Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 18

Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Reyðarfjörður | Á hverju sumri er settur fiskur í Andapollinn á Reyðarfirði. Nýlega var sleppt þar 500 sprellfjörugum þing- eyskum regnbogasilungum frá Norðurlaxi hf. á Laxamýri. Anda- pollurinn hefur verið dýpkaður og hreinsaður en nokkuð bar á því síðasta sumar að gróður væri kominn upp úr vatninu. Lítið hef- ur sést af öndum á pollinum, þrjú gæsahreiður eru í hólmanum og ýmsar fuglategundir hafa þar við- komu eins og fram kom við fugla- skoðun nýlega en þá voru á svæð- inu 28 tegundir. Andapollurinn er við tjaldsvæðið á Reyðarfirði og er nú verið að stækka og bæta að- stöðu þar. Veiðileyfi eru seld í Veiðiflug- unni í verslunarmiðstöðinni Mol- anum á Reyðarfirði og ættu menn að geta skemmt sér vel við að elta þá þingeysku. Hæg heimatökin Andapollurinn er við tjaldstæðið á Reyðarfirði. Hægt að elta Þingey- inga í Andapollinum AUSTURLAND Seyðisfjörður | Steinasafn Petru hlaut hvatningarverðlaun Þróunar- félags Austurlands árið 2006, en verðlaunin voru afhent á aðalfundi samtakanna á Seyðisfirði síðastlið- inn fimmtudag. Safnið hlýtur verð- launin fyrir metnaðarfull safnastarf og framlag til ferðaþjónustu á Aust- urlandi, en þetta var í sjöunda skipti sem verðlaunin eru afhent. Konan á bakvið safnið er Ljós- björg Petra María Sveinsdóttir, fædd 1922, og hefur hún safnað steinum frá tvítugsaldri. Árið 1974 opnaði Petra heimili sitt á Stöðv- arfirði fyrir gestum og gangandi sem vildu skoða steinasafnið henn- ar. Í fyrra var safnið hennar það fjölsóttasta á Austurlandi, en þang- að lögðu um 20.000 manns leið sína. Hún segir að gestum fjölgi alltaf ár frá ári, enda sé safnið alltaf opið. „Það var nú ekki búið að opna safn- ið í sumar þegar fyrstu gestirnir komu en við hleypum alltaf inn. Sumarið hefur farið vel af stað og það er alltaf mikið rennirí hjá okk- ur.“ Hún segir að það hafi komið henni verulega á óvart að hljóta hvatningarverðlaunin, en verðlauna- gripurinn er gerður á Álfasteini í Borgarfirði. „Það er örugglega pláss fyrir þennan stein þó mikið sé fyrir. Það er rosalega gaman að hljóta þessi verðlaun.“ Petra hefur ekki getað fylgst jafnnáið með safninu í sumar og undanfarin ár þar sem hún fékk blóðtappa í vetur. Hún dvelur nú á hjúkrunarheimili á Fáskrúðsfirði en afkomendur hennar sinna safninu. „Ég á þrjár krakka og hver fjöl- skylda sér um einn mánuð. Þau sækja mig alltaf annað slagið,“ seg- ir Petra og bætir því við að hún sé alltaf að hressast. Alltaf opið í Steinasafni Petru Hlaut hvatningar- verðlaun Þróunar- félags Austurlands Pláss fyrir einn í viðbót Petra Sveinsdóttir tók við verðlaununum úr hendi Auðar Önnu Ingólfsdóttur. Með þeim eru Stefán Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélagsins, og Ásbjörn Guðjónsson formaður. LANDIÐ Hali í Suðursveit | „Þetta hefur ver- ið mjög viðburðarík og skemmtileg helgi, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Þorbjörg Arnórs- dóttir, forstöðumaður nýs seturs sem tileinkað er rithöfundinum Þór- bergi Þórðarsyni. „Það voru um 120–130 manns á opnunarhátíðinni, reyndar var rigning en það truflaði okkur ekkert og við héldum heil- mikla hátíð. Inni á sýningunni var skemmtileg uppákoma þar sem leik- arar lásu úr verkum Þórbergs,“ segir Þorbjörg. Mikil leynd hafði hvílt yfir sýn- ingu í svokölluðum vestri sal Þór- bergsseturs allt fram á opnunardag og nokkur eftirvænting ríkti um hvað biði gestanna þar. Sjón er auð- vitað sögu ríkari, að sögn Þor- bjargar, en um er að ræða leik- myndir úr ævi Þórbergs og af sögusviði bóka hans. „Þetta er í raun heimur sem fólk fer inn í og fylgir Þórbergi eftir gegnum ævina. En það er líka vísun í ýmis áhuga- mál hans í sýningunni, þannig að hún fjallar ekki eingöngu um Þór- berg sem persónu heldur mörg önn- ur mál sem hann hafði áhuga á á lífsleiðinni.