarp þess efnis hefur komið fyrir allsherjarnefnd Al- þingis. Þetta segir Bjarni Bene- diktsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, skrifaði grein í Morgun- blaðið í gær, þar sem hann velti upp þeirri spurningu hvort eðlilegt sé að börn, sem ekki eru sjálfráða samkvæmt lögræðislögum, eigi að fá bílpróf. Í niðurlagi greinarinnar segir að allir, einkum foreldrar, Al- þingi, ríkisstjórn, umboðsmaður barna, yfirvöld heilbrigðis- og menntamála, hljóti nú að taka sam- an höndum og forða börnum frá því að bera ábyrgð á sjálfum sér og öðrum í umferðinni. „Það er löngu tímabært. Börnin hvorki eiga né mega bera þessa þungu ábyrgð,“ segir jafnframt í grein Ólafs Helga. Ólíklegt að bílprófsaldur verði hækkaður á yfirstandandi þingi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.