Morgunblaðið - 04.07.2006, Page 17

Morgunblaðið - 04.07.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 17 MINNSTAÐUR AKUREYRI BJARNI geimfari Tryggvason, kom við á Flugsafni Íslands á Akureyri þegar hann átt leið um í sumarfríi sínu. Bjarni er eðlisverkfræðingur að mennt en hann hefur m.a. unnið sér það til frægðar að hafa farið 180 sinnum kringum hnöttinn á geimskutlunni Discovery, það var á 12 dögum, 7. til 19. ágúst árið 1997, en tilgangurinn var að rannsaka lofthjúp jarðar. Svanberg Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Flugsafnsins, sagði Bjarna hafa staldrað lengi við, hann hefði margt séð sem vakti for- vitni hans. Á hverju ári er sett upp ný sýning á safninu og er nú nýlega búið að opna sýningu um feril Agn- ars Kofoed-Hansen. Hann lærði flug hjá danska flughernum og kom heim fullur áhuga, hafði hann frumkvæði að því að stofna Flug- félag Akureyrar árið 1937 en það varð síðan hluti af Flugfélagi Ís- lands og síðar Flugleiðum. Á liðnu ári var opnuð sýning um Jóhannes Snorrason og þar áður um Arngrím Jóhannsson. Bjarni Tryggvason skoðaði Flugsafn Íslands Áhugasamur Bjarni Tryggvason geimfari skoðar sýningu um Agnar Kofoed-Hansen í Flugsafni Íslands á Akureyri. Svanberg Sigurðsson framkvæmdastjóri fór með honum um safnið. Á myndinni t.h. er Bjarni við Piper Cub-vél Kristjáns Víkingssonar, en hún er ein elsta flughæfa flugvél landsins, frá árinu 1943. ÞYRPING hf. hefur sótt um lóð fyrir verslun og þjónustu við norðurjaðar miðbæjarins á Akureyri, það er gert með hliðsjón af tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar, sem var í þá veru að opnað var fyrir möguleika á byggingu verslunar- og þjónustu- húsnæðis á Akureyrarvelli. Á fundi umhverfisráðs í vikunni var fjallað um erindið og fagnaði ráð- ið áhuga á uppbyggingu þjónustu í miðbæ Akureyrar. Ráðið hafnaði er- indinu að svo stöddu, enda tillaga að Aðalskipulagi Akureyrar 2005–2018 í auglýsingu og því ekki unnt að taka afstöðu til einstakra erinda fyrr en að loknu staðfestingarferli. Sækja um lóð Nýr troðari | Endurnýjun snjó- troðara í Hlíðarfjalli var til umfjöll- unar á fundi íþrótta- og tóm- stundaráðs í vikunni og einnig var rætt um þátttöku Vetraríþrótta- rmiðstöðvar Íslands í kaupunum. Rætt var um aukin umsvif í rekstri Hlíðarfjalls og nauðsyn þess að tryggja betra þjónustustig í Hlíð- arfjalli með kaupum á nýjum snjó- troðara fyrir komandi vetur. Óskaði ráðið eftir því við stjórn VMÍ að miðstöðin fjármagnaði kaup á nýj- um snjótroðara fyrir Hlíðarfjall og skipaði formann og deildarstjóra í vinnuhóp sem skal leita hagstæð- ustu leiða til slíkra kaupa. Jafnframt er óskað eftir því að stjórn Vetr- aríþróttamiðstöðvarinnar skipi full- trúa sinn í vinnuhópinn. SYSTURNAR Inga Lísa og Aldís Eir Sveinsdætur höfðu komið sér vel fyrir á hlöðnum vegg sem liggur eft- ir Strandgötunni í gærmorgun. Þær höfðu raðað skeljum og steinum úr fjörunni og höfðu í nógu að snúast við að sýna varninginn ferðalöngum sem streymdu hjá. Við bryggju lá skemmtiferðaskipið Costa Atlantica, hið stærsta sem hefur viðkomu á Ak- ureyri í sumar, 85.700 tonn. Farþeg- arnir eru um 2.200 talsins og í áhöfn 850 manns. Það var því mikill ys og þys þegar fólk brá sér í land til að skoða bæinn eða nágrannabyggðir. „Við gerðum þetta oft þegar við áttum heima á Eyrinni,“ sögðu syst- urnar, en halda uppteknum hætti þó svo að þær séu fluttar út í Gler- árhverfi, í Tungusíðuna. Þær voru ekki feimnar við að bjóða ferðafólk- inu að skoða skeljarnar sínar og þeir sem vildu gátu tekið með sér eina sem minjagrip. Morgunblaðið/Margrét Þóra Framtakssamar systur Inga Lísa og Aldís Eir Sveinsdætur gáfu ferða- löngum af Costa Atlantica skeljar sem þær tíndu í fjörunni. Ferðalöngum í miðbænum boðnar skeljar að gjöf Bankastræti 3 • S. 551 3635 www.stella.is SNYRTIVÖRUR Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.