“ M.a. verður hægt að sjá Þórberg í sjóbaði og í Müllersæf- ingum á myndbandsspólu. „Svo er fjallað um jóga, esperantó og margt fleira. En það sem er aðalatriði í sýningunni er eftirlíking af fjósbað- stofunni á Hala sem hann ólst upp í og lýsir svo vel í bókinni Steinarnir tala.“ Stórt málþing framundan Þorbjörg segir gesti hafa tekið sýningunni afskaplega vel og hún komið öllum mikið á óvart. „Menn höfðu ekki gert sér í hugarlund að þessi sýning væri neitt í líkingu við það sem hún er í uppsetningu.“ Margt góðra gesta mætti á opn- unina og þeirra á meðal Þórarinn Eldjárn, stjórnarformaður Gljúfra- steins, húss Halldórs Laxness. „Á haustdögum er fyrirhugað að vinna að samningi um náið samstarf Gljúfrasteins og Þórbergsseturs. Þessi tvö rithöfundasetur verða bæði undir forsætisráðuneytinu og í formlegu samstarfi.“ En hvað fleira ber framtíðin í skauti sér fyrir setrið? „Fjölmörg verkefni bíða, meðal annars að klára opnunina sem slíka. Ýmislegt smávægilegt er eftir sem mun fylla betur í myndina og enskar þýðingar verða til dæmis settar upp fljót- lega,“ svarar Þorbjörg. Framundan segir hún að sé meiri uppbygging til að treysta setrið í sessi. Frekara starf í ýmsum rannsóknaverkefnum um Þórberg og umhverfi hans bíði og í haust verði haldið stórt málþing í tilefni opnunarinnar sem fjölmarg- ir aðilar muni koma að. Nýjasta útgáfa ritsafnsins Á útvegg Þórbergsseturs sem hér sést má greina kjölinn af hverju og einu verka Þór- bergs, reyndar í þessu tilviki úr áli en ekki leðri. Inni í húsinu má svo kynnast heimi verka Þórbergs. Þórbergssetur opnað með viðhöfn Ljósmynd/Þórgunnur Mikið í lagt Á sýningu í Þórbergssetrinu má finna leikmyndir úr lífi Þór- bergs og m.a. fjósbaðstofuna sem hann ólst upp í og skrifaði um. Náið samstarf við Gljúfrastein fyrirhugað Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is er manneskjan úr bronsi en á Ís- landi úr áli. Verkin hafa verið stillt af með þeim hætti að stytturnar horfast í augu yfir hafið. Borgarstjórn Hull, sveitarstjórn Mýrdalshrepps, ríkisstjórn Íslands og breska sendiráðið á Íslandi ásamt einkafyrirtækjum hafa tekið höndum saman og kostað þetta skemmtilega verkefni. Vík í Mýrdal varð fyrir valinu sem einn af þeim stöðum sem breskir ferðamenn minnast helst þegar þeir eru spurðir um minn- isstæða staði eftir heimsókn til Ís- lands. Einnig er Vík gamall út- gerðarbær fyrr á öldum þótt hafnleysa hafi ávallt torveldað sjó- sókn. Vík og Hull standa fyrir órjúfanleg bönd tveggja vinaþjóða Listaverkið För eftir Steinunni afhjúpað Mýrdalur | Val- gerður Sverrisdótt- ir utanríkisráðherra afhjúpaði á föstu- dag minnismerkið För eftir listakon- una Steinunni Þór- arinsdóttur í Vík í Mýrdal. Fjölmenni var viðstatt afhjúp- unina, þar á meðal sendiherra Bret- lands á Íslandi, Alp Mehmet, Sveitar- stjóri Mýrdals- hrepps og meðlimir sveitarstjórnar ásamt fleiri fyrir- mennum. Varðskip- ið Óðinn sem er að ljúka sinni síðustu för fyrir Landhelg- isgæsluna var fyrir utan Vík við þetta tilefni og þeytti þokulúður til hátíð- arbrigða. Með uppsetningu verksins í Hull á Englandi annars vegar og í Vík á Ís- landi hins vegar er haldið á lofti þeirri staðreynd að við- skipti hafi verið stunduð milli þjóð- anna í yfir þúsund ár. Verkið er einnig hugsað til þess að minnast sjófarenda og atburða tengdum hafinu. Þorskastríð voru háð á Ís- landsmiðum, þar sem tvær vina- þjóðir tókust á. Þeir tímar eru að baki og er ætlunin að verkið skír- skoti einnig til framtíðar þar sem samskipti þjóðanna eru enn mikil og vaxandi. Horfast í augu yfir hafið Verkið För er í tveimur hlutum. Fyrri hluti verksins var settur upp í Hull fyrir viku en nú var uppsetn- ingu lokið með afhjúpun í Vík í Mýrdal. Á báðum stöðum er um að ræða háa steinsúlu sem manneskja stendur á og horfir til hafs. Í Hull Steinunn Þórarinsdóttir við listaverk sitt, minn- isvarðann För, í fjörunni í Vík í Mýrdal. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.