Morgunblaðið - 04.07.2006, Page 16

Morgunblaðið - 04.07.2006, Page 16
Hveragerði | Gróðurhús í Hveragerði víkja hvert af öðru fyrir íbúðabyggð. Byrjað var nú í vikunni að rífa gróðurhús við Gróðurmörk þar sem ræktaðar voru gúrkur. Myndarleg gróðr- arstöð var rekin á þessum stað en ekki þykir henta að vera með slíka ræktun alveg ofan í íbúða- byggð. Ræktunin kallar m.a. á mikla lýsingu sem þykir trufl- andi. Það gekk heilmikið á þeg- ar öflug vélskófla með gripkjaft réðist að húsunum og malaði þau niður í haug. Hringrás hf annast niðurrif og hreinsun lóð- arinnar eftir settum reglum þannig að allt sé hreint og klárt þegar byggingaverktakar hefj- ast handa við húsbygginguna sem rísa mun á lóðinni. Gróðurhúsin víkja fyrir íbúðabyggð Niðurrif Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Sæluhelgarlag | Hugsum heim er heiti á Sæluhelgarlaginu í ár, en Sæluhelgin verð- ur haldin nú um komandi helgi á Suður- eyri. Lagið er eftir Siggeir Siggeirsson en textinn er eftir Hildi Guðbjörnsdóttur. Helgi Þór Arason syngur lagið en svo vill til að hann var kosinn bjartasta vonin í söngkeppni á Sæluhelginni fyrir fáeinum árum. Þau eiga öll ættir sínar að rekja til Suðureyrar við Súgandafjörð. Tíu manna dómnefnd, skipuð einum full- trúa frá hverju byggðu bóli frá Arnarfirði til Álftafjarðar auk sigurvegara keppn- innar á síðasta ári sáu um valið. Sæluhelgin á Suðureyri er nú haldin í nítjánda sinn helgina, hún verður dagana 6.–9. júlí af Mansavinum í Súgandafirði. Upphaflega snérist skemmtunin um það að ungmenni kepptust við að veiða marhnút í höfninni á Suðureyri en síðan þá hefur keppninni vaxið fiskur um hrygg og er nú fjölskylduhátíð heimamanna jafnt sem burtfluttra Vestfirðinga. Úr bæjarlífinu Höldur-Bílaleiga Akureyrar semum nokkurra ára skeið hefurboðið upp á þýska lúxusbíla hef- ur nú bætt þann flota sinn verulega. Alls er Höldur nú með 20 Marcedes Benz- fólksbíla, af ýmsum gerðum, en að sögn Steingríms Birgissonar hefur eftirspurn eftir slíkum bílum aukist að undanförnu. Steingrímur segir þetta vera mesta úrval lúxusbíla sem nokkur bílaleiga hér á landi hafi upp á að bjóða. Við- skiptavinir eru fyrst og fremst íslensk og erlend fyrirtæki en hinn almenni ferðamaður hefur þó kallað eftir þessum bílum yfir sumartímann. Allur flotinn var nýlega í útleigu til Mercedes-Benz í tengslum við kynningu þeirra á nýjum GL-Class hér á landi. Þýskir lúxusbílar Steingrímur Birgisson við einn af nýju bílunum. Á föstudag misrit-aðist vísa eftirGuðmund G. Hall- dórsson á Húsavík og er hún rétt svona: Það væri næstum guðlegt gaman gömul kynni endurvekur; mér finnst þau ættu að fara saman í Fjörður þegar skyggja tekur. Davíð Hjálmar Har- aldsson vann að grisjun og skógarhöggi í fjöl- skyldureitnum og kom í hug: Skógurinn okkar er skjólsæll og hlýr, skýlir hinn laufgræni viður. Fjalldrapi, maðra og fjóla þar býr og fuglanna svæfir mig kliður. Gríðarlegt verk er að græða upp skóg svo gefist þar yndi og friður en loks þegar birkið og lerkið er nóg er langbest að höggva það niður. Séra Hjálmar Jónsson veitti orðu viðtöku á Bessastöðum og fór þá með vísu: Hæstvirtur forseti heiðra kaus og hrósa okkur, mikið. Ég er því ekki orðulaus – en orðlaus fyrir vikið. Af skógarhöggi pebl@mbl.is ♦♦♦ Blönduós | Hafíssetur verður opnað á Blönduósi á morgun, miðvikudaginn 5. júlí, kl. 18. Setrið verður til húsa í Hillebrandts- húsi og er öllum velkomið að vera við opn- un þess. Einn helsti hvatamaður setursins er dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur, einn helsti fræðimaður á sviði hafíss og hafís- rannsókna á Íslandi. Þór er höfundur texta sem notaður er á sýningunni. Sýningar- stjóri Hafíssetursins er Björn G. Björns- son. Setrið er að nokkru leyti í minningu Jóns Eyþórssonar en hann var fremstur í flokki íslenskra náttúrufræðinga sem hófu að huga að hafís við landið. Veðurathugunartæki sem voru hjá Grími Gíslasyni verða á setrinu og hefur Veðurstofan gefið tækin. Forstöðumaður Hafíssetursins er Anna Margret Valgeirs- dóttir. Hillebrandtshús Hafísinn er „kominn í hús“ á Blönduósi á sérstöku safni. Hafíssetur opnað á Blönduósi Króksfjarðarnes | Kjötafurðastöð Kaup- félags Skagfirðinga hefur tekið sláturhúsið í Króksfjarðarnesi á leigu frá 1. júní sl. Þetta gerist í framhaldi af samstarfi af- urðastöðvarinnar og Kaupfélags Króks- fjarðar. Samkvæmt upplýsingum frá Ágústi Andréssyni sláturhússtjóra fólst samstarfið m.a. í að KS keypti allar afurðir sem féllu til í Króksfjarðarnesi auk þess sem sláturhúsið slátraði fyrir KS í verk- töku þegar það hentaði. Um 11 þúsund fjár var slátrað í Króksfjarðarnesi á síðasta hausti og auk þess nokkru af nautgripum. Innleggjendur þar eru því viðskiptavinir KS frá því í byrjun júní síðastliðinn. Sláturhúsið leigt Til fyrirmyndar | Í könnun sem Umferð- arstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert varðandi öryggi barna í bílum kemur í ljós að foreldrar leikskólabarna á Akureyri og Dalvík standa sig vel hvað varðar öryggismál barna í bílum. Könnunin var gerð í apríl síðastliðnum með því að skoða bíla við leikskóla um allt land og kom í ljós að 3,2% barna í úrtak- inu voru án nokkurs öryggisbúnaðar í bíl- um. Á Akureyri þar sem 144 bílar voru í úrtakinu og á Dalvík með 41 bíls úrtak var hins vegar öryggisbúnaður í öllum bíl- um sem skoðaðir voru. Á Ólafsfirði var í einu tilfelli barn í bíl án alls öryggisbún- aðar. Þetta er ellefta árið í röð sem slík könn- un er gerð. Mengunarhýsi | Slökkvilið Akureyrar hef- ur fengið nýtt mengunarhýsi afhent og er það liður í því að stórbæta aðstöðu slökkvi- liðsins við mengunarslys á Norðurlandi. Hýsið er ætlað undir búnað vegna meng- unarslysa en einnig nýtist það við bílslys eða annars konar slys og/eða aðstæður þar sem vinna þarf við mengaðan vettvang. Hýsið er meðfærilegt í notkun og er búið mjög fullkomnum búnaði og kemur til með að breyta verulega viðbúnaði slökkviliðsins gagnvart mengunarslysum.    HÉÐAN OG ÞAÐAN   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